Morgunblaðið - 19.09.1975, Side 18

Morgunblaðið - 19.09.1975, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975 19 Útgefandí hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40,00 kr. eintakið. Jóhann Hafstein sextugur En nú var mér það efst í huga að brúa bilið milli fortíðar og framtíðar og skila flokknum heilum og óskiptum í hendur yngri kynslóða.“ Þannig komst Jóhann Hafstein, sem er sextugur í dag, að orði í viðtali við Morgunblaðið fyrir rúmu ári, er hann minntist þeirrar örlaga- stundar er formennska Sjálfstæðisflokksins og forysta þjóðarinnar lagðist skyndilega á hans herðar við fráfall Bjarna Bene- diktssonar. Með gleggri hætti verður vart lýst því mikla hlutverki, sem Jó- hann Hafstein féll í skaut, að tengja saman gamla tíma og nýja í stærsta stjórnmálaflokki þjóðar- innar. Og seint verður Jó- hanni Hafstein fullþakkað hversu farsællega honum tókst að stýra Sjálfstæðis- flokknum og þjóðarfleyinu á þeim örlagatímum. Það hefur verið gæfa Sjálfstæðisflokksins, að til forystu í honum hafa valizt hinir mikilhæfustu menn, sem markað hafa djúp spor í sögu þjóðarinnar á þess- ari öld. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur starfað í á fimmta áratug og á þessu tímabili hafa aðeins fimm menn gegnt formanns- störfum í honum. Þrír þeirra eru látnir, þeir Jón Þorláksson, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson. Sjálfstæðismenn og raunar fjölmargir aðrir hylla í dag, sextugan, hinn fjórða í þeirra hópi, Jóhann Haf- stein, sem tók við for- mennsku með óvæntum hætti og sagði jafn skyndi- lega af sér formannsstörf- um sökum heilsubrests. Þegar horft er um öxl til fyrri ára verður mönnum betur ljóst en meðan at- burðirnir voru að gerast, hversu vel Jóhanni Haf- stein tókst að leiða Við- reisnarstjórnina síðasta starfsár hennar og Sjálf- stæðisflokkinn á tímum mikilla breytinga og mannaskipta í æðstu stöð- um. En auk þess hafði hann í ráðherrastörfum á Viðreisnarárunum afger- andi áhrif á þróun fjöl- margra hagsmunamála þjóðarinnar en þó fyrst og fremst í iðnþróun, þar sem hann markaði spor með forystu sinni um uppbygg- ingu fyrsta stóriðjuvers á íslandi. Fjölmörg önnur málefni mætti nefna, þar sem forystuhæfileika Jó- hanns Hafstein hefur notið við en hin síðustu ár og raunar einnig fyrr hefur hann einbeitt kröftum sín- um mjög að landhelgismál- um og baráttu þjóðarinnar fyrir útfærslu fiskveiðilög- sögunnar og öryggismálum þjóðarinnar og þátttöku f vestrænni samvinnu. Þegar Jóhann Hafstein kom fyrst fram á sjónar- svið íslenzkra stjórnmála þótti hann harður baráttu- maður fyrir sinn málstað og andstæðingunum þótti hann óvæginn. En sú mynd, sem þannig blasti við í fyrstu, breyttist skjótt við frekari kynni. Hinn harði baráttumaður er um leið öðlingur og mann- kostamaður, sem verður öllum þeim minnistæður, sem fengið hafa tækifæri til náinna kynna. