Morgunblaðið - 10.10.1975, Side 1

Morgunblaðið - 10.10.1975, Side 1
’ 36 SÍÐUR 231. tbl. 62. árg. FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Friðarverðlaimaveitingin vekur heimsathygli: „Virðing fyrir einstaklingnum er forsenda varanlegs friðar” segir 1 tilkynningu Nóbelsnefndar- innar um grundvallarreglu Sakharovs Ösló og Moskvu, 9. október. AP — Reuter — NTB. „ÉG VONA að þessi verðlaunaveiting komi pólitfskum föngum f Sovétrfkjunum til góða, mönnum, sem hafa með því að fórna eigin frelsi greitt dýru verði baráttuna fyrir frelsi sannfæringarinnar,“ sagði sovézki vfsinda- maðurinn og baráttumaðurinn Andrei Sakharov klökkur við erlenda fréttamenn í Moskvu er honum hafði verið tilkynnt að Nóbelsverðlaunanefnd norska Stórþingsins hefði veitt honum friðarverðlaunin í ár. Ákvörðun nefndarinnar hefur vakið heimsathygli. Talsmaður sovézka utanríkisráðuneytisins sagði við fréttamenn í Moskvu f kvöld, að hann hefði alls ekkert um málið að segja. Hins vegar kom afstaða Sovétstjórnarinnar glöggt í ljós, er erlendum fréttastofnunum var f kvöld neitað um heimild til að senda sfmamyndir af hinum nýja friðarverðlaunahafa úr landi. MORGUNBLAÐIÐ sendi i gær kvöldi fyrirspurn til myndaþjón- ustu Associated Press i London um hvort væntanlegar væru sima- myndir frá Moskvu af Sakharov. Skömmu siðar svaraði AP þvi til að tvær myndir væru væntanlegar og bað Mbl. um að fð aðra þeirra senda strax og hún væri komin til London. Skömmu siðar kom skeyti frá AP, þar sem frá þvi var skýrt að Moskva neitaði um heimild til að senda myndirnar og gæti AP ekki náð sambandi við æðstu menn til að fá heimildina. Sjást þessi orðaskipti við AP á telexskeytunum sem hér birtast. □ □ sjágrein á bls. 5 og 17. □ □ I tilkynningu Nóbelsverölauna- nefndarinnar, sem að sögn frétta- stofnana er óvenju löng og ftar- leg, segir m.a.: „Andrei Dimitrie- vich Sakharov hefur beint friðar- og réttlætisumleitunum sínum til allra þjóða heims. Hans grund- vallarregla er að friður í heimin- um geti ekki haft varanlegt gildi, sé hann ekki byggður á virðingu fyrir einstaklingum í þjóðfélag- inu. Hann hefur hvergi hvikað og barist af atorku, ekki aðeins gegn valdníðslu og árásum á virðingu mannsins í öllum myndum, held- ur hefur hann einnig barist jafn ötullega fyrir hugsjón sinni um ríki byggt á grundvallarreglunni — réttlæti fyrir alla. Hann hefur á sannfærandi hátt lagt áherzlu á að óhagganleg mannréttindi séu eini sanni grundvöllurinn fyrir sannri og langvarandi samvinnu á alþjóðasviði. Þannig hefur honum tekist mjög vel við erfiðar aðstæð- Stjórnvöld á Spáni: Nýrra að- gerða vænzt Madrid, 9. október. APþ SPÁNSKA stjórnin hefur setiö á fundum f allan dag og er búist við, að á morgun muni tilkynnt um nýjar og harðar aðgerðir til þess að bæla niður ofbeldisað- gerðir f landinu, en talið er þó að aðgerðirnar muni miða að þvf að koma ekki á stað nýrri mótmæla- öldu í garð Spánarstjórnar er- lendis, að þvf er áreiðanlegar heimildir f Madrid hermdu f kvöid. 19 lögreglumenn á Spáni hafa verið myrtir það sem af er árinu, þar af 9 frá 27. september, en þá voru skæruliðarnir 5 teknir af lífi fyrir morð á lögreglumönnum. Dauðadómum yfir 6 öðrum var breytt í lifstíðarfangelsi. Tveir lögreglumenn og þriggja manna fjölskylda féllu f skotbardaga í gær, er vopnaðir menn hófu skot- hríð úr bíl á lögreglustöð í Barce- lona. ur að knýja fram virðingu fyrir gildismati, sem allir sannir friðar- vinir fylkja sér um.