Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975 35 eflð mér svo miKið a mig ef hann vlll” “við húsakostinn hér f öxney eftir Fær í flestan sjó — Jæja, það er ekki meira að hafa hér, sagði Höskuldur, allt grogg búið i búrinu og við skulum koma okkur yfir i Öxney og athuga hvort við finnum ekki eitt- hvað sniðugt þar. Þar með var lagt af stað frá Galtarey, en áður en bátnum var ýtt úr vör hafði Guðrún sýnt okkur gamlan árabát, sem lá niðri í fjöru. — Ætli hann sé ekki orðinn hundrað ára þessi og sennilega gott betur, sagði Guðrún. — Hann er þó enn fær í flestan sjó og það er ekki lengra síðan en í vor að ég reri á honum hérna á milli eyjanna. Við sigldum út frá Galtarey og stefnan var tekin á Eiríksvog í Öxney. Þar segir sagan að Eiríkur rauði hafi falið skip sin áður en hann hélt til Grænlands, þar hafa þau líka verið vel varin og ekki sáust þau af venjulegri siglinga- leið. Höskuldur keyrði upp i fjöruna undir leiðsögn Guðrúnar. Við stukkum i land, en þeir Jón og Höskuldur sigldu áfram fyrir eyjuna og lögðu bátnum við Akra- nes, tanga nokkurn, þar sem sagt er að til forna hafi verið akrar. A leiðinni upp að tóftunum, þar sem sagan segir að staðið hafi bær Eiríks, sagði Guðrún okkur ýmis- legt um sögu 'eyjarinnar og það sem hún hafði lesið i Eyrbyggju um hina frægu kappa sem byggðu Breiðafjörð á tímum Eiríks rauða. — Eyrbyggja er ein bezta bók, sem ég hef lesið, sagði Guðrún, og veiztu af hverju? Jú, vegna þess, að það eru svo margir draugar í henni. Annars er Eyrbyggja örugglega skrifuð af heimamanni sem þekkt hefur nákvæmlega til allra staðhátta. Örnefni eru nákvæmlega tíunduð og þau halda sér enn þann dag í dag. Við komum að tóttunum og Guðrún sýndi okkur bæjarstæðið og garða, sem hlaðnir hafa verið i kringum skála og hús. Síðan var haldið heim að íbúðarhúsunum i öxney, reisulegum byggingum, sem siðast var búið í allt árið 1970. — Já, pabbi var alltaf að bæta við eftir því sem fólkinu fækkaði, sagði. Guðrún. — Það voru ekki svona reisuleg hús hérna meðan við vorum að alast upp hérna 12 systkinin. Skammt frá íbúðarhúsunum i Öxney stendur lítið hús með tveimur burstum, sem sjálfsagt væri kallað kofi, ef að baki þess væri ekki löng og merk saga. Þar var á sinum tíma bænahús fyrir eyjarnar í nágrenninu, síðan hlóðaeldhús þar sem þurrkuð var ull og síðustu árin, sem búið var í Öxney, var það notað sem gripa- hús. Rányrkja A leiðinni frá Öxney og út í Hólm var margt skrafað og þar kom sögu að farið var að ræða um skelfiskveiðar á Breiðafirði. — Þetta er bölvuð rányrkja, sagði Höskuldur, þetta er ekki veiðimennska lengur heldur ómannúðlegur mokstur. Þetta var gjöfull fjörður, en nú eru þeir á góðri leið með að drepa allt líf hérna. Texti: Ágúst I. Jónsson. Myndir: Friðþjófur Helgason — Já, þeir eru eitthvað illir kallarnir, sagði Guðrún. — Þeir segja að skelin sé plægð upp á beztu lúðumiðunum og öll lúða sé að hverfa af miðunum þeirra. Lúðan fái engan frið og ætið sé tekið frá henni. Spítali fyrir huldufólk Áfram var haldið og báturinn nálgaðist höfnina i Hólminum. — Hvernig er það Guðrún, er ekki allt fullt af draugum I þess- um eyjum? spurði einhver. — Ekki veit ég það nú, ein- hverjir hafa vist séð drauga og blöðin skrifuðu mikið um drauga- gang í Bíldsey fyrir nokkrum árum, svaraði Guðrún. — Það kom einu sinni Vestfirðingur til okkar í Öxney og hann sagðist hafa séð tvo drauga. Annar hélt alltaf til niðri i bátanaustunum og var illur viðskiptis að sögn Vest- firðingsins. Ég sagði nú bara við hann, að hann skyldi ekki vera að koma þessu upp á drauga þó hann gæti ekki passað bátana sjálfur. — Svo sá hann líka huldufólk og það merkilega við það var að hann sagðist hafa séð það á nákvæmlega sama stað og okkur krökkunum hafði verið sagt að það væri. Það merkilega við þetta var að Vestfirðingurinn hafði bara séð bláklætt huldufólk þar til hann kom í Öxney, en þá var það allt hvítklætt. Ég sagði hon- um þá, að Öxney hlyti að vera spítali fyrir huldufólk. Er við sigldum inn á lending- una I Hólminum bætti Guðrún því við að sjálfsagt væri allt fullt af huldufólki i kringum hana, en það væru þá allt vinir sínir. Báturinn lagðist að bryggjunni og Guðrún og Jón voru með það sama þotin upp í bæ. Höskuldur batt bátinn í rólegheitum og spók- aði sig siðan um á bryggjunni innan um lúðukarlana sem voru að koma að landi með dágóðan afla. Gott var nú groggið hjá henni Guðrúnu minni... verst hvað hún átti lftið, blessunin. Höskuldur frá Höskuidsey til vinstri, Jón Dalbú hægra megin. Litmynd gæti ef til vill lýst þvf ævintýri, sem veggskreytingin f skála Guðrúnar Jónasdóttur f Galtarey er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.