Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975
Spumingar og svör
Eins og oft vill verða í
haustnepjunni, þá er ekki um
auðugan garð að gresja í
kvikmyndahúsunum. Und-
antekningar eru „DAGUR
SJAKALANS," í Laugarásbíó
og endursýning Tónabíós á
UMHVERFIS JÖRÐINA Á
ÁTTATÍU DÖGUM. Það er
því ekki úr veg.i að taka til
meðferðar nokkur bréf sem
borizt hafa síðunni og helga
hana bréfadálkum að þessu
sinni.
EITT STREMBIÐ . . .
Kæra kvikmyndasíða.
Ég mundi meta það mikils
ef þið frædduð mig um eftir-
farandí hluti:
1. Leikstjórann Erich von
Stroheim og myndir hans,
þá sérstaklega GREED,
(1923 — 4).
2. Leikstjórann Josef von
Sternberg.
3. Myndina THUNDER IN
THE EAST (1934), gerð af
leikstjóranum Nicholas
Farkas. Eins væri gott að vita
hvort einhverjar af myndum
þessara leikstjóra hafi verið
sýndar hérlendis, eða hvort
sýningar á þeim séu fyrirhug-
aðar.
Að lokum vil ég biðja ykk-
ur um að skrifa ítarlega grein
um Orson Welles og myndir
hans. Meðal annarra orða,
þið gleymduð í upptalningu
á myndum hans að nefna
CONFIDENTAL REPORT,
(MR. ARKADIN), spænsk-
frönsk, gerð 1956. Einnig
væri vel þegið að fá eitthvað
um Paul Scofield og Laur-
ence Olivier.
Svo vil ég þakka SSP fyrir
óhlutlægustu skrifin í íslensk-
um dagblöðum. Svo vona ég
að þið reiðist ekki þó ég hnýti
hér aftaní beiðni um grein
um leikstjórann Stanley
Kubrick.
4.9. '75 Jón Kristjánsson.
Okkur er ætlað takmarkað
rúm i sunnudagsblöðunum,
og ef að við ættum að svara
spurningum þínum ýtarlega,
þá fylltu þau ,(kvóta" næstu
vikna. Þú verður því að fyrir-
gefa Jón, að við svörum þér í
sem stystu máli.
1. Erich Von Stroheim hefur
löngum verið talinn einn af
jöfrum kvikmyndalistarinnar,
þrátt fyrir að ekki liggi mikið
eftir hann, og það klippt og
skorið af öðrum. Von Stro-
heim var af gyðingaættum,
fæddur í Vmarborg 1885 og
lést í París árið 1957. Flutti
til Ameríku í kringum 1907
og hélt til Hollywood. Þar
gekk á ýmsu þangað til hann
fékk aukahlutverk og aðstoð-
arleikstjórastöðu við gerð
myndanna BIRTH OF A
NATION, (D.W. Griffith,
1915), og INTOLERANCE,
1916.
Von Stroheim leikstýrði
sinni fyrstu mynd árið 1918,
var það BLIND HUSBANDS,
jafnframt skrifaði hann hand-
ritið og lék sjálfur aðalhlut-
verkið, og svo var yfirleitt
farið með myndir hans.
1921 gerir von Stroheim
FOOLISH WIVES, hún var
klippt af kvikmyndaeftirlit-
inu, svo eftir lifði aðeins einn
þriðji hluti hinnar uppruna-
legu myndar. GREED er gerð
1923, og er römm ádeila á
auðvaldsskipulagið, og litið
er á peningana sem undirrót
alls ills. Þetta líkaði ekki hin-
um háu herrum hjá MGM
sem skipuðu von Stroheim
að stytta þessa upprunalegu
níu stunda mynd niður í 18
spólur. Þeim fækkaði síðar
um átta til viðbótar.
GREED var hápunkturinn á
ferli von Stroheim, hann
skrifaði handritið eftir sögu
Frank Norris, McTEAGUE,
kvikmyndatöku önnuðust
þeir Ben Reynolds, William
Daniels og Ernest
Schoedsack. Með aðalhlut-
verkin fóru Jean Hersholt,
Zasu Pitts og Gibson Gow-
land.
