Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975
37
ekki lengra en í Svínanes. Að
þessu sinni voru tveir kven-
menn í hópi fjallmanna og við
náðum tali af annarri, Sigrúnu
Bjarnadóttur, sem fór á fjall
fyrir bóndann í Hrepphólum.
Sigrún hefur farið á fjall síð-
ustu 4 ár og lét vel af fjall-
ferðunum. Við spurðum hvort
kvenfólkið væri látið fara í
jafnerfiðar leitir og karlmenn-
irnir?
„Við erum látnar ganga til
sömu starfa og þeir. Það væri
annað hvort eða á kvennaári.
Ég fór t.d. í lengri leitina,
norðurleiþ en í henni er farið
inn i Kerlingarfjöll."
Lengra varð samtal okkar við
Sigrúnu ekki því hún hafði
komið auga á kind, sem henni
tilheyrði og þar með var hún
horfin. Fólkinu í almenningn-
um hafði fjölgað stöðugt og
ósjálfrátt fór sá, sem þetta ritar
að velta þvi fyrir sér hvort væri
fleira mannfólkið eða
kindurnar í almenningnum.
Menn tóku tal saman, ræddu
vöngum yfir hver gæti verið
eigandinn og þannig var haldið
áfram.
Halldór Jónatansson í
Auðsholti var sá bóndi, sem
flest fé átti í þessum réttum eða
tæplega 1000 fjár. Við spurðum
Halidór, hvernig honum litist á
féð, sem kæmi af fjalli að þessu
sinni?
„Mér líst nokkuð vel á það og
það er betur á vegi statt en í
fyrra. Féð tolldi vel í
afréttinum enda var hann mjög
góður í haust en í fyrra var
hann kolfallinn á sama tíma. Ég
held að dilkaþungi ætti að
verða betri i haust en í fyrra og
allavega ættu þeir að vera
jafnari."
Heldur þú að bændur slátri
fleira fé í haust vegna heyleys-
is?
„Ekki hér í Hreppunum.
Menn eiga nokkuð mikil hey en
sennilega eru þau ekki gott
lambafóður, vegna þess hversu
þau eru úrsérsprottin og stór-
gerð.“
Helgi Jónsson f jallkóngur og réttarstjóri þarf að mörgu að hyggja.
tíðina í sumar, spurðu frétta og
rifjuðu upp atvik, sem gerst
höfðu í réttum á undan-
gengnum árum.
Klukkan var nú farin að halla
langt f tvö og Helgi réttarstjóri
gaf skipunina: „Rekið allt féð,
sem eftir er, í almenninginn."
Það var eins og menn hefðu
verið vaktir af værum hádegis-
blundi og hratt og ákveðið
hjálpuðust menn að því að
Ijúka drættinum.
„Biti aftan hægra blaðstíft
vinstra," var kallað og marka-
glöggir menn fóru að velta
Einstaka menn töldu sig vera
búna að heimta fé sitt, þó
réttunum væri ekki að fuliu
lokið og héldu því af stað heim
með sinn hóp. Hinir sem eftir
voru hjálpuðust að við að ljúka
drættinum og um þrjúleytið
var lokið við að rétta 10—12
þúsund fjár, sem komið höfðu
af fjallinu. Þá var ekki annað
eftir en að koma fénu í heima-
hagana og mátti greinilega sjá
að sumar kindurnar gerðu sér
fyllilega grein fyrir hvert
ferðinni var heitið og tóku göt-
una af öryggi.
t-g-
I>eir biðu spenntir komu kinda sinna en forin f almenpingnum kom
f veg fyrir að þeir gætu sjálfir leitað þeirra.
Lögbergs-
rétt í dag,
Hafravatns-
rétt á morgun
UM helgina og fyrstu dagana í
vikunni verður fé réttað í réttum
í nágrenni Reykjavíkur. I dag
verður réttað í Lögbergsrétt en
þangað kemur fé af afrétti
Reykjavíkur, Kópavogs og Sel-
tjarnarness og er gert ráð fyrir að
féð verði komið í réttina milli kl.
2 og 3 en réttin er á völlunum
skammt fyrir ofan Lögberg, ef
ekið er eftir Suðurlandsveginum.
Þá er f dag einnig réttað í Kaldár-
rétt fyrir sunnan Hafnarfjörð. Á
mánudag verður réttað í Hafra-
vatnsréttum og kemur þangað fé
af Mosfellsheiði, einnig verður á
mánudag réttað í Húsmúlarétt við
Kolviðarhól en þar er fé úr Ölfusi
og sunnan heiðar dregið í sundur.
Gert er ráð fyrir að byrjað verði
að rétta um kl. 2. I Gjábakkarétt í
Þingvallasveit verður einnig rétt-
að á mánudag og á miðvikudag
verður réttað í Kollafjarðarrétt
og Selvogsrétt - f Selvogi fyrir
sunnan Hlíðarvatn.
Stuöningsmenn
Sr. Arnar Friðrikssonar
umsækjanda um Nessókn
hvetja fólk til aö kjósa snemma.
Skrifstofan er að
SÓLVALLAGÖTU 25
símar 20570 - 19836 — 25121 -
25123 — 25135 — 25201 — 25319
Þekkirðu
LANCER ?
Honum er vert að kynnast. Hann fer hringveginn á 126 lítrum
af bensíni = 7.182. Þó skortir hann aldrei afl, 97 ha vélin sér
um það Hann er einn fárra, sem sigrað hafa í African-Safari
keppninni. Það undrar þig ekki þegar þú kynnist honum.
Lancerinn er fjögurra manna bíll með styrk stóru bílanna.
Nú á kynningarverði til 1. nóvember, eða meðan birgðir endast
KYNNINGARVERÐ
FRÁ KR. 989 ÞÚS.
Allt á sama staö Laugavegi 118- Símar 22240 og 15700
EGILL VILHJÁLMSSON HE