Morgunblaðið - 10.10.1975, Side 36

Morgunblaðið - 10.10.1975, Side 36
|fl*rflunbtnt>ií> AL’ÍÍLVSINGASÍMINN KK: 22480 JW»r0iinM«bií> FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1975 . Krafla: Nú á sig á Borun næstu holu ekki lokið fyrr en traustari búnaður fæst til landsins ekki að brenna því sama aftur UM þessar mundir er unnið að þvf að bora þriðju borholuna ð háhitasvæðinu við Kröflu, og gengur verkið samkvæmt áætlun, að sögn Karls Ragnars, verkfræð- ings hjá Orkustofnun, sem hefur yfirumsjðn með borunarfram- kvæmdunum. Karl sagði, að holan sem mest- um vandræðum hefði valdjð á dögunum væri nú nánast í bið- stöðu og beðið væri með frekari aðgerðir varðandi hana, sem yrðu f því fólgnar að setja sterkari ventla á holuna. Um nýju borholuna sagði Karl, að þegar væri þar búið að bora niður á 300 metra. Ekki væri ætl- unin að fara dýpra nú í haust en niður á um 1300 metra. Síðan yrði ekki borað niður á fulla dýpt eða um 2 þúsund metra fyrr en næsta vor þegar fengizt hefði mun sterk ari búnaður til þessara fram- kvæmda en Orkustofnunin hefði nú yfir að ráða og kom starfs- mönnum á Kröflusvæðinu svo eft- irminnilega f opna skjöldu nú ný- verið. „Við vorum hreinlega ekki viðbúnir þessum krafti í hinni borholunni, sem við áttum í sem mestu stríði við,“ sagði Karl. Þingmenn stjórnarflokkanna á fundum um landhelgismálið ÞINGFLOKKAR st jórnarflokk- anna beggja, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu á löngum fundum f gærdag og var landhelgismálið þar fyrst og fremst á dagskrá. Að því er Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks sjálfstæðis- manna, tjáði Morgunblaðinu í gær hófst fundurinn kl. 2 og stóð allt fram til kl. 7 í gærkvöldi. Landhelgismálið var umræðuefni þessa fundar, að því er Gunnar sagði, en hann kvaðst að öðru leyti ekki geta skýrt nánar frá efni fundarins. Gunnar var að því spurður hvort hér væri ekki um óvenjulangan fund að ræða af þingsflokksfundum að vera, og kvað hann svo vera. Þórarinn Þórarinsson, formað- ur þingflokks framsóknar- manna, tjáði Mbl. að þingflokks- fundur þeirra hefði staðið frá þvf um kl. 2 fram til sex en með hléum að vísu. Fundurinn hefði aðallega snúist um landhelgismál- ið en önnur mál einnig borið á góma, en ekki kvaðst Þórarinn geta skýrt nánar frá umræðum þeirra framsóknarþingmanna um landhelgismálið á þessu stigi. Alþingi sett í dag ALÞINGI Islendinga kemur sam- an til starfa f dag kl. tvö eftir hádegi. Þingsetning hefst að venju með athöfn í dómkirkj- unni. Predikun flytur séra Jónas Gíslason, lektor við Háskóla fs- lands. Að lokinni athöfn í dómkirkj- unni gengur forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, ásamt þing- mönnum til Alþingishúss, þar sem hann les forsetabréf um setn- ingu þingsins. Er forseti hefur sett Alþing mun aldursforseti þess, Guðlaug- ur Gfslason, minnast Áka heitins Jakobssonar, fyrrum ráðherra og þingmanns Siglfirðinga, sem lézt í Reykjavík fyrir skömmu. Að þvi loknu mun fundi að lík- indum frestað fram yfir helgi. Mbl. er kunnugt um þrjá vara- þingmenn, sem mæta til þings: Geirþrúður Hildur Bernhöft, sem mætir f veikindaforföllum Jóhanns Hafstein, Ólafur Þ. Þórðarson, sem mætir í fjarveru Steingríms Hermannssonar, sem er erlendis, og Vilborg Harðardótt- ir, sem mætir í veikindaforföllum Magnúsar Kjartanssonar. Vilborg hefur ekki áður tekið þátf í störf- um Alþingis. 1 FYDDADAG fann sfldar- leitarskipið Arni Friðriksson nokkuð af sfld á svæði um 17— 18 mflur suðaustur af Ingólfs- höfða. Hún stóð þó nokkuð djúpt eða á um 40 föðmum og var frekar dreifð. Sveinn Svein- björnsson, leiðangursstjóri á Arna Friðrikssyni vissi af fjór- um bátum með tiltekið afla- magn — Hákon með 60—70 tonn, Hrafn Sveinbjarnarson með 50—60 tonn, Ásberg með 80—90 tonn og Skfrnir með 40 tonn, en vitað var um fleiri skip sem einnig höfðu fengið sfldar- afla aðfaranótt gærdagsins, en þau voru ónafngreind og óljóst um aflamagn. Nokkrir bátar með síldarafla (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Sfldarsöltun — Nokkrir bátar fengu síldarafla í fyrrinótt. Verið er að salta síld í ýmsum höfnum sunnanlands um