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, víkur að þessu í afmælisgrein um Jóhann Hafstein, sem birt- ist í Morgunblaðinu í dag er hann segir: „Á upphafsárum stór- virks stjórnmálastarfs síns fór Jóhann Hafstein ekki varhluta af gagnrýni og nánast aðför and- stæðinganna. Þeir óttuðust atorku hans og vissu lík- lega ekki hvern mann hann hafði að geyma. Flokks- systkini og samstarfsmenn þekktu öðlinginn Jóhann Hafstein. Störf hans í bæjarstjórn, á Alþingi og í bankastjórn Útvegs- bankans, þar sem hann lét ávallt gott af sér leiða, urðu til þess, áður en langur tími leið, að and- stæðingarnir kynntust honum einnig og komust þá ekki hjá að meta mann- kosti hans, vináttu og hjálpsemi.“ Morgunblaðið sendir Jóhanni Hafstein og fjöl- skyldu hans heillaóskir á sextugsafmælinu. Um leið og margra ára samstarf og drengskapur eru þökkuð væntir Morgunblaðið þess, að Sjálfstæðisflokkurinn og þjóðin öll megi lengi njóta starfskrafta Jóhanns Hafstein, reynslu hans og þekkingar á málefnum lands og þjóðar. Á átaka-og umrótatimum er sjálf- stæðismönnum ekki sízt nauðsyn á því að draga lær- dóm af stefnufestu Jóhanns Hafsteip, dreng- skap og góðvild en samfara þessum kostum hefur hug sjón sjálfstæðisstefnunnar borið þann árangur sem raun ber vitni. Hafstein - sextugur Jóhann Ungur haslaði Jóhann Hafstein sér völl á vettvangi stjórnmála. A fjórða áratugnum höfðu kommúnistar og þjóðernis sósíalistar fylkt liði innan vébanda Háskóla Islands. Jóhann Haf- stein skar upp herör gegn þessum einræðis- stefnum með góðum árangri. Hann var fyrsti formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stú- denta, og formaður Stúdentaráðs Háskóla Is- lands. Ávallt síðan hefur hann ótrauður haldið hátt á loft merki lýðræðis, frjálslyndis og fram- taks einstaklings og þjóðar. Jóhann Hafstein hlaut að skipa sér undir merki Sjálfstæðisflokksins, og fljótt kom það í hans hlut að halda þvi hátt á loft. Hann varð formaður Heimdallar og Sambands ungra sjálf- stæðismanna, erindreki flokksins og síðar fram- kvæmdastjóri, formaður fulltrúarráðs Sjálf- stæðisfélaganna i Reykjavík, varaformaður og síðan formaður Sjálfstæðisflokksins. Ekki verða þau verk öll talin er hann hefur innt af hendi í þágu Sjálfstæðisflokksins, en óhætt er að segja, að Jóhann Hafstein hefur með dugnaði og hug- kvæmni brotið blað i skipulagsmálum og sögu flokksins. Ég minnist þess að hafa sótt til Jóhanns, sem formanns Heimdallar, um inngöngu í félagið. Var mér þá sagt, að ég væri of ungur, en væri velkominn að ári. Það boð þáði ég og naut þess sem svo margir aðrir að vinna með Jóhanni Hafstein, læra af fordæmi hans og hrifast af fjöri hans og baráttuþreki. Jóhann Hafstein var kosinn i bæjarstjórn Reykjavíkur í mjög tvísýnum kosningum 1946 og varð alþingismaður Reykvikinga sama ár. Hann lét ekki sitt eftir liggja í þeirri harðvftugu kosningabaráttu sem og þeim er eftir fóru. Hann lét aldrei aðra berjast fyrir sig, en gekk gjarnan fremstur í flokki þegar og þar sem mest var tekist á. Á upphafsárum stórvirks stjórnmálastarfs síns fór Jóhann Hafstein ekki varhluta af gagn- rýni og nánast aðför andstæðinganna. Þeir ótt- ust atorku hans og vissu iíklega ekki hvern mann hann hafði að geyma. Flokkssystkini og samstarfsmenn þekktu öðl- inginn Jóhann Hafstein. Störf hans í bæjar- stjórn, á Alþingi og í bankastjórn Útvegsbank- ans, þar sem hann lét ávallt gott af sér leiða, urðu til þess, áður en langur tími leið, að and- stæðingarnir kynntust honum einnig og komust þá ekki hjá að meta mannkosti