Morgunblaðið - 19.09.1975, Qupperneq 36
INNIHURÐIR
Cæöi í fyrirrúmi
SIGURDUR
ELÍASSON HF.
^avo^ AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI,
SÍMI 41380
auí;lVsin(;asíminn er:
22480
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975
40 kr. fyrir kg af
stærri síldinni
— 26 kr. fyrir þá minni
VERÐLAGSRAÐ sjávarútvegsins
sat enn á fundi um miðnætti
þegar Morgunblaðið fór f prentun
og voru nefndarmenn ekki fylli-
lega búnir að ganga frá verði á
reknetasíld til söltunar en nefnd-
in kom saman til fundar kl. 21.
Morgunblaðið hafði hins vegar
frétt, að verð fyrir sfld 32 sm og
lengri, yrði 40 krónur pr. kíló og
fyrir sfld styttri en 32 sm 26 krón-
ur pr. kfló. Er þetta nærri þcirri
kröfu, sem sjómenn og útgerðar-
menn höfðu farið fram á, en þeir
vildu fá kr. 40.50 fyrir hvert kg af
sfld stærri en 32 sm og 30.50 kr.
fyrir sfld undir 32 sm.
Morgunblaðið ræddi í gær-
Selur úr Karabíska-
hafinu fannst á
Stokksnesfjöru
FRANSKUR dýrafræðingur
að nafni Roger De La Grandi-
ére, sem kominn er til Horna-
fjarðar til háhyrningsveiða,
var í gær fenginn til að Ifta á
hinn furðulega sel, sem fannst
á Stokksnesfjörum á laugar-
daginn. Var það úrskurður
hans, að þetta væri selur af
tegund „munkasela" (monk
seal) og að öllum Ifkindum
kominn með golfstraumnum
frá Karabíska hafinu, en
Frakkinn sagðist ekki vita bet-
ur en þessi selategund væri
mjög sjaldgæf ef ekki nær al-
dauða.
Morgunblaðið hafði í gær
samband við Finn Guðmunds-
son hjá dýrafræðideild
Náttúrugripasafnsins. Finnur
sagði, að ef greining Frakkans
á selnum væri rétt væri hér á
ferðinni hin merkasta sela-
tegund. Sagðist Finnur hafa
gert ráðstafanir til þess að
selurinn yrði djúpfrystur og
síðan sendur til Reykjavíkur
með fyrstu ferð til skoðunar.
kvöldi við tvo skipstjóra á Horna-
firði. Annar þeirra sagði, að þeir
gerðu sig ánægða með þetta verð,
úr því sem komið væri. Þeir hefðu
heldur ekki búizt við því að ná
fram öllum sínum kröfum. Þá
yrði útkoman á þessum veiðum
sennilega ekkert verri en á fiski-
trolli þ.e.a.s. éf 30 króna meðal-
verð næðist fyrir hvert kg af síld,
en það er svipað og hvert kg af
þorski gefur af sér.
Hinn skipstjórinn sagði, að þeir
væru ekkert of ánægðir með þetta
verð, hitt væri svo annað mál,
hvað menn yrðu að sætta sig við,
þannig að veiðarnar stöðvuðust
ekki alveg.
Um leið og fréttist að síldar-
verðið væri í nánd lögðu fimm
reknetabátar úr höfn á Horna-
firði. Ætluðu þeir að reyna að
leggja netin í nótt, þrátt fyrir
leiðindaveður.
Engin síldarsöltun hefur verið á Hornarfirði í heila viku, en nú fara stúlkurnar
sennilega að hrópa á ný „tóma tunnu, vantar salt, síld“. Búið er að salta rösklega
3000 tunnur á Höfn.
Ljósm. Mbl.: Árni Johnsen.
Tilmæli ASÍ til aðildarfélaganna:
Samningum verði sagt
upp fyrir 1. desember
íun óctonrl r> <r bnrfnr ofnohíioc. dA han COUÍ lir»n UÍlHahHÍ lé iaríl
Kjaramálaráðstefna ASÍ verður
haldin eigi síðar en í nóvember
Fékk dufl
í vörpuna
BREZKI togarinn Ross Resoluti-
on fékk síðdegis í gær tundurdufl
i vörpuna þegar hann var á tog-
veiðum yzt á Kolkugrunni útaf
Húnaflóa. Skipverjar innbyrtu
duflið en þeim urðu síðan á þau
mistök að láta það í hafið aftur.
öðrum skipum til viðvörunar skal
tekið fram, að staðurinn er á tog-
slóð 66 gráður, 34,6 mínútur
norður og 20 gráður, 44,8 mínútur
vestur.
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands
Islands samþykkti á fundi sfnum
f gær að beina þvf til allra sam-
bandsfélaga sinna að þau segðu
upp samningum fyrir 1. desem-
ber næstkomandi, svo að þeir
féllu úr gildi um áramót. Jafn-
framt ákvað miðstjórnin að boðað
skyldi til kjaramálaráðstefnu
aðildarsamtakanna eigi sfðar en f
nóvembermánuði og yrði þar
gengið frá samræmdri kröfugerð
samtakanna. I ályktun ASl segir
m.a., að það sé álit miðstjórnar-
innar, að verkalýðshreyfingin
geti þvf aðeins vænzt árangurs f
kkjarabaráttunni, sem framundan
er, að hún „mæti atvinnurekend-
um og rfkisvaldi sem órjúfandi
heild með sameiginlega stefnu og
markmið“.
Björn Jónsson, forseti ASÍ,
sagði í viðtali við Mbl. í gær, að
hann vildi ekki að svo stöddu
bæta neinu við þessa ályktun.
