Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975
13
Sextugur íslandsvinur:
Ragnar Lassinantti
landshöfðingi í Luleá
I gær varð sextugur Ragnar
Lassinantti i Luleáilandshöfðingi
í Norrbotten, nyrsta léni Svíþjóð-
ar. „Einn Islandsvinurinn enn,“
segja menn og kannski finnst'
ýmsum sá hópur það fjölmennur,
að í engu taki að minnast merkis-
daga slíkra manna. En það er líka
fast í íslendingseðlinu að nota
afmælisdaginn til viss áróðurs.
annað hvort afmælisbarninu
sjálfu til handa eða þá fyrir hug
sjónir þess. Á það síðarnefnda
skal frekar reynt hér. En fyrst
nokkur orð um afmælisbarnið
sjálft.
Ragnar Lassinantti er fæddur í
bænum Pello á mörkum Finn-
lands og Sviþjóðar, við landa-
mæraána Torelfi. Um mikla
skólagöngu var ekki að ræða fyrir
hann, enda voru þá miklir
krepputímar i skógarhöggs-
iðnaðinum í Norður-Svíþjóð.
Lassinantti lagði ungur fyrir sig
skógarhöggsvinnu, en 1937 er
hann kominn til Stokkhólms og
orðinn þar lögreglumaður, en til
Luleá snýr hann árinu seinna.
Borgaralegt starf hans var alla tíð
síðan í lögreglunni í Luleá. Hann
var orðinn fulltrúi í rannsóknar-
lögreglunni 1966, þegar hann var
kallaður til þess af Tage Erlander
þáverandi forsætisráðherra að
vera landshöfðingi í Norrbotten.
Auðvitað gerist slikt ekki upp
úr þurru fyrir rannsóknarlög-
reglumann að taka að sér stjórn
landsvæðis, sem er að flatarmáli
sem Island allt og með eilítið
meiri íbúatölu. Þaðan af síður
réðu um það duttlungar sænsku
sósíaldemókratanna. Lassinantti
var er hér kom sögu orðinn lands-
kunnur sem einn glaðbeittasti
baráttumaður jafnaðarmanna í
Norður-Svíþjóð. I héraði hans,
Norrbotten-léni, gerðust þau
tíðindi í kreppunni miklu, að
kommúnistaflokkurinn náði þar
álika miklum atkvæðastyrk og
sósíaldemókratar, en þetta „valda
jafnvægi" vinstriflokkanna átti
sinn þátt í þvi a koma borgara-
flokkunum vel áfram í léninu.
Við þetta mál tókst Lassinantti
þegar á yngri árum, og hafði
slíkan sigur í þeirri glímu um
1950, að sósíaldemókratar voru þá
komnir með réttan helming at-
kvæða í kjördæminu við ríkis-
þingskosningar, og hafa haldið
þeim styrk síðan. Á þessum róstu-
árum bar fundum þeirra Lassin-
anttis og Erlanders saman, er
hinn fyrrnefndi skipulagði
kosningaferðalag fyrir forsætis-
ráðherrann um Norrbotten árið
1948,Erlander talar mjög hlýlega
um þennan norðlenska baráttu-
félaga sinn í endurminningum
sínum: „Ragnar Lassinantti
þekkti Norrbotten út í æsar... og
honum þótti miklu varða að ég
notaði tímann eins og ég gæti til
að læra sem mest um hans ást-
kæra Norrbotten. Að rifja upp
samtöl okkar svo löngu seinna er
mér ómögulegt, því sá sem þekkir
frásagnarlist Ragnars Lassin-
anttis gefur sjálfur þessun
minningabrotum mínum um hann
líf.“
Þessi orð hins mikilsvirta
sænska stjórnmálamanns gefur
til kynna hvað Ragnar Lassinantti
var orðinn flokksbræðrum sínum,
enda fóru nú í hönd margvísleg
trúnaðarstörf fyrir Norrbotten og
sænsku þjóðina. Lassinantti var
kjörinn í miðstjórn sænska jafn-
aðarmannaflokksins 1952 og sat
þar til 1968. Þingmaður varð
hann fyrir Norrbotten
1957—66. og sama tíma sat hann
einnig í stjórn námafélagsins
mikla LKAB, sem rekur hinar
arðsömu járnnámur í Kiruna. Hér
verður ekki fleira talið nema þá
formennskan í Norræna félaginu
í Norrbotten, en að því starfi
verður vikið síðar.