hans, vináttu og hjálpsemi. Jóhann Hafstein markaði djúp spor sem iðn- aðar-, heilbrigðis- og dómsmálaráðherra og í hans hlut féll að fylgja fram ýmsum nýmælum á þeim sviðum. Alkunna er, að hann hleypti stór- huga iðnþróunaráætlun af stokkunum og fylgdi stóriðju og stórvirkjun fram til sigurs. Þegar Islendingar í heild cg sjálfstæðismenn sérstaklega voru óvænt sviptir forystu Bjarna Benediktssonar og alþjóðdrúpti höfði, varð sam- starfsmaður hans um áratuga skeið, Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflokksins og for- sætisráðherra. Þótt sjá mætti fyrir enda efna- hagserfiðleika er þjóðin hafði átt við að glíma á árunum áður, hafa fáir axlað þyngri byrðar við erfiðari aðstæður en Jóhann Hafstein þá. Hann hlífði sér hvergi og rækti störf sín með mikilli reisn og sóma. Það var Sjálfstæðisflokknum mikill skaði, þegar Jóhann Hafstein sagði af sér formennsku Sjálfstæðisflokksins haustið 1973 af heilsufars- ástæðum, en svo vel hafði hann leitt flokkinn og búið i haginn, að Sjálfstæðisflokkurinn vann einn sinn mesta kosningasigur í borgarstjórnar- og alþingiskosningum vorið 1974. Jóhann Hafstein er vinmargur maður og virt- ur. Kjarkur hans, dómgreind og drengskapur hafa skipað honum í forystuhlutverk. Skapmað- ur og ljúfmenni harður af sér og viðkvæmur f senn hefur Jóhann Hafstein staðið af sér storma. Hann getur nú unnt sér meira næðis er oftast áður. Þó eru enn miklar kröfur til hans gerðar og það er öryggi og mikill styrkur að njóta áfram hæfileika hans og starfs á Alþingi. Þau hjón, Ragnheiður og Jóhann Hafstein, hafa verið samvalin í öllu starfi og höfðingjar heim að sækja. Á þessum tímamótum flytja vinir, flokkssystkin og fjöldi landsmanna þeim hjónum miklar þakkir, hlýjar kveðjur og heilla- óskir. Geir Haligrfmsson Ekki bjóst ég við því fyrir tveimur til þremur áratugum, að æskuminningar og æskuvinir heimsæktu hugann jafn oft og raun ber um vitni á efra æviskeiði. Ég minnist nú ósjaldan atburða úr bernsku minni, sem mjög orkuðu á hugi manna og um- ræður, er sýslumannaskipti urðu í Þingeyjar- sýslu árið 1921, en þá var sýslumannssetrið komiö til Húsavíkur. Vinafólk foreldra minna, Steingrímur Jónsson frá Gautlöndum og fjöl- skylda hans, fluttu til Akureyrar, þar sem Stein- grímur tók við embætti sýslumanns og bæjar- fógeta. Man ég eftir, er fjölskyldan var kvödd heima hjá foreldrum mínum i góðum fagnaði. Svo, nokkrum dögum siðar, var vænst komu hins nýja og unga sýslumanns með fjölskyldu, glæsilegra hjóna, mikilla ætta, og með barna- hóp, sem við systkinin vissum um, að þar mynd- um við ærið mörg hitta jafnaldra, og vegna kunningsskapar hagaðist svo til, að þessi fjöl- skylda hlaut fyrstu móttökur í foreldrahúsum minum. Það var beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Svo loksins stpðu þessir jafnaldra barnahópar saman. Ragnheiður mætti Ragnheiði, Stefán mætti Jakob, ég mætti Jóhanni, Vernharður mætti Jóni Kristni, Regína mætti Þóru, Kristín mætti Soffíu Guðrúnu og Ásta mætti Þórunni. Þá var Hannes ófæddur. Eitthvað minnist ég þess, að systkinum mín- um þótti ég heldur fljótur til að bjóða jafnaldra minpm, Jóhanni, í einhverskonar áflog, svo við mættum reyna kraftana. Eftir