Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Uundanfarið hefur í fjöl- miðlum verið rætt mikið og ritað um störf1 stjórnar Rithöfundasam- bands Islands, og þá eink- um formanns þess og ekki sízt hér í Morgunblaðinu. Blaðið fékk meðal annars nokkra merka rithöfunda til að tjá sig um afstöðu formanns sambandsins og erindi á norræna rithöf- undaráðsfundinum þar sem hann gaf skýrslu um deilumál „Varins lands“ og nokkurra rithöfunda. Braut það í bág við hið fornkveðna: utanstefnur viljum vér engar (!) Þjóðviljinn kallaði það ofbeldisskrif Morgunblaðs- ins að leita til rithöfunda með ólíkar skoðanir og fjalla að öðru leyti óhlut- drægt um þetta leiðinda- mál. Formaður Rithöf- undasambandsins sagði að Morgunblaðið hefði þyrlað upp moldviðri, vegna þess að blaðið framfylgdi þeirri frumskyldu sinni að veita fólki réttar upplýsingar, sem skýra sjónarmið ýmissa þeirra, sem við sögu komu. En slíkt skilnings- leysi á hlutverki stærsta blaðs þjóðarinnar er að sjálfsögðu smáatriði miðað við það upphlaup, sem reynt var að gera í rithöf- undasamtökunum, og brjóta þannig reglur sam- bandsins og lög þess efnis að það skipti sér ekki af stjórnmálum. Lýðræðis- sinnaðir rithöfundar gátu að sjálfsögðu ekki unað því að Þjóðviljinn yrði allt í einu eina málgagn sam- taka þeirra, enda sízt af öllu eftirsóknarvert miðað við fyrri afskipti blaðsins af málefnum rithöfunda. Má í því sambandi minna á orð eins af stjórnarmeðlim- um í Rithöfundasamband- inu, þegar hann sagðist ekki hafa gengið úr Al- þýðubandalaginu til þess að verða innlimaður í það aftur með setu í stjórn Rit- höfundasambands Islands. Rithöfundar sameinuðu félög sín í eitt rithöfunda- samband í því skyni að þannig yrði hagsmunamál- um þeirra bezt borgið, enda eru þeir sú stétt manna hér á landi, sem hvað sízt hefur verið hlustað á, þegar hagsmunir hafa verið annars vegar. Sameining rithöfundasam- bandsins var höfuðnauð- syn af þessum ástæðum. Það var bæði þarft verk og merkt, þegar forystumenn rithöfunda lögðust á eitt um að sameina þá í Rithöf- undasambandinu. Þar eiga hagsmunamál rithöfunda að sitja í fyrirrúmi. Við annað geta lýðræðis- sinnaðir rithöfundar ekki sætt sig. Þeir hafa sýnt ár- vekni og ákveðni, og mætti nú öllum vera ljóst, að ef ekki er farið fyllilega að lögum Rithöfundasam- bandsins hrynur það eins og spilaborg, en ýmsum óvildarmönnum núlifandi rithöfunda hér á landi yrði það sízt af öllu harmsefni. Stjórn Rithöfundasam- bands Islands er því mikill vandi á höndum. Hún verður að einbeita sér að þeim verkefnum, sem við er að glíma, hennar starf er að sameina rithöfunda, en sundra ekki. En sú er skoðun Morgunblaðsins og fjölmargra rithöfunda (þó að ýmis önnur sjónarmið hafi einnig komið fram í umræðunum hér í blaðinu) að gerð hafi verið tilraun til að sniðganga lög Rithöf- undasambandsins með þeim tilburðum sem al- kunnir eru. En sem betur fer hefur nú verið komið í veg fyrir það og stjórn sambandsins hefur ákveðið að einbeita sér að samein- ingu rithöfunda og hags- munamálum þeirra. Morgunblaðið fagnar þeirri þróun og þeirri ákvörðun stjórnarinnar. Þar með hefur samband rithöfunda staðizt fyrstu eldraunina og mættu nú þau pólitísku aðskotadýr, sem öllum stundum vega í þann knérunn að nota rit- höfundasamtökin (og önn- ur samtök listamanna) sér til framdráttar muna það