Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÖBER 1975 5 Nóbelshafinn ANDREISAKHAROV tákn mannréttindabaráttunnar í Sovétríkjunum Nóbelshafinn Andrei Sakharov er í augum margra landa sinna tákn þeirrar baráttu, sem háð er i landinu fyrir mannréttindum og erlendis er hann vissulega full- trúi þeirrar hugsjónar um aukið lýðræði í Sovétríkjunum, sem Vesturlandamenn dreymir um, en sovézka forystan kærir sig sízt af öllu um. Vesturlandabúar telja sig hafa unnið töluvert á með stuðningi við Sakharov og Solzhenitsyn. En þess ber að geta að mennirnir þessir tveir eru báð- ir óvenju þekktir utan Sovétríkj- anna og enn sæta minni háttar menn ofsóknum. Þeir hafa báðir bent á þessa staðreynd, Sakharov og Solzhenitsyn. Þeir sækjast ekki fyrst og fremst eftir per- sónubundnum stuðningi við þá, heldur við almenn mannréttindi í Sovétríkjunum. Og sumir taka svo djúpt i árinni að halda þvi fram að sára lftið hafi áunnizt nema að forða þessum tveimur mönnum frá fangelsun og nauðungarvinnu, enda þótt af mörgum sólarmerkjum megi dæma að ólgan og upp- reistarhugur hins almenna borgara i Sovétrikjunum sé meiri en áður og ýmislegt hefur þar verið að gerast sem hnigur i þá átt að borgarar margir ætli ekki að unna sér hvíldar meðan ríkjandi ástand varir. En framtíð Sakharovs er ótrygg. Reynt er að einangra hann frá öðrum menntamönnum eftir þvi sem hægt er. Hann fær ekki að vinna þau störf, sem menntun hans hæfa og hann hef- ur áhyggjur af fjölskyldu sinni. Mönnum ætti að vera í fersku minni sú táplega barátta sem þau Sakharovhjón urðu að heyja til að leyfi fengist frá stjórnvöldum fyr- ir konu hans að leita sér lækninga utan Sovétríkjanna við augn- sjúkdómi. Nóbelsverðlaun. Árið 1947 hlaut hann doktorsnafnbót fyrir ritgerð um geislamagn alheimsins. Eftir það einbeitti hann sér að kjarnorkukapphlaupi Sovét- manna og hefur jafnan verið nefndur „faðir sovézku vetn- issprengjunnar" árið 1953. Frami Sakharovs var mikill og skjótur enda hlaut hann gifurleg laun á sovézkan mælikvarða og var sæmdur Stalinsverðlaun- unum og Lenínverðlaununum og 32ja ára tók hann sæti i aka- demíunni. Þrívegis var hann út- nefndur „vinnuhetja Sovétrikj- anna“. A þessum árum lifði Sakh- arov rólegu lífi og gaf ekki tilefni til umtals um sig, nema á sviði visindaafreka hans. Hann hafði einkum samband við visinda- félaga sína og lifvörð hafði hann sem var á hælum hans hvert fót- mál. í átján ár bjó hann viðs fjarri Moskvu handan þéttriðins örygg- isnets, og á þessum árum hafði Sakharov enn ánægju af starfi sinu. Hann hélt sig, með undir- búningi vetnissprengjunnar, vera að stuðla að friði i heiminum með þvi að koma þannig á valdajafnvægi. Síðar fékk hann samvizkubit og sá að ekki einungis kjarnorkutilraunir heldur öll stefnan um valda- jafnvægi var glæpsamleg. Hann hafði sérstaklega miklar áhyggjur af hættunni sem stafaði af langtíma geislavirku úrfelli og árið 1958 reit hann yfirmanni sínum bréf um nauðsyn þess að stöðva tilraunir, sem fyrir dyrum stóðu. Hann hlaut nokkrar undirtektir í fyrstu, en Krúsjeff brást hinn versti við og tilraun- irnar voru gerðar. Næst mótmælti Sakharov þremur árum siðar á fundi helztu vísindamannanna með ráðamönnum landsins varð- andi umfangsmiklar tilraunir, sem áttu að hefjast i lok 22. þings umheimurinn fer að kynnast Andrei Sakharov, þegar hann birti hina frægu stefnuskrá sína „Framfarir, friðsamleg sambúð og frelsi andans“. Nokkru áður hafði hann þó mótmælt persónu- lega handtökum nokkurra manns, s.s. Ginsburgs, Daniels og Galanskovs. Flokksbroddunum var hætt að lítast á blikuna, lækkuðu hann enn í tign og skáru niður laun hans. Og eftir birtingu stefnuskrárinnar var hann loks lokaður úti f kuldanum og varaður við að hafa sig í frammi.. í stefnuskránni kveður hann engan veginn eins fast að orði og hann hefur gert siðar. En þar varaði hann við óheillavænlegri uppskiptingu mannkyns, kveður frelsi andans hverju samfélagi lífsnauðsyn. Þar hvatti hann og til að vígbúnaðarkapphlaupi stór- UPI Andrei Sakharov Okkur er lífsnauðsyn að vera heiðarleg gagnvart sjálfum okkur ÁTTI UNGUR FRAMA AÐ FAGNA Þeim sem hitta Andrei Sakharov i eigin persónu þykir næsta undarlegt að maðurinn skuli hafa valdið slíku fjaðrafoki, sem raun hefur borið vitni um. Hann lætur i alla staði fremur lítið yfir sér, er hlédrægur og yfirlætislaus. En í Sovétríkjunum hefur hann vefið kallaður lið- hlaupi, svikari, áróðursmaður og þaðan af verri ónöfnum. Hann er bæði heima fyrir og á Vesturlöndum nefndur i sömu andrá og Alexander Solzhenitsyn. En þeir eru ólfkir um