Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975 47 — Öldrykkja Framhald af bls. 3 að ökumenn eigi að hafa öryggishjálma. Hér virðist ekki heldur vera nein kennsla á skellinöðrur þrátt fyrir það að um 500 skellinöðrur séu hér í notkun, enda munu alvarleg skellinöðruslys komast upp í allt að 50 á ári. Þarna er t.d. eitt aíriði sem við hinir erlendu gestir undrumst yfir.“ r — Oeining Framhald af bls. 48 ársþinginu, sem formaður eða stjórn viðkomandi samtaka þóknaðist og þar væri ekki farið eftir fyrirmælum erlendra full- trda í norræna rithöfundaráðinu. Ég lít svo á, að það sé bæði niðrandi og ókurteist af erlendum aðilum að panta umræðuefni héðan, einkum þegar við Islendingar höfum ekki viður- kennt, að við værum sérlegur i minnihlutahópur innan Norður- ; landaþjóðanna. Ég tel, að stjórn j Rithöfundasambands Islands og formaður þess verði að meta hvort farið sé að lögum sambands- ins með því að taka stórpólitískt mál til meðferðar með þessum hætti innan norrænu rithöfunda- samtakanna." Þá hafði Morgunblaðið samband við þá Stefán Júllusson og Ingimar Erlend Sigurðsson, sem báðir eiga sæti í stjórn Rit- höfundasambands tslands og voru á stjórnarfundi I síðustu viku þegar fjallað var um mál þetta. Stefán Júlfusson sagði, er hann var spurður álits á ummælum Sigurðar í blaðinu í gær: „Ég veit ekki hvort blaðið hefur þetta rétt eftir Sigurði, en að öðru leyti hef ég ekkert um þetta að segja.“ „Er þessi málsmeðferð ekki bort á lögum sambandsins?" „Þetta er náttúrulega mál, sem eru ofarlega á baugi, og það fer allt eftir því hvernig hann fjallar um þessi mál, sem mér skilst að óskað hafi verið eftir að hann fjalli um á þinginu." „Teljið þér þetta þá ekki pólitískt mál?“ „öll mál eru pólitfsk,“ sagði Stefán Júlíusson að endingu. Ingimar Erlendur Sigurðsson sagði: „Meginforsenda þess að íslenzkum rithöfundum tókst að sameinast í hinu nýja Rithöfunda- sambandi Islands, sem er í raun- inni hugsað sem fagfélag eða stéttarfélag var sú að stjórn þess hefði hvorki í orði né verki af- skipti af stjórnmálum. Þetta hefur því miður stundum reynzt erfitt í framkvæmd og um- rætt mál er fram til þessa alvar- legasta brot á samningssáttmála rithöfunda. Þá skiptir engu máli hvaða álit ég sem stjórnarfulltrúi í Rithöfundasambandi Islands eða Sigurður A. Magnússon for- maður þess höfum á herstöðva- málinu eða málaferlum vegna Varins lands. Þette er hreinpóli- tískt mál, ef nokkurt mál er það, — það er greinilega svo pólitískt að hinn ágæti formaður Rit- höfundasambands íslands sér ástæðu til þess að hlaupa með „tilbúna“ beiðni frá Rithöfunda- samtökum á Norðurlöndum í Þjóðviljann áður en hann ber hana undir samstjórnendur sína. Eða mér er spurn, er Þjóðviljinn stjórn Rithöfundasambands Islands? Ég hafði á stjórnarfundi, þar sem þetta mál var tekið fyrir, nánar tiltekið mánudaginn 15. þessa mánaðar, ekki hugmynd um þessa „tilbúnu" beiðni, hvað þá að formaður hefði upp á eigin spýtur samþykkt þessa beiðni, eins og hér væri um einkafyrir- tæki hans og Þjóðviljans að ræða. Hefði ég vitað það hefði ég veriö miklu harðari á þeim. Sannleikur- inn í málinu er sá, að það stóð ekki aðeins til, að formaður fjallaði um mál Einars Braga, heldur og sitt eigið dómsmál og blaðamanns Þjóðviljans, Ulfars Þormóðssonar. Það kom skýrt fram á þeim fundi, að Sigurður A. Magnússon hafði þegar, og án vitundar og vilja stjórnar Rithöfunda- sambands lslands, látið ljósrita, þýða og senda út gögn varðandi þessi mál öll. Ég mótmæli þvi að Rithöfundasambandiö hefði slfk afskipti af persónulegum mála- ferlum Sigurðar og Úlfars, sem auðvitað eru tilkomin vegna stjórnmálaskoðana þeirra og koma hvorki Rithöfundasam- bandi Islands né bókmenntum við. Hins vegar gat ég ekki mót- mælt eða komið í veg fyrir að Sigurður A. fjallaði um mál Einars Braga, þar sem Rit- höfundasamband tslands tók af- stöðu til þess máls á sínum tíma, en á þeim fundi var ég ekki staddur og tel að þar hafi Rit- höfundasamband tslands framið sitt fyrsta lögbrot. Mér þykir hart að neyðast