Morgunblaðið - 10.10.1975, Síða 27

Morgunblaðið - 10.10.1975, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1975 27 tvítugur unglingur, beinn í baki, reisulegur, fagurlimaður og allur hinn vörpulegasti á velli. Við töld- um okkur báða hafa innri þörf til að bæta þjóðfélagið, og í brjósti hans skíðlogaði hugsjónaeldur. Hann varaðist stóryrðin, því að hann vissi af reynslu, að þau missa oftast marks, en hann lagðist þeim mun þyngra á árar. Alltaf heiðarlegur og drenglynd- ur — og baráttuglaður. Séra Björn hélt til Hafnar að loknu stúdentsprófi 1913 og lagði stund á raungreinar, eðlisfræði og efnafræði. Lauk hann meira að segja fyrri hluta prófi í þeim. En þá veiktist hann og lá þungt hald- inn. Hefur mér verið sagt, að séra Björn hafi þá heitið því að gerast liðsmaður Guðs og kærleikans hér á jörðu, er hann fengi bata. Bráði þá fljótt af honum og komst hann til fullrar heilsu. Stóð séra Björn við fyrirheitið. Eg hygg, að það megi leggja trúnað á þessa sögu. Séra Björn var bæði haldinorður og heil- steyptur. Honum var ekki töm hálfvelgja og meðalmennska. Honum var ekki sýnt um mála- miðlun, ef hún braut 1 bága við lífsviðhorf hans., Án efa hefur slíkt valdið honum endrum og eins erfiðleikum um ævina. En fyrir vikið verður hann eftir- minnilegur og mikill af sjálfum sér. Hafnarár hans frá fyrra stríði munu hafa aukið honum vfðsýni og mannþekkingu. Hefur hann lýst þeim að nokkru í bók~sinni um Svein Framtiðarskáld (Almenna bókafélagið 1971), sem gerðist handgenginn bæði Bakk- usi og Venusi rneira en góðu hófi gegndi og fékkst við yrkingar. Minnist Þórbergur á þennan Svein í Islenzkum aðli. Hefur séra Björn sýnt mikla ræktarsemi þessum forna félaga sínum með því að safna saman kvæðum hans og gefa út. Mynduðu þeir félagar ásamt öðrum „(Leir-)skálda- félagið Boðn“, og koma þar við sögu ýfnsir þjóðkunnir menn, Davíð Stefánsson, Hallgrfmur Hallgrímsson, Ragnar Asgeirsson o.fl. En þegar séra Björn hélt út í lífið að loknu námi, var hann vel nestaður, ekki aðeins af guðfræði, sem varð hans lifibrauð, heldur og af bókmenntum og raungrein- um. Slíkt vegarnesti kom að góðu haldi. Fróðleiksþorsti hans slokknaði aldrei og hann leitaði sér ætíð nýrrar og nýrrar þekkingar. Hann varð með árun- um fróður maður. Þegar hann var prestur að As- um í Skaftártungu réðst hann í að semja og gefa út bók um Vestur- Skaftafellssýslu og ibúa hennar (1930). Er þetta merkilegt rit, og með þvi varð séra Björn meðal Steinn Agúst Steins- son — Minning HINN 16. ágúst sl. lézt í Reykja- vfk Steinn Ágúst Steinsson starfs- maður hjá Olíufélaginu Skeljungi 56 ára að aldri. Steinn var fæddur á Isafirði 17. júli 1919, sonur hjónanna Jónínu Gísladóttur og Steins Vilhelmssonar, sem lézt I spönsku veikinni 1918. Móðir hans giftist aftur Eliasi Runólfs- syni og ólst Steinn upp ásamt 4 systkinum á heimili þeirra. Steinn bjó á ísafirði fram til ársins 1948 að hann fluttist til Reykjavikur. Hann kvæntist Salóme Guðmundsdóttur árið 1941 og eignuðust þau einn son, Grétar Guðmund, en Steinn og Salóme slitu samvistum. Er til Reykjavikur kom starfaði Steinn fyrst sem sjómaður, sem hann hafði alla tið gert fyrir vestan, en •1953 hóf hann störf