Morgunblaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975
Jh
tii/ Innflytjendur
Framleiðendur
Vörukynningareldhús okkar
stendur ykkur opið
til hverskonar
kynningará matvörum.
Hafið samband við
verzlunarstjórann um tíma
og tilhögun.
4)
Austurveri,
sími 82750.
innritunardagur
Sími 10004 og 11109
(kl. 1 —7 e.h.)
Málaskólinn Mímir,
Brautarholti 4
Dansskóli Hermanns Ragnars
KANNTU AÐ DANSA?
LÆRDU AÐ DANSA
Holl og góð íþrótt
í góðum félagsskap
símanúmer
+ 36141
o
ÖJ
3
Co
Gn
Os
rD
3
aj
3
O
'O
GO
LO
c
Q
Hringið og við finnum
rétta flokkinn
fyrir ykkur.
Danslnn lenglr líflð
Dansskóli Hermanns Ragnars
A fmœliskveðja:
Jensína Halldórsdóttir
skólastjóri, Laugarvatni
Það var eins og huggun guðlegr-
ar hugulsemi, þegar ég eignaðist
að vinum þær Jensinu forstöðu-
konu og Gerði Jóhannsdóttur yfir-
kennara — einmitt þegar ég var
búin að missa elstu systur mína.
— Hún var mjög sérstæð I um-
hyggju og úrræðum. Ég hef oft
notið sömu ástríðan hjá Jensínu
og Gerði, sem eru líkt og systir
mín var miklir úrræðamenn. Ég
man allrafyrst með vissu eftir frk.
Jensínu við skólasetningu að
Laugarvatni. Hún vakti athygli
mína, þessi unga, granna for-
stöðukona, bæði af því að mér
fannst hún falleg, þó einkum alv-
eg sérstakur aðlaðandi persónu-
leiki. Brúnt, þykkt hár og fór vel,
fölur bjartur andlitslitur og blá
augu, mjög sjáandi. I svip hennar
var skyggni á mannlíf og um-
hverfi þess.
í dráttum persónuleikans býr
dráttlistargáfan. Listfengi hefur
mótað þá. Ég tel það mikinn
skaða, að hún átti þess ekki kost
að menntast í sinni eigin list fyrst
og fremst og mála myndir eftir
þeirri sýn, sem slíkum mönnum
er gefin. Hins vegar var það mikið
lán fyrir Húsmæðraskóla Suður-
lands og nemendur hans, þegar
hún gerðist þar forstöðukona og
Gerður Jóhannsdóttir aðalkenn-
ari. Það er eitt dæmi um það,
hvað Bjarni Bjarnason skólastjóri
var heppinn og framsýnn í kenn-
aravali, þegar hann réð þær að
Húsmæðraskóla Suðurlands.
Þessar tvær samhentu konur mót-
uðu anda skólans og vinsældir.
Húsmæðraskóli Suðurlands er
nú annar tveggja af húsmæðra-
skólum landsins, sem enn halda
fullum nemendafjölda , þrátt fyr-
ir ómaklegan áróður á móti hús-
mæðraskólum, þessum rótgrónu
og ágætu verknámsskólum, þar
sem verkhyggindi og verkleg
þekking fær notið sín á borð við
bókþekkingu.
Það getur engum dulist, sem
hugsa um þessi mál, að því veldur
ekki tilviljun, að Húsmæðraskóli
Suðurlands heldur velli og það
svo, að ’hann er yfirfullur og
mörgum árlega vísað frá, sem
vildu komast þangað.
Hér fer allt saman, góð skóla-
sókn og heppileg, sérstök alúð er
lögð við starfið og einnig við á-
framhaldandi kynni við hvern ár-
gang, sem kvaddur er.
Strax við byrjun starfsins áttu
við orð Stephans G. Stephansson-
ar: Hagsmun á sjálfhlífnis verð-
lags-skrá valdi ekki — viljinn
hans ungi — og kostnaðinn taldi
ekki. Forstöðukonan hefur eytt
mörgum óborguðum tíma fyrir
skóla sinn. — Allt reiknishald
skólans og heimavistir hefur for-
stöðukonan sjálf með höndum.
