Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 15
MORC.UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975
15
Minning:
Áki Jakobsson
fyrrum ráðherra
Áki Jakobsson lögfræðingur
sem er jarðsettur í dag var kom-
inn fram á stjórnmálasviðið á
nýjan leik þegar ég kynntist hon-
um fyrir sautján, átján árum.
Hann hafði þá verið „úti f kuldan-
um“ um hríð eftir að hafa sagt
skilið við Sameiningarflokk
alþýðu — sósíalistaflokkinn, eins
og hann nefndist þá; var þó með
mörgu öðru búinn að þjóna hon-
um sem ráðherra hans við hliðina
á Brynjólfi Bjarnasyni í ný-
sköpunarstjórn Ölafs Thors.
Áki var um þessar mundir kom-
inn á þing fyrir Alþýðuflokkinn
sem hafði auk þess dubbað hann
upp í formann blaðstjórnar Al-
þýðublaðsins, sem var þó
„áhrifastaða“ innan flokksins í
orði fremur en á borði því að
blaðið var í rétt einum öldudaln-
um. Kynni okkar Áka hófust í
gegnum blaðamennskuna þegar
hann réð mig ritstjóra til blaðsins
yfir kaffibolla í heldur óhrjálegu
veitingahúsi sem nú er úr sög-
unni. Þetta þarf að koma hér
fram, því að ég get litið sagt nema
augljósustu sannindin um stjórn-
málaferil Áka, sem var samt
merkilegur og viðburðaríkur, né
um margvísleg og umtalsverð um-
svif hans sem málafærslumanns
og athafnamanns á ýmsum svið-
um. Ég hafði aldrei talað orð við
Áka fyrr en yfir þessum kaffi-
bolla í stúkunni i veitingahúsinu,
þó að ég þættist að visu vita hitt
og þetta um hann af þeim
mergjuðu skammagreinum sem
hann hafði ekki farið varhluta af i
stjórnmálunum. Ég man einn
vetur þegar eitt dagblaðanna
skammaði hann nánast upp á dag:
og má mikið vera ef það var ekki
íslandsmet. Ég efast samt um að
menn hefðu verið svona duglegir
við skriftirnar ef þeir hefðu vitað
um viðbrögð hins meinta fórnar-
lambs. Aka fannst fátt skemmti-
legra en reglulega krassandi
skammagrein sem beindist að
honum sjálfum; kveikti sér í
vindli og brosti svo Ijúfmannlega
gegnum reykinn að ylur fór um
mann.
Það er einkanlega glettnislega
brosið sem geymist frá þessum
árum og svo hæglætið sem Áki
gat borið fyrir sig eins og skjöld
hvað sem á dundi og loks svo
fullkomið skeytingarleysi á
stundum um sinn eigin hag að
mönnum blöskraði nánast.
„Peningar?" sagði hann með
fyrirlitningu. „Peningar eru til
þess að eyða þeim.“
Hann var daglegur gestur á Al-
þýðublaðinu á þessum árum þeg-
ar hann var að rífa það upp, og
hann var velkominn gestur. Hann
var hinn fullkomni blaðstjórnar-
formaður í augum blaðamanns-
ins: hann reyndi ekki að leggja
ritstjórninni linuna en studdi af
alefli við bakið á henni. Það var
átakalaust og einlægt samstarf.
Aftur á móti sér jafnvel leik-
maðurinn núna að stjórnmála-
ferill Áka var af allt öðrum toga
spunninn: hvassir byljir sem gusu
upp í lognmollunni, óvæntar
sviptingar sem drógu dilk á eftir
sér, örlagaríkar og stundum
dramatískar ákvarðanir en einatt
mjög svo manneskjulegar.