hjá Skeljungi og var þar starfsmaður til dauða- dags. Steinn var ákaflega samvizku- samur maður og naut trausts yfir- boðara sinna og samstarfsmanna og var falin verkstjórn á vinnu- stað. Hann var fremur dulur mað- ur í einkalífi sinu, en ákaflega. tryggur og hreinlyndur. Systkin- um sínum og móður og barna- börnum reyndist hann einstak- lega vel, en siðustu árin hélt hann heimili með aldraðri móður sinni að Ljósheimum 8 og hlúði að henni. Með Steini er genginn góð- ur drengur, sem minnst er með hlýju, virðingu og þakklæti. Guð blessi minningu hans. J.B. Minning: Arina Vídalín Pálsdóttir ER ég sest niður til að rita nokkr- ar línur um mágkonu mina, önnu Vídalín Pálsdóttur er lést 2. októ- ber síðastliðinn, koma ýmsar góð- ar minningar upp í huga minn. Anna var ,fædd I Reykjavík 23. september 1905 dóttir Málhildar Þórðardóttur. Hún ólst upp í stórum systkina- hópi. Anna giftist eftirlifandi manni slnum, Valdimar Hildi- brandssyni, 6. desember 1930. Þau eignuðust tvo drengi, Guðjón Má og Pál Bjarna. Mér er hugsað tíl þeirra stunda er hún kom og sótti konu mína og veika dóttur okkar og bauðst til að hafa þær á sinu heimili, því við vorum húsnæðislaus. Svona var Anna Pálsdóttir í raun, þótt ekki stæði það henni næst að sjá þeim fyrir húsnæði. Það er margs að minnast eftir okkar 34 ára kynni er ég tengdist þessari ætt, til dæmis ferðalaga um sveitir landsins og fjölskyldu- boða. Þá var oft spjallað saman og hlegið dátt er gamlar endur- minningar voru rifjaðar upp. Mik- ið þótt henni gaman að hafa eitt- hvað í veskinu sínu til að gefa frænkum sinum, þvi frændrækin var hún með afbrigðum. Þau voru samhent, Anna og Valdi, að byggja upp heimili sitt. Fyrstu búskaparárin þeirra var oft erfitt með vinnu. Ég gleyrni ekki þeirri stundu þegar Valdi varð fasta- maður simans, þá vissi hann að þeim var borgið. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. K.R.Þ. brautryðjenda i ritum héraðs- sagna. Verkið sýnir framtak cg áræði séra Björns. Flestir Islendingar, sem komnir eru til vits og ára, munu kannast við tímaritið Jörð, sem séra Björn gaf út og ritstýrði. Kom það út I tveim flokkum (1931—34; 1940—48). Það er táknrænt fyrir séra Björn, að hann skyldi kalla ritið Jörð. Allt jarðneskt er þar til umfjöllunar, og engin vandamál óleysanleg. Ritstjórinn segir svo um tilgang ritsins: „Ritið skyldi stuðla að þvi með krafti, að þjóð vor finni sjálfa sig i endurborinni þjóðlegri menningu, er hæfi vor- um tima og hafi alþjóðlegt gildi fyrir samtíð og framtíð". Þetta var þvi sannkallað þjóð- menningarrit, og vitnisburður um viðfeðman hug séra Björns og stórhug. Er skemmst af að segja, að efni ritsins var furðulega fjöl- breytt. Var þar fjallað jafnt um bókmenntir sem garðrækt, stjórn- mál sem tónlist. Og vandað var til ritsins, enda skrifuðu f það ýmsir mestu andans menn þjóðarinnar. Mér er til efs, að mörg Islenzk tímarit standi Jörð framar að kostum. Skammur vegur er frá þjóð- menningu tslendinga til uppruna þeirra. Þegar séra Björn lét af prestskap 1955 sökum heilsu- brests, helgaði hann sig óskiptan þvi verkefni að grennslast eftir uppruna Islendinga. Eyddi hann heilum átta árum við linnulítinn lestur bóka um