Morgunblaðið - 19.09.1975, Side 13

Morgunblaðið - 19.09.1975, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975 13 svipmót og ættaryfirbragð sauðkindanna. Þegar þeir sjá rétt mark, er ekki að sökum að spyrja. Það er gripið í horn og sest klofvega á bak, og brátt er ærin eða dilkurinn á bak við lás og slá. Börnin eru ekki sfður dugleg við dráttinn. Sum eru svo ung, að þau fá litlu ráðið um stefnu kindarinnar, sem þau eru komin á bak á. Viljinn, kappið og skapið eru í engu hlutfalli við orkuna og þvf verð ur einhver stærri og sterkari að koma til hjálpar stundum. Ekki er laust við, að það bregði fyrir glampa glettni og stolts í aug- um feðra og afa, sem þykjast sjá þess skýran vott, að fjár- mennskan muni ganga í erfðir frá kynslóð til kynslóðar. Jarmurinn lætur í eyrum eins og síbylja, og þar kemur, að við venjumst honum svo, að við hættum að heyra hann. En einhvern veginn loðir hann í hlustunum fyrir því og kemur til skila I kvöld, þegar við leggj- umst til hvfldar og ætlum að festa svefninn. Þá fylgir hann okkur alla leið að dyrum gleymskunnar og inn í draum- inn. Það er rekið inn í allstórum hópum, sem dragast furðu fljótt f dilkana. Lítill drengur, Tryggvi Höskuldsson fjall- kóngur sem er of ungur til að fara í dráttinn, ljómar f framan, þar sem hann stendur hjá móður sinni, þegar hann heimtir ána sfna. Aldraðar húsfreyjur eru komnar í almenninginn til að endurlifa gamla daga og kom- ast f snertingu við réttarævin- týrið. Aðrar standa álengdar og horfa á, þurfa sumar að gæta barna, sem eru svo ung og smá, að þau træðust undir, ef þau hættu sér inn í fjárhópinn, en hafa þó kitlandi gaman af að virða fyrir sér aðfarirnar. Það sígur á seinni hlutann, og það strjálast f almenningnum. Bændur gefa sér tíma til að rétta úr sér og talast við fá sér í nefiðhver hjáöðrum og láta fleygana ganga, allt þó í mesta hófi. Basl og asi hafa gleymst um stund, og svo var skemmti- legt að hitta aftur alla ferfætl- ingana, sem margir eru ekki einungis fæði, klæði og skæði manna, heldur eru líka tengdir þeim furðulegum tilfinninga- böndum. En nú er að drífa sig f kaffið, sem bíður þyrstra og þreyttra og menn skipta sér á bæina, Mýri og Bólstað. Stígvélahrúg- urnar við útidyrnar sýna mann- fjöldann inni. Svo er að þakka fyrir sig og tygja sig heim, hver með sinn rekstur, ef féð er þá ekki flutt á bílum og vögnum eftir nýjustu tísku. Vitið þér, að það eru nær 200 verzlanir við Laugaveg og Bankastræti, sem verzla með allar hugsanlegar vörutegundir. Bílastæði eru fjölmörg og þá sérstaklega á laugardögum . . . vilja kaupmenn viö Laugaveg og Bankastræti vekja athygli viðskiptavina sinna á því, að verzlanir þeirra eru opnar . . . Sv.P.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.