ASÍ tæki ákvörðun um næstu
skref á næstunni. Björn sagði, að
síðastliðinn þriðjudag hefðu for-
ystumenn ASl setið fund með
fulltrúum ríkisstjórnarinnar,
þremur ráðherrum og forstöðu-
manni Þjóðhagsstofnunar, þar
sem þeim var gerð grein fyrir
helztu þjóðhagsstærðum á þessu
ári og horfum eftir því sem unnt
er að gera sér grein fyrir nú.
Forseti ASÍ sagði, að ekki hefði
verið skipzt á skoðunum á þessum
fundi, heldur hefðu þeir,
fulltrúar ASÍ, verið að fræðast
um ástand og horfur efnahags-
mála. Aðspurður um það, hvort
horfur væru uggvænlegar,
svaraði Björn: „Það er nú flest
heldur lakara en gert var ráð
fyrir í spánni frá því í maí í vor,
en yfirleitt er ekki um stórvægi-
lega hluti að ræða. Ástandið er þó
heldur lakara.“
Samþykkt miðstjórnar Alþýðu-
sambands Islands, sem hún sendi
frá sér í gær, fékk samþykki allra
stjórnarmanna. Samþykktin er
svohljóðandi:
„Alþýðusamband íslands beinir
því til allra sambandsfélaga sinna
að þau segi upp gildandi kjara-
samningum fyrir 1. desember
næstkomandi, þannig að þeir
renni úr giídi á áramótum.
Með tilliti til ógnvekjandi verð-
bólgu, sem nú hefur brennt allan
eða nær allan ávinning, sem
náðist I kjarasamningunum fyrr á
árinu og enn heldur áfram án
þess að nokkurt viðhlítandi við-
nám sé veitt af stjórnvöldum, lít-
ur miðstjórnin á allsherjarupp-
sögn kjarasamninga sem fyrsta
skref til þess að mynduð verði
öflug samstaða allrar verkalýðs-
Framhald á bls. 35
BSRB boðar
að krefjast
til 53 funda til
verkfallsréttar
Leynileg könnun gerð á afstöðu félagsmanna til
verkfallsréttar og hve langt á að ganga
BANDALAG starfsmanna ríkis
og bæja undirbýr nú mikil funda-
höld f næsta mánuði tíl stuðnings
Síld finnst frá Ingólfshöfða
allt austur í Berufjarðarál
Mikið um kolmunna við SA-land
— VIÐ höfum orðið varir við síld
á öllu svæðinu frá Ingólfshöfða
austur I Berufjarðarál. Að vísu er
sfldin dreifð, en síldarmagnið
virðist fyllilega koma heirn og
saman við þær tölur, sem settar
hafa verið fram af Ilafrannsókna-
stofnuninni, sagði Jakob Jakohs-
son fiskifræðingur og leiðangurs-
stjóri á Bjarna Sæmundssyni
þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við hann í gær.
Jakob sagði, að þeir á Bjarna
hefðu verið í Lónsbugtinni í fyrri-
nótt. Þar hefðu þrír reknetabátar
verið að veiðum, Gunnar, Snæ-
fugl og Sæberg. Þeir hefðu aðeins
fengið nokkrar tunnur, en síldin
hefði staðið of djúpt fyrir reknet-
in.
Þá sagði Jakob, að þeir hefðu
orðið v'arir við mikinn uppvax-
andi kolmunna og virtist hann
vera farinh að sækja í ríkara mæli
að Islandsströndum en verið hef-
ur undanfarin ár, a.m.k. ungviðið.
Mikið af þeim lóðningum, sem
menn hefðu talið vera síld núnr
upp á síðkastið væri ugglaust kol-
munni.
Sagði Jakob, að þeir hefðu tekið
sýni af kolmunnanum og síldinni
í flotvörpu.
kröfu sinni um verkfalisrétt og
afnám Kjaradóms strax á þessu
ári. Eru fyrirhugaðir alls 53
fundir víðs vegar um landið
dagana 3.—11. október. Að þeim
loknum fer fram leynileg
skoðanakönnun meðal starfs-
manna BSRB, og sagði Kristján
Thorlaeius formaður samtakanna
f samtali við Mbl. f gær, að þar
yrði könnuð afstaða félagsmanna
til verkfallsréttar og hve hratt og
hve langt ætti að ganga f þeim
málum.
Kristján Thorlacius sagði við
Mbl. að formannaráðstefna BSRB
í júlí í sumar hefði sett baráttuna
fyrir verkfallsrétti opinberra
starfsmanna á oddinn og hefði
sérstök verkfallsréttarnefnd unn-
ið að þessum málum og m.a.
skipulagt fundina sem fram-
undan eru. Þeir verða sem fyrr
segir 53 talsins og þar af verða
fundir á 23 stöðum úti á lands-
byggðinni. Sagði Kristján að þetta
væru umfangsmestu fundahöld f
sögu BSRB og vafalaust þótt víðar
væri leitað.
BSRB hefur fyrir nokkru skilað
kröfum sfnum til rikisins vegna
væntanlegra samningaviðræðna
og þar er gð finna kröfu um verk-
fallsrétt og afnám Kjaradóms
þegar á þessu ári. Morgunblaðið
spurði Kristján að lokum til
hvaða ráða BSRB gripi ef kröf-
urnar næðu ekki fram að ganga.
Svaraði hann því til að það væri
algerlega óákveðið, en hugur
félagsmanna BSRB til þessara
mála yrði einmitt kannaður í
leynilegum skoðanakönnunum
sem verða að Ioknum öllum
fundunum.