Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKT0BER 1975 Mesta framkvæmdasum- ar um árabil á Isafirði Isafirði i okt. Höfuðkúpubrotnaði BÚIÐ ER að sctja alla skóla bæjarins. Tveir nýir skólastjórar taka nú við störfum hér. Við gagnfræðaskólanum tekur Kjart- an Sigurjónsson af Hannibal Valdimarssyni og Valdimar Jóns- son hefur verið fastráðinn skóla- stjóri iðnskólans. Setning Menntaskólans fór nú i fyrsta sinn fram í nýjum matsal heimavistar Menntaskólans á ísa- firði, en öðrum áfanga þeirrar byggingar er nú senn að Ijúka. I>ar verður auk heimavistar til húsa mötuneyti Menntaskólans og Tónlistarskóli Isafjarðar fær þar aðstöðu fyrir hluta af sinni starf- semi. Hefur verið gengið frá svæðinu i kringum bygginguna, en heimavistin verður væntan- lega rekin sem Edduhótel þegar næsta sumar. 1 Menntaskólanum verða i vetur 165 nemendur, þar af 62 nýir og er það mesti nemendafjöldi sem verið hefur í skólanum til þessa. Framkvæmdir hafa verið hér með mesta móti i sumar og hafa um árabil ekki verið jafn miklar. 62 íbúðir eru hér í smíðum auk þess sem ýmis fyrirtæki hafa staðið í miklum byggingarfram- kvæmdum. Ný steypustöð tók til starfa í júlimánuði síðastliðnum og hefur hún vart getað annað öllum þeim verkefnum sem til hennar hafa borizt, en m.a. hefur steypu verið ekið héðan alla leið að Núpi í Dýrafirði sem er um 40 km leið. Á vegum bæjarins var unnið að margvíslegum framkvæmdum. Gengið var frá undirbúningi gatna i fyrsta áfanga byggðar sem nú er að rísa i Skutulsfjarðar- botni. Mikið hefur verið unnið við malbikun og var nýtt slitlag lagt á aðalgötu bæjarins. Lokið var við að Ieggja varanlegt slitlag á veginn milli Isafjarðar og Hnífs- dals, hluti Isafjarðarflugvallar var malbikaður og verið er að ljúka við malbikun og frágang á hafnarsvæðinu. Ekki hefursvarta byltingin þó einungis haldið inn- reið sína hér á Isafirði heldur hefur í sumar einnig verið unnið að malbikun í Bolungarvík, á Flateyri, Þingeyri og í Súðavik. Næsta verkefni í malbikunar- málum okkar Isfirðinga er að ganga frá þjóðveginum inn i bæ- inn. Undirbúningur er þegar hafinn og er ætlunin að lokið verði við þær framkvæmdir næsta sumar. Af menningarmálum okkar Vestfirðinga er það að segja að Sinfóníuhljómsveitin var hér á ferð á dögunum undir stjórn Vladimir Ashkenazy og var svo sjaldséðum gestum vel fagnað og allsstaðar húsfyllir. Kristinn Mortens hefur verið hér með mál- verkasýningu á Hótel Mánakaffi og Steingrímur Sigurðsson mun sýna hér innan tíðar. Söngfólk og leiklistarfólk mun fara að hefja vetrarstarfið og að venju mun menntaskólinn hafa upp á eitthvað að bjóða þegar sól fer að hækka á lofti á ný. Siggi Gríms. 11 ára drengur varð fyrir bif- reið I Háagerði f Reykjavík skömmu eftir hádegi f fyrradag. Var drengurinn á hjóli er hann lenti fyrir bflnum. Hann var strax fluttur á slysadeildina og kom f ljós, að pilturinn var höfuðkúpu- brotinn. Hann mun þó ekki vera talinn f lffshættu. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Flugfragt í nýtt húsnæði Klettagörðum og Hafnarhúsinu. Síðar í mánuðinum verða vörur, sem legið hafa í húsnæði félags- ins við Sölvhólsgötu, einnig flutt- ar að Bíldshöfáa 20 og hefst af- greiðsla þeirra þar hinn 27. október. Skólasetning í Stykkishólmi Stykkishólmi —2. október BARNA- og gagnfræðaskóli Stykkishólms var settur í leik- fimissal skólans f gær 1. okt. Barnaskólinn verður nú til húsa á sama stað og áður en Gagnfræða- skólinn flvtzt f ný húsakvnni í félagsheimilinu sem hefur f sumar verið sérstaklega innréttað fyrir kennslu. Fyrirhugað er að byggja skóla á næstunni og höfðu teikningar borizt og verið sam- þykktar en ekki auðnaðist f ár að fá fjármuni til að hefja verkið. Var þvf horfið að þvf ráði að inn- rétta félagsheimilið til kennslu og er þvf nú lokið. Við skólasetningu skýrði skóla- stjórinn, Lúðvík Halldórsson, frá því að um 280 nemendur yrðu í skólanum I vetur, þar af 159 í