Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTOBER 1975 Narteinn út nm áramót ÞÝZKA liðið Kickers Offenbach bauð i gær Marteini Geirs- syni að koma til félagsins um áramóti og leika með þeim sem atvinnumaður. Ekki er enn farið að ræða formlega um samning, en Marteinn sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að það væri Ijóst að Offenbach vildi fá hann, spurning- in væri hvað þeir byðu vel. — Ég lék æfingaleik með aðalliðinu gegn varaliðinu i dag, sagði Marteinn, og átti allsæmilegan leik held ég. Þjálfarinn hrósaði mér að minnsta kosti fyrir frammistöð- una, en benti réttilega á það að úthaldið væri ekki nógu mikið. Við unnum þennan leik 5:1 og ég átti stærsta þáttinn i fyrsta markinu. Þeir létu mig leika sem tengilið og þó ég hafi ekki leikið þá stöðu lengi þá var mesta furða hvernig þetta gekk. Þýzku blöðin hafa talsvert skrifað um komu Marteins til Offenbach og þá um hann sem nýja leikmanninn hjá liðinu. Þess má geta að knattspyrnumarkaðurinn er lokaður i V-Þýzkalandi fram að áramótum. Skagamenn leika líklega á Melaveliinnm ALLAR LÍKUR benda til þess að við leikum heimaleik okkar gegn Dynamo Kiev á Melavellinum þann 5. nðvember, og þá í flðð- Ijðsum, sagði Gunnar Sigurðsson formaður Knattspyrnuráðs lA er við ræddum við hann í gær. — Við höfum reynt að semja við Sovétmennina um breytta leik- daga, en það gengur hreinlega ekkert og f fyrradag fengum við skeyti frá þeim þar sem þeir sögð- ust ekki vilja né geta breytt Ieik- Ármann á Akureyri 1. deildarlið Ármanns í hand- knattleik leikur við lið KA og Þórs á Akureyri um helgina. 1 kvöld mæta Ármenningar liði KA í íþróttaskemmunni og hefst leikurinn klukkan 20.15. Á morgun klukkan 16 hefst leikur Armanns við Þór í skemmunni og á sunnudaginn kl. 13 hefst á sama stað hraðkeppni á milli félaganna. dögum þeim sem Evrðpuknatt- spyrnusambandið hefur ákveðið fyrir 2. umferð Efvrðpukeppni félagsliða f knattspvrnu. Skagamenn könnuðu það í gær hvort Melavöllurinn væri ekki löglegur til leikja i Evrópukeppni og komust að raun um að svo er, en með lítilsháttar lagfæringum þó. Girða þarf leið leikmanna og dómara frá vellinum að búnings- herbergjum eins og gert var I Keflavík fyrir leikinn gegn Dundee á dögunum. Aðrar breyt- ingar eru ekki nauðsynlegar á gamla góða Melavellinum, sem Baldur Jónsson vallarstjóri sagði í gær að yrði í eins góðu ástandi og veður framast Ieyfði er leikur- inn færi fram. Reikna má með að leikur ÍA og Dynamo Kiev verði einn síðasti stórleikurinn, sem fram fer á Melavellinum, þar sem ráðgert er að nýta vallarsvæðið undir bók- hlöðu. Það eru heldur ekki gestir af lakari endanum sem leika þennan leik því Dynamo Kiev get- ur státað af titlinum „bezta lið Evrópu." Geir Hallsteinsson: REYKJAVIKURMEISTARAR VIKINGS 1975 — Fremrt röð frá vinstri: Erlendur Hermannsson, Stefán Halldórsson, Rósmundur Jónsson, Páll Björgvinsson, hinn bikarvani fyrirliði liðsins, Eggert Guðmunds- son, Jón Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. Aftari röð: Jón Aðalsteinn Jónasson formaður Víkings, Hannes Guðmundsson formaður handknattleiksdeildarinnar, Þorsteinn Jóhannsson, Sigfús Guðmunds- son, Þorbergur Aðalsteinsson, Skarphéðinn Óskarsson, Ólafur Jónsson, Viggó Sigurðsson og Karl Benediktsson þjálfari. (Ljósm. RAX). Víkingar