Áki Jakobsson var að mörgu
Ieyti undarlega samsettur maður,
og er það sagt honum hér til
hróss. Hólfin í sál hans voru ótrú-
Iega mörg og ólík, andstæðurnar
stundum svo miklar að þær vöktu
undrun manns. Hann var vafa-
laust meiri tilfinningamaður en
heppilegt er fyrir stjórnmála-
mann og hann hneigðist til þess
að ganga einn, sem er varla held-
ur mjög heppilegt fyrir stjórn-
málamann. Stundum fannst mér
hann beinlínis dulur, þessi maður
sem fannst samt svo gaman að
vasast í pólitík; og var það rétt ein
andstæðan í fari hans. Þegar
hann þóttist grátt leikinn þá var
hann heldur ekkert að básúna
það, ekkert að barma sér. Maður
kom þá jafnvel að honum þar sem
hann var að dútla við frímerkja-
safnið sitt í borðstofunni heima
hjá sér — einmitt þá mest gekk á,
maðurinn í auga hvirfilbylsins!
Hann kveikti í vindli og brosti í
gegnum reykinn: hann var ekki
með stóryrðin.
Hann hafði mikil áhrif á samtfð
sína þegar hann fékk að njóta sin,
sem var fyrst á Siglufirði þar sem
hann var bæjarstjóri frá 1938 til
1942, og þá í nýsköpunarstjórn
Ólafs Thors sem fyrr er getið, en
þar var hann atvinnumálaráð-
herra. Kunnugir segja mér að
hann hafi verið hugmyndaríkur
og djarfur stjórnmálamaður.
Hann kom víst eins og hvellur inn
í Siglufjarðarembættið korn-
ungur maðurinn, var allt í einu
fjarri því að vera hægur og hljóð-
látur, bylti hlutunum við og var
ekkert að súta það; og það mun
hafa farið einkar vel á með hon-
um og Ölafi í hinni þrótttmiklu
nýsköpunarstjórn.
Áki varð bráðkvaddur hinn 17.
þessa mánaðar. Hann varð 64 ára.
Hann var fæddur í Húsavik þann
1. júlí 1911 og foreldrar hans voru
Jón Ármann Jakobsson, Hálf-
dánársonar og Valgerður Péturs-
dóttir frá Ánanaustum í Reykja-
vík, Gíslasonar. Áki lauk
stúdentsprófi 1931 og lögfræði-
prófi 1937. Hann fluttist frá
Siglufirði til Reykjavíkur 1942 og
rak hér síðan málflutningsskrif-
stofu til dauðadags. Hann varð
héraðsdómslögmaður 1944 og
síðan hæstaréttarlögmaður.
Hann var giftur Helgu Guð-
mundsdóttur, elskulegri konu og
góðum lífsförunaut sem lifir
hann. Helga er dóttir Guðmundar
skipstjóra og síðar útvegsbónda á
Þönglabakka, Jörundssonar og
konu hans Sigríðar Sigurðardótt-
,ur. Þau Áki eignuðust sex börn og
eru fimm þeirra á lífi. Helgu og
börnunum votta ég mína inni-
legustu samúð.
GIsli J. Ástþórsson.
í dag er tilmoldar borinn Aki
Jakobsson, hæstaréttarlögmaður,
og fyrrverandi alþingismaður og
ráðherra, en hann varð bráð-
kvaddur 11. september sl. á 65.
aldursári.
Minningargrein þessi á ekki að
fjalla um þjóðkunnar ættir hans,
né um þau óafmáanlegu spor, sem
hann setti i opinberu starfi, held-
ur fyrst og fremst um ógleyman-
legum persónuleika hans.
Er ég tilkynnti sameiginlegum
vini okkar Áka andlát hans, sagði
hann: „Aldrei hef ég lært jafn
— Listasprang
Framhald af bls.7
Söngstjóri er Sigurjón Bjarna-
son, en formaður kórsins er
séra Fjalar Sigurjónsson.
Karlakórinn Jökull spannar
æði mikið landflæmi á lengd-
ina, því liðlega 200 km eru
mest á milli kórfélaga, sem
hittast hins vegar á æfingum
kórsins, en athafnasvæði kórs-
ins er frá Hvalnesi til Skeiðar-
ár.
