Morgunblaðið - 19.09.1975, Page 1
36 SÍÐUR
303. tbl. 62. árg.
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Geir Hallgrímsson forsætisráðherra kynnti sér smíði
olíuborpalla í Noregsheimsókn sinni í gær. Með
honum á myndinni eru Alf Klever, aðstoðarfram-
kvæmdarstjóri Aker-verksmiðjunnar, Carsten H.
Schanke forstjóri og sendiherra Islands í Ósló, Agnar
Klemenz Jónsson. Símamynd AP
CIA gaf
villandi
skýrslur
Washington, 18. september. AP. Reuter.
BANDARlSKA leyniþjónustan
CIA gerði vísvitandi lftiö úr styrk
Viet Cong fyrir Tet-sóknina, sem
olli straumhvörfum I Vfetnam-
strfðinu 1968, svo að þungi
sóknarinnar kom bandarískum
ráðamönnum á óvart, að þvf er
fyrrverandi starfsmaður CIA,
Samuel Adams, skýrði frá f dag.
Adams hélt því fram 1 leyni-
þjónustunefnd fulltrúadeildar-
innar, að CIA hefði gert þetta til
að villa um fyrir bandarískum
blöðum, almenningi í Bandaríkj-
unum og þjóðþinginu. Hann
sagði, að spilling í leyniþjónust-
unni hefði átt mikinn þátt í því að
sóknin kom á óvart.
Hann kvaðst hafa fundið skjöl í
aðalstöðvum CIA siðari hluta árs
1966 er bentu til þess, að
kommúnistar hefðu 600.000 her-
menn í Suður-Víetnam, en ekki
300.000 eins og sagt var opinber-
lega. Hann sagði, að bandaríska
herstjórnin hefði haldið sig við
hinar opinberu tölur af ótta við
viðbrögð almennings, ef hann
frétti um hærri tölurnar.
Hugsanleg olíukaup frá
Noregi eftir áramót
Geir Hallgrímsson ræddi við Bratteli 1 gær
Sjá einnig á bls. 3
□ —
□ —
Ósló, 18. septembor, frá
Þorbirni Guðmundssyni
ritstjórnarfulltrúa Mbl.
GEIR H :Ilgrfmsson, forsætisráð-
herra, og Trygve Bratteli, for-
sætisráðherra Noregs, ræddust
við í rúma tvo klukkutfma í morg-
un. „Þetta voru almennar umræð-
ur um efnahagsmál, stjórnmál og
olfupólitfk Norðmanna,** sagði
Geir Hallgrfmsson að viðræðun-
um loknum. Norðmenn hafa
þurft að glfma við verðbólgu-
drauginn eins og aðrar þjóðir.
„Það er athyglisvert hvernig
þeim hefur tekizt að halda verð-
bólgunni niðri,“ sagði forsætis-
ráðherra.
Norðmenn leggja mikið kapp á
hagnýtingu olíulindanna úti fyrir
ströndum landsins og hafa sett
sér það mark að geta unnið 80 til
Ný stjórn
í Portúgal
Lissabon, 18. september. Reuter.
Ný stjórn verður mynduð f
Portúgal á morgun, föstudag,
eftir þriggja vikna þjark að þvf er
Mario Soares, foringi sðsfalista,
tilkynnti í kvöld.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum verða fjórir sósfal-
istar í stjórninni, tveir alþýðu-
demókratar og einn kommúnisti
og auk þeirra óháðir menn og
hófsantir herforingjar.
Þráteflinu lauk þegar kommún-
istar féllu frá kröfu sinni um að
fá jafnmarga ráðherra og alþýðu-
demókratar.
90 milljónir lesta eða tonna á ári.