barnaskólanum. Nokkur breyting hefir orðið á kennaraliði eins og undanfarin ár. Séra Hjalti Guð- mundsson flutti bæn við skóla- setninguna sem öll var hin hátið- legasta. —Fréttaritari Flóabáturinn í viðgerð Stykkishólmi — 2. október. FLÓABÁTURINN Baldur varð fyrir því óhappi í sl. viku að báturinn steytti á skeri, þegar hann var á leið að stað á Reykja- nesi. Við þetta kom gat á bátinn og varð að fara með hann strax i viðgerð í dráttarbraut Skipa- víkur, þar sem bráðabirgðavið- gerð fór fram. Þó getur báturinn ekki verið í förum sem áður, enda liggur fyrir að taka hann til sér- stakrar klössunar er tekur tals- verðan tíma. Er nú í athugun hvernig bezt verði að þeirri við- geró staðið ásamt þessari, sem ekki var fullkomlega lokið. Er ekki búizt við því að báturinn verði kominn í fullkomið lag fyrr en um jólin og verður því að fá annan bát á meðan til að annast póstferðir. — Fréttaritari. Menntaskólinn á Isafirði. V eiðimannakastmót á Akranesi á morgun Veiðimannakastmót verður haldið á vegum Landssambands stangaveiðifélaga á morgun laugardaginn þann 11. okt., á. fþróttavellinum á Akranesi og hefst kl. 1. eh. Keppt verður í kvenna-, ungl- og karlaflokkum eftir því sem þátttaka verður í eftirfarandi greinum: 1. Flugulendingarköst, einhendis. Stöng: 914 fet eða styttri, Lína: Venjuleg fluguveiðilína Áhugi unglinga fer sffellt vax- andi á stangveiði og kast- fþróttinni. Hér er Sigurður Guðmundsson frá Hafnarfirði að kasta f veiði- mannakastmót f Keflavfk haustið 1974. AFTM 10 (18 gr) eða léttari, ekki skotlína. 2. Beitulengdarköst, einhendis með 12 gr spún. Stöng frjáls, nema hvað kasta skal með annarri hendi. 3. Beitulengdarköst, tvfhendis með 18 gr spún. Stöng: hámark lOfet. Linur í beitulengdarköstum eru frjálsar að öðru leyti en því að enginn hluti hennar má vera grennri en sá, sem festur er við beitu. Athugið! Aðeins venjuleg stangaveiðitæki leyfð. Þátttaka er öllum stangaveiði- mönnum heimil (nema hvað menn, sem tekið hafa þátt í mótum, þar sem keppt hefur verið eftir I.C.F. kastreglum, verða ekki með). Það skal tekið fram, til þess að fyrirbyggja misskilning, sem hefur orðið varð við, að þátttak- endur verða aðeins með sin venjulegu stangaveiðitæki, sem þeir nota til veiða, en alls ekki keppnistæki, eins og reyndar er tekið fram hér að ofan. Þá geta þátttakendur fengið lánuð stanga- veiðitæki á staðnum til afnota í keppninni. Á veiðimannakastmótinu I fyrra í Keflavík, var kona í fyrsta sinn meðal þátttakenda, og stóð sig vel, þrátt fyrir kalsaveður. Nú á kvennaárinu vonum við að kon- ur láti ekki sinn hlut eftir liggja, heldur mæti til þátttöku. Þá skal bent á, að Akraborgin fer frá Reykjavík kl. 10 árdegis og frá Akranesi kl. 5.30 e.h. mótsdag- inn, samkv. áætlun. Ragnar Lár sýnir á Mokka RAGNAR Lár sýnir um þessar mundir 29 myndir á Mokka. Þetta eru dúkrist- ur, tréristur, pennateikn- ingar og vatnslitamyndir. Þrykkmyndirnar eru flest- ar í 20 eintökum og sumar í lit. Ragnar hélt sýningu í Árósum í Danmörku í sum- ar en þar áður hafði hann haldið sýningu á Húsavík sl. vor. Myndir hans nú eru flestar til sölu og verði er stillt í hóf. LJósm. Mbl. Sigurður Grímsson. FLUGFRAGT, vöruafgreiðsla fyrir millilandafragt Flugleiða hf. í Reykjavík, hefur nú fengið nýtt og rúmgott húsnæði að BÍIds- höfða 20. A undanförnum árum hefir starfsemi Flugfragtar auk- izt mjög, að því er segir í fréttatil- kynningu frá Flugleiðum, og upp- haflegt húsnæði við Sölvhólsgötu er fyrir löngu orðið of lítið. Af þessum sökum hefur fyrir- tækið að undanförnu þurft að hafa vörugeymslur á fjórum stöðum í borginni — við Sölvhóls- götu, í Hafnarhúsinu og á tveimur stöðum í Klettagörðum. Nú á næstunni verður hins vegar öll starfsemin sameinuð í hinu nýja húsnæði að Bíldshöfða 20. Þegar er hafin vöruafgreiðsla í hinu nýja húsnæði, og þá á vörum sem legið hafa í húsnæði félagsins í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.