Morgunblaðið - 19.09.1975, Side 32

Morgunblaðið - 19.09.1975, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975 Aleinir heima fyrir hinum, en hann gæti hlaupið á eftir tunnunni. Þeir urðu nú að viðurkenna að Henry var sérstaklega vingjarnlegur og hjálp- fús vinur. Hann hafði galla, það kom sérstaklega fram þegar hann byrjaði að gorta yfir öllum hlutum í kaupstaðnum, en hann var nú samt alveg ágætur. Fjalirnar voru nú.negldar fyrir opið, þær voru alveg fastar. Þeir réttu Henry hamarinn. Smá spyrna. .. Tunnan, full af ærslagangi, kastaðist til og rann á ofsa- hraða niður brekkuna, fór út af braut- inni og hafnaði með miklum bresti á trébút. Allt var svo undarlega hljótt! Ekkert hljóð frá tunnunni lengur. Henry stóð efst í brekkunni og hlustaði. Það var eins og hann væri einn í heiminum. Það greip hann mikil hræðsla, hann gaf frá sér svo skerandi öskur, að bæði Óli, sem var með eldivið í höndunum, og pabbi Jakobs, sem var á sokkaleistunum, komu hlaupandi út. „Hvað er að?“ hrópaði pabbi Jakobs. Henry benti, öskraði og benti. Óli kom strax auga á tunnuna og hljóp þangað. „Þeir eru inni í tunnunni!" hrópaði hann. Þegar hann kom að henni, benti hann pabba Jakobs að koma til hjálpar. Veikar stunur heyrðust inn úr tunn- unni. Einar þrýsti fölu andlitinu á milli fjalanna og kastaði upp. Þegar því var lokið losaði pabbi Jakobs fjalirnar og togaði hina hugvitssömu íþróttamenn út. „Jæja,“ spurði hann þurrlega, „hvernig gekk þetta?“ Sonurinn svaraði ekki, hann settist bara á trébútinn og lét blóð úr nösunum renna í snjóinn. En Einar sem var kom- inn yfir það versta, brosti fölleitur. „Það veltist alla vega,“ sagði hann. „Þið verðið að fara með tunnuna aftur upp, því þið þurfið sjálfsagt að nota hana aftur,“ sagði pabbi Jakobs og brosti háðs- lega um leið og hann gekk burtu. Óli og Henry veltu tunnunni heim. Síðan röltu hinir hljóðlátu vinir, Einar og Jakob, inn að borða. Frændinn trúði ekki sínum eigin aug- um, þegar hann kom inn í eldhúsið — steikt svínakjöt! Nú átti að verða veizla! Einar sagðist ekki vera svangur, og Jakob gat ekki skilið hvernig á því gæti staðið, en hann hafði heldur ekki lyst á svínakjöti. Hann hélt einna helzt að hann væri þreyttur. Það var Einar líka, svo þeir ákváðu að fara inn í herbergi og hvíla sig. Mamma Jakobs hafði lofað að koma heim og mjólka um kvöldið og athuga hvort strákarnir kláruðu það sem þeir áttu að gera í fjósinu. Nú var Einar löglega afsakaður, en það var svo heppi- legt að Óli hafði Henry sér til aðstoðar. Henry var mjög hjálpsamur. Óli gaf hon- um strax leyfi til að gefa geitunum. I einu horninu á fjósinu voru tveir litlir básar. Þar voru bundnar geiturnar Surtla og Mjallhvít. Þær höfðu hvor sína litla tréfötu til að drekka úr, og nú þurfti að gefa þeim agnarlitla heytuggu. Það var vel hægt að ímynda sér að geiturnar væru litlar beljur. Henry var ákaflega hrifinn af öllu þessu. Hann hafði oft læðzt inn í fjósið til að heimsækja þessar vingjarnlegu skepnur, sem voru farnar að þekkja hann og urðu glaðar í hvert sinn sem hann kom. Þegar hann var búinn að gefa þeim báðum hey og vatn, og laga til í kring um þær, hljóp hann inn og náði í nokkrar soðnar kartöflur til að fóðra geiturnar með. vík> MORödKf Mtfinú Sagt er, að ekki aðeins hafi Kolumbus fundið Ameríku heldur hafi hann fyrstur hvítra manna fundið hengikoj- ur. Þetta ku hafa borið að í leiðangri hans í Vestur- Indíum árið 1493. Þá sá hann hvar innfæddir menn sváfu í einhverju sem minnti á banana- hýði. Þeir strengdu þetta milli trjánna og sváfu f þessu undir berum himni. En í hinum menntaða heimi voru hengikojur fyrst notaðar um borð í skipum. — En nóg um það. Lengi vel voru tveir menn látnir sofa í sömu kojunni. Kvikmyndahandrit aö moröi Eftir Lillian O'Donnell - Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 50 hann var morðinginn gat ásfæðan aðeins verið sú að ná játningunni aftur. Og hvar var sennilegast að hana væri að finna? Auðvitað hlaut Talmey að hafa borið plaggið á sér. Fyrsta skref Timofhys hefði þar af leiðandi átt að vera að rannsaka Ifkið áður en