Framleiðendur litu von
Stroheim ekki réttu auga
uppfrá þessu og kvikmyndir
hans áttu erfitt uppdráttar,
WEDDING MARCH, gerð
1928 var skorin í tvennt og
slðari hlutinn aðeins sýndur I
Evrópu. Síðan gerði von
Stroheim QUEEN KELLY,
en taka var stöðvuð þegar
hann var rétt hálfnaður. Eftir
þessi áföll sneri von Stro-
heim sér að leik og skriftum,
gerði aðeins eina tal-
mynd, WALKING DOWN
RAINBOW, einnig sú mynd
hlaut slæma útreið þvi Raoul
Walsh var látin endurtaka
mikinn hluta hennar, var hún
síðar sýnd undir nafninu
HELLO SISTER.
Erich von Stroheim lék í
allmörgum myndum, m.a.
LE GRAND ILLUSION.
1937, FIVE GRAVES TO
CAIRO, 1943, 1950:
SUNSET BOULEVARD, sem
hann stjórnaði sjálfur, og síð-
ast í myndinni NAPOLEON
árið 1955.
2. Josef von Sternberg,
(1894—1969) er vafalsut
þekktastur fyrir myndir sínar
með Marlene Dietrich í aðal-
hlutverki, en hann kom
henni „á framfæri" og gerði
flestar af beztu myndum
hennar; frægust er sú fyrsta,
DER BLAUE ENGEL, (1930).
í kjölfar hennar gerðu þau
myndirnar MAROCCO,
DISHONORED, (1931),
SHANGHAI EXPRESS OG
BLONDE VENUS, (báðar
1932), THE SCARLET
EMPRESS og THE DEVIL IS
A WOMAN, (1934 og 5).
Upp frá þessu fór stjarna
von Sternbergs sí-lækkandi,
og síðustu árin vann hann
Orson Welles
Marlene Dietrich
Stanley Kubrick.
fyrir sér sem leikstjórnar-
kennari.
3. Ég á allnokkra' þykka
kvikmyndadoðranta, en því
miður hefur mér ekki tekizt
að finna' nafnið Nocholas
Farkas þar nokkurs
staðar á prenti. Kvikmynd
undir nafninu THUND-
ER IN THE EAST var gerð
árið 1953 af Charles
Vidor, með þeim Alan Ladd,
Deborhu Kerr og Charles
Boyer í aðalhlutverkum. Leik-
ur okkur því forvitni á að vita
eitthvað nánar um þennan
ófinnanlega hr. Farkas.
Ef ég man rétt þá er ekki
alllangt síðan að fjallað var
um þá meistarana Welles og
Kubrick, hér á síðunni, en vel
er athugandi að taka þá fyrir
fljólega, einkum eftir frum-
sýningar nýjustu mynda
þeirra F FOR FAKE og
BARRY LYNDON. CON-
FIDENTAL REPORT, gerð
eftir sögu Welles sjálfs,
MR. ARKADIN, með þeim
Michael Redgrave og Akim
Tamiroff í aðalhlutverkum, er
reyndar gerð árið 1 955.
S.V.
ANDERSON, ASHBY,
GALILEO.
Kæra Kvikmyndasíða.
Ég hef fylgst með síðunni,
og finnst hún bezta framtak
Morgunblaðsins til lesenda.
Ég hef hér spurningar fram
að færa:
1) . Getur þú frætt mig um
nýjustu mynd Lindsey
Anderson, IN CELEBRAT-
ION?
2) . Um hvað fjallar nýjasta
mynd Joseph Losey,
GALILEO?
3) . Hvænær mega kvik-
myndahúsgestir búast við
því að fjá fleiri myndir eftir
Hal Ashby, THE LAST
DETAIL?
4) . Hefur Háskólabíó tryggt
sér sýningarrétt á myndinni
CHINATOWN, leikstj. Rom-
an Polanski?
1) . IN CELEBRATION er gerð
af AMERICAN FILM
THEATRE, með þeim Alan
Bates, James Bolam og Con-
stance Chapman í aðalhlut-
verkum. Myndin var nýlega
frumsýnd vestan hafs.
