Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÖBER 1975 21 — Robert Conquest Framhald af bls. 19 koma út í New York. Sú hug- mynd, að KGB-maður settist að í Ungverjalandi og Ijóstraði upp um einstök atriði í starf- semi KGB (á vegum bókafor- lags f Moskvu, sem ætlar að gefa endurminningarnar út) minnir helzt á ævintýri fyrir börn. Á margan annan hátt er KGB einnig betur sett en CIA. A síðustu tuttugu — þrjátíu árum hafa hundruð þúsunda Austur- Evrópubúa flutzt til Bandaríkj- anna. Þess vegna hefur það ekki verið mikill vandi fyrir KGB að lauma þang'að þjálfuð- um njósnurum I ríkum mæli eða afla sér aðstoðarmanna með hægð. í hinu tiltölulega áhyggjulausa andrúmslofti þeirra landa, sem ekki lúta kommúnistfskri stjórn, er allt- af til fólk, sem gleypir emfald- lega við sovézkum áróðri og gæti hugsanlega að minnsta kosti orðið KGB að liði. Það eru auk þess fá ríki, sem hafa yfir jafn öflugu kerfi að ráða og sovézka leyniþjónustan með lögreglu, stofnun, sem gef- ur út vegabréf innanlands, og stöðvar, sem fólki er skylt að gefa sig fram við reglubundið. I Sovétríkjunum er vafalaust fjöldi manna meira en fús til að aðstoða andstæðinga stjórnar- innar, en KGB getur alltaf að bragði komið í veg fyrir eða rofið öll sambönd f þvf skyni. Á hverju ári gerir KGB um tvö þúsund tilraunir til að fá Bandaríkjamenn til að starfa fyrir sig, en slíkar tilraunir gagnvart Sovétborgurum eru nær vonlausar. En ein af hinum veiku hlið- um á KGB er þó, hve gífurlega margir njósnarar hennar gerast Auglýsing um breyttan símatíma Framvegis verour símatími minn kl 8 — 9 mánud.—föstud. í síma 28553. Viðtalstími á föstud. kl. 13 —15. Annar viðtalstími óbreytt- ur. Viðtals og vitianabreiðna verður áfram veitt móttaka í síma 1 8535. Þorvarður Bryn/ólfsson, læknir, Domus Medica. Kaupmenn — Kaupfélög Hinn vinsæli Clipper bitafisk- ur frá Neskaupstað fyrirliggj- andi (Ýsa) SÓLÓ S.F. Barónsstig 55 sími 18714 CLIPPER Geymið auglýsinguna. / \ Viö afgreiöum litmyndir yöar á 3 dögum Umboösmenn um land allt — ávallt feti framar. Hans Petersenf Bankastræti — Glæsibæ « .9 Qoqqn liðhlaupar á Vesturlöndum. Þetta á ekki aðeins við um lágt setta starfsmenn, heldur einnig háttsetta og meira að segja æðstu menn á sínum stöðum. Þessir menn, sem hafa verið svo gaumgæfilega valdirjpófað- ir og gegnumlýstir pólitískt, stinga f slfkum mæli af til Vest- urlanda, að stór göt rifna á net KGB æ ofan í æ með þeim af- leiðingum, að mikill og verð- mætur afli upplýsinga berst að landi hjá Vesturveldunum. Vissulega hefur það einnig gerzt, að háttsettir menn innan leyniþjónustu Vesturlanda hafi gerzt liðhlaupar, eins og til dæmis Kim Philby. En bæði varðandi hann og aðra var mál- um þannig háttað, að njósnari, sem var kommúnisti að sannfær ingu fyrirfram, reyndi að grafa undan leyniþjónustu Vestur- landa, en meðal KGB — lið- hlaupanna eru menn, sem frá upphafi voru fullkomlega holl- ir stjórn sinni og leyniþjónust- unni og sr.erust þá fyrst, er þeir höfðu kynnzt sannleikanum og frelsinu. Það er sannarlega furðulegt, hvernig vegið er að CIA af hennar eigin landsmönnum. Með þvf er stórlega dregið úr mætti stofnunarinnar, sem er miklu verr búin en hinn vold- ugi andstæðingur hennar. Hér á ekki aðeins Davið í höggi við Golfat, heldur er Davíð hlekkj- aður á fótum og verður að þola grjótkast frá þeim, sem segjast fylgja honum að málum. Við fyrstu sýn mætti ætla, að þetta væri auðveldur leikur fyrir Gol- fat. Og það gengur kraftaverki næst, að þrátt fyrir allt, sem KGB hefur heppnazt, skuli þessir andstæðingar standa því sem næst jafnir. Þrátt fyrir afla slökunarvímu er ekki að efa, áp baráttan milli KGB og CIA og leyniþjónustu annarra ríkja, sém ekki lúta kommúnistum, mun verða háð áfram um heim allan. Hin Iftil- væga slökun, sem' undanfarið hefur átt sér stað í alþjóðamál- um, hefur á engan hátt haft neina slökun í för með sér, hvað varðar KGB. Hinn aukni straumur sovézkra borgara til útlanda og stofnun nýrra sov- ézkra ræðismannsskrifstofa, auðveldar KGB starfsemi sína á margan hátt. CIA, sem svo mjög hefur ver- ið þrengt að heima fyrir, hefur að mestu leyti orðið að láta sér nægja að vera I varnaraðstöðu. Þar sem kommúnistum hefur áunnizt f utanríkispólitík sinni f seinni tíð, er framar öllu öðru þeim einfeldningum á Vestur- löndum að kenna, sem stöðugt eru að veikja og lama sfna eigin öryggisþjónustu. —svá— þýddi úr „Welt am Sonntag". — svá — þýddi úr „Welt am Sonntag“. Fulningahurðir Enn ein sending væntanleg TOKUM PANTANIR HURÐIR hf. Skeifan 13 Gunnar Ásgeirsson hf., Akureyri Verzl. Brimnes, Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.