Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÖBER 1975 Allt í óvissu með rækiuveiðarnar — ÞU ferð ekki fet, gætu þeir víst sagt, Pétur Einarsson og Guðmundur Pálsson, sem þarna toga f Bessa Bjarnason. Bessi fer nú samt — til Noregs, en þangað er honum boðið að kynna sér norskt leikhús. Sýn- ingum mun þvf ljúka á „Húrra krakka" 1 Austurbæjarbíói nú um hlegina. Alls hefur þessi vinsæli gamanleikur verið sýndur 20 sinnum f vor og f haust, alltaf fyrir troðfullu húsi og hafa nú séð hann um 15 þúsund manns. — Húrra krakki hefur áður verið sýndur hér f bæ við svipaðar vinsældir, en þá fór Haraldur Á. Sigurðs- son sem kunnugt er með aðal- hlutverkið. Ahugafélög úti um land hafa einnig mörg spreytt sig á þessum fjöruga farsa, enda er hann býsna hagleg samansetning með hæfilegri flækju misskilnings og óvæntra atburða. Sr. Bjarni Sig- urðsson skipaður lektor við HÍ Menntamálaráðherra hefur ákveðið að séra Bjarni Sigurðs- son, sóknarprestur á Mosfelli, skuli skipaður lektor í kenni- mannslegri guðfræði við Háskóla Islands frá og með 1. janúar nk. að telja. 799 teknir ölvaðir við akstur á áiinu LÖGREGLAN í Reykjavik hefur fram til þessa tekið 799 ökumenn í höfuðborginni vegna gruns um ölvun við akstur. Á sama tíma i fyrra hafði lögreglan tekið 844 ökumenn vegna gruns um ölvun- arakstur. Flestir ökumenn eru teknir um helgar, að meðaltali 15—20. Um síðustu helgi var eftirlit stóraukið og voru þá tekn- ir um helmingi fleiri ökumenn en venjulega vegna gruns um ölvunarakstur. Húrra krakki á förum Skemmdarverk á vinnuvélum Rvíkurborgar TÆKI og áhöld borgarinnar hafa orðið fyrir tíðum skemmdarverkum nú nýverið, sérstaklega þó þar sem verið er að vinna að malbikunarfram- kvæmdum á Breiðholtsbraut efri. Þar var í fyrrinótt ráðist á kyrrstæða þungavinnuvél og rúður brotnar í henni á báðum hliðum stýrishúss, svo að ekki var hægt að vinna með vélinni í gærdag. Að því er ögmund- ur Einarsson hjá Áhaldahúsi Reykjavíkurborgar tjáði Morgunblaðinu hafa borgar- Framhald á bls. 20 FORRÁÐAMENN rækjuvinnslu og rækjubáta á norðvestanverðu landinu halda enn að sér hönd- um, þrátt fyrir að hálf önnur vika sé liðin frá þvf að rækjuveiðar hefðu mátt byrja samkvæmt venju. Astæðan er sú, að heims- markaðsverð á rækju er f lág- marki um þessar mundir og f Ijósi þess gengur erfiðlega að fá fram hráefnisverð á rækju hér innanlands. Sumir rækjuvinnslu- menn segja jafnvel horfur f markaðsmálum svo dökkar, að áhöld sé um það hvort það hafi yfirleitt eitthvað upp á sig að gera út á rækju f ár en aðrir óttast að slfkt geti haft f för með sér, að þýðingarmiklir markaðir erlendis fyrir fslenzka rækju glat- ist okkur með öllu. Slfkt gæti einnig haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir um 750 manns á þessum landshluta sem hafa haft atvinnu sfna af rækjuvinnslu yfir vetrartfmann. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Rækjustöðvar- innar á Isafirði, að það hefði verið • • Dr. Orn hættur hjá Lagmetinu DR. ÖRN Erlendsson sem gegnt hefur framkvæmdastjórastarfi hjá Sölustofnun lagmetisiðnaðar- ins frá því að fyrirtækið var sett á stofn, hefur nú látið þar af störfum. Sem kunnugt er urðu nýlega stjórnarskipti hjá stofnun- inni, en nýja stjórnin hefur enn ekki afráðið hver skuli ráðinn framkvæmdastjóri í stað dr. Arnar. Eldur í kjallara ELDUR kom upp í kjallara húss við Mávahlíð síðdegis í gær. Urðu nokkrar skemmdir af eldinum, þar á meðal ónýttist frystikista sem þar var. Ekki er talið útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða. fræðilegur möguleiki