2) . GAILEO, með þeim
Topol, Sir John Gielgud og
Edward Fox, er byggð á leik-
riti Brechts og fjallar um ævi-
feril Galileos. Myndin var
frumsýnd í sumar og hlaut
lélega dóma. Aðallega þótti
val Topols í aðalhlutverkið
misráðið.
3) . THE LAST DETAIL er
sjálfsagt væntanleg í Stjörnu-
bíó snemma á næsta ári, en
við þurfum sjálfsagt að bíða
öllu lengur eftir nýjustu
mynd hans, SHAMPOO, sem
nú er sýnd við miklar vin-
sældir vestan Atlantshafsins.
Sú mynd er einnig frá
Columbia, og verður því
sýnd í sama kvikmyndahúsi.
4) . Háskólabíó hefur einka-
rétt á myndum frá Para-
mount Pictures hér á landi,
en það dreifir m.a. myndinni
CHINATOWN. Fram-
kvæmdastjóri kvikmynda-
hússins er staddur erlendis,
og því tókst mér ekki að fá
upplýsingar um hvenær
áætlað er að taka myndina til
sýningar.
Sæbjörn Valdimarsson.
- Samþykkt SHÍ
Framhald af bls. 23
meir á Herjahreyfinguna, en
sósíaiistaflokkurinn á samstarf
við mið- og hægriöflin. Hér eru
augljósar hættur á ferð, þar sem
Kommúnistaflokkurinn reynir að
vinna verkalýð til fylgispektar við
s.n. „tfmabundið einræði"
pólitfskt tvístígandi herforingja,
en krafa Sósfalistaflokksins um
vaidaafsal hersins myndi þýða
stóraukna möguleika fasista á
gagnbyltingu, næði hún fram að
ganga.
Afstaða
Stúdentaráðs
I þessari stöðu er fásinna fyrir
lýðræðis- og alþýðusinna að lýsa
yfir skilyrðislausum stuðningi við
einhver pólitísk samtök í
Portúgal, s.s. Sósfalistaflókkinn
og bandamenn hans, Konimún-
istaflokkinn eða Herjahreyfing-
una. Hins vegar er það skylda
þeirra að standa alþjóðlegan vörð
um þá sigra sem unnist hafa og þá
möguleika til aukins frjálsræðis
og jöfnuðar sem fyrir hendi eru í
Portúgal. Að mati Stúdentaráðs
eru eftirfarandi atriði mikil-
vægust f þvf tilliti:
— að alþýðuhreyfingunni verði
veitt sem best vaxtarskilyrði.
Stuðlað verði að virkri þátttöku
fjöldans og sjálfsstjórn alþýð-
unnar.
— að ekki verði lagðar hömlur
á stjórnmálastarfsemi neinna
andfasískra afla og tjáningar-
frelsi leyft að blómgast með af-
námi hafta á funda- og prentfrelsi.
— að komið verði í veg fyrir
æsingar og hermdarverk fas-
ískra og hálf-fasískra afla í hinum
fháldssömu norðurhéröðum og
hinum ameríkaníseruðu Azoreyj-
um.
— að menn geri sér Ijósa hina
yfirvofandi hættu á fasísku valda-
ráni f Portúgal. Viðurkenning
þessarar staðreyndar höfðar til
viðeigandi gagnráðstafana bæði
af hálfu portúgala sjálfra og
alþjóðlegra stuðningsmanna
frelsisþróunar þar f landi.
— að forðað verði erlendum
afskiptum af þróun mála i
Portúgal. Slík hætta getur stafað
frá spænskum fasistum, þeim er-
lendu aðilum, sem fjárfest hafa í
Portúgal, og jafnvel risaveldun-
um.
— að andfasísk öfl sameinist
um viðleitnina til að draga úr
spennu og hjaðningavígum milli
hinna ýmsu hópa alþýðusinna, en
stuðli að valdbeitingarlausri
umræðu þeirra á meðal, með það
fyrir augum að portúgalska
þjóðin velji sjálf sfna framtíðar-
þróun.