Morgunblaðið - 10.10.1975, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.10.1975, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTOBER 1975 — Ræða Gunnars Framhald á bls. 15 verð og gæði að ræða Þá hefur iðnaðarráðu- neytið ennfremur ákveðið að láta fara fram hið fyrsta athugun á því, hvernig unnt sé að beita opinberum innkaupum beinlínis sem tæki til eflingar iðnþróun Iðnaðarráðuneytið hefur unnið að því að beina innkaupum, vegna framkvæmda á vegum opin- berra aðila, til innlendra framleiðenda Hefur m a verið lögð sérstök áherzla á viðskipti við innlenda framleiðendur vegna þeirra fram-' kvæmda sem hafnar eru á Grundartanga i Hval- firði Ráðuneytið hefur i því sambandi lagt áherzlu á það við stjórn Járnblendifélagsins, að útboðum verði hagað þannig, að íslenzk fyrir- tæki eigi þess kost að bjóða í verk eða einstaka verkhluta og íslenzk iðnaðarframleiðsla njóti for- gangs svo sem kostur er Einnig að stefnt sé að þvi, að mannvirki verði smiðuð og reist af innlendum aðilum, þegar viðunandi boð fást HAGRÆÐING OG FRAMLEIÐNI Á sviði hagræðingamála og framleiðniaukandi aðgerða hefur viða verið unnið gagnlegt starf, og þarf áfram að halda og efla þann stuðning, sem veittur er iðnfyrirtækjum á þessum sviðum. Er þess að vænta að tæknistofnun fyrir iðnaðinn verði merkur áfangi í þeirri viðleitni. Fyrir rúmu ári gerði Iðnþróunarstofnun ís- lands samning við danska ráðgjafastofnun um tækniaðstoð við innlendar skipasmíðastöðvar Framkvæmd þessa verks hófst á s I hausti og er enn haldið áfram Fram til .þessa eru þaðeinkum þrjár skipasmíðastöðvar, sem orðið hafa þeirrar aðstoðar aðnjótandi, en ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að fleiri stöðvar njóti góðs af því starfi, sem hér er unnið og þarf að stefna að því. Á þeim skamma tima, sem liðinn er frá því tækmaðstoð þessi hófst, hefur framleiðni í þeirri stöð sem beztum árangri hefur náð, aukizt um 1 5—20%, sem er afar athyglisvert Fyrir liggur nú i fyrirgreiðslu vegna framhalds á tækniað- stoð Mun ráðuneytið beita sér fyrir þvi að sú beiðni fái jákvæða úrlausn. Ég vék áðan að mótun stefnu um innkaup opinberra aðila til áhrifa á þróun islenzks iðnaðar Það er einnig mikilvægt, að mótuð verði ákveðnari stefna gagnvart íslenzkum skipa- smiðaiðnaði við endurnýjun og aukningu fiski- skipaflota okkar, ekki sizt i endurnýjun og upp- byggingu togaraflotans, sem nú mun gegna vaxandi hlutverki við nýtingu fiskimiðanna innan hinnar stækkuðu landhelgi. Ætti að vera unnt að framfylgja fastmótaðn stefnu i þessum efnum, með lánareglum, veitingu ábyrgða til kaupenda o.fl. Um árabil hefur verið reynt að hafa hér áhrif á með því því að veita kaupendum skipa, sem smiðuð eru innanlands, 10% viðbótarlán um- fram það sem fæst, þegar erlend skip eru keypt Á s I vetri fól ríkisstjórnin Byggðasjóði að hafa lánveitmgar þessar með höndum og er því komin föst skipan á þessi mál Þótt þessi 10% lán skipti verulegu máli fyrir innlendan skipa- smíðaiðnað, verður að gera hér enn betur og móta langtimaáætlun um þörf okkar í þvi skyni að draga úr þeim sveiflum sem hafa verið einkennandi í endurnýjun fiskiskipaflotans og tryggja skipasmíðaiðnaði okkar á þann hátt meiri og jafnari eftirspurn. En það er fleira en nýsmíðin, sem máli skiptir Hin mikla uppbygging skuttogaraflotans hefur aukið mjög eftirspurn eftir hvers konar viðhalds- og viðgerðarþjónustu fyrir þennan flota Ekki er vafi á því, að skipasmíða- og dráttarbrauta- stöðvar þurfa að búa sig sérstaklega undir aukna eftirspurn eftir þessari þjónustu og sérstaklega þarf að húga að því, hvernig unnt sé að flytja