meistarar en KR seldi sig dgrt KR-INGAR sýndu það og sönnuðu f fyrrakvöld að það var engin til- viljun að liðið komst i úrslit Reykjavfkurmótsins. Að vfsu töp- uðu KR-ingar úrslitaleiknum fyr- ir Vfkingi með 16 mörkum gegn 19, en leikurinn var hnffjafn allt fram á sfðustu mfnúturnar og eins marks sigur Vfkinga hefði f rauninni gefið réttari mynd af leiknum. Víkingar urðu sem sé Reykja- víkurmeistarar og er þetta þriðji meistaratitillinn, sem handknatt- leiksmönnum félagsins hlotnast á sex mánuðum. Fyrst urðu Víking- arnir íslandsmeistarar inni, þá ut- anhússmeistarar og nú Reykja- víkurmeistarar. Víkingsliðið er líklegt til enn meiri afreka, án þess að meira sé sagt. Á laugar- daginn leika Víkingarnir gegn FH og er þar um meistarakeppni í handknattleik að ræða. Verður fróðlegt að fylgjast með þeirri viðureign og ef til vill má af henni draga einhverjar ályktanir um hver verður þróunin í því íslandsmóti, sem hefst á miðviku- daginn, þó aðeins sé í rauninni um vináttuleik að ræða. Víkingar leiddu lengst af fyrri hálfleiknum gegn KR, en aldrei var munurinn þó mikill. Mestur var hann 2 mörk, en á milli náðu KR-ingar að jafna. Seinni hálf- leikurinn var svo enn jafnari. í hálfleik hafði staðan verið 9:8 fyr- ir Víking, en strax eftir nokkurra mínútna leik höfðu KR-ingar jafnað 12:12. Vesturbæjarliðinu tókst aldrei að komast yfir í leikn- um, Víkingarnir voru alltaf fyrri til að skora, en jafnt var á öllum tölum upp í 15:15. Þá loks tóku Víkingar af skarið og innsigluðu sigur sinn með því að komast f 17:15. Lokatölur urðu svo 19:16. Með örlítilli heppni hefðu KR- ingar átt að geta komizt yfir í siðari hálfleiknum og þá er ekki gott að segja hvernig leikurinn hefði farið. KR-liðið er að meiri- hluta skipað ungum leikmönnum, sem ættu að geta náð Iangt f 2. deildinni í vetur — jafnvel alla leið upp í 1. deild. Hilmar Björns- son er heilinn í leik liðsins og var hann drýgstur KR-inga í þessum leik, en var greinilega orðinn ör- þreyttur síðustu mínútur leiksins. Símon Unndórsson er lofandi leikmaður og þá ekki sfður Sig- urður Páll, sem skoraði lagleg mörk úr hornunum í leiknum. Ekki má gleyma þætti markvarð- ar KR, Emils Karlssonar, en Emil stóð sig mjög vel í leiknum. Þorbergur Aðalsteinsson var í aðalhlutverki f Víkingsliðinu að þessu sinni og skoraði 7 mörk í leiknum. Stærri stjörnur Víkings- liðsins féllu í skuggann fyrir Þor- bergi að þessu sinni og er það talandi dæmi um þá góðu breidd, sem er í Víkingsliðinu. Stefán Halldórsson er greinilega að ná sér á strik á nýjan leik, það sýndi hann í fyrrakvöld þó hann skoraði ekki nema 3 mörk. Páll Björgvins- son var tekinn úr umferð allan leikinn og gat því lítið beitt sér í leiknum. Mörk KR: Hilmar 6, Simon 4, Sigurður 3, Þorvarður 1, Kristinn 1. Mörk Víkings: Þorbergur 7, Stefán 3, Viggó 3, Páll 2, Sigfús, Ólafur og Erlendur 1 hver. KR-FH- landsliðið Hngsað í metrom og milljónnm í Laugardalnnm ÞESSA dagana Ieiða menn ekki hugann að metum eða sentimetrum, mörkum eða mínútum þegar minnst er á Laug- ardalsvöllin. Nú eru það milljónir og kílómetrar, sem hugsað er um í þeim herbúðum. í vikuiini iii'ó'usl lran.kvæmd- ir við endurl ætur á Laugar- dalsvellinum og er áætlað að kostnaðui ve.;na þeirra nemi rúmum 11 milljónum. Skipt verður um jarðveg á vellinum og sett