Til þessa hefur kostnaður við
vinnsluna verið margfaldur á við
tekjurnar — en viðskiptahallann
hyggjast þeir greiða með olfu-
gróða siðar. Þá sagði forsætisráð-
herra að rætt hefði verið um
hugsanleg kaup Islands á norskri
olíu, en það gæti orðið eftir næstu
áramót. Rætt var um verð á
heimsmarkaðsgrundvelli — og þá
væri spurningin um flutnings-
kostnað, hvort væri ódýrara fyrir
íslendinga. „Við verðum að vega
það og meta,“ sagði forsætisráð-
herra, ,,og halda öllum leiðum
opnum.“
Einnig var drepið á það í við-
ræðunum, að ef til þess kæmi, að
olía fyndist við Island, rnyndu
Framhald á bls. 35
Rússar skjóta
á Barentshafi
Osló 18. scpteinbcr
RlKISSTJÓRN Noregs hefur
beðið sendiherra sinn f
Moskvu að koma þvf á fram-
færi við sovézku stjórnina, að
hún hafi áhyggjur af skot-
æfingum sovézka flotans, sem
eru nýhafnar á Barentshafi.
Rússar æfa meðal annars eld-
flaugnaskot og er æfinga-
svæðið vel fyrir innan mörk
200 mflna auðlindslögsögu
sem Norðmenn ætla að taka
sér í framtíðinni. Eiga
æfingarnar að standa til 27.
september.
Patty Hearst handtekm
San Francisco 18. scptcmbcr. AP. Rcutcr.
PATRICIA Ilearst, dóttir blaða-
kóngsins Randolph Hearst, var
handtekin f San Francisco f dag.
Leitinni að henni er þar með
lokið, nftján mánuðum eftir að
henni var rænt, 5. febrúar 1974,
úr fbúð f Berkcley.
Með ungfrú Hearst var Wendy
Yoshimura, sem er kölluð list-
málari. Þær voru handteknar f
húsi nr. 625 við Morse-stræti f
Patty Hearst
Mission-hverfi f San Francisco.
Patty Hcarst veitti enga mót-
spyrnu, þótt hún hafi lýst yfir því
að hún léti aldrei ná sér lifandi.
Patty opnaði sjálf dyrnar.
„Ókey, þið hafið náð mér,“ sagði
hún.
Skömmu áður höfðu starfs-
menn alríkislögreglunnar FBI
handtekið tvo félaga ungfrú
Hearst úr „Symbonesíska frelsis-
hernum“ SLA, samtökunum sem
rændu henni og hún gekk seinna
í, hjónin William og Emily
Harris. FBI segir að þau hafi
verið síðustu félagar ungfrú
Hearst, sem vitað hafi verið um,
og þau veittu heldur enga mót-
spyrnu þegar þau voru handtekin
á götuhorni f San Francisco.
Starfsmenn FBI höfðu fengið
ábendingar, fóru á stúfana og sáu
hjón sem líktust Harris-
Framhald á bls. 35
Vofmahlé en enn
barizt í Líbanon
Bcirút, 18. scptcmbcr. Rcutcr. AP.
SKOTHRlÐ og sprengingar
heyrðust enn f Beirút f kvöld, þótt
samkomulag hafi tekizt um
vopnahlé f Lfbanon eftir hörðustu
bardaga sam hafa geisað sfðan
fimmtu átökin í landinu á þessu
ári hófust fyrir hálfum mánuði.
Að minnsta kosti 19 hafa beðið
bana f átökum I Beirút síðan f
gærkvöldi og rúmlega 200 í öllu
landinu sfðan átökin hófust í
Tripoli.
I kvöld hótaði Rashid Karami
forsætisráðherra að segja af sér í
stað þess að kalla út herinn til að
binda enda á bardagann. Hann
vill ekki beita hernum nema með
samþykki fjögurra foringja
múhameðstrúarmanna og Yasser
Arafats, leiðtoga palestínskra
skæruliða.
Tveir nánustu samstarfsmenn
Karamis fengu hann ofan af þvi
að segja af sér þrátt fyrir kröfur
ráðherra i stjórninni um að her-
inn yrði kallaður út. Þeir sögðu
honum að þó að hann segði af sér
yrði herinn kallaður út.
Hótel í Beirút hrundi i
sprengingu þegar bardagarnir
stóðu sem hæst og að minnsta
kosti 12 biðu bana, en óttazt er að
fleiri finnist grafnir i rústunum
Önnur bygging brann til kaldra
kola. Bardagarnir geisuðu aóal-
lega í fátækrahverfum og þar
áttust aðallega við vinstrisinnaóir
Framhald á bls. 35