mannfræði, forn- leifafræði og menningarsögu til þess að verða einhvers visari. Liggur f handriti mikil samantekt um þetta efni. Nokkra hugmynd má fá um rannsóknir hans og niðurstöður af grein hans: Upp- haf hölda og hersa (mannfræði- leg og fornfræðileg könnun um ætterni Islenzku þjóðarinnar), er birtist í Sögu (1970). Hann hygg- ur, að á siðari hluta járnaldar hafi I Noregi verið tvær gerðir hins norræna kyns báðar af Herúla- stofni. Hið austræna víkingakyn hafi verið hersar, en hið vestræna víkingakyn höldar, og hafi þeir flutzt frá Noregi til íslands á vikingaöld Langt mál þyrfti til að gera fulla grein fyiir þeim rökum, sem séra Björn færir fyrir þessari niðurstöðu. Þetta er mikið mál og flókið. En hvað sem segja má um réttmæti skoðunar séra Björns, fæ ég ekki séð, að aðrir fræði- menn hafi komizt miklu nær sannleikanum. Hin þrotlausa leit séra Björns að skýringu á uppruna Islendinga vitnar um eldhugann, sem getur óskiptur helgað sig einu og sama verkefni árum saman, þótt aldrei muni koma í aðra hönd handfylli af gulli. Slíkjr menn eiga sér óefað sínar hamingjustundir, sem aðrir þekkja ekki. En auðvitað komst séra Björn ekki frekar en aðrir ósærður frá lífsbaráttunni. Sú varð honum sorgin þyngst er hann varð að sjá að baki konu sinni, Guðríði Vigfúsdóttur frá Flögu í Skaftártungu, fyrir tveim- ur árum. Eftir þann missinn virtist mér hann ekki samur og jafn. Ég flyt afkomendum séra Björns, venzlafólki og ættingjum hjartanlegar samúðarkveðjur. Séra Björn trúði á eilíft llf. Illa þekki ég séra Björn, ef hann hefur ekki hug á að taka sér eitt- hvað fyrir hendur hinum megin. Getur hann þá aflað sér frekari gagna um uppruna tslendinga og Islenzka þjóðmenningu. Þvl Guð var honum kærleikur, starf og fagnaður. Bjarni Guðnason. Rödd úr Meðallandi Otvarpið færði okkur hinn 30. f.m. andlátsfregn sr. Björn O. Björnssonar, er látizt hafði dag- inn áður — hinn 29. s.m. — I Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- Framhald á bls. 20 Steinunn Páls- dóttir—Minning STEINUNN Pálsdóttir var fædd 13. maí 1913. Hún var dóttir Lín- eyjar Kristjánsdóttur frá Litlu- Tjörnum í Ljósavatnshreppi og Páls Halldórssonar, verzlunar- stjóra á Siglufirði. Hún ólst upp á Litlu-Tjörnum hjá móður sinni og fósturföður, Einari Sigurbjörns- syni bónda. Steinunn giftist árið 1930 Eyjólfi Eyjólfssyni, ágætismanni, sem lengi starfaði í Landsbanka Islands á Eskifirði og í Reykjavík, en réðst siðar til Flugfélagsins Loftleiðir, þar sem hann veitti forstöðu skrifstofu félagsins I Ösló I áratug. Steinunn og Eyjólfur eignuðust einn son, Konráð, sem lézt af slys- förum á átjánda ári. Það áfall var þungbært tilfinningaríkri móður og reyndi á allan þann mikla kjark, sem Guð gaf Steinunni föðursystur minni I vöggugjöf. Framhald á bls. 25 Vöruafgreiðslur okkar í Bíldshöfða 20 Vöruafgreiðslan Klettagörðum 1 og 9 er flutt. Vöruafgreiðslan Sölvhólsgötu flyst helgina 26. október. Athugiö: Afgreiðsla flugfylgibréfa verðurfyrst um sinn í sama húsnæði við Sölvhólsgötu. Sími 21816. Nýtt símanúmer 82855. Bíldshöfða 20 FLUGFÉLAG L0FTLEIDIR LSLANDS FÉLÖG SEM AMAST FLI TiMMÍ FVTUK YlHJll

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.