nokkra daga var sett saman heimili i gamla „Snælandi", húsi, sem Steinólfur Geirdal hafði byggt. Það var sunnan við Búðará, og oft hlupum við yfir ána til leikja, ýmist suður eða norður fyrir. Þetta kann nú að þykja lítið frásagnarefni, þegar minnst er 'mikilhæfs manns á merkis- afmæli; manns, sem gegnt hefur vandamestu trúnaðarstörfum þjóðar sinnar og oft við óvenjulega erfiðar aðstæður. En þegar menn ræða um það nú, hverjar séu meginorsakir þess að Jóhann Hafstein hefur átt svo merkilega stjórnmálasögu, þótt ráðherra- dómur hans væri ekki langur, þá má m.a. leita á því skýringa til bernsku hans. Hvers vegna Iiggur svo mikið eftir Jóhann Hafstein sem iðnaðarmálaráðherra? — skoðum virkjanirnar í Þjórsá, Straumsvíkur-álverið, og Kísiliðjuna við Mývatn. Ég læt nægja að benda á þetta. Faðir hans, Júlíus Hafstein, sýslumaður, kom til Húsavíkur, bláfátæks þorps, þar sem skyr- bjúgur, berklar og taugaveiki voru landlægir sjúkdómar. Þar var alger hafnleysa. Hvert haust stóðu menn í lífsháskalegum átökum við að bjarga bátum undan ofsafengnum brimöldum norðangarrans. Hafstein sýslumaður, þessi alþýðlegi og óvenjulega vinsæli maður, — sem enginn á Húsavík vissi um að væri yfirvald, enda reyndi ekkert á slíkt á þeim árum — gekk til verks með lækni og sveitarstjórn þorpsins. Lögð var vatns- Ieiðsla til að losna við taugaveikina þvi að vatns- brunnar og saurþrær voru þarna hvað innan um annað. Byrjað var að undirbúa höfn, og með óbifanlegri þrautseigju tókst Júlíusi Hafstein að koma hafnargerð á Húsavík á fjárlög í samvinnu við þingmenn héraðsins, sem þó voru pólitískir andstæðingar hans og báru að jafnaði hagsmuni sveitanna i Þingeyjarsýslu fremur fyrir brjósti. Heimilislffið á sýslumannssetrinu einkenndist af glaðværð, og menntunaranda, og þar var oft rætt um skáldskap, mannkynssögu og náttúru- fræði. Ég var ekki gamall, þegar Jóhann var að þylja yfir mér ættjarðarljóð, og þá voru honum kærust kvæðin eftir frænda sinn Hannes Haf- stein. Sem unglingur var Jóhann sérlega háttvís, fríður sýnum og drengilegur. Ég man aldrei eftir að hann lenti i illdeilum við félaga sína, heldur var hann orðinn mannasættir (drengja- sættir) ótrúlega ungur. Námsferill Jóhanns var glæsilegur. Hann lauk námi bæði í menntaskóla og háskóla, óvenjulega ungur. Samtimis skóla- námi tók hann þátt í félagsmálum og stjórn- málum og hafði þar jafnan forystu. Mér fannst við báðir vera unglingar, er hann fyrst bauð sig fram til þings i Norður-Þingeyjarsýslu. Ég kveið hans vegna, en man hve ég gladdist, er fréttir bárust af frábærri frammistöðu hans. Siðar kemur Jóhann i forystulið Sjálfstæðis- manna og stendur þar lengi á sama palli og óvenjulega mikilhæfir forystumenn. Ég er því ekki viss um, að hann hafi sjálfur álitið, að hans biði innan tíðar jafn mikill vandi og forlögin færðu honum í fang. Það voru örlög, þung örlög, sem „kusu“ hann á einni óveðursnótfh og óvænt til að taka að sér embætti forsætisráðherra og formennsku í Sjálfstæðisflokknum í senn. Slík stór-umskipti i lífi manna hafa svo lengi sem ég minnist orðið á landsfundum flokksins og að kosningasigrum loknum. En i þetta skiptið var það sjálfur „dauð- inn“ í ógnarham, sem hafði „fellt“ bezta vin Jóhanns og stjórnmálaskörung, sem Jóhann hafði staðið með og stutt um langan tíma. Síðan tók Jóhann við forystu „viðreisnar- stjórnarinnar" með látlausum og eðlilegum hætti, líkt og faðir hans forðum tók við embætti af Steingrimi frá Gautlöndum. Það var gengið til verks, menn voru kvaddir til sátta i deilum, framfaramálum var þokað í áttina, mönnum var hjálpað og fengu að njóta velvildar án mann- greinarálits eða stjórnmálaskoðana. Svona stjórnmálamaður hlaut æskuvinur minn, Jóhann Hafstein, að verða, þvi að þegar ég síðar fór að kynna mér sögu íslenzkra stjórn- mála og sá nánasta ættbogann umhverfis hann, þá blasti við svo glæsileg mynd af forfeðrum og ættmennum hans sem setið hafa á Alþingi frá endurreisn þess á síðustu öld: 1. Langafi: Pétur Hafstein, amtmaður, á Möðruvöllum. 2. Langömmubröðir og mágur Péturs Hafstein: Tryggvi Gunnarsson frá Lauf- ási. 3. Ömmubróðir: Hannes Hafstein ráðherra. 4. Afi: Jón Þórarinsson frá Görðum, skólastjóri i Flensborg, og síðar fræðslumálastjóri, mágur Hannesar. 5. Langafi: Séra Þórarinn Böðvarsson f Görðum, faðir Jóns Þórarinssonar. Fjölmargt annað frændfólk og tengdafólk „Hafsteinanna frá Húsavík" hefur verið og er i fylkingarbrjósti, þar sem unnið er að framfara- og umbótamálum í þessu þjóðfélagi. Við vinir Jóhanns og flokksbræður fundum allir sárt til, er það fréttist fyrir nokkrum árum, að hann hefði beðið alvarlegt heilsutjón. Hins vegar gátum við ekki sætt okkur við, að hann hyrfi af Alþingi, hann skyldi áfram eiga stjórn- málaferil sinn í hendi örlaganna. Gunnar Bjarnason frá Húsavík. Afmæliskveðja frá stjórn SUS Á sextugsafmæli Jóhanns Hafstein minnast ungir sjálfstæðismenn þess mikla og fórnfúsa starfs, sem hann hefur unnið í þeirra þágu fyrr og síðar. Hann var stofnandi og fyrsti formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta árið 1935, formaður Heimdallar 1939—1942 og for- maður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1943—1949. Á stormasömum tímum í íslenzkum stjórnmál- um og á fyrstu árum lýðveldisins nutu ungir sjálfstæðismenn þess að eiga frábæra forystu- menn. Þá stóð I stafni foringi, sem var baráttu- glaður hugsjónamaður, þéttur á velli og þéttur í lund, en um leið skilningsríkur og tilfinninga- næmur. Þetta voru og eru eðliskostir Jóhanns Hafstein fyrrverandi forsætisráðherra. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendir Jóhanni hugheilar kveðjur í tilefni dags- ins. Við munum ávallt meta mikils óeigingjarnt starf hans í þágu ungra sjálfstæðismanna, Sjálf- stæðisflokksins og þjóðarinnar allrar. Megi gæfan fylgja honum og Ragnheiði um alla framtíð. Friðrik Sophusson. Jóhann Hafstein er að heiman f dag. „Kerfið er erfitt fyrir svona lítinn stað, niðurdrepandi” Við litum inn á sfmstöðina hjá Járnbrá Einarsdóttur sfm- stöðvarstjóra. Hún sinnir þar símanum frá 9—12 daglega og 3—6 og pósturinn kemur tvisvar f viku frá Egilsstöðum. Hún kvað fólk hringja talsvert mikið eins og gengur f erinda- gjörðum, rabba við vini og vandamenn og stundum er rennerf á sfmstöðina því Þorps- búar sækja póstinn sinn sjálfir en tvisvar í viku er farið með hann og sóttur á Ströndina. Texti dg myndir: Árni Johnsen. KRISTJÁN