Jafnvel reikníngshald byggingar
nýja skólahússins hafði hún líka í
hjáverkum með sínu úmsvifa-
mikla starfi.
Þar fyrir utan hafa þéssar góðu
vinkonur og samkennarar eytt
mörgum stundum utan kennslu
til ýmislegrar upplífgunar, sem
gerir skólalíf í heimavist glatt og
skemmtilegt. Má þar til nefna árs-
hátíð, kvöldvökur og afmælis-
veislur nemenda.
Það er enginn vafi, að þjóðlíf og
hugsunarháttur hefur þannig
breyst, að húsmæðrakennarastarf
er erfiðara en áður var. Og jafn-
vel þótt menntun, góðar gáfur og
velvild sé fyrir hendi er það ekki
einhlítt. Til þess að þeir góðu
eiginleikar fái notið sín í skóla-
starfi þarf enn eina gáfu, kenn-
aragáfuna, að vera kennari af
Guðs náð. Það er fyrsta skilyrðið.
Þá fyrst fær þekking og góðvilji
borið fullan árangur. Og þegar
þar við bætist sérstök alúð og
ósérplægni, óvenjuleg fórnfýsi og
umhyggja fyrir nemendum, — og
enn að tveir slíkir kennar sam.
hentir fylgjast að við einn skóla,
þá er það sem hinn sérstæði ár-
angur næst.
Jensina forstöðukona hefur
verið heppin i sínu kennaravali.
Hún hefur alltaf haft afbragðs
handavinnukennara, sem sést
hefur á handavinnusýningu skól-
ans á hverju vori. Og eins eftir að
skólinn stækkaði og nýir kennar-
ar bættust við, var hún heppin
með þá. Og hér held ég líka að
enn komi til skyggni hennar á
persónur og mannlíf, en einnig
hennar hlédræga persónugerð og
innileiki. Hún hefur alltaf kunn-
að það sem skólastjóri að láta
samken'nara njóta sín.
Fröken Jensína hefur þá festu
og einbeitni, sem er hulin í mjúk-
látri hógværð og hljóðlegri upp-
örvun. Velvild hennar og hlýja
gagnvart börnum og unglingum
er jafn óbrigðul eins og skilning-
ur hennar er viss.
Árlega hefur þessi listakona
kennt nemendum sinum allskon-
ar fagrar skreytingar til jóla-
halds. Hún hefur boðið börnum
Laugardalsins til jólaveislu á
hverju ári rétt áður en jólaleyfi
hefst. Þessi mikla hátíð bárnanna
hefur verið fagurlega undirbúin
með mikilli viðhöfn. Ekki er það
lítill lærdómur fyrir húsmæður
að kunna þannig að gleðja börn
með ýmsu móti, og gera margt
sjálfar til prýði, sem aðrir kaupa
eða verða án. Jólasveinar margir
hafa verið sendir með boðskort f
barnaskólann og heimili. Mikill er
sá fögnuður og öll sú tilhlökkun,
sem þá ríkir þar, Ég vil nú nota
þetta tækifæri til þess að færa
forstöðukonu húsmæðraskólans
hjartanlegar þakkir fyrir alla þá
gleði, sem hún með rausn sinni og
alúð veitti mínum skólabörnum
að Laugarvatni vetur eftir vetur
með fagurskreyttu jólatré og
sálmasöng, skemmtiatriðum og
mikilli veislu, sem þeim var hald-
in um leið, og allt í þeim glæsilega
ástúðleika gjört, sem ég fæ ekki
jafnað við neitt annað en jólatréð
fagra, skemmtun og veislu, sem
Helga Þorgilsdóttir, kennarinn
minn góði, hélt fyrir börnin á
Skeiðum vetur eftir vetur. Báðar
eru þær úr Dalasýslu og komnar
af Auði djúpúðgu. Konungleg
reisn, hvað sem auði Hður, kom
fram í boði þeirra og allri athöfn.
