Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.1975, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975 10 (Ljósm. asg. halld.s.) Hrafn frá Kröggólfsstöðum var dæmdur besti stóðhestur mótsins en knapi hans var Aðalsteinn Aðalsteinsson. Noregi og svo fá hross í Frakklandi. Einnig er eitthvað um ís- lenzk hross í Svíþjóð og Belgíu og eru þessi lönd að koma til samstarfs við Evrópusambandið, þótt ekki tækju þau þátt í þessu móti. Flest eru þessi hross flutt inn frá íslandi, en jafnframt er hafin nokkur hrossarækt í þessum löndum, en ekki er hægt að segja að árangurs sé farið að gæta af þeirri starf- semi, sem meðal annars sést á því að örfá hrossanna, sem í mótinu tóku þátt, voru fædd utan íslands, og engin af þeim sem komust í topp- sætin. Miklar deilur hafa orðið um það hér á landi, hvort eðlilegt væri að leyfa útflutn- ing kynbótahrossa. Hefur löggjafinn lagt það lóð á vogarskálina, að leggja út- flutningsgjald á hrossaút- flutninginn, 10% á verð hryssanna og 20% á kyn- ÍSLENZKIR HESTAR Á ERLENDRIGRUND Eins og kunnugt er af fyrri fréttum lögðu um 50 íslendingar leið sína til Austurríkis um og fyrir síðastliðna helgi til að fylgj- ast með Evrópumeistara- móti eigenda íslenzkra hesta í fjallaþorpinu Semriach. Jafnframt voru fluttir þangað 9 íslenzkir gæðingar til keppni við landa sína í eign Íslands- hestavina, eins og þeir nefna sig, frá sjö öðrum Evrópuþjóðum, þ.e. Aust- urríki, Danmörku, Frakk- landi, Hollandi, Noregi, Sviss og V-Þýzkalandi. íslandshestavinirnir stofnuðu með sér Evrópu- samband árið 1 969 og hafa haldið áður tvö Evrópumót í V-Þýzkalandi árið 1970 og í Sviss árið 1 973. íslendingar hafa tekið þátt í öllum mótunum, þrátt fyrir mun óhægari aðstöðu en hin- ir, má þar nefna hinar löngu vegalengdir, dýran flutning hestanna í flugvélum og svo þá staðreynd að algjorlega er bannað að flytja gæðing- ana aftur heim til íslands að móti loknu, sem að sjálf- sögðu útilokar það, að nokkur sem eignazt hefur og þjálfað gæðing, sem hann hefur tekið ástfóstri við, geti hugsað sér að taka þátt i slíkri keppni, íslendingunum gekk sæmilega í fyrsta mótinu í V-Þýzkalandi en miklu miður í Sviss. En á þessu móti í Austurríki stóðu þeir sig mjög vel, sem úrslitin sanna, og áttu fyrstu hestana í tveim keppnisgreinum og voru í nokkrum af efstu sætunum í öðrum. 10 ÞÚSUND ÍSLENZK HROSS Eftir þeim upplýsingum sem fengust í Semriach eru í þeim löndum, sem þátt tóku i mótinu (að íslandi frá- dregnu) um 9000 til 10.000 hross af íslenzkum uppruna, flest í V-Þýzkalandi, um 5 til 6 þúsund í Danmörku um 2 þúsund í Hollandi, Sviss og Austurríki milli 500 og 600 í hverju landi, um 300 í bótahesta, jafnframt því að skylda seljendur til að bjóða h rossa rækta rsa m bönd u m forkaupsrétt að hestunum. Útflutningsgjaldið er síðan notað til þess að fjármagna kaup hrossaræktarsamband- anna á kynbótahestum. Telja má að flestum ís- lenzkum hestaeigendum og Hind frá DalsskarBi og Pernille Langvad frá Danmörku stóBu sig vel þótt hryssan hefði átt folald I vor, sem fylgdi henni til Austurríkis. hestaunnendum líki þessi til- högun vel og vilji láta reyna á hvort hún sé ekki æskileg málamiðlunarleið, en hins vegar eru nokkrir stóðbænd- ur og útflytjendur óánægð- ir og telja þessar hömlur spilla fyrir sölunni til útlanda. Tilgangslaust má telja að fara héðan af að auka þessar hömlur, og geta íslenzkir hestaeigendur í borgum og bæjum litið í eigin barm hvað viðvíkur hestamennsku og hrossaræktun. Það er stað- reynd, að fjöldinn allur af hestamönnum hefur meirs og minna reynt við hrossa- rækt, en að sjálfsögðu með misjöfnum árangri. Afstaða manna til frjálsrar hrossa- ræktar hlýtur að vera svipuð meðal íslenzkra manna og erlendra. Lítt grundaðar til- lögur til þvingana ætti að leggja I skrínuna I bili. í öll- um nágrannalöndum okkar er hestaverzlun frjáls og óþvinguð og þykir það alveg sjálfsagt. í sjónvarpinu var nýlega sýnd mynd frá Sovét- ríkjunum um hrossaræktun. Öllum útlendingum var frjálst að taka þátt í úppboði á þeim hestum sem falir voru frá búinu og flytja þá til hvaða lands eða álfu sem þeir vildu. Útflutningur íslenzkra gæðinga hófst ekki að ráði til þeirra landa sem hér voru nefnd að framan, fyrr en fyrir um 20 árum. Var það braut- ryðjandastarfi Gunnars Bjarnasonar, fyrrverandi hrossaræktarráðunauts mest að þakka. Hann lagði sig í framkróka um að ná sam- bandi við menn á meginlandi V-Evrópu, sem kunnu að meta hina sérstæðu eigin- leika íslenzka hestsins. Þessir frumherjar smituðu út frá sér, og fleiri og fleiri sem kynntust hestinum okkar lærðu að meta hann og njóta hans, þegar þeir þurftu á hvíld og endurnæringu að halda frá ysi og þysi stór- borgarlífsins. Vellauðugir menn, sem kynnzt hafa öllum frægustu hrossakynjum heimsins og hlegið að hinum smávaxna íslenzka hesti þegar þeirfyrst sáu hann, hafa við nánari kynni og eftir að hafa reynt tilþrif íslenzka gæðingsins, selt öll hross sín aí öðrum kynjum og keypt eingöngu íslenzka hesta og notað þá einvörðungu I hestamennsku sinni. Flestir eigenda íslenzkra hesta erlendis njóta hesta sinna í tómstundum sínum, líkt og við gerum hér heima, fara I útreiðartúr eða stutt ferðalag. En hestamönnum þykir gaman að því að leggja sinn hest á móti öðrum og njóta gleðinnar af keppninni og vita hvar hesturinn sinn stendur í samanburði við aðra. Við hér heima höfum okkar gæðingakeppni og kappreiðar. í hinum Evrópu- löndunum hefur smám saman þróazt annað form fyrir gæðingakeppni Sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.