í eitt skipti fyrir öll, að rit- höfundar eru ákveðnir í að vera sameinaðir í hags- munafélagi sínu og einhug- ar um rétt sinn, hvað sem skoðunum þeirra líður að öðru leyti. Niðurstaða alls þessa máls er sú, að því er Morgunblaðið kemst næst, að stjórn Rithöfunda- Rithöfundasamband íslands — sameining en ekki sundrung sambands Islands hefur ákveðið „að loka“ þessu leiðindamáli, þ.e. að fjalla ekki frekar um það, enda ekki í hennar verkahring samkvæmt lögum sam- bandsins. Þá virðist stjórn- in þeirrar skoðunar að vinnubrögð hafi ekki verið með þeim hætti, sem samrýmast lögum félags- ins, markmiði þess og for- sendum sameiningar. Þetta er skynsamleg niður- staða og til þess fallin að efla Rithöfundasamband íslands, en veikja ekki, hvað þá sundra því, eins og við blasti um tíma. Rithöfundasamband Is- lands fer með hagsmuna- mál allra íslenzkra rithöf- unda og er þar margur akurinn óplægður, eins og kunnugt er. Rithöfundaráð fer aftur á móti með menn- ingarmál þessarar sömu aðila og er því æðsti ákvörðunaraðili þeirra um hugsjónalega stefnumörk- un að öðru leyti. En yfir þessum tveimur forystu- sveitum islenzkra rithöf- unda, stjórn Rithöfunda- sambands Islands og Rit- höfundaráði, er að sjálf- sögðu þing íslenzkra rithöf- unda sem stefnuna markar og kýs fulltrúa sína í stjórn og ráð. Ákvörðunin um þessa skipan var mikill sigur þeim mönnum sem vildu sameina rithöfunda, og vonandi getur hún haldizt íslenzkum rithöfundum til góðs og eflingar, enda þótt menn greini á um margt, eins og verða vill í frjálsu lýðræðislandi. iStíi. THE OBSERVER iStít THE OBSEKVER tStíi, THE OBSEBVER *Stía THE OBSERVER iStít THE OBSERVER iSi&THEOBS Eldflauga- tilraunir Rússa 1 Barentshafi valda Norð- mönnum áhyggjum Oslo. Norsk stjórnvöld hafa borið fram mótmæli við Sovétríkin vegna tilrauna með eldflaugar, sem þau hafa í vaxandi mæli Iátið gera á Barentshafi. Ríkin tvö eiga um þessar mundir í deilum vegna yfirráða yfir hafsbotninum á þessu svæði. Norðmenn Iíta á þessar 11 daga tilraunir með venjulegar eld- flaugar, sem skotið er af landi fyrir stuttar vegalengdir, sem minniháttar kraftasýningar rússnesku hersveitanna á Kola- skaga, sem tryggir Sovétríkj- unum aðgang að Norður- Atlantshafi. En einnig má líta þannig á, að með þessu séu Rússar að ögra Norðmönnum og minna þá á, að þrátt fyrir yfirráð Norðmanna yfir Spits- bergen og landgrunninu þar í kring, séu tvöfalt fleiri Rússar en Norðmenn búsettir á þessum heimskautaeyjaklasa, og að fleiri rússneskir hermenn séu á norðurslóðum en svari til íbúatölu Norður-Noregs. Þar að auki sé enn eftir að leysa deil- una um yfirráð yfir hafsbotn- inum. Skip hafa fengið fyrirmæli um að halda sig frá svæði um- hverfis tilraunastaðinn, sem er 80 sjómílur í þvermál, u.þ.b. 300 km norðvestur af Nord Kap, sem er nyrsti oddinn á meginlandi Noregs. Svæðið er nokkurn veginn míðja vegu á milli Spitsbergen og sovézku eyjanna, Franz Jósefslands og Novaya Zemlya, en Norðmenn hafa einmitt hugsað sér þar markalínu við skiptingu hafs- botnsins á Barentshafi, þar sem olíulindir gæti verið að finna. En sovézk yfirvöld líta sínum augum á silfrið. Þeir vilja láta draga markalínuna talsvert vestan við miðlínuna, en með því móti fengju þau í sinn hlut 60.000 fermetra af hafsbotns- svæði, sem þeir telja mikilvægt fyrir sig í efnahagslegu