inn í landið sem mest af þeim skipaviðgerðum, sem nú fara fram erlendis Að undanförnu hefur einnig verið unnið um- talsvert starf við að efla framleiðni í húsgagna- og innréttingaiðnaði, með fjárhagslegum stuðn- ingi iðnaðarráðuneytisins og Iðnþróunarsjóðs. Hér hefur verið um árangursríkt og gagnlegt starf að ræða, sem án efa stuðlar að því að þessar framleiðslugreinar verði færari en áður til að mæta aukinni erlendri samkeppni. IÐNAÐARMÁLAGJALD Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög um iðnaðarmálagjald, sem fela ? sér, að lagt er sérstakt gjald, 0,1%, á allan iðnrekstur í land- inu, á sama hátt og iðnlánasjóðsgjald og lagt á með því. Tekjur af gjaldi þessu renna til samtaka iðnaðarins í landinu og skal ráðstafað til að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í land- inu. Er þess að vænta, að það aukpa fjármagn, sem samtökin fá með gjaldi þessu, verði til þess að efla starfsemi þeirra til hagsbóta fyrir jákvæða iðnþróun í landinu. — Ræða Sigurðar Framhald á bls. 15 mjög óreglubundin og gerst i stórum stökkum. Enn ein kollsteypan hefur nú gengið yfir Ein afleiðing skuttogarakaupanna verður óhjá- kvæmilega sú, að eftir nokkur ár verður skyndi- lega mjög míkil eftirspurn eftir viðhalds- og viðgerðarvinnu vegna þessara skipa Hér verður um að ræða eftirspurnarsveiflu, sem er bein afleiðing af því að svo mörg skip voru keypt til landsins á svo stuttum tima Það er að sjálf- sögðu mikilvægt að missa ekki þessar viðgerðir úr landi Þess vegna er nauðsynlegt að skipa- smiðastöðvarnar búi sig til frekari átaka á þessu sviði og ekki væri óeðlilegt, að þær yrðu aðstoð- aðar til þess sérstaklega Hins vegar er ástæða til að undirstrika, að það væri ilia farið ef þetta þýðir breytingu á skipan þessarar iðngreinar, þannig að aukning viðgerðarstarfseminnar yrði á kostnað nýsmlðanna. Ljóst er, að þessar tvær hliðar skipasmiðaiðnaðarins þurfa að bera hvor aðra uppi Að undanförnu hafa staðið yfir hagræðingar- aðgerðir i skipasmiðaiðnaðinum, sem beinast að þvi að hagræða og endurbæta skipulagningu verkgangsins í nýsmíðinni. Verkefni þetta er unnið með aðstoð sérfræðinga frá Svejsecentral- en i Kaupmannahöfn i samvinnu við Iðnþróunar- stofnun íslands og er styrkt af Iðnþróunarsjóði og hinu opinbera. Verkefni þetta er i gangi í þremur skipasmiðastöðvum, en öllum fyrir- tækjum í Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja var boðin þátttaka Þar sem þetta starf hefur gefið svo góða raun hefur þess verið farið á leit við iðnaðarráðherra, að hann beiti sér fyrir áfram- haldi á þvi með sömu kjörum og nú, og yrði fleiri fyrirtækjum boðin þátttaka I viðræðum við ráðherrann um þetta mál, sem hann tók mjög vel, beindi hann þeirri ósk til forráðamanna skipasmiðaiðnaðarins, að þeir athuguðu, með hvaða hætti hægt væri að gera átak til úrbóta i skipaviðgerðum. Stjórn Landssambands iðn- aðarmanna vill benda á, að hér hefur iðnaðarráð- herra sýnt afar mikilsverðan skilning á samhengi viðgerða og vöruframleiðslu og sýnir samtök- unum það traust að óska eftir frumkvæði þeirra. Við þessu verða samtökin að bregðast fljótt og af raunsæi og er Landssambandið reiðubúið til að taka þátt í tillögugerð og stefnumótun i þessu sambandi Eins og margoft hefur verið drepið á hér að framan verður iðnaðurinn ávallt þolandinn þegar hinar margnefndu efnahagssveiflur riða yfir Það eina sem getur orðið til þess að auka stöðugleika efnahagslifsins, er að miklu meira tillit sé tekið til iðnaðarins við opinberar aðgerðir, og að stuðlað sé að almennri iðnþróun, sem mundi breikka grundvöll atvinnutifsins Það er skoðun