Á aðalfundinum og fyrstu
æfingunni var m.a. rætt um að
taka fyrir f vetur 20—30 ný lög
og auka við þau 60 lög sem
kórfélagar hafa á takteinum
hvenær sem á þarf að halda á
nóttu eða degi. 1 fyrravetur
tóku Jökulsmenn fyrir 27 ný
lög, enda eru þeir félagar söng-
glaðir mjög og tilþrifagjarnir.
I kórnum eru nú 46 félagar.
mikið, á jafn skömmum tíma af
neinum manni sem Áka Jakobs-
syni.“ Allir sem til Áka þekktu
geta tekið undir með honum, og
telja ekki ofmælt. Áki var slíkur
fróðleikssjór, og gat ausið upp úr
gnægtabrunni vizku sinnar af
slíku örlæti, að unun var að
hlusta á. Það skipti ekki máli um
hvaða málefnaflokka var rætt,
alls staðar var hann víðlesinn. Að
segja að hann hafi verið eins og
alfræðiorðabók væri ekki nógu
djúpt í árinni tekið, því hann gat
fyllt inní eyður alfræðiorðabókar-
innar. Uppháhalds fræðigreinar
hans voru sagnfræði, ættfræði og
stjórnmál, en það er þó engan
veginn tæmandi upptalning, því
ekkert mannlegt var honum óvið-
komandi. Hann sagði sem svo: Ég
hugsa, því er ég. I sagnfræði
hann svo sérfróður um seinni
heimsstyrjöldina, og frönsku
stjórnarbyltinguna, að yfirburða-
þekking hans var með ólíkindum.
Það fer ekki á milli mála, að
mikill óskráður fróðleikur fór
með Áka í gröfina, en hann hafði
hugsað sér að fást við ritstörf á
efri árum.
Það sem mínnisstæðast er þó
öllum, sem þekktu Áka, var
hvernig hann beitti sókrateskum
aðferðum við að brjóta mál til
mergjar. Aldrei var neitt mál svo
rætt að umræðurnar væru ekki
með meira og minna ívafi af
heimspekilegum hugleiðingum.
Hugmyndaauðgi hans var sem
ævintýraheimur, og samtvinnun
hans og tilvitnanir virkuðu sem
óþrjótandi andleg orka, er hlust-
andinn hlóðst upp af, og fór and-
lega endurnærður af hans fundi.
Að minnast á eitthvað eitt af hans
snilldarályktunum og heimspeki,
væri eins og guðlast nú að honum
látnum, en minningin þeim mun
sterkari á meðal þeirra sem nutu
andlegrar auðlegðar hans.
Sá þáttur, sem mun hafa ein-
kennt skaphöfn hans mest, var
ódrepandi baráttuandi og skap-
festa. t málafræslustörfum sínum
tók hann aldrei að sér mál með
hálfvelgju. Hann var svo heill og
einlægur gagnvart skjólstæðing-
um sínum, að hann skaðaði oft
sjálfan sig meðal kollega sinna,
því hannn vildi ekki vinna sér
vinsældir á kostnað annarra með
undansláttarstefnu. Að sjálfsögðu
mislíkaði þeim sem urðu fyrir
þessum geysandi gammi, en hann
kaus þann kostinn frekar en að
misbjóða meðfæddri réttlætis-
kennd. Skoðanir hans á því sem
hann kallaði grjótmulningsvéla-
vinnubrögð dómstóla, eru kunnar
meðal kollega hans.
Eins og allir sem til þekkja,
kóm það í hlut Áka að gegna
embætti atvinnumálaráðherra i
Nýsköpunarstjórninni, er var
mynduð 21. október 1944. Með
þeirri uppbyggingu, sem hann
hóf sem atvinnumálaráðherra,
urðu straumhvörf í atvinnumál-
um hins unga íslenzka lýðveldis
og sá hornsteinn að togaraútgerð
lagður, sem við byggjum á enn í
dag, svo einhvers sé getið af þeim
fjölda mörgu nýmælum sem hann
beitti sér fyrir.