þessar mundir, og var þessi mynd tekin í frystihúsi Bæjarútgerðar Reykjavíkur á dögunum. Engin kennsla í Flens- borgarskólanum í dag? LlKUR eru á að engin kennsla fari fram við Flensborgarskóla f Hafnarfirði f dag eftir að kennarar við gagnfræða- og lands- prófsdeild skólans ákváðu að leggja einnig niður störf til stuðnings við kennara á fjöl- brautastigi skólans, sem höfðu áður samþykkt að verða ekki við tilmælum menntamálaráðherra um að hefja kennslu aftur meðan unnið væri að lausn deilunnar. Menntamálaráðherra, Vilhjálm- ur Hjálmarsson, tjáði þó Morgun- blaðinu f gær að áfram væri verið að vinna að lausn deilunnar á vegum samninganefndar rfkisins en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um gang samkomulagsumleitana. Ekki var þó talið með öllu úti- lokað að samkomulag gæti orðið í deilu þessari innan skamms, þvf að í gærkvöldi stóð yfir fundur milli fulltrúa samninganefndar ríkisins og fulltrúa Félags menntaskólakennara, en kennarar á fjölbrautastigi Flens- borgarskólans telja sig eiga að taka laun samkvæmt samningi þess félags við rfkið. Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri f fjár- málaráðuneytinu og formaður samninganefndar ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að þá stundina væri verið að kanna hvernig Flensborgar- kennararnir féllu hugsanlega að samningi Félags menntaskóla- kennara við ríkið ellegar hvort einhverjar breytingar þyrfti að Ungurpiltur kviksettur í malarsílói á Húsavík Bjargað fyrir tilviljun á síðustu stundu Húsavík 9. október „ÉG varð ofsalega þræddur þegar ég heyrði að* vinnu- félagar mínir fóru til síns heima að loknum vinnudegi og varð ég þá heldur vondaufur um að mér yrði bjargað,“ sagði Pétur Ármann Jónsson frá Staðarholti á Húsavfk f sam- tali við fréttaritara Mbl. en þessi 16 ára piltur varð fyrir þeirri lífsreynslu sl. þriðjudag að verða undir malarbing, liggja þar fastur og geta sér enga björg veitt f nokkrar klukkustundir. Pétur starfar við malartekju á Húsavík og var að vinna við síló, sem þurfti að hreinsa vegna þess að færiband sem flutti mölina hafði bilað. Var Pétur að moka möl úr sílóinu og fór inn f það til að aðgæta hvort ekki væri að minnka í því. Féll þá steinn í höfuð hans, svo að hann hálfrotaðist. Meðan hann lá í sílóinu kom malar- gusa ofan á hann, svo að þegar hann hafði fengið fulla meðvit- und að nýju, gat hann sig hvergi hreyft. „Ég reyndi að kalla á hjálp, þvf að ég heyrði greinilega í mönnunum sem þarna voru að vinna með mér, en þeir urðu mín ekki varir hvernig sem ég hrópaði," sagði Pétur enn- fremur. Lá hann því þarna kviksettur undir mölinni og er hann reyndi að hreyfa sig féll meiri möl yfir hann. Heyrði Pétur mannamál og umgang öðru hverju, en gat engan veg- inn gert aðvart um hvernig komið væri fyrir sér. Sem fyrr segir heyrði hann síðan þegar Framhald á bls. 17. gera þar á til samræmis. Væri þannig unnið áfram að því að leysa þetta deilumál svo sem kost- ur væri. Hjálmar Árnason, forsvars- maður Flensborgarkennaranna sagði f samtali við Morgunblaðið i gær að á fundi í kennara- félagi Flensborgarskólans hefði verið samþykkt ályktun sem svar við beiðni menntamálaráðherra þess efni að kennararnir afléttu verkfallinu. Segir í samþykkt þessa fundar, að í Ijósi þeirra upplýsinga sem Kristján Bersi Ólafsson skólastjóri hafi flutt kennurum af fundi sfnum með fjármála- og menntamálaráðherra hinn 8. október sl. sé samþykkt að leggja eftirfarandi bráðabirgða- lausn fram. I fyrsta lagi að allir kennarar sem starfi við fjöl- brautastig fái laun greidd sam- kvæmt samningi Félags mennta- skólakennara við fjármálaráð- herra allt til þess tfma er nýir samningar milli F.M: og fjármála- ráðherra taki gildi, og verði þessar bráðabirgðagreiðslur óaft- urkræfar. Ennfremur að við gerð nýrra samninga verði F.M. Framhald ð bls. 17. Brunatjón 4 milljónir MAT HEFUR nú farið fram á tjóni þvf sem varð f eldsvoðanum f byggingu kaupfélagsins á Höfn á Hornafirði. Er tjónið á vörum og innbúi metið á þrjár milljónir króna en skemmdirnar á sjálfu húsinu eru metnar á um eina milljón króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.