“ Fréttaskýrendur segja að val Nóbelsverðlaunanefndarinnar megi túlka sem prófstein á vilja Sovétrfkjanna til að standa við Helsinkisáttmálann, sem Evrópu- þjóðir gerðu með sér um sam- vinnu og öryggismál. I tilkynning- unni segir: ,,I Helsinki urðu Framhald á bls. 17. Herrema er á lífi Dublin 9. október, AP. HOLLENSKA sendiráðið f Dublin skýrði frá þvf f dag, að hollenski framkvæmdastjór- inn dr. Tiede Herrema væri á lffi. Herrema var rænt fyrir sex dögum sfðan af skærulið- um, sem taldir eru vera f aðskilnaðarhreyfingu frá írska lýðveldishernum IRA. Kröfð- ust ræningjarnir þess að frska stjórnin léti lausa úr fangelsi 3 félaga þeirra, annars yrði Herrema tekinn af lífi á mið- nætti á sunnudag. Undanfarna daga hefur verið óttast um lff dr. Herremas. Talsmaður sendiráðsins sagði að samningaviðræður færu nú fram, en fyrirtækið, sem dr. Herrema starfar fyrir í trlandi, Ferenka, sem fram- leiðir stálþræði fyrir hjól- barða hefur boðist til að greiða lausnargjald fyrir hann. Spenna í Oporto Lissabon 9. október, AP-Reuter. TVÆR fylkingar her- manna, sem eru á öndverð- um stjórnmálalegum meiði í Portúgal skiptust á skotum í bænum Oporto í dag f kjölfar óeirða f bofg- inni, sem um 100 manns særðust í í nótt og morgun. Hér var um að ræða vinstri sinnaðan herflokk, sem er andsnúinn Veloso hers- Fulltrúadeildin sam- þykkir tæknimennina Washington 9. október. AP. FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í dag með 341 atkvæði gegn 69, að heimila Bandarikjastjórn að senda 200 tæknifræðinga til að annast eftir- litsstöðvar í Sinaieyðimörkinni vegna sáttmála Egypta og ísraela. Gert er ráð fyrir að öldunga- deildin samþykki frumvarpið í kvöld eða á morgun og Ford forseti undirriti lögin næstu daga. Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Israelar myndu endanlega undirrita sam- komulagið er lögin hefðu verið samþykkt. Egyptar hafa þegar undirritað það endanlega, en Israelar aðeins sett upphafsstafi sína til bráðabirgða, þar sem dvöl tæknimannanna var þeirra grundvallarskilyrði fyrir sam- komulaginu. höfðingja, yfirmanni Port- úgalshersins f norðurhér- uðum landsins. Gerðu þeir uppsteyt og náðu á sitt vald stórskotaliðsstöðvum í útjaðri Oportos. Herdeild, sem styður Veloso, var send á vettvang til þess að reyna að koma reglu á eftir að 50 þúsund stuðningsmenn alþýðu- demókrata undir forystu Jorges Sa Borges, félagsmálaráðherra landsins, fóru í hópgöngu að her- búðunum til að mótmæla yfirtöku hermannanna, sem höfðu dregið rauðan fána að húni yfir stór- skotaliðsstöðvunum. Hermenn- irnir hófu skothríð á mannfjöld- ann með þeim afleiðingum að um 100 manns særðust. 4 eru sagðir í lífshættu. Þegar herdeildin, sem Veloso sendi, kom á staðinn, skapaðist mikil spenna, en herforingjum tókst að koma f veg fyrir bardaga og í kvöld stóðu yfir samningaviðræður um að fá hermennina til að snúa aftur til herbúða sinna. Veloso hef- ur gefið yfirlýsingu um áð hann muni ekki beita valdi til að fá hermennina á brott. Veloso er hægfara herforingi og hafa vinstrisinnaðir hermenn sakað hann um að vinna að þvf að leysa upp herdeildir þeirra og reka þá úr hernum. Krefjast þeir þess að hann verði látinn draga sig í hlé frá yfirmannsstöðu í norðurhér- uðunum. Þegar óeirðirnar i nótt stóðu sem hæst gaf kommúnistaflokkur Portúgals út yfirlýsingu, þar sem Costa Gomes forseti var hvattur til að efna til harðra aðgerða gegn alþýðudemókrötum, sem sakaðir voru um að hafa ætlað að taka stórskotaliðsstöðina með valdi. •Kommúnistar lýstu í gær yfir stuðningi við aðgerðir hermann- anna. Soares, leiðtogi jafnaðar- manna, sakaði i morgun kommún- ista um tilraunir til stjórnarbylt- ingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.