Það fer ekki á milli mála að
stjórnmálaskoðanir hans mótuð-
ust af sífelldri leit að sannleikan-
um, og meðfæddri þrá hans til að
verja rétt lftilmagnans, og skapa
mennskara þjóðfélag. Ilann taldi
að það að sjá hið rétta, og gera
það ekki, væri skortur á hug-
rekki. Því kom það engum á
óvart, sem til hans þekktu, er
hann sagði skilið við þá stefnu,
sem hann taldi að hefði leitt
til andlegrar áþjánar og fjötra,
í stað frelsis og framfara.
Hann vitnaði til orða Hegels:
„Það sem reynslan og sagan
kennir okkur, er það, að fólk
og rikisstjórnir hafa aldrei
lært neilt af sögunni." Eftir það
gerðist Áki mikill og heitur tals-
maður virks lýðræðis. Hann var á
móti hvers konar miðstjórnar-
valdi, því hann taldi að of mikil
völd væru spillandi í eðli sínu.
Hann bar þungan hug til þeirra
stofnana i þjóðfélaginu, sem hann
taldi að hefðu tekið sér meiri völd
en þeim bar lögum samkvæmt.
Hann orðaði það sem svo: Sumir
einstaklingar halda að þeir geti
labbað með stjórnarskrána i
skjalatöskunni, og tekið sér allt í
senn: löggjafarvald, fram-
kvæmdavald, og dómsvald. Því
miður hvarf Áki brátt frá stjórn-
málaafskiptum, því hann rak sig á
þá alkunnu staðreynd að þeir,
sem hafa prilað upp hinn stjórn-
málalega metorðastiga, gæta þess
að laka stigann með sér, svo að
erfiðara reynist fyrir aðra að
klifra á eftir.
Ekki verður svo á Áka minnzt
að hans ágætu eiginkonu Hélgu
Guðmundsdóttur sé ekki getið,
því á milli þeirra ríkti einlæg ást
og alúð, enda mikið jafnræði með
þeim. Þau eignuðust sex börn, og
eru fimm á lífi. Það sem mér
fannst einkenna allan heimilis-
brag, var hin fágaða kurteisi
barnanna og yfirlætisleysi, sem
þau höfðu fengið í arf frá foreldr-
um sínum. Því flyt ég þér nú
kæra Helga, börnum og barna-
börnum einlægar samúðarkveðj-
ur.
Nú að leiðarlokum vil ég minn-
ast þeirra þátta úr lífsstefi Áka,
sem mér gleymast aldrei: Um-
burðarlyndi og jafnaðargeð, upp-
hefja ekki sjálfan sig með þvi að
lítillækka aðra, vera sjálfum sér
samkvæmur í orði sem æði, en
umfram allt hógværð, kurteisi og
litillæti. Allt þetta sýndi hann í
fasi og ferli en ekki méð prédik-
un.
Fyrir um tveimur vikum eða
svo ræddum við um eilífðarmálin,
og komumst að þeirri niðurstöðu
að lifið væri pílagrimsganga hér á
jörð, og hinn líkamlegi dauði væri
upphaf að samruna við almættið.
Hvort pálmaviðargreinar verða
lagðar fyrir fætur Áka, er hann
hefur hina nýja göngu, skal ósagt
látið en ef við uppskerum sem vér
sáum, þá verða margar hendur til
að styðja hann, til að endurgjalda
allan þann stuðning sem hann
veitti svo fjölmörgum i jarðnesku
lífi. Eitt er víst, að sú gára mun
seint hjaðna, sem hann markaði
hér á jörð, hún hefur rist það
djúpt í hugum okkar að hún er
hluti af sjálfum okkur, því er
hann ekki dáinn, því hann lifir
meðal vor.
— J.A.
0 Auönustjarnan á öllum vegum.
RÆSIR HF.
Skúlagötu 59 sími 19550
®
Mercedes-Benz
MÓNUSTA-UM LANDK)!
Þjónustubifreið frá
MERCEDES BENZ fer um landið
dagana 22. sept. — 9. okt.
Staðsetning bifreiðarinnar, hverju
sinni, auglýst nánar í útvarpi.