til að skýra frá því, sem gerist á stjórnarfundi hjá Rithöfunda- sambandi tslands — en formaður hefur greinilega sjálfur gert verri hluti en það, með þvi að skýra pólitísku málgagni frá fyrr- nefndri „tilbúinni“ beiðni og bera hana síðan, formsins vegna, undir stjórn Rithöfundasambands Islands í eins konar framhjáhlaupi." — Gunnar Flóvenz Framhald af bls. 48 að hann hefði beðizt undan því að fara í ferðina nema fulltrúi frá síldveiðiskipstjórum sem sjá eiga um söltunina um borð, yrði með I samninganefndinni, þannig að sjómenn og útgerðarmenn gætu að eigin raun kynnt sér markaðs- ástandið. Samkomulag hefði þá orðið um það, að fulltrúi Lands- sambands ísl. útvegsmanna I nefndinni færi í samningana á- samt framkvæmdastjóra Sildarút- vegsnefndar, formanni hennar og fulltrúa saltenda á Austurlandi. Annars sagði Gunnar, að sér- stakicfulltrúar sjómanna og út- vegsmanna ættu sæti í Sildarút- vegsnefnd ásamt fulltrúum frá saltendum og alþingi og væru flestir þeirra einnig útgerðar- menn. Fullt samkomulag væri innan Sildarútvegsnefndar um öll þessi mál, „enda verur þetta sjálf- sagt erfiður slagur“. Gunnar Flóvenz kvað það rétt vera, sem kom fram i Morgun- blaðinu í gaér, að Kaupfélagið á Hornafirði ætlaði vegna ákvörðunar verðlagsráðs um fersksíldarverðið að hætta mót- töku á reknetasíld nema samninganefnd SÚN tækist að hækka söluverðið verulega frá þvi, sem erlendir kaupendur hafa til þessa viljað greiða. Hins vegar var strax i upphafi gert ráð fyrir að reknetasíldin, sem verður trú- lega ekki nema Iítill hluti söltunarsildar fari til beitu- frystingar og gaffalbitafram- leiðslu innanlands. Þá þyrfti engin útflutningsgjöld að greiða af sildinni. Frétt verðlagsráðs um lækkun útflutningsgjalda sagði Gunnar vera mjög villandi. Ekki hefði nema þriðjungur gjaldsins verið felldur niður og aðeins til bráða- birgða og þrátt fyrir það væru áfram langtum hærri útflutnings- gjöld greidd af hverju fersk- síldarkílói, sem fer til söltunar hér heima, en á sild, sem íslenzkir bátar færa Svíum til söltunar í Danmörku. Gunnar sagði, að á sama tima og ýmsir keppinautar okkar fengju háa opinbera styrki í ýmsu formi væri saltsíldarfram- leiðslan hér skattlögð óheyrilega. Ein afleiðingin af útflutnings- gjaldafrumskógi alþingis væri t.d. sú, að sjómenn á síldarbátum hér heima sem eyddu lítilli olíu vegna þess hve síldarmiðin eru nærri landi, væru látnir greiða niður hinn mikla olíukostnað Norður- sjávarbátanna, sem mötuðu Svía og D'ani á sfid á verði, sem sannanlega væri langt undir út- gerðarkostnaði. Það væri ekki af ástæðulausu að reknetasjómenn væru óánægðir með kjör sín. Gunnar Flóvenz sagði, að þrátt fyrir alvöruna í þessum málum kæmi þó fyrir einstaka skemmti- leg atvik. Meðan verðlagsráð hefði þráttað um fersksíldar- verðið hefði þekkt frú á Horna- firði hringt í sig og beðið Sildarút- vegsnefnd í tilefni kvenréttinda- ársins að hækka nú verðið á síldinni til reknetasjómannanna. Gunnar kvaðst hafa bent frúnni á, að þessi mál væru í höndum verð- lagsráðs og SÚN hefði engan ákvörðunarrétt i þeim málum. Rétt væri fyrir hana að tala t.d. við Kristján Ragnarsson, formann L.I.Ú. sem þá var staddur á Hornafirði og væri hann þar ein- mitt að berjast fyrir því að sjómenn fengju sem allra hæst verð. Sagði Gunnar, að vinir sínir sildarsaltendur væru jafn hræddir við hann og Bretar við Rommel á sínum tima. tjor að vetri til Ef þér eigið leið til höfuðborgarinnar, í verslunarerindum, í leit að hvíld eða tilbreytingu, þá býður Hótel Esja gott tækifæri til þessara hluta. Gisting á Hótel Esju er ekki munaður, heldur miklu fremur sjálfsögð ráðstöfun. Hótel Esja er í allra leið. Strætisvagnaferðir í miðbæinn á 10 mínútna fresti, svo að segja frá hóteldyrunum. Opinberar stofnanir, sundlaugarnar og íþróttahöllin í Laugardal, skemmtistaðir og verslanir eru í nágrenninu, og síðast en ekki síst: Við bjóðum vildarkjör að vetri til. Velkomin á Hótel Esju &HOTliiy& Suðurlandsbraut 2, Sími 82200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.