Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975 Sr. BOLLI 6ÚSTAFSS0N í Laufási: Við leitum svara við ýms- um spurningum á velferð okkar hérá jörð, ef hugurinn er vakandi og þrár okkar stefna að heilbrigðum þroska og löngunin eftir eilífu lífi er sönn og sterk. Svo mun því háttað um flesta í þjóðfélagi veraldlegrar velferðar, þróaðrar menningar og nær þúsund ára kristni. Við spyrj- um um líf einstaklingsins, hvort því geti nokkru sinni verið til einskis lifað, og þá verður okkur brátt fullljóst, að mannlegur mælikvarði verður aldrei lagður þar á, svo að fullgilt svar fáist og verði veitt þeim, sem spyrja. Það er rætt og ritað um fórnarlund, framfarahug, at- hafnasemi, hetjudáðir og reistir eru misháir bauta- steinareða þá engir. í Ijósi kristinnar trúar eru mörg þau mæti, sem menn vilja reikna hver öðrum til vegsemdar, léttvæg fundin, og víst er að engum hefurtekist að hafa með sér veraldarauð sinn yfir þau mörk, sem við okkur öllum blasa og við nefnum dauða. Blærinn leikur jafn mjúkt í grasi þess lága leiðis, sem er gleymskunni hulið og þess háa, sem veglegur steinninn prýðir til minningar er ekki smá mistri hyljast að mennsku áliti. En veður leika um stein, sem molnar, og tré, sem fúnar; afrekasögurn- ar gleymast og hetju- söngvarnir fyrnast og hljóðna. Og lífið heldur ennþá áfram á þessari jörð, kynslóðir koma og fara. Sú er bjargföst skoðun kristins manns, að þær séu bornar til þess að verða lifandi steinar í andlegt hús, í hús Drottins, kirkjuna, og það gefi lífi þeirra eilífðargildi. Oft finnst dugmiklum mönnum eins og þeir séu ómissandi í starfi og félags- lífi, að allt hljóti að fara úrskeiðis, ef þeirra njóti ekki við. Þaðereinmitt eftirtakan- legt í mannfáu þjóðfélagi, þar sem starfskraftarnir verða að nýtast sem bezt eins og áður hefur verið að vikið á þessum vettvangi. í hverju byggðarlagi verða menn á vegi okkar, sem eru eins og þeytispjöld, er seint stanza. Þeir komast yfir að sinna ótrúlega fjölþættum verk- efnum. Margir eru þeir reknir áfram af metnaði, sókn eftir hefðarsætum líkum þeim sem guðspjall þessa sunnu- dags (Lúk. 1 4, 7—1 1) fjallar um. Ekki verðurefast um, að göfug markmið til almenn- ingsheilla og fórnarlund hafa héreinnig veruleg áhrif. En alltof oft fer það svo, að samvinnulöngun fylgir ekki þessum dugnaði, né heldur Við bautastein nauðsynleg hógværðar- kennd. Menn ætla sér að búa einir að heiðrinum. Ósjaldan verða þá endalokin dapurleg. Það verður mönnum um megn, að leggja verðuga alúð við verkefnin. Þeir hætta að gæta trúmennsku í smáu og síðar stóru. Að lok- um bogna þeirog brotna, þola ekki álagið eins og sagt er. Ég minnist að hafa lesið þarfa ábendingu til þeirra, sem eru þeirrar skoðunar, að þeir séu ómissandi, að ekkert gangi nema þeir séu nærri og slaka aldrei á. Þeim mönnum er hollt að gefa sér tóm til að taka sér ferð á hendur í næsta kirkjugarð. Þar reika þeir á milli leiðanna, aleinir á meðal þögulla krossa og leg- steina. „Hvíl í friði", lesa þeir hvarvetna. Og fá meitluð orð og ártöl segja sögur. Sum greina frá mönnum, sem hrifnir voru á brott í blóma lífsins, án þess að þeir væru undir það búnir að yfirgefa mikilvæg störf eða að nema staðar á miðri leið að tak- marki, sem þeim hafði fund- ist svo yfirmáta þýðingar- mikið. En þegar horft er á mosagróinn, þögulan leg- steininn og sagan rakin áfram eftir að sá, sem forð- um var þartil hinstu hvílu lagður og horfinn af þessum heimi, þá kemur í Ijós, að störfin, sem hann átti þá óunnin, höfðu síðan verið til lykta leidd á farsælan hátt, kannski af fleiri höndum. Jesús Kristur bendir okkur á að vera við öliu búin, og um fram allt að gæta hófs, að vera trú yfir litlu. Hann segir í líkingunni um brúðkaupið, sem ertexti þessa dags: „Heldur far þú, er þér er boðið (þ.e til brúðkaups), og set þig í hið yzta sæti, til þess að sá, sem bauð þér segi við þig, þegar hann kemur: Vin- ur, flyt þig hærra upp! Mun þér þá virðing veitast frammi I fyrir öllum þeim, er sitja til borðs með þér. Því sérhver, sem upp hefur sjálfan sig, mun niðurlægjast, og sá, sem niðurlægir sjálfan sig mun upp hafinn verða." '/GN | c C HJÓLH ÚSAKLÚ BBU R ÍSLANDS Þeir félagar sem óska eftir að koma hjólhúsum sínum í geymstu yfir vetrarmánuðina vinsamlegast hafi sarnband við: Magnús Fjelsted símar: 81529 — 74807 Ólafur Friðsteinsson: Símar: 35200 — 81522 Einar Þ. Mathíesen simar: 51919 — 50152. sendiferðabifreið Vél 53 ha., burðarþol allt að 1000 kg. station bifreið 83 ha. 5 manna rúmgóður fjölskyldubill hentugan borgarbíl Vél 27 ha., 5,5 lltrar pr. 100 km. ÞA HAFID SAMBAND VID OKKUR Sýningarbílar afc'0 á staðnum. ^ i aa EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI, Davlð Sigurðsson h.f., SIÐUMULA 35, SÍMAR 38845 — 38888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.