stjórnar Landssambands iðnaðarmanna og hefur lengi verið að ein megin forsenda þess að hægt sé að móta skynsamlega iðnþróunarstefnu, sé að samtök iðnaðarins séu sterk og virk og að samstarf takist með þeim og þeim opinberu aðilum sem móta stefnuna Landssamband iðnaðarmanna hefur gert veru- legt átak til að endurskipuleggja starfsemi sína og leggur mikla áherslu á að samræma starfsemi hinna ýmsu félaga innan sinna vébanda Sterk heildarsamtök eru nauðsyn, en mestu máli skiptir að verkaskipting og samstarf sé með þeim félögum og samtökum sem að iðnaðar- málum vinna Ég vil i þessu sambandi undir- strika sérstaklega þá skoðun mína að heildar- samtökum iðnaðarins sé rétt og skylt að vinna heilshugar saman að þeim málefnum sem þau eru sammála um að séu iðnaðinum til góðs. Núverandi iðnaðarráðherra hefur sýnt mikinn skilning á þessum sjónarmiðum Landssam- bandsins með þvi að ganga svo skelegglega fram i þvi að fá iðnaðarmálagjaldið lögfest á Alþingi Mér er raunar Ijúft og skylt að segja frá þvi hér, að ég er bjartsýnni en oft áður á að álit samtakanna njóti skilnings þar sem mikil breyting hefur orðið á viðhorfum iðnaðarráðu- neytisins gagnvart Landssambandi iðnaðar- manna Það lýsir viðsýni að vilja ráðfæra sig við samtök sem i áratugi hafa viljað gera sitt besta til að láta gott af sér leiða fyrir iðnaðinn Á undanförnum árum hefur verið unnið að gerð iðnþróunaráætlana hér á landi Þegar mikill frumskógur skýrslna hafði safnast saman var skipuð sérstök nefnd, Iðnþróunarnefnd, til að fjalla um og samræma þau álit sem fyrir lágu um leiðir til að efla iðnþróunina Landssambandið var á sinum tima ekki ánægt með skipan nefnd- arinnar vegna þess að enginn fulltrúi var þar skipaður frá löggiltum iðngreinum Þrátt fyrir þetta tel ég þó að starfsemi af því tagi sem iðnþróunarnefnd var fengið sé mjög mikilvægt fyrir iðnaðinn, en ætti fremur að vinna innan vébanda ráðuneytisins sjálfs. Nefndin virðist vera sömu skoðunar þar sem hún hefur ályktað, ,,að iðnaðarráðuneytið þurfi að taka virkt frum- kvæði um samhæfingu starfs allra þeirra stofn- ana og samtaka sem að iðnaði lúta um mótun og framkvæmd iðnþróunarstefnu". Þó að Landssambandið hafi ekki átt fulltrúa i nefndinni og þar af leiðandi ekki átt eins auðvelt með að koma sjónarmiðum sinum á framfæri við hana, hefur á siðasta ári tekist nokkur samvinna með því og nefndinni. Nefndin hefur skilað niðurstöðum sinum og er þar að finna ábend- ingar um mörg atriði sem gætu orðið til eflingar þvi starfi sem samtök iðnaðarins berjast fyrir og m.a verður fjallað um á þessu Iðnþingi. Ekki verður farið út i einstök atriði hér, en stjórn Landssambands iðnaðarmanna fagnar sérstak- lega þeirri niðurstöðu, að þjónustuiðnaðurinn þurfi að eflast i takt við vöruframleiðslugreinarn- ar, svo og að um byggingariðnað skuli vera fjallað sem mikilvægan hlekk i iðnþróuninni. Segja má að það sé nokKuð övenjulegt að byggingariðnaður sé þannig tengdur hug- leiðingum um eflingu iðnaðar Þetta bendir til þess að Landssamband iðnaðarmanna hafi tekist að hafa nokkur áhrif á niðurstöður nefndarinnar enda er þetta fyllilega i samræmi við stefnu þess eins og áður er nefnt. Um þessar mundir er unnið að endurskoðun á lögum um lánasjóði iðnaðarins. í samræmi við þá skoðun Landssambandsins að byggingar- iðnaður og þjónustuiðnaður séu nauðsynlegur hlekkur i iðnþróuninni leggur það mikla áherslu á að þessar greinar sitji við sama borð og vöruframleiðslugreinarnar að þvi er varðar möguleika á fyrirgreiðslu úr sjóðunum. Þvi miður er þessu ekki svo farið i dag og er hætta á, ef ekki verður úr þessu bætt, að