fyrir rækju- bátana í Djúpinu að byrja veiðar í byrjun þessa mánaðar en engar vinnslur við Djúpið væru þó enn teknar til starfa né nokkrir bátar þar af leiðandi byrjaðir veiðar. Menn biðu enn átekta, þar eð svo margir þættir væru enn óljósir varðandi þessa grein sjávarút- vegsins, — markaðsverð erlendis í botni og hér heima vantaði hráefnisverðið inn í dæmið. Haukur kvað Rækjustöðina hafa selt alla sína framleiðsfli frá f fyrra nema 7 tonn en samtals hefði framleiðslan frá sl. hausti til vors verið 124 tonn. Hins vegar hefði hluti framleiðslunnar eða milli 40 og 50 tonn, sem flutt voru út í júní-september sl„ farið á alltof lágu verði eða á 14.50-15 krónur sænskar. Verðið væri þannig í algjöru lágmarki um þessar mundir, og nefndi Haukur sem dæmi, að meðalverðið á vertíðinni á undan hefði verið 24 krónur sænskar. Hins vegar kvað Haukur hluta framleiðslunnar í fyrra, sem seld- ur var fyrripart veiðitímabilsins, hafa selzt greiðlegar og á hærra verði, þannig að meðalverðið yfir allt veiðitimabilið hefði líklega verið um 17 krónur sænskar. Ilaukur kvaðst einnig álíta, að verðið á rækjunni erlendis gæti ekki farið öllu neðar en nú væri og kvaðst fremur vonast til að það færi eitthvað að stíga upp á við aftur. Haukur sagði þó, að af framan- greindu mætti vera ljóst að horf- urnar væru engan veginn glæsi- legar og því ekki að undra þótt menn héldu að sér höndum. Enn sem komið væri skipti þó þetta aðgerðaleysi ekki máli en þegar færi að koma fram yfir miðjan mánuðinn yrði eitthvað að fara að skýrast í þessum efnum, ef yfir- höfuð ætti eitthvað að verða af rækjuveiðum og vinnslu þessa vertíð, þar eð um þetta leyti myndi fólkið i landi, sem unnið hefði undanfarna vetur við rækjuvinnslu, fara að svipast um eftir annarri vinnu, ef hana væri þá að fá, og mannskapurinn á rækjubátunum tæki sömuleiðis að leita fyrir sér annars staðar. Haukur benti hins vegar á, að það gæti einnig haft hinar alvarleg- ustu afleiðingar ef ekkert yrði af rækjuvinnslu nú, því að þá væri ekkert líklegra en íslenzka rækj- an félli út af mikilvægum mörk- uðum, sem ef til vill yrðu ekki auðunnir á nýjan leik. Hauki reiknaðist til, að um 300 manns — bæði verkafólk í landi og sjómenn — hefðu haft viður- væri sitt af rækjuveiðunum í Djúpinu á undanförnum vertið- um, á Bíldudal störfuðu líklega milli 60—80 manns að þessari grein sjávarútvegsins en í pláss- unum á Ströndum — Hólmavik, Drangsnesi og Djúpuvík í kring- um 100 manns hugsanlega eða 500 manns í fjórðungnum öllum. Að plássunum við austanverðan Húnaflóa meðtöldum mætti þann- ig reikna með að um 750 manns hefðu starfað við rækjuvinnslu og veiðar á Norðvesturlandi öllu. Verðlagsstjóri: r Alagning ákvæðisvinnutaxta byggingarmeistara ofreiknuð VIÐ athugun hjá skrifstofu verð- lagsstjóra hefur orðið uppvíst um að byggingarmeistarar hafa of- reiknað launatengd gjöld i út- seldri ákvæðisvinnu sinni, svo að það hcfur valdið hærri álagningu meistara en heimilt hefur verið. Verðlagsnefnd hefur samþykkt að sjá um leiðréttingu á þessari álagningu þegar f stað og kanna auk þess mál þetta frekar. I fréttatilkynningu frá skrif- stofu verðlagsstjóra er greint frá því, að á síðasta fundi verðlags- nefndar, sem haldinn var 1. október sl„ hafi verið á dagskrá erindi frá meistarasambandi byggingarmanna, sem óskaði eftir breytingu á „útseldri vinnu“ byggingarmanna. Á fundi þessum skýrði verð- lagsstjóri frá athugun sem verð- lagsskrifstofan hefur gert á út- reikningum launatengdra gjalda i útseldri ákvæðisvinnu byggingar- meistara, og kom fram við