Morgunblaðið - 10.10.1975, Side 11

Morgunblaðið - 10.10.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÖBER 1975 11 sprang Eftír Arna Johnsen Daginn eftir var haldiS til Winnipeg. Þar var a8 hefjast þjóð- háttavika. Þessi þjóðhittavika er orðin árlegur viðburður I Winni- peg. f ár voru það 30 þjóðarbrot sem höfðu sýningu á jafnmörgum stöðum vlðsvegar um borgina, þar sem sýndir voru og seldir list- munir og önnur handavinna. Eins voru á boðstólum þjóðarréttir ásamt öðrum veitingum og höfðu aðstandendur sýninganna tekjur af þeirri sölu. i „Skandinavium" var komið fyrir sýningarbásum frá öllum norðurlöndunum. Jafnframt þessu var svo viðast hvar eitt- hvað til skemmtunar. f „Skandi navium" sýndi hópur Þ.R. á sviði kl. 7, 9 og 10.30 I skemmtidag- skrá sem þar var á hverju kvöldi frá 6—11. Hátíðarhöldum þess- um lauk svo I Tónleikahöll Mani- toba á sunnudagskvöldi kl. 01 með krýningu drottningar þjóð- háttavikunnar 1975. sem var að þessu sinni af Israelsku þjóðerni. Sýningarhópar frá þremur þjóðar- brotum voru valdir til að koma fram við þetta tækifæri og var hópur Þ.R. einn þeirra. Tónleikahöll þessi, sem var byggð á árinu 1967—'68 er mikið hús og veglegt og talið besta hljómleikahús I Jieimi hvað hljómburð snertir annað en tón- listarhöllin I Sidney. Þótt sýning- artlminn kl. 2 að nóttu væri ekki heppilegur var stórkostlegt að fá tækifæri að sýna við jafnfull- komnar aðstæður sem þarna, enda hafði hópurinn áður þurft að sætta sig við misjafnar aðstæður. Daginn eftir höfðum við svo tveggja tima sýningu á litlu sviði I þessu sama húsi í „Planetarium". Endahnútur sýningarferðar okkar var svo sjónvarpsupptaka C.B.C. á hluta af því efni, sem við vorum með. Stóð sú uþptaka frá kl. 8 að morgni til 7.30 að kvöldi miðvikud. 20. ágúst. Var þá lokið strangri en um leið ánægjulegri ferð, þar sem við höfðum komið 28 sinnum fram á þessum 21 degi sem ferð okkar stóð. Það sem gerði svo stranga ferð jafn ánægjulega og raun ber vitni, voru frábærar undirtektir áheyrenda svo og gestrisni og velvilji þeirra sem sáu um móttökur og fyrir- greiðslu alla. Er heim kom tóku við æfingar að nýju I Þjóðleikhúsinu á KoppeUu og lauk með 4 sýningum þar sem Helgi Tómasson var I aðalhlutverki ásamt Auði Bjarna- dóttur eins og flestum er t fersku minni. Auk alls þessa var svo fjöldi sýninga hér innan lands, þannig að sýningar urðu rúmlega ein að meðaltali á viku. Þótt mikið hafi verið umleikis og jafnvel meira en ætla mætti áhugafólki verða segl ekki mikið dregin saman á næsta árj. Þvi eins og fyrr sagði er afmælisár félags- ins. Þá verður Norðurlandamót „Nordleik" haldið i Þrándheimi i júlimán. á næsta ári og er stefnt að því að senda hóp frá Þ.R. þangað. Æfingar sýningarflokks eru hafnar undir stjórn Svavars Guð- mundssonar. Æft verður i leikfimi- sal Vörðuskóla (G. Aust.) Er von félagsstjórnar að engir láti þetta tækifæri ónotað, að ný andlit sjáist ekki sizt herrar, en þeir eru þvi miður alltaf i minni hluta. Vetrarstarf Þ.R. er að hefjast um þessar mundir. Að venju verða almenn námskeið i gömlu döns- unum á mánudögum og miðviku- dögum. Sú kennsla fer fram i Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Nám- skeið þessi standa fram i desem- ber, þ.e. 10 kennslustundir auk tveggja kynningakvölda þar sem allir flokkar koma saman og skemmta sér við dans l.fl. Þ.R. mun nú sem endra nær halda uppi danskennslu fyrir börn á aldrinum 4—-12 ára. Eins og þegar hefur komið fram i aug- lýsingum félagsins bæði I dag- blöðum og útvarpi mun kennsla hefjast mánudaginn 6. október og standa til mánudagsins 15. desember. Bókaskrá Æskunnar 1975 er komin út Kynnið ykkur skránna. Gerið pantanir strax. Mikið úrval góðra bóka á hagstæðu verði. Bókamarkaður Æskunnar Laugavegi 56. NÝ SENDING Heilsubótartafflan gefur yður ótal möguleika til notkunar, eru góðar fyrir heilsu yðar, þær má nota heima. í sundlaugunum, i gufubaði, í garðinum, á ströndinni o.s.frv. Töfflurnar eru léttar og laga sig eftir fætinum, örva blóðrásina og auka vellíðan, þola olíur og fitu, auðvelt að þrífa þær. Fáanlegar i 3 litum: Gult, rautt, blátt. Stærðir nr. 35—46. Verð kr. 1.450. Póstsendum. Skóverzl. Þórðar Péturssonar| lKirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181. ÉÍInc*™ verkstjórn krefst nútíma fræðslu Þetta vita þeir 900 verkstjórar, sem sótt hafa verkstjórnarnámskeið á undanförnum árum. Á almennum 4ra vikna námskeiðum er lögð áherzla á þessar greinar: o Nútíma verkstjórn, vinnusálarfræði o Öryggi, eldvarnir, heilsufræði o Atvinnulöggjöf, rekstrarhagfræði o Vinnurannsóknir, skipulagstækni Á framhaldsnámskeiðum gefst fyrri þátttakendum tæki- færi á upprifjun og skiptum á reynslu. KENNSLUSKRÁ VETRARINS: 1975 50. námskeið. fyrri hluti 3.—15. nóvember 51. námskeið, fyrri hluti 17.—29, nóvember Framhaldsnámskeið 11., 12. og 13. desember 1976 50. námskeið, siðari hluti 5.—17. janúar 52. námskeið, fyrri hluti 19.—31. janúar 51. námskeið. slðari hluti 16.—28. febrúar 52. námskeið, siðari hluti 15.—27. marz. Innritun og upplýsingar i sima 8-15-33 bjá Verkstjórnarfræðslunni, Iðnþróunarstofnun fslands, Skipholti 37. Terelynebuxur kr. 2.575 og 3.575. Flauelsbuxur nr. 26 — 36 kr. 1.995. Terelynefrakkar 3.575. vattst. Nylonúlpur kr. 4.025. Acrylpeysur kr. 1.270. Sokkar kr. 125. Karlmannaföt kr. 9.080. Andrés, Skólavörðustíg 22. HELGIN HEFST r I HAGKAUP Opið tiMOí kvöld Forrétturinn — sunnudagssteikin *— grænmetið — ábætirinn — kaffið — rjóminn — vindillinn TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Sími frá skiptiborði 281 55

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.