Morgunblaðið - 23.10.1975, Síða 26

Morgunblaðið - 23.10.1975, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1975 Minning: Halldór Erlendsson íþróttakennari Fæddur 16. marz 1919 Dáinn 14. október 1975. Halldór Erlendsson vinur minn andaðist á Landakotsspítalanum 14. okt. sl.l., eftir langvarandi veikindi. Útför hans fer fram í dag frá Fossvogskirkju kl. 15.00. Andlát Halldórs kom mér ekki á óvart. Ég hafði fylgzt með hetju- legri baráttu hans við þann ólæknandi sjúkdóm, sem varð hans banamein. Fyrir um það bil fimm og hálfu ári veiktist Halldór, og þá þegar varð honum ljóst hvert stefndi. Öll þessi ár bar hann veikindi sin af slíkri karlmennsku og æðruleysi, að enginn, sem ekki þekkti til, gat merkt annað en hér færi fullfrfsk- ur maður. Það er sárt að missa sinn bezta vin og erfitt til þess að hugsa að hitta hann ekki oftar. Halldór var aðeins 56 ára, er hann lézt. Kynni okkar Halldórs hófust norður í Miðfirði á fögrum sumar- degi árið 1962, þar sem við vorum saman við laxveiðar, ég sem byrj- andi en hann sem leiknasti ef ekki færasti maður þessa lands i þessari iþrótt. Mörg sameiginleg áhugamál drógu okkur saman. Veiðiferðir í ýmsar ár, þó oftast i Sogið, en það var uppáhaldsá Halldórs. Halldór var mikill náttúruunnandi, og þessar ferðir okkar voru ekki ein- göngu farnar til veiða, ekki siður til að njóta hvíldar í fögru umhverfi. Margar ánægjustundir á ég úr þessum ferðum og gott er að eiga þær minningar. Halldór var mjög góður félagi, sem miðlaði af sinni reynslu og miklu þekkingu á eðlilegan hátt. Dramb eða hroka átti hann ekki til. Ég man hversu hann gladdist, er mér gekk vel við veiðarnar. Hann lagði sig fram við að kenna mér að kasta flugu, en það var sú veiðiaðferð, sem hann mat mest. Það var gaman að vera í návist Halldórs við veiðar. Ég naut þess að horfa á þennan stælta og spengilega mann, hve fimlega hann fór með stöng og línu. Það var fullkomið samspil. Hann var öllum mönnum fisknari, en yfir þvi var hann ekki að miklast. Ógleymanlegar eru mér þær ánægjustundir, sem við áttum saman á heimilum hvors annars, þar sem við röktum minningar frá liðnum sumrum og ræddum ýms önnur áhugamál. Halldór hafði frábæra frásagnarhæfileika svo að maður lifði sig inn í frásögn- ina. Athygli hans og minni var einstakt. Þessar stundir voru því miður alltof fáar vegna anna okkar beggja. Halldór Erlendsson fæddist á Isafirði 16. marz 1919. Hann var sonur hjónanna Erlends Jóns- sonar skósmiðs og Gestinu Guðmundsdóttur. Gestína er á lifi. Hann var elztur 8 systkina. Halldór var snemma framgjarn og fljótt komu í ljós hæfileikar hans og dugnaður. Á þeim árum var ekki auðvelt fyrir fátækan pilt að koma sér áfram. Halldór lauk prófi frá Kennaraskóla ís- lands 1938, þá 19 ára. Sama ár fór hann til Kaupmannahafnar til náms við Statens Gymnastik- Institut. Þaðan lauk hann prófi sem fþróttakennari. Að námi loknu kenndi Halldór leikfimi við Kgl. Blindeinstitut. Þá kenndi hann einnig sund. Árið 1940 fór Halldór aftur heim til tslands og gerðist kennari við barnaskólann á ísafirði 1940—1945. Árið 1945 flytur hann svo til Reykjavíkur og gerðist kennari við Miðbæjar- barnaskólann. Þar kenndi hann smíðar og leikfimi. Síðar kenndi Halldór við ýmsa skóla leikfimi og smíðar, og til dauðadags var hann kennari við Álftamýrarskólann. Starfi sínu sem kennari gegndi hann af þeirri ástundun og samvizkusemi, sem honum var í blóð borin. 