könn- unina, að launatengd gjöld hafa verið ofreiknuð er i framkvæmd hefur þýtt hærri álagningu meist- ara. Að því er segir i fréttatilkynn- ingunni hefur álagningin hjá tré- smíðameisturum reynzt vera rúm 11% eða rúmlega 1% hærri en heimilt er. Hjá múrarameistur- um, málarameisturum og vegg- fóðrarameisturum reyndist álagn- ingin vera rúm 14% eða rúml. 4% hærri en heimilt er. Sem áður greinir samþykkti verðlagsnefnd í framhaldi af þessum upplýsingum að láta leið- rétta álagningu byggingarmeist- ara þegar í stað, en málið verður að öðru leyti kannað nánar. Morgunblaðið sneri sér einnig til Gunnars Björnssonar, for- manns Meistarasambands bygg- ingarmanna út af þessu máli og spurði hann hvernig þetta mál væri vaxið. Gunnar svaraði því til, að byggingarmeistarar hefðu út af fyrir sig vitað að það hefði átt sér stað að fyrrgreindir taxtar væru ofreiknaðir en kvað það hafa verið gert með fullri vitneskju verðlagsstjóra, bæði fyrrverandi og núverandi verð- lagSstjóra. Þeir hefðu ekki talið ástæðu til að leiðrétta þessa út- reikninga og lagfæra álagningar- tölur miðað við þær Ieiðréttingar, þrátt fyrir að meistarasambandið hefði farið fram á að slíkt væri gert. Gunnar kvað þess vegna þessa frétt hafa komið sem þrumu úr heiðskíru lofti fyrir byggingar- meistara. Meistarasambandið hefði aldrei farið á bak við verðlagsyfirvöld varðandi þessa útreikninga heldur hefði það lagt fram sína útreikninga á öllum töxtum í hvert sinn sem verðlags- eða kaupgjaldsbreytingar hefðu orðið fyrir verðlagsyfirvöld en síðan hefði gangurinn verið sá, að verðlagsyfirvöld samþykktu þessa útreikninga og sambandið sendi siðan yfirvöldum aftur þá taxta sem sendir væru út til meistara á vegum sambandsins — nánast til staðfestingar. Gunnar kvað þetta tiltekna mál annars hafa komið fyrir hinn nýja verðlagsstjóra í sumar. Þá hefði orðið að samkomulagi milli aðila, að þetta mál yrði látið liggja á milli hluta meðan verið væri að athuga hvernig þessum málum yrði bezt komið fyrir. Nú kæmi það hins vegar skyndilega upp úr kafinu og þá án þess að nokkurt samráð væri haft við Meistara- sambandið — að vísu hefði það fengið bréf frá verðlagsstjóra um þetta efni en forráðamenn sam- bandsins hefðu ekki átt þess neinn kost að ræða málið við verð- lagsstjóra. Kvaðst Gunnar síðast hafa reynt að ná tali af verðlags- stjóra í gærmorgun en fengið þau svör að hann væri ekki við. Gunnar var að því spurður hvort þessi skekkja i útreikn- ingum álagningartaxta skipti verulegum fjárhæðum fyrir neyt- endur, en hann taldi svo ekki vera. Nýtt spærKngsverð YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur ákveðið nýtt lágmarksverð á spærlingi til bræðslu frá 1. október til 31. des- ember 1 ár og er vcrðið kr. 2.10 á hvert kfló. Verðið er miðað við að seljendur afhendi spærling til bræðslu á flutningstæki við hlið veiðiskips eða 1 löndunartæki verksmiðju, og var bað ákveðið af oddamanni ásamt atkvæðum full- trúa kaupenda gegn atkvæðum seljenda. 1 yfirnefndinni áttu sæti þeir Ólafur Davíðsson, sem var odda- maður nefndarinnar, Guðmundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magn- ússon af hálfu kaupenda en Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarsson af hálfu seljenda. Fulltrúar seljenda tóku fram, að þeir teldu þessa ákvörð- un um spærlingsverð stefna starf- semi Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins í hættu því verðið væri mun lægra en greitt hefði verið fyrir spærling á almennum markaði f sumar og haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.