þessar greinar standist ekki þær kröfur sem annars væri hægt að gera til þeirra. Fræðslumálin hafa löngum skipað háan sess hjá Landssambandinu. Nefnd sú er skipuð var af fyrrverandi menntamálaráðherra hefur nú leitað umsagnar þeirra aðila atvinnulifsins, sem'málið varðar og hagsmuna eiga að gæta, áður en hún sendir níðurstöður sinar til menntamálaráðherra Stjórn L.I. er efnislega sammála markmiðum tillögunnar og fagnar vilja nefndarinnar til að gera verulegt átak til að lyfta verkmenntun á það stig, að hún hljóti sama sess og önnur menntun i landinu. Stjórnin telur ennfremur, að mörg efnisatriði tillögunnar séu i anda þeirrar stefnu, sem Iðnþing undanfarandi ára hafa mótað, og bendir sérstaklega á skiptingu námsins í náms- brautir og þætti. Landssambandið hefur lengi bent á nauðsyn þess að tryggja atvinnulifinu áhrif á stjórn verk- fræðslunnar og námsskrárgerðar. Það er þvi fagnaðarefni, að tillagan miðar að þessu Ljóst er hins vegar, að þar sem gert er ráð fyrir að lögin verði allsveigjanleg, getur þvi orðið um nokkurn áherslumun að ræða i stýringu á þróuninni. Þess vegna skiptir verulegu máli, hvernig fram- kvæmdaráðið er skipað Þar sem hinar löggiltu iðngreinar eru sá grunnur, sem byggja verður á sýnist stjórninni nauðsynlegt, að þessar greinar hafi veruleg áhrif á hvernig fjármagninu verður dreift til námsbrautanna Landssambandið hefur beitt sér fyrir endurbótum á iðnfræðslunni og haft hana á stefnuskrá sinni allt frá því að það var stofnað árið 1 932. Stjórnin telur þvi, að það þurfi að tryggja Landssambandinu meiri áhrif á stjórnun verkfræðslunnar, en gert er ráð fyrir i tillögunni Á haustþinginu 1 974 var lögð fram tillaga til þingsályktunar um að fela rikisstjórninni að láta endurskoða lögin um iðju og iðnað og leggja fram frumvarp til nýrra iðnaðarlaga fyrir næsta reglulegt Alþingi. I greinargerð með þingsálykt- unartillögunni er teflt fram sem aðalröksemd. að lögin séu gömul og úrelt og að nokkrum sinnum hafi verið gerð tilraun til breytinga á þeim, en aldrei tekist. Endurskoðun á lögum um iðnfræðslu frá árinu 1966 stendur nú yfir'. Ekki er óliklegt að breyt- ing þessara laga muni hafa í för með sér þörf fyrir ákveðnar breytingar á lögum um iðju og iðnað Meðal annars af þessum ástæðum telur Landssambandið ekki óeðlilegt, að hafin verði athugun á nefndum lögum, þar sem hafðar séu i huga hugsanlegar breytingar á ákvæðum þeirra Ennfremur kunna að vera ákveðin atriði, sem breyta þarf vegna aldurs þessara laga. Hins vegar er Landssambandið þeirrar skoðunar, að veruleg breyting á núverandi lög- gjöf um iðju og iðnað sé engan veginn æskileg og gæti beinlinis reynst neytendum hættuleg I þessu sambandi ber að nefna, að enda þótt flutningsmaður bendi á, „að hin Norðurlöndin hafa öll samræmt sin lög um iðnað breyttum aðstæðum", eins og það er orðað i greinargerð, er staðreyndin engu að slður sú, að þeirra löggjöf er talsvert mismunndi og eru norsku lögin likust okkar lögum. Ennfremur er vert að benda á, að raddir eru uppi i Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, sem æskja þess að sett verði löggjöf um iðnaðarmál I þeim löndum, sem gangi í svipaða átt og norska og islenska lög- gjöfin Ég visa á bug fullyrðingum um að lögin standi i vegi fyrir iðnþróur. hér á landi og vara við öllum byltingarkenndum hugmyndum i þessu sambandi. Þá vil ég benda á að aukin menntun og verkkunnátta sem þróast hefur i skjóli lag- anna hefur orðið sú forsenda, sem iðnþróunin hvílir á Góðir áheyrendur. Nú er i fyrsta sinn gengið til Iðnþings eftir að lögum Landssambands iðnaðarmanna var breytt Undirbúningur