18. október árið 1942 kvæntist Halldór Arndfsi Ásgeirsdóttur frá Blönduósi. Foreldrar hennar voru hjónin Asgeir Þorvaldsson múrarameistari og Hólmfríður Zóphoníasdóttir. Þau eru bæði látin. Arndís og Halldór eignuð- ust fjögur mannvænleg börn, þau Asgeir, Sigriði, Erlend og Ásu. Þá var Halldór stjúpsyni sínum Hrafni sem faðir. Hjónaband þeirra Arndísar og Halldórs var mjög farsælt og voru þau hjón í hvívetna mjög samhent, enda bæði frábærar manneskjur. Þau eignuðust fagurt heimili að Mávahlið 41, og þangað var gott að koma. Gest- risni og hlýtt viðmót löðuðu mann að heimilinu. Halldór var mikill áhugamaður um veiðiskap eins og fyrr getur og fór snemma að lag- færa sínar eigin veiðistengur, siðan einnig veiðistengur vina sinna. Þetta varð upphafið að Sportvörugerðinni. Um 11 ára bil hefur Halldór starfrækt það fyrir- tæki heima hjá sér jafnhliða sínu kennarastarfi. Oft var vinnu- dagurinn Iangur, þvi unnið var af alhug. Halldór kappkostaði að vera með sem beztar vörur. Hann fékk umboð fyrir ýmis heimsfræg sportvörufyrirtæki. Þá framleiddi hann ýmsar sportvörur sjálfur, en þó mest af veiðistöngum. Mjög vandaði hann stengur sinar og voru þær honum mikið metnaðar- mál. Enda hafði hann þá reynslu til að ná góðum árangri. I þetta lagði hann mikla vinnu og þolin- mæði. Og hann uppskar laun erfiðis síns, þvi Hercon-stengur, en því nafni nefndi hann þær, eru afbragðs veiðistengur. Mikið ann- ríki var oft á heimilinu vegna þessa fyrirtækis og oft vann öll fjölskyldan f framleiðslu eða við afgreiðslu. Margur veiðimaðurinn hefur lagt leið sina upp í Máva- hlíð til áð verzla eða fá góðar ráðleggingar hjá Halldóri. Þeim ráðleggingum var óhætt að treysta. Erfitt hefði allt þetta verið fyrir Halldór, ef hann hefði ekki átt slíka mannkostakonu sem Arndísi, sem jafnhliða húsmóður- störfunum tók virkan þátt i rekstri fyrirtækisins. Arndís tók veikindum Halldórs með mikilli hugprýði og stillingu og gerði allt til að gera honum þjáningarnar sem léttbærastar. Og hún var hjá honum er hann lézt. Kæra Arndfs og kæru börn, um leið og þið kveðjið traustan eigin- mann og góðan föður, sem allt vildi fyrir ykkur gera. Mann, sem helgaði ykkur líf sitt og hafði alltaf efst í huga velferð ykkar. Hann var strangur, réttlátur, dulur, en undir þeirri skel, sem hann brynjaði sig með, var góður drengur. Við hjónin sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur í ykkar miklu sorg. Með Halldóri er horfinn af sjónarsviðinu óvenjulegur maður. Hann var fríður sýnum og bjó yfir miklum persónutöfrum. Hann var mjög fjölhæfur, áhugamál hans voru nærri ótakmörkuð og dugnaðar- og drengskaparmaður var hann með fágætum. Að lokum vil ég þakka forsjóninni, að ég skyldi eignast vináttu slfks manns sem Halldór Erlendsson var. Minning um góðan vin er dýr- mæt og gleymist ekki. Kjartan Sveinsson. Þegar við kveðjum hinsta sinni vin okkar og samstarfsbróður, Halldór Erlendsson, kennara, kemur margt í hugann. Hæst ber þó minninguna um góðan dreng, sem ekki verður frá þeim tekin sem eftir lifa. Halldór kom sem kennari í Álftamýrar- skóla haustið 1969 þá reyndur mjög í sínu starfi sem fljótt var séð. Það var engin sýndar- mennska hvorki f því né öðru sem Halldór vann. Persónuleiki Hall- dórs var sterkur og báru allir virðingu fyrir honum, hvar sem hann fór, jafnt ungir sem aldnir. Halldór var traustur, heilsteyptur og farsæll maður, Vestfirðingur að ætt og minntist hann oft heimahaganna með lotningu og þvf hugarfari, sem sannir menn bera til ættjarðar sinnar, til þeirra staða er fyrstu sporin voru gengin og mjúk móðurhönd vísaði veginn og hvatti til dáða og dreng- skapar. Það er ávinningur að kynnast mönnum eins og Halldóri, ráð- hollum og raungóðum. Hann var hress í bragði ákveðinn í skoðun- um og rökfastur í málflutningi. Það var aldrei nein hálfvelgja, hvorki f hugsun né athöfn þar sem Halldór fór. Við samkennarar Halldórs úr Álftamýrarskóla söknum hans úr hópnum. Söknum mannsins, sem var okkur hjálpsamur, velviljaður og trúr. Söknum hans bæði úr leik og starfi. En þótt Halldór færi úr þessum heimi fyrir aldur fram, eins og margir aðrir, þýðir ekki um það að fást. Hver verður sínu kalli að hlýða. En raunabót er þeim, sem eftir lifa, að eiga minningu um góðan dreng. Við vottum konu Halldórs, börnum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Að lokum þökkum við Halldóri allt, sem hann var okkur og vonum að gæfan fylgi honum handan landa- mæranna eins og hún gerði hér. Kennarar Álftamýrarskóla. Það varð