jafnt sem hernaðarlegu tilliti. Svæði þetta er í næsta nágrenni við bækistöðvar Atlantshafsflota Rússa og önnur mikilvæg hernaðarmannvirki. Ef olíu- vinnsla myndi hefjast á þessum slóðum, telja þeir hættu á að olíuborpallar og hugsanleg njósnaskip stofnuðu hags- munum sínum í hættu. Samkvæmt ákvæðum alþjóð- legs sáttmála um Spitsbergen hafa Norðmenn ótvíræð yfirráð yfir eyjunum, en hinar 35 þjóð- ir, sem undirrituðu sáttmálann, eiga eigi að siður rétt á að hag- nýta sér auðæfi í jörðu þar. En ágreiningur er um rétt til hag- nýtingar auðlinda neðansjávar. Norðmenn sitja fast við þann keip, en hvergi er kveðið á um þetta atriði sérstaklega, og aðilar ekki á einu máli um hvort kröfur Norðmanna séu réttmætar. í ágúst sl. opnuðu Norðmenn flugvöll á Spitsbergen, þar sem lenda má hvernig sem viðrar, og auk þess bættu þeir reglu- lega flugþjónustu við 1.000 manna nýlendu sína á eyjun- um. Rússar litu þessar fram- kvæmdir óhýru auga og vildu ekki að Norðmenn bættu sam- göngur sínar við eyjarnar ein- hliða. Þeir höfðu áður borið fram mótmæli vegna þessarar flugvallagerðar, og ástæðan fyrir því, að þeim var ekki haldið til streitu að þessu sinni var sú, að þeim var boðinn sér- stakur aðgangur að flugvell- inum. Fyrir skömmu gekk norski sendiherrann í Moskvu í utan- ríkisráðuneytið til að bera fram mótmæli ríkisstjórnar sinnar vegna eldflaugatilraunanna Eftir að hafa rætt við yfirmann Norðurlandadeildar ráðu- neytisins, sagði sendiherrann, að Rússar hefðu sýnt máli sínu mikinn skilning, en neitaði að gefa nokkrar nánari upplýs- ingar. Kjarninn f mótmælum Norð- manna gegn eldflaugatil- raunum Rússa var sá, að far- skipum og veiðiskipum gæti stafað af þeim hætta, og enn- fremur var athygli Rússa vakin á því, að umræður um rétt til landgrunns á heimskautasvæð- unum, væru ekki komnar á lokastig. En um leið og sendiherrann bar fram mótmæli sín f Moskvu, gaf utanríkisráðu- neytið út þá yfirlýsingu, að mótmæli þessi ættu sér enga stoð í alþjóðalögum, sem nýlega hefðu verið samþykkt. Líta má svo á, að mótmælin hafi komið í kjölfar viðræðna, sem hófust í Moskvu f maí sl. Ræddust þar við sjávarútvegsmálaráðherrar Norðmanna og Rússa, Jens Evensen og Alexander Iskyof. Báru viðræður þeirra engan árangur, en ákveðið var að þær hæfust að nýju í nóvember næstkomandi og þá í Osló. Ef til vill má líta þannig á, að með því að efna til þessara eld- flaugatilrauna skömmu áður en síðari hluti viðræðnanna á að hefjast, séu Rússar að láta skína f vígtennurnar ellegar lýsa yfir lítilsvirðingu á kröfum Norðmanna til yfirráða yfir hafsbotninum. Rússar hafa miklum mannafla á að skipa á norðurslóðum, og Norðmenn hafa sýnt af sér hyggilega gætni, m.a. með því að banna NATO-hermönnum öðrum en Norðmönnum að dveljast nyrst í Norður-Noregi. En þetta gæti hins vegar þýtt það, að þau yfir- ráð, sem Norðmenn hafa á pappírnum yfir hluta Barents- hafs, og kröfur þeirra, sem stangast á við kröfur Rússa, muni ekki leiða annað af sér en eins konar fánýtt pappírsgagn, sem enga stoð muni eiga í raun- veruleikanum. Vel kann svo að fara, að al- þjóðlegir dómstólar og aðrir aðilar styðji kröfur Norð- manna, en það mun hafa harla litla þýðingu, þegar um er að ræða að draga til baka landa- mæri Rússa, hvort sem það er ofansjávar eða neðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.