Pétursson, 23 ára gamlan, hittum við niðri á Bryggju á Bakkafirði. Hann lauk námi frá Vélskóla Islands s.l. vor og er nú alkominn heim til Bakkafjarðar eftir námsúti- vist. Hann á þriggja og hálfs tonns triilu og hefur stundað skak á henni um sumartímann og næsta vor ætlar hann að byrja á grásleppunni. „Hljóðið í mannskapnum hér er gott,“ sagði hann,“ það hafa það allir ágætt og hér byggist allt á fiski, grásleppu og þorski. Allur fiskur er saltaður, en nú er farið að ræða um að frysta hann þótt það verði nú kannski ekki alveg i bili, það er of kostnaðarsamt á meðan það er ekki tryggari höfn hér fyrir stærri báta. Eins og bryggjan er í dag verður að taka bátana á land ef eitthvað hreyfir sjó og við höfum til þess krana sem lyftir 4 t.onna trillum úr sjó. Það hefur aldrei verið gerð fullkomin könnun á því hvernig höfn væri hægt að gera hér en heimamenn eru á einu máli um að það sé auðvelt með nútímatækni, en kostar að sjálf- sögðu sitt, þó ekki meira en svo að það væri bæði skynsamleg og örugg fjárfesting. Hér var fyrsta bryggjan trébryggja og þannig hefur þetta komið koll af kolli, en hér eru trygg mið við bæjardyrnar og einhver þau beztu við allt Norðausturland. Á Digranesmiðin er um hálf- tíma til klukkutíma stím og á Langanesmiðin eru það liðlega tveir tímar. S.l. ár kom hér á land fiskur sem í útflutnings- verðmætum nemur um 50 millj. kr. í gjaldeyri og það er mikið miðað við ekki stærri stað. Svo eru einhverjir að tala um að staður eins og Bakkafjörður geti ekki borgað sig. Vitleysa og fáfræði. Eyþór Arnason saltfiskverk- andi duddar við bátinn sinn á bryggjunni. Kristján Pétursson með föður sfnum Pétri Árnasyni við trillu Kristjáns. Það er ekki mikið af ungu fólki hér, en þróunin er sú að unga fólkið vill setjast hér að. Þaðáhins vegar erfitt uppdrátt- ar með það því húsnæðisskort- urinn er mikill óg húsnæðis- vandamálið þvi brýnt til úr- lausnar ekki sfður en höfnin." „Hvað um félagslífið?" „Félagslífið er fábrotið, en það er hugur í mannskapnum. Ungmennafélagið hefur reist samkomuhús, mest í sjálfboða- vinnu og er það nærri' full- klárað. Þar er spilað böll haldin, þorrablót og annað sem til fellur og upp kemur.“ „Það er erfitt að róa héðan með ekki betri bryggju." „Hér eru ýmist frá 12—15 trillur og allur veiðiskapur er búinn í septemberlok, en venjulega er byrjað í apríl. Kerfið er erfitt viðureignar fyr- ir svona lítinn stað og það eina, sem það gerir í raun og veru gagnvart svona stöðum, er að virka niðurdrepandi. Menn sinna sveitarstjórnarmálum hér í sjálfboðavinnu og þegar þarf að sækja undir kerfið með stór mál þá er það mjög erfitt því kerfið kallar á svo mikinn eltingaleik og tima að það er I rauninni fullt starf að ganga í þann leik. Það þarf meiri hreyf- ingu í afgreiðslu mála hjá opin- bera kerfinu. Okkar staður er það lítill og með það mikla sér- stöðu að hann fellur illa inn í kerfið á Islandi i dag, þetta flókna og seinvirka kerfi. Jafn- vel við sem virðumst hafa nógan tíma þar sem uppgripin koma á skömmum tima, höfum ekki tíma til að fást við kerfið, hvað þá hinir.“ Kristján Pétursson Bakkafirði Skegg j astaðahreppi Austurlandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.