þings- ins er nú með öðrum hætti en áður. Sérstakar nefndir skulu vinna að undirbúningi þess og koma með tillögur um ályktanir. Stefnt er að þvi að stytta Iðnþing, en gera það jafnframt áhrifa- meira með því að senda þingfulltrúum drög að ályktunum fyrirfram Þetta þing hefur að mestu verið undirbúið á þennan hátt og hefur verið gengið frá drögum að flestum ályktunum þess. Mun þingiðfjalla um margvisleg málefni, sem eru mikilvæg fyrir iðnaðinn Ég hef þegar minnst á nokkur atriði, sem munu verða rædd á þinginu en auk þeirra má nefna margvísleg aðstöðumál iðnaðarins, svo sem skattamál, tollamál og verð- lagsmál. Ennfremur verður fjallað um ýmis önnur málefni og má þar nefna útflutnings- og markaðsmál, innkaup opinberra aðila, tækni- þjónustu iðnaðarins, iðnminjasafn o.fl. Að endingu vil ég vona að Iðnþinginu megi takast að afgreiða þau margvislegu mál sem fyrir það eru lögð af viðsýni og marki þannig nokkur spor fram á við þjóðinni til hagsældar 36. IðnþingiS er sett. Nú er skákmótinu f Mflanó Iokið, og fór svo að Iokum, að heimsmeistarinn, A. Karpov, bar sigur úr býtum. Hann sigraði L. Portisch f einvfgi um fyrsta æstið með 3,5 v. gegn 2,5. Einvfgi þeirra Petrosjans og Ljubojevic um 3. og 4. sætið lauk hins vegar með jafntefli, 3—3. Enn hafa engar skákir borizt frá úrslitakeppninni, en f þessum þætti verður birt ein skák frá mótinu. f>ar eigast við tveir heimsfrægir stórmeistar- ar, sem oft hafa eldað grátt silfur saman. Petrosjan fyrr- verandi heimsmeistari varð f 3.—4. sæti í mótinu sem fyrr segir, en andstæðingur hans f þessari skák, júgóslavneski stórmeistarinn S. Gligorie varð að láta sér nægja 8.—11. sæti. Hvítt. T. Petrosjan Svart: S. Gligoric Kóngsindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — Bg7, 4. e4 — d6, 5. f3 (Petrosjan er einn fremsti kennari í Sömisch-afbrigðinu,. og ekki er þetta í fyrsta skipti sem hann beitir því gegn Gligoric). 5. — O-O, 6. Be3 — e5, 7. d5 — c6, (Annar möguleiki er hér 7. — c5, en yfirleitt leiðir sá leikur til mjög hvassrar taflmennsku á báða bóga). 8. Bd3 (Leikur Polugajevskys. Einnig er leikið hér 8. Rge2 og 8. Dd2). 8. — cxd5, 9. cxd5 — Rh5, (Algengara og sennilega betra er hér 9. — Re8. Eftir textaleik- inn á svartur í nokkrum erfið- leikum með að koma riddaran- um í virka stöðu). 10. Rge2 — f5,11. exf5 — Bxf5, (11. — gxf5 kom ekki síður til greina. Nú fær hvítur góðan reit fyrir riddara á e4). 12. 0-0 — Rd7, 13. Re4, 14. R2g3 — Kh8, (Svartur reynir að þrýsta á peð- ið á d5, en hans eigið peð á d6 er þó veikara. Ef til vill var bezt að leika hér 14. — Hc8). eftir JÓN Þ. ÞÓR 15. Bc2 — Rb6, 16. Bb3 — Hc8, 17. Dd2 — Rc4, 18. Bxc4 — Hxc4. (Svörtum hefur tekizt að losa sig við hvíta kóngsbiskupinn, en staða hans er þó mjög við- sjárverð ef ekki töpuð. Peðið á d6 er slæmur veikleiki, og nú nær hvítur yfirráðum á c- línunni). 19. b3 — Hc8, 20. Hacl — Hxcl, 21. Hxcl — Bh6,22. Khl! (Losar sig við allar hættur vegna „fráskáka“ riddarans). 22. —a6, 23. a4 — Bg7, 24. a5! — Dd7, 25. Bb6 (Nú nær hvítur „sjöntunni“ og þá eru úrslitin ráðin). 25.—Kg8, 26. Hc7 — Dd5, 27. Rxd6 — Dxd5, 28. Dxd5 — Rxd5, 29. Hxb7 (Hvítur hefur unnið peð og nú er vinningurinn aðeins tæknilegt atriði). 29. — Bd3, 30. h3 — h5, 31. Rge4 — Bh6, 32. h4 — Bcl, 33. Bc5 — Rf6, 34. Rg5 — Bxg5, (Svartur mátti ekki leyfa Re6). 35. hxg5 — Rd5, 36. b4 — Rc3, 37. b5! (Lokasóknin. Svartur má ekki drepa með manni á b5 þar sem hrókurinn á f8 „hangir" eftir Rxb5) 37. — axb5, 38. a6 — Bc4? (Fingurbrjótur en staðan var gjörtöpuð). 39. Rxc4 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.