Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTOBER 1975 7 r Ræða Croslands Ræða Anthony Cros- lands, umhverfismálaráð- herra Breta, i Grimsby á laugardag um landhelgis- deilu jslendinga og Breta hefur að vonum vakið mikla athygli hér á landi og um hana verið fjallað i ritstjórnargreinum blaða Siðastliðinn þriðjudag er fjallað um ræðu þessa i forystugrein Visis og þar segir m.a: „Yfirlýsing Croslands umhverfismála- ráðherra Breta fyrir sið- ustu helgi hefur eðlilega vakið bæði reiði og gremju hér á landi. Yfir- lýsingin varpar óvenju skýru Ijósi á þráhyggju brezku stjórnarinnar. En jafnframt gefur hún til kynna að jafnaðarmanna stjórnin i Bretlandi ætli gjörsamlega að horfa framhjá hinum nýju við- horfum I hafréttarmálum I samskiptum sinum við fs- lendinga. Við ákvörðun ís- lenzku rikisstjómarinnar um utfærslu fiskveiðilög- sögunnar i 200 sjómilur sýndum við verulega sanngirni með því að opna möguleika á viðræðum um hugsanlegt bráða- birgðasamkomulag. Öll- um aðilum hlaut þó að vera Ijóst að slikar við- ræður hlytu að byggjast á breyttum aðstæðum i haf- réttarmálum. Viðræður um hugsanlegt bráða- birgðasamkomulagi við aðrar þjóðir um takmark- aðar skammtimaveiði- heimildir geta aðeins byggst á þeim grundvelli að við höfum ótviræðan rétt samkvæmt alþjóðleg- um réttarreglum til þess að færa út fiskveiðitak mörkin. Yfirlýsing brezka jafnaðarmannaráðherrans er alvarleg hótun í garð islendinga. Hún er einnig gott dæmi um tvöfeldni brezku stjórnarinnar I máli þessu. A hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafa bretar tek- ið þátt i umfangsmiklu starfi við mótun nýrra haf- réttarreglna. Frá þvi i vor liggur fyrir uppkast að hafréttarsáttmála þar sem gert er ráð fyrir 200 sjó- milna efnahagslögsögu. Bretar hafa ekki getað staðið i vegi fyrir þeirri alþjóðlegu framvindu. sem átt hefur sér stað á þessu sviði. Og þeir hafa jafnvel eigin hagsmuna að gæta i þessum efnum. Þegar hins vegar kemur að samskiptum við islend- inga er skorinort lýst yfir þvi að bretar telji sig eiga fiskveiðiréttindi upp að 12 milum við strönd is- lands. Þetta er fáheyrð ósvifni, sem islenzk stjórnvöld hljóta að svara mjög kröftuglega." Nátttröll Timinn fjallar um ræðu Croslands i forystugrein t gær og segir ma: „Ræða Croslands var annars öll i þeim stil að hún hefði vel sómt brezkum nýlendu- stjóra á Indlandi á 19. öld. Slikur herra hefði ófeiminn talað um hefð- bundinn rétt Breta á Ind- landi. Á svipaðan hátt talar Crosland nú um hefðbundinn rétt Breta á íslandsmiðum. íslending- ar hafa heyrt þetta fyrr. Fyrir rúmum -20 árum sögðu Bretar sig eiga rétt til að veiða inni á fjörðum og flóum við island. Þessi réttur væri meira að segja orðinn 500 ára gamall. Bretar settu löndunar- bann á islenzkan fisk til að leggja áherzlu á þennan rétt sinn og neyða fslendinga þannig til að viðurkenna hann. Nú minnast Bretar ekki á þennan rétt sinn lengur. Jafnvel þeir viðurkenna að hann sé orðinn úreltur. n Fyrir 17 árum sögðu Bret- ar, að þeir ættu hefðbund- inn rétt til að veiða innan 12 milna fiskveiðilögsög- unnar. Þeir hófu meira að segja þorskastrið til þess að verja hann. Nú viðurkennir jafnvel Cros- land, að Bretar eigi ekki lengur neinn hefðbundinn rétt innan tólf milna markanna Hann sé orðinn úreltur. Á sama veg fer annar hefðbundinn réttur. sem Bretar telja sig eiga á fslandsmiðum. Hann er ekkert annað en gamalt og úrelt ranglæti, sem verðurað vikja fyrir nýjum og betri siðum, líkt og hinn hefðbundni réttur Breta á Indlandi áður fyrr. Crosland reynir að vitna i úrskurð Alþjóðadómstóls- sins, striðsyf irlýsingu sinni til stuðnings. En meira að se'gja úrskurður Alþjóðadómstólsins, sem er byggður á úreltum venjum, viðurkennir for- gangsrétt fslands til veiðanna i fslandsmiðum. f samræmi við slikan rétt var nýlega samið um, að útlendingar drægju úr veiðum sinum við Kanada um 40% á sama tima og hlutur Kanada var aukinn. Þetta er glögg vís- bending um þá réttar- þróun sem er að gerast i heiminum og virðist alveg hafa farið framhjá Cros- land. Þvi minnir hann á nátttröll sem dagað hefur uppi fyrir meira en hundrað árum." -----------------------. Hringiö í síma 10100 milli kl. 16 og 17 frá mánudegi til föstudags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morgunblaðsins. V______________________7 