margt. Sakharov er hlédrægari og inn- hverfari. Hann átti ungur frama að fagna. Hann er fæddur í Moskvu 21. maí 1921. Gekk i Moskvuháskóla og lauk prófi i eðlisfræði með 1 áði tuttugu og eins árs gamall. Hann hélt námi áfram á árum siðari heimsstyrj- aldarinnar og árið 1945 hóf hann störf við Lebedev-eðlis- fræðistofnunina og vann þar með Igor Tamm sem siðar fékk kommúnistaflokksins. Sakharov skýrði Krúsjeff frá því á fundinum að tilraunirnar hefðu litla sem enga tæknilega þýðingu og væru auk þess hættulegar i flestu tilliti. Krúsjeff svaraði honum að hann efaðist ekki um visindamannshæfni hans en hann hefði ekki vit á stjórnmálum. Og fór sínu fram. Árið 1963 sömdu Sovétríkin og Bandaríkin um bann við tilraun- um i andrúmslofti og þótti Sakh- arov það fagnaðarefni. En hann hélt mótmælum sínum áfram og endaði með þvi að hann var lækk- aður verulega í tign. UMHEIMURINN KYNNIST ANDREISAKHAROV Arið 1966 skrifaði Sakharov og nokkrir aðrir menntamenn bréf til Leonids Brezhnevs sem þá var tekinn við forystu kommúnista- flokksins og vöruðu við hættunni á afturhvarfi til Stalinisma. En það er ekki fyrr en 1968, sem veldanna yrði hætt, líkti frammi- stöðu Bandaríkjamanna i Viet- nam við hegðun Sovétmanna i Miðausturlöndum, eggjaði til samvinnu gegn hungursneyð í heiminum, varpaði fram hug- myndum um ótal umbótaleiðir og boðaði nokkurs konar samruna kerfanna tveggja. Sjálfur kveðst hann þar lfta á málin frá sósíalfsku sjónarhorni. Ekki er vafi á að þúsundir manna i Sovétrikjunum lásu stefnuskrána og skoðanir hans fengu viða hljómgrunn. En ekki með valdhöfum. Sakharov var rekinn úr starfi og var atvinnu- laus i ár, en fékk þá annað mun óvirðulegra starf og i engu samræmi við menntun hans. BARATTANharðnar Á næstu árum sendi hann frá sér hverja ritgerðina og yfirlýs- inguna á fætur annarri og var sú síðasta ævinlega harðorðust. Hann undirritaði bænarskjöl og yfirlýsing til stuðnings við andófsmenn og „villutrúarmenn“ kerfisins, krafðist opinna réttar- halda, stóð vörð fyrir utan dóms- hús og ræddi opinskátt við vestræna fréttamenn. Hann skrifaði opið bréf til Brezhnevs þar sem hann lagði fyrir hann alhliða gagnrýni sína og sagði skoðun sfna á því hvert honum fyndist stjórn landsins stefna i framkomu sinni við menntamenn. Hann ítrekaði bréf sitt sfðar, en svar barst ekki. I júni 1974 fór hann í sex daga hungurverkfall til að mótmæla þvi sem hann kallaði „ruddaleg og ólögleg með- ferð á pólitískum föngum". I maímánuði á þessu ári fóru Sakharov og eiginkona hans i þriggja daga hungurverkfall til að mótmæla neitun stjórnvalda um leyfi til handa konu hans til að fara úr landi að leita sér lækninga. Henni var siðar leyft að fara eins og fram hefur komið i fréttum. EFASEMDIR UM SÓSlALISMA Sakharov hefur sagt að hann ali með sér efasemdir um sósíalisma. Hann segist ekki lengur geta kallað sig marx-leninista, né heldur kommúnista. „Éggæti helzt kallað mig frjálslyndan," hefur hann sagt. Hann segist ekki sjá að sósíalisminn hafi komið svo miklu góðu til leiðar umfram önnur kerfi. Sovétmenn eigi við sömu glæpina og sömu firringu að stríða og Vesturlönd. Á hinn bóginn sé frelsi fyrir borð borið f Sovétríkjunum, stirfni i hugmyndafræðilegum efnum ótrúleg og samt sé sífellt hamrað á þvi að þetta þjóðfélag sé það bezta í heiminum. Hann hefur lýst því yfir að hann vilji berjast gegn „stórveldaskrumi, þjóðernis stefnu, hræsni, ofbeldi, lögleysi, sjálfsdýrkun og skorti á umburðarlyndi“. Hann hefur látið til sin heyra um utanríkis- mál og hann hefur hvatt Banda- ríkjamenn tiltið setja Sovét- mönnum skilyrði fyrir bættri sambúð ríkjanna. Hann telur að skilyrðislaus samskipti gætu leitt til andlýðræðislegrar smitunar og Sovétríkin gætu haldið upptekn- um hætti inn á við og falið sitt rétta andlit undir grímu einlægs vilja. Andrei Sakharov er kvæntur Elenu Bonner, sem er af Gyðinga ættum. Hún er seinni kona hans og var einnig gift áður og á tvö uppkomin börn, sem hafa sætt verulegum ofsóknum f námi og störfum vegna stjúpföður síns. Hann býr nú með konu sinni í þriggja herbergja íbúð í Moskvu og mun sem stendur hafa i laun um 180 þúsund krónur á mánuði, sem vfsindamaður og fulltrúi í akademíunni. SAKHAROV LÆTUR VARLA ÞAGGA NIÐURISÉR Lftil likindi eru til þess að allar þær hótanir sem Sakharov hefur sætt verði til að þagga niður f hon- Framhald á bls. 17. LÆKJARGOTU 2 - SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 TÍZKUVERZLUIM UNGA FOLKSINS AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Sími frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.