Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975
11
Það er létt yfir Degi frð Núpum og Reyni F hindrunarstökkinu.
Halldór E. Sigurðssorr landbúnaðarrððherra flutti ðvarp við setningu
mótsins en hér fylgist hann með keppni ásamt Pétri Behrens og
Sveinbirni Dagfinnssyni.
í hópi dómara á mótinu var Þorkell Bjarnason (t.h.) en ritari hans var
Eyjólfur isólfsson.
byggirað miklu leyti á grunni
hinnar hefðbundnu hesta-
mennsku annarra hesta-
kynja. Hérá landi hafa menn
verið nokkuð á verði hvernig
ætti að bregðast við þessari
gerð hestamennsku Óþarft
ætti að vera að láta tor-
tryggni ráða ferðinni. Allir ís-
lenzkir hestamenn sem
kynnzt hafa þessari þróun,
sem borizt hefur hingað með
ungum íslenzkum hesta-
mönnum sem lært hafa í V-
Þýzkalandi og fyrir leiðbein-
ingar þeirra feðganna Walter
Feldmann eldri og yngri, sjá
aðeins fram á viðbót og fram-
farir frá okkar hefðbundnu
hestamennsku.
Öll sú þjálfun og æfingar,
sem þetta fólk hefur þróað,
miðar að því að gera hestinn
þjálli og hlýðnari, þannig að
samspil manns og hests verði
sem mest og bezt.
Það er í þessari tegund
hestamennsku sem Evrópu-
þjóðirnar hittust í Semriach í
Austurríki og leiddu saman
hesta sína.
Undirbúningur og aðstaða
fyrir hesta og knapa var með
ágætym á sveitasetri dr.
Hoyos greifa. Áhorfendurnir
höfðu ekki allir jafn góða að-
stöðu og urðu sumir að sætta
sig við löng ferðalög til gist-
ingar á nóttinni.
En mótið fór hið bezta
fram. Setningin var mjög
hátíðleg, er þátttakenda-
hópur hvers lands reið prúð-
búinn inn á mótssvæðið um
leið og þjóðsöngur var leik-
inn. Að keppninni lokinni
fóru fram mörg sýningar-
atriði, sem vöktu mikla hrifn-
ingu áhorfenda. Mótsslitin
fóru einnig fram með miklum
glæsibrag og rigndi verð-
launun og bikurum yfirsigur-
vegarana. Var það líka sú
eina rigning sem menn urðu
varir keppnisdagana (eina
nóttina kom að vísu smáskúr)
en heiðríkjan réð ríkjum í
hinum fögru fjöllum Steier-
markshéraðs.
Félag tamningamanna
hafði veg og vanda af vali
hestanna, sem héðan voru
sendir í samráði við stjórn
L.H. Búnaðarfélag íslands og
Samband ísl. samvinnufélaga
stóðu að mestu undir
kostnaðinum við flutning
hestanna. Ekki má láta hjá
líða að geta Sigurbjörns Ei-
ríkssonar á Stóra-Hofi sem
studdi dyggilega að þjálfun
og undirbúningi hestanna og
knapanna og lagði mikið af
mörkum til þess að halda
merki íslands á loft í
Semriach.
Á stjórnarfundi Evrópu-
sambandsins (F.E.I.F.)
mánudaginn eftir mótið var
Gunnar Bjarnason heiðraður
sem brautryðjandi sam-
bandsins í Evrópu og afhent
heiðursskjal og gullmerki
þess. Jafnframt var ákveðið
að næsta Evrópumót yrði
haldið í Danmörku 1 977.
Myndirnar, sem þessari
grein íylgja og þær sem birt-
ust á föstudaginn, eru teknar
af Friðþjófi Þorkelssyni.
Gammurfrá Hofsstöðum og Ragnheiður Sigurgrlmsdóttir.
Glaumur frá Laekjarbakka og Heinrich Jud frá Sviss urðu þriðju að
heildarstigum
Silfri frá Miðgrund og Karl Beuse frá Þýskalandi urðu aðrir að heildarstig-
um.
Hér sjáum við sigurvegarana I skeiði, Hrein frá Gullberastöðum og Bruno
Podlech frá Þýskalandi.