Ragnar Lassinantti hefur verið
gæfumaður f einkalífi sínu. Kona
hans Frida er lærður kennari, og
gegndi kennslustörfum við barna-
skóla í Luleá lengst af, en varð að
gefa það starf upp á bátinn, er
hún varð landshöfðingjafrú.
Margir íslendingar hafa verið
gestir þeirra hjóna og minnast
þeirra stunda með ánægju. En svo
að þessi samantekt verði ekki
talin lofrolla ein, skal þess getið,
að Ragnar Lassinantti er í senn
talinn einn skemmtilegasti ræðu-
maður Svíþjóðar og einn þeirra
stjórnmálamanna, sem mönnum
gengur verst að reikna út. Hann
heldur með heimahéraði sinu og
siðum þess, hvenær sem hann get-
ur og verður oft frægur fyrir.
Þannig varð hann fyrstur
sænskra manna að sýna sig
nakinn i sænsku sjónvarpsfrétt-
unum, er hann varð landshöfðingi
og kvaddi þá á blaðamannafund i
„bastu“ en saunabað dýrka
Norrbottingar allra Svía best.
Ragnar Lassinantti á ættir sínar
að rekja til sænsk-finnsku landa-
mæranna. Finnskan varð hans
móðurmál, þvi fyrir einhverja
undarlega rás forlaganna lentu
tugþúsundir finna Svíþjóðarmeg-
in er Rússar tóku Finnland af
Svíum 1809. Þessi tvíhyggja i
málatilliti hefur fært honum þá
skyldu á herðar að berjast sem
best fyrir öflugu samstarfi
Norðurlanda. Svæðið norðan við
heimskautsbaug, sem byggt er
Norðmönnum, Svium, Finnum og
Sömum, nefnist „Nordkalotten“:
Það orð hefur ekki oft hljómað
hér úti á íslandi, ekki fyrr en við
Framhald á bls. 15
83000
Til sölu
20 hektara land með jarðhita ásamt rúmum 2
sekúndulítrum af 90 gráðu heitu hveravatni. Á
staðnum einbýlishús um 100 fm. 2 gróðurhús
450 fm, í fullum gangi. 2 gróðurhús undir
plast 160 fm. Vélaverkstæðishús um 150 fm,
ásamt 80 fm, geymsluhúsi* Herbraggi í góðu
standi, 5 hektarar véltækt tún. Getur losnað
Strax. Opið alla daga til kl.10e.h.
FASTEIGNAÚRVAUÐ
Q Ml P^nnn Sítfurtejg|1 Sölustjóri
11V11 U sJ U U U Auðunn Hermannsson
HEKLA HF.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240
Leikfimiskóli
Hafdísar Árnadóttur s.f
Lindargötu 7
3ja mánaða námskeið i músíkleikfimi hefst á morgun
Kvennaflokkar:
Morgun-, siðdegis- og kvöldtimar.
Karlaflokkar:
Kvöldtimar.
Stúlkur 7 — 1 2 ára athugið:
Kennd verður músikleikfimi og fimleikar i byrjenda og framhaldsflokk-
um.
Siðdegistimar.
Gufuböð á staðnum. Kennarar Hafdís Árnadóttir og Sigríður Þorsteins-
dóttir.
Innritun i sima 84724.
Vitið þér að fullnegld snjódekk
GOODfÝEAR
á Austin Mini
kosta aðeins kr.
4.115.-
<3^^B>HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN
Laugavegi 1 72, sími 21245.
Getið þér gert betri kaup annarsstaðar
— Fullkomin hjólbarðaþjónusta
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
Þl AIGLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR
ÞL ALGLYSIR I MORGLNBLAÐINl