hann losaði sig við það og þegar hann fann það ekki þar hefði hann átt að fara til heimilis Talmeys strax á sunnudagskvöld áður en uppvfst varð um morðið — en bfða ekki í fimm daga unz lögreglan skaut upp kollinum! Og þegar hann hafði ekki fundið játninguna á heimili Talmeys, né heldur hjá ungfrú Shaw hefði hann — ef hann hefði verið sekur — átt að vera fiúinn fyrir lifandis löngu. Engu að síður hafði Davíd fallizt á að pilturinn yrði settur inn, að minnsta kosti, þangað til saga hans hefði verið sannprófuð. Hann hafði sagt að hann vissi hverníg ætti aðgera það. — Viljið þér vera svo góður að segja mér á hvaða leið við erum? spurði Dianc Quain. — Nú gerði ég það ekki? Við förum á járnbrautarstöðina, sagði David Pilturinn sat í hnipri, bugaður af þessari ákæru. — En hún var dáin, steindauð. ÞÉR hafið valdið dauða hennar! Og þá fóruð þér að hugsa um bflstjórann f hinum bflnum. Þér hafið sennilega hlaupið að bfln- um og beðið til guðs að þér hefðuð ekki gcrzt sekur um tvö manndráp. Ungfrú Shaw lá á miðjum veginum, meðvitundar- laus en með Iffsmarki og fyrsta hugsun yðar var að hjálpa henni. Að bera hana f skjól fyrir rign- ingunni, ekki satt. Inn f yðar bfl, vegna þess að hennar bfll vósalt á vegarkantinum. Þér hafið kannski reynt að taka hana upp, en svo hefur yður sennilega hug- kvæmzt'það sem þér höfðuð lært f skyndihjálp f skólanum og ákváðuð að hreyfa hana ekki. Var það þess vegna sem þér fóruð úr jakkanum og breidduðyfir hana? Svo mikla tillitssemi áttuð þér til á þeirri stundu, þótt hún stæði ekki lengi. Hvað varð til þess að vekja með yður hugmyndina um hina viðbjóðslegu áætlun, sem þér framkvæmduð með köldu blóði á meðvitundarlausri varnar- lausri manneskju, sem þér höfðuð stórslasað vegna drvkkju yðar og gáleysis? Það er augljóst að þér hafið á þessari stundu gert yðnr grein fyrir að mál myndi vorða höfðað gegn yður, en ef þér brygðuð nógu skjótt við gætuð þér kannski fundið ýmislegt yður til afsökunar f þeim málarekstrí? Var það ekki? Pilturinn vætti varirnar, óró- legur og skjálfandi. — Ég gerði það vegna foreldra okkar, sagði hann. — Ég gat ekki afborið þá tilhugsun að þau fengju að vita um hið sanna. Sorgin yfir iáti Geraldine varð þeim nægilega þungbær þótt þau þyrftu ekki einnig að axla þá byrði að það... væri mér að kcnna... að ég.. ég var valdur að... dauða hennar. — Það var til að hlffa þeim við þyngri sorg, að vfsu. Þér voruð sem sagt að hugsa um foreldra yðar, þegar þér fóruð aftur f bflinn yðar og tókuð vískiflösk- una úr hanzkahólffnu til að fá yður einn laufléttan? Ber að skilja það þannig? Flöskuna, sem þér höfðuð dreypt ótæpilega á öðru hverju um kvöldið! — Nei! Nei! Ég sótti flöskuna handa henni, handa ungfrú Shaw! Til að gefa henni eitthvað svo að hún rankaði við og yrði ekki kalt. Ég gekk ti) hennar með flöskuna og neyddi ofan f hana sopa. En það tókst ekki betur til en svo að mcst allt helltist niður... og þá ætlaði ég að fá mér sopa. — En þér gerðuð það ekki... Þér fenguð aðra og snjallari hug- mynd..? Timothy gafst endanlega upp og hneigði höfuðið til samþykkis. — Þess f stað tæmduð þér úr flöskunni yfir sætin og gólfið f bfl ungfrú Shaw og brutuð að lokum flöskuna á mælaborðinu svo að framsætið var þakið glerbrotum — til að svo liti út að flaskan hefði brotnað við áreksturinn. Var það ekki einmitt það sem gerðist? — Jú, svaraði Timothy svo lágt að varla varð greint. David var ekki seinn á sér að fylgja málinu eftir. — Það var þessi vitneskja sem Arthur Talmey slengdi í andlit yóar, ekki satt? Hann fékk yður til að skilja að þér væruð ekki sá eini, sem hcfðuð þurft að ifða þessi fimm ár sem liðin voru, og að ungfrú Marietta Shaw hefði orðið að taka afleiðingunum af lygi yðar, algerlega saklaus. Kannski hafði hún þjáðzt meira vegna þessa en þér, hafið lifað f stöðugri óvissu, vegna þess að hún gat ekki rifjað upp það sem raunverulega gerðist þessa nótt. Talmey ásakaði yður fyrir að bera ábyrgð á dauða systur yðar, og ekki sfður á hinum hörmulegu afleiðingum sem þetta hafði fyrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.