GETUR SJÓNVARPIÐ EKKI FENGIÐ MYNDIR FRA LEIKJUM STANDARND LIEGE? eru ekki bara við sem mætum þessum vanda, þetta gildir fyrir öll Norðurlöndin. Meðal annars hafa íþróttafréttaritarar á Norðurlöndum rætt á fundum sínum hvort ekki sé hægt að fá knattspyrnumyndir frá öðrum löndum en Englandi en niður- staðan hefur alltaf orðið sú sama. Ekkert annað land hefur getað boðið jafn marga góða leiki fyrir jafn lágt verð. Vandamálið er hvað eigi að sýna mikið af knattspyrnu- myndum, þvi margir sjónvarps- áhorfendur eru óánægðir yfir því hversu miklum tíma er varið til að sýna myndir af knattspyrnuleikjum. Þá bætist líka við, að myndir af leikjum á meginlandinu eru fokdýrar og má sem dæmi nefna, að einn leikur í Evrópukeppninni kost- ar okkur ekki undir '/í milljón ísl. króna hingað kominn.“ Hermann Kr. Jónsson, Heiðarvegi 50, Vestmannaeyj- um, spyr: „Hefur sjónvarpið kannað hvort hægt er að fá myndir úr belgísku knattspyrnunni með liði Ásgeirs Sigurvinssonar, Standard Liege, til sýningar hér? Og ef ekki, er ekki upplagt að mati stjórnenda sjónvarps- ins að kanna það og einnig hvort hægt er að fá myndir frá öðrum löndum þar sem Islend- ingar gera það gott f íþróttun- um um þessar mundir.“ Ömar Ragnarsson, fþrótta- fréttamaður hjá Sjónvarpinu, svarar: „Það hefur ekki borið neinn árangur hingað til, þó við höf- um óskað að fá myndir frá leikjum á meginlandinu og það HVERS VEGNAERU MANAÐARFRl ENNISKÓLUM? Auður Júlíusdóttir, Hjarðar- haga 15, Reykjavík, spyr: „Hvers vegna eru mánaðarfrí enn viðhöfð í skólum, því ég veit ekki betur en ekki sé leng- ur kennt á laugardögum?" Birgir Thorlacius, ráðu- neytisstjóri f menntamála- ráðuneytinu, svarar: „I reglugerð um leyfi í skólum frá 9. febrúar 1973 eru tilteknir þeir dagar, sem gefa skal leyfi nemendum þeirra skóla, sem undir menntamála- ráðuneytið heyra. Um mánaðar- frí segir svo í reglugerðinni: „Heimilt er að veita eins dags leyfi í mánuði í skólum, ef eigi eru önnur sérstök leyfi í þeim mánuði.“ Varðandi það að ekki sé kennt á laugardögum er það rétt hvað snertir flesta skóla í Reykjavík en úti á landi tíðkast enn víða að kennt sé á laugar- dögum.“ HVENÆR KEMUR FYRIRHUGAÐ SKAUTASVELL ILAUGARDALNUM? Kristfn Sigurðardóttir, Kleppsvegi 120, Reykjavfk, spyr: „Hvað líður framkvæmdum, sem lofað hefur verið við skautasvell í Laugardalnum? Ég spyr vegna þess að mér finnst nokkuð miklu fé eytt f sparkvellina en fegursta íþrótt- in látin vera hornreka.“ Stefán Kristjánsson, fþrótta- fulltrúi Reykjavfkurborgar, svarar: „Árið 1974 var nokkurt fé áætlað til framkvæmda við vél- fryst skautasvell í Laugardal og var verkið boðið út. Hins vegar ákvað borgarstjórn að hafna öllum tilboðunum og á fram- kvæmdaáætlun ársins í ár er ekki gert ráð fyrir framkvæmd- um við skautasvell í Laugar- dalnum." AF HVERJU ERU LAGÐAR 30 KR. A HVERN VINDL- INGAPAKKAA VEITINGAHUSUM? Magnús Ólafsson, Slétta- hrauni 34, Hafnarfirði, spyr: „Er leyfilegt að leggja 30 krónur á hvern vindlinga- pakka, sem seldur er á veitinga- húsum? Ef svo er, eftir hvaða heimild er farið?“ Pétur B. Pétursson, hjá verð- lagsstjóra svarar: „Samkvæmt kjarasamningi Sambands veitinga- og gisti- húsaeigenda við þjóna eru laun þjóna greidd með þjónustu- gjaldi. Þannig er heimilt að bæta þjónustugjaldi á vindl- inga, sem seldir eru á veitinga- húsum." Ferðaskrifstofan ÚTSÝN UTSYNARKVOLDm Grísaveizla Súlnasal Hótel Sögu sunnudagskvöldið Kl. 1 9.00 Húsið opnað Kl. 1 9.30 Grísaveizla. Verð kr. 1200.- Skemmtiatriði Myndasýning: (slenzkar fegurðardísir á sólarströndum. hegurðarsamkeppni: Ungfrú ÚTSÝN 1976. Forkeppni. Ferðabingó — Vinningar 3 glæsilegar Útsýnarferðir til sólarlanda á næsta ári. Hin nýja frábæra hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Missið ekki af óvenju glæsilegri og spennandi en ódýrri skemmtun. Hátíðin hefst stundvíslega og borðum verður ekki haldið eftir kl. 19.30. Munið, alhaf fullt hús og fjor hjá UTSÝN Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstudag frá kl 15.00 ísíma 20221. Verið velkomin — Góða skemmtun. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN | s._____________________________________*—...........* LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Sími frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.