Ég hef I nánum kynnum af Hús-
mæðraskóla Suðurlands lært að
meta húsmæðraskólanám meira
en ég áður gerði. Ég veit, aÓ I öllu
góðu, bæði trú og siðum, hefur
húsmæðraskólinn eflt sína nem-
endur. — Ég er viss um, að mikið
af þeirri hollu og góðu, gömlu
matargerð íslenskri væru nú
flestum týnd, ef ekki væru hús-
mæðraskólar. Efalaust má einnig
þakka það beinni kennslu þeirra
og óbeinum áhrifum, hve margar
ungar konur og ungar stúlkur eru
miklir verkmenn I margvíslegri
handavinnu.
Ég sá i gamla húsmæðraskólan-
um á Laugarvatni, hvernig nem-
endur breyttust frá hausti til
jóla. Þær fengu einhvern fágaðan
menntunar skólasvip með öryggi
og reisn. — Það var hægara að
átta sig á þessu þá, því að nem-
endur voru helmingi færri en
þeir eru nú. Og ég þekkti þær
allar með nafni.
Það voru órökstudd orð I garð
húsmæðraskólanna, sem komu
fram I grein, sem birtist I Morgun-
blaðinu I vetur, að þeir væru gam-
aldags. Nema þá að alúðarverk
góðrar húsmóður, fegrun heimil-
is, handlð og hollur matur sé
,,gamaldags“. Reyndar er nú
kannski ekki alvegfjarri því (!).
Ég óska forstöðukonunni til
hamingju með nýja skólahúsið.
Og þó einkum, að nemendur skuli
einnig fylla það á þessum tímum,
svo að enn verður ár hvert að vísa
mörgum frá, sem koma vildu, og
tekur skólinn þó yfir 60 nemend-
ur.
Kennarastarf er þess eðlis, að
aldrei fær kennari að vita með
vissu, hver árangur æviiðju hans
varð. Hver er og verður útkoman
af alúðarstarfi Jensínu skóla-
stjóra? Óþekkt stærð, sem vér
finnum aldrei. Hitt er vist, að
göfgandi áhrifa hennar gæta nú
þegar á fjölda mörgum heimilum
þessa lands.
Foreldrar Jensínu bjuggu að
Magnússkógum. Hún var hvorki
elst né- ingst i stórum barna-
hópi. Trúað og skynsamt bænda-
fólk miðaði ekki móttökur slns
eigin barns við óskabörn. Mér er
ógleymanlegt að heyra ylinn i
rödd Jensínu og sjá ljómann I
svip hennar, þegar hún sagði: Við
mamma áttum vel saman. Við
unnum svo vel saman. Hún hefur
lika getað sagt margt fallegt I
setningar- og kveðjuræðum um
heimilið og slgilt hlutverk þess.
Til er mynd eftir frk. Jensínu
af gamla skólanum og garðsígn-
um þangað heim. Eftir því sem ég
hef horft lengur á þá mynd þykir
mér vænna um hana.
Þannig hygg ég að nemendum
Húsmæðraskóla Suðurlands muni
verða. Eftir því sem þeir horfa
lengur til minninganna þaðan,
bæði til gamla og nýja skóláns,
munu þær unna myndinni meira.
Áhrif forstöðukonunnar ná
dýpra.
Ég leyfi mér að kveðja afmælis-
barnið með llnum, sem ég sendi
Guðmundi myndskera frá Mosdal
fyrir löngu:
Sú ósk var þér af alhug kær
að efla það, sem fegust grær,
og alltaf leist þú öðrum nær
því ástarþeli með.
Svo blessi Guð allt þitt ævistarf.
Hjartanleg kveðja frá húsi mínu.
Rósa B. Blöndals.
Ný gerð stál-
vinnupalla
ÞAÐ VAKTI athygli þeirra sem
leið áttu um Lækjargötu á
sunnudaginn, að verið var að
setja upp vinnupalla við íðnað-
arbankahúsið. Voru pallarnir
sem eru stálpallar af nýrri gerð
komnir I fulla hæð á sunnu-
dagskvöld. Hafði uppsetning
þeirra tekið þrjá menn hálfan
annan dag. Það er nýlegt fyrir-
tæki, Verkpallar hf. sem keypt
hefur palla þess til landsins og
leigir þá út. Bjarni Böðvarsson
sem stjórnaði uppsetningunni
sagði að verulegur sparnaður
væri að notkun slikra vinnu-
palla, bæði hvað varðaði vinnu
og efni.