í hann ný affallsrör, sem samanlagt eru 3Í4 kílómetri á lengd. Reynt verður að tyrfa völlinn að nýju í haust, en ef það tekst ekkL vegna veðurs verður það gert strax og veður þannig að unnið er að fram- kvæmdum í Laugardalnum þessa dagana, sem vart munu kosta undir 26 milljdaum króna. — Það er mikið fyrirtæki, sem Reykjavíkurborg ræðst í með þessum framkvæmdum, sagði Baldur Jónsson vallar- stjóri í viðtali við Morgunblaðið f gær. — Það er enginn völlur á Norðurlöndum, sem eins mikið álag hefur verið á undanfarin ár. Nýr grasvöllur verður tek- inn í notkun næsta sumar og þá breytast viðhorfin mjög. Ég vona að fólk geri sér grein fyrir þvf hve mikið Reykjavíkurborg gerir fyrir sitt íþróttafólk, þess- ar framkvæmdir sem nú standa yfir, eru aðeins lítið brot af þvi sem gert er á hverju ári, sagði Baldur að lokum. GEIR Hallsteinsson er þjálfari KR-inga, hann er leikmaður með FH og var auk þess valinn f lands- liðið á dögunum, en gaf ekki kost á sér. Við ræddum við Geir um þessi þrjú lið að loknum leik KR- inga gegn Víkingum á miðvikudaginn. 1. LIÐ KR. — Ég er mjög ánægður með frammistöðu KR- inganna f þessu móti, sagði Geir. — Við hefðum átt að komast yfir þegar staðan var 15:15 og sex mfn- útur voru til loka, ef það hefði tekizt er ekki gott að segja hver úrslitin hefðu orðið. Við ætlum okkur stóra hluti í vetur, en gerum okkur þó grein fyrir að baráttan verður erfið. Lið eins og IR, KA og Þór eru alltaf erfiðir IR vann Þrótt með 9 mörkum EKKI var búizt við því að IR- ingar færu eins létt með Þróttara og raunin varð á er liðin mættust í leik um 5. sætið í Reykjavíkur- mótinu í fyrrakvöld. (Jrslit leiks- ins urðu 24:15 ÍR í vil og voru iR-ingarnir sterkari á flestum sviðum handknattleiksins í síðari hálfleik þessa leiks. Þróttarar eru nýliðar í 1. deildinni, en iR-ingar féllu niður í 2. deild í fyrra. andstæðingar, já reyndar öll lið ( 2. deildinni. 2. LIÐ FH. — Ég hef trú á að FH-ingar verði í fremstu röð f vetur eins og mörg undanfarin ár. Vfkingur og Valur verða sömuleiðis örugglega framarlega f flokki og ég er sérstaklega hrif- inn af Vfkingunum, sem eru að ná upp mjög sterku liði. Þeir hafa „eitraða“ leikmenn f sfnum röðum — Stefán, Pál, Viggó, Þor- berg. 3. LANDSLIÐIÐ. — Ég vil helzt ekki ræða afstöðu mfna til Iandsliðsins opinberlega. Ég er óánægður með ýmsa þætti starfs- ins, en ástæðan fyrir þvf að ég gaf ekki kost á mér í leikina gegn Póllandi var fyrst og fremst sú, að ég tel mig ekki vera f nægilega góðri æfingu. Keppnistfmabilið er þó aðeins rétt að byrja og það má vel vera að afstaða mfn breyt- ist þegar Ifður á, sagði Geir að lokum. Ieyfir næsta vor. Aætlað er að völlurinn verði leikhæfur um miðjan júní næsta sumar. Kominn er til landsins gúmmídúkur, sem á að ieggja á hlaupabrautirnar í „Baldurs- haga“, íþróttasalnum undir stúku vallarins. Kostnaður við þennan dúk þegar hann verður kominn á sinn stað er áætlaður rúmar 5 milljónir. Svo áfram sé haldið að hugsa í metrum og milljónum, þá er gúmmídúkur- inn, sem á að auðvelda allar æfingar í salnum samanlagt 640 metrar á lengd. Þá er unnið við að girða af íþróttasvæðið í Laugardalnum og á þeim framkvæmdum að vera lokið um mánaðamótin. Þær framkvæmdir er reiknað með að kosti 10 milljónir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.