Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975 ÞAÐ voru tvær konur f eld- húsinu, þegar ég opnaði og kíkti inn til að spyrja, hvort Árni Lárusson væri heima. önnur, sú yngri, sat yfir kaffi- bolla, en sú eldri var í óða önn að baka og ilmandi snúðar og annað kruðirí, sem ég veit ekki hvað heitir, var í hraukum á borðinu. Nei, Árni var ekki heima, hafði skroppið í frysti- geimsluna úti í þorpinu. Það kynntust margir Árna s.l. Árni Lárusson við tröppurnar heima hjá sér, og fyrir aftan hann hangir fiskur sem hann hefur sjálfur aflað tii vetrarins, 73 ára gamall. Hann stillti sér fyrst upp grafalvarlegur á svip fyrir framan myndavélina, og ég spurði hann hvort hann gæti ekki brosað. „Jú, ég hef mikið brosað um ævina,“ svaraði hann eins og sjá má. „Hér þekkja allir alla og allir eru góðir við alla ” þekjunni, og fóru þeir sem inni voru snarlega út. Þar var enginn, en stuttu síðar kom Einar Jóhannesson frá Viðvfk og var hann á stígvélum með trébotna. Langt er síðan Lalli hefur sýnt sig, en einn gamall draugur, Tungubrestur í Kverkartungu, er enn við lýði. Það er ekki búið þar nú, en heyrzt hefur I honum. Það heyrist oft í honum með leka þótt þurrt sé veður.“ „Hefur þú heyrt í honum?“ „Já, mikið, já, mikið, tugum sinnum hef ég heyrt f honum á undan komu fólksins þar, það var annaðhvort þannig að það heyrðis eins og leki eða brestur í öllu húsinu, og oftast er hann kallaður Brestur. Og þessi fylgja er söm við sig. Það var nýverið að sonur Jónasar Páls- sonar, sem Brestur fylgdi, kom hingað austur. Sonurinn, Sigmar, býr nú í Reykjavík, en á bænum í Miðfirði heyrðist fyrir skömmu í Bresti. Það var húsfreyjan á Melavöllum, ný- býli við Miðfjörð, sem heyrði þetta og sagði að ekki liði langt þar til Sigmar kæmi. Hann kom óvænt daginn eftir, svo Brestur er ekki alveg af baki dottinn. Það er lfka huldufók í Stein- túni. Pabbi sá það, en komst aldrei svo langt að geta talað við það í Huldubænum, kletti við bæinn. Einu sinni, 1902 held ég, strandaði skip hér og heimamenn björguðu góssi úr skipinu. Einu sinni var pabbi á leið heim frá skipinu og sá þá huldu- bæinn uppljómaðan í ljós- hafi Á leiðinni þurfti hann að fara yfir læk og hrasaði vetur, þegar Ómar Ragnarsson og Þrándur Thoroddsen heim- sóttu Bakkafjörð. Árni var þar með hjólbörurnar frægu, kvaðst aldrei gera neitt, en var þó alltaf að dudda sér. Dæmi- gert fyri svo margt fólk sem vinnur sín störf f kyrrþey. Ég brenndi á landrovernum út að frystiklefa. Jú, Árni var á leiðinni til baka í rólegheitun- um með staf sinn og engan asa. 73 ára verður hann 21. jan. n.k. „Blessaður vertu,“ sagði hann, „maður hefur nú ekki áhyggjur af aldrinum, maður er á táningsaldrinum." „Bjóst þú ekki í sveitinni fyrrum?" „Ég bjó f Steintúni frá 1919 og þar til fyrir 7 árum, er ég flutti hingað í Höfn. Þetta voru þó varla flutningar, aðeins steinsnar, þvf Viðvík og Bjarg eru næstu bæir við Steintún og Bjarg er frá fornu fari kot úr Höfn.“ „Voru ekki einhverjir kyn- legir atburðir i Viðbík fyrrum?“ „Jú, draugurinn Lalli í Við- vfk. Hann var þar lengi vel og heyrðist oft i honum. Það hafði orðið slys þarna, maður varð úti, og eftir það sýndi hann sig oft f allskonar líki. Eitt sinn komu tveir menn ríðandi úr Viðvfk á hestum og var það ekki tiltökumál, þvi þá ferð- aðist fólk þannig, en á undan þeim labbaði kona klædd peysufötum með slegið sjal og hvarf hún bak við kofa á Þorvaldsstöðum. Móðir mín og fleiri horfðu á þetta, en konan kom aldrei fram undan kofan- um aftur. Nokkru seinna kom hins vegar Viðvíkurkonan i samskonar klæðnaði, en Lalli klæddi sig eins og fólkið sem hann kom á undan var klætt. Það var líka eitt sinn í Stein- túni þegar ég var strákur að róa með pabba. Við vorum nýkomn- ir úr róðri og pabbi lagði sig í sjóbúðinni við Steintún. Skyndilega heyrðist mikil læti og skruðningar eins og það væri brokkað á tréklossum á Árni Lárusson Bakkafirði Skeggjastaðahreppi Austurlandi hann þar þannig að hann leit af bænum, en þegar hann leit upp aftur sá hann ekkert meir.“ „Þú stundaðir jafnhliða búskap og sjósókn?" „Já, en ég var alltaf með lítið bú og oftast hef ég verið eitthvað við sjósókn alla mína ævi. En nú er þetta ekkert orðið, maður duddar sér, ekki neitt teljandi, grfp svona í svo- lítið, maður er að eyða tfman- um.“ „Hvernig líkar þér þorps- bragurinn?" „Hann er eins og gengur og gerist, fátt fólk og allir þekkja alla og allir góðir við alla. Menn hjálpast að og fólki líður ágæt- lega hér, það er ekki hægt að segja annað. Það er heldur upp- gangur hér og þyrfti að kippa höfninni í lag, hún háir mest höfnin, því það eru dásamleg mið hér allt f kring, en þetta mjakast allt. Það eina sem ég geri nú orðið er að afla matar til vetrarins. Ég fer á sjó með honum Hjálmari, hef verið með honum Lalla síðan pabbi dó, en þetta er þriðja árið sem við erum ekki saman á sjónum. Ég fer svon í róðra með honum til að fiska fyrir veturinn, afla fiskjar. Maður gerir það við illan leik, verð að skaka sitjandi, en mér likar bara vel færaskakið, afbragðs vel, svo þetta er allt í lagi. Enda er ég ekkert orðinn gamall ennþá, ekki aldeilis," segir kempan og hlær léttilega. Og svö löbbuðum við saman í saltfiskverkunar- húsið til hans Eyþórs Arna- sonar, sem hefur verið fiski- matsmaður þarna í 30 ár og rekur nú saltfiskverkun með öðrum. Það var gjólugutlandi og við stöldruðum við og litum út yfir fjörðinn. „Það er eiginlega engin lognátt hér," sagði Árni að fyrra bragði, „enda er það ekki hægt, lognmollan er ómöguleg, þetta herðir mann bara.“ Texti og myndir: Árni Johnsen Og það þarf lfka að hafa netin klár, en til þess þarf að setja þau upp og það er hann að gera sá á lopapeysunni. Eyþór Arnason fiskimatsmaður og saltfiskverkandi f hinu snyrtnega n»Kverkunarhúsi «fnu að huga að saltfiskinum, Iffi Bakkfirðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.