mikil svipbreyting á fundi í Fulltrúaráði Stangaveiði- félags Reykjavíkur nú nýlega, er þar var ósetið eitt sæti, sem aldrei fyrr hafði verið autt frá stofnun ráðsins. Okkar ágæti félagi Hall- dór Erlendsson var rúmliggjandi á sjúkrahúsi og þvf ófær um að mæta á fundinum, hinn ferski andi þessa tillögugóða fyrirmynd- arfélaga, sem oftast lagði gott til allra mála með sinni einstöku rök- fimi, tillitssemi og festu, var ekki til staðar, þess urðu allir varir er þennan fund sátu. Nú þegar við stöndum frammi fyrir staðreyndum um stríð lífs og dauða, setur mann hljóðan og hugurinn hverfur aftur f tfmann er kynni okkar Halldórs hófust. Það munu vera allt að 30 ár síðan ég fyrst minnist Halldórs, þá sem smíðakennara við Mið- bæjarbarnaskólann f Reykjavík. Það fór ekki milli mála, að þar var á ferðinni slíkur einstakur hag- leiksmaður að fáir munu finnast. Með smíðakennslu stundaði Hall- dór þá útskurð á hillum, sem nú prýða mörg íslensk heimili, og varð það úr, að ég fór að aðstoða Halldór við þessar smíðar. Mér er sérstaklega minnisstæð sú stund er Halldór kom eitt sinn og færði mér að gjöf útskurðarjárn, sem á þeim tíma var mjög erfitt að fá. Hef ég oft hugsað til Halldórs sfðar með sérstökum hlýhug fyrir að hann skyldi öllum á óvart koma og gleðja unglinginn og gera hann að stóreignamanni þar sem ekkert var til fyrirstöðu að mæta lífinu með útskurðar- járnum einum saman, en aldur og þroski breyttu þeirri hugsun sfðar. Næst þegar leiðir okkar lágu saman að nýju við störf fyrir Stangaveiðifélag Reykjavíkur, þar sem Halldór hafði þá starfað um nokkurt skeið og verið þar sem áður einn hinna ötulustu félagsmanna, fann ég strax eigin- leika kennara mfns og vinar frá fyrri tíð, góðmennskuna, dugn- aðinn og starfsviijann sem þá var endurborinn á nýju sviði, þar sem hann vann að uppbyggingu á námskeiðum í flugukastkennslu svo og öðrum stangarköstum, einnig hafði Halldór þá hafið smfði á veiðistöngum og áhöldum til þeirrar greinar, og átti ég þvf láni að fagna að fá að kynnast því af eigin raun, að áhöld hans stóð- ust fyllilega alla samkeppni bestu erlendrar vöru — sem framleidd var við fullkomnustu tækni og aðstæður. Hefur þessi framleiðsla síðan verið landsþekkt um langt árabil, og fyrirtæki hans orðið með þeim umsvifamestu í þessari grein, sem og einnig hefpr spar- ast mörg krónan fyrir veiðimann- inn og þjóðarbúið vegna hinnar innlendu framleiðslu. Eins og áður er sagt var Halldór um langt skeið forsvarsmaður kastnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, og sá þá um að byggja kennslu og æfingar upp á þann hátt sem nú er. Halldór var sérstakur áhugamaður um þessa grein og ber ferill hans þess greinileg merki þar sem hann var næstum ósigrandi um langt árabil í fjölmörgum greinum kastkeppn- innar bæði hérlendis og erlendis. Þekking hans-á þessu svo og því er áður er getið færðu Halldór í hóp okkar bestu stangveiðimanna hvort heldur var um silungs- eða laxveiðar. Naut Halldór þess sér- staklega þegar hann var kominn með veiðistöng í hönd, hvort heldur var við veiðiá eða vatn, og varð því bæði fengsæll og farsæll veiðifélagi og ég er fullviss um að margur lítur til baka til þeirra hamingjustunda sem þeir hafa átt með Halldóri Erlendssyni. Þótt oft sé sagt að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur, á þetta ekki við að öllu leyti í Stangaveiðifélagi Reykja- víkur, því traust það og virðing sem Halldór átti hjá þorra félags- manna á sér engan Iíka, og var það staðreynd fyrir störf hans í þágu félagsins. Við eigum eftir að finna fyrir tómi víða I félaginu þar sem hann hefur komið nærri hvort heldur er í yfirstjórn, rit- stjórn eða á vettvangi kastnefnd- ar, það verður vandfyllt það skarð er eftir situr. A þessari bænar- og þakkar- stund viljum við allir félagar í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur svo og aðrir stangveiðimenn þakka þann ómælda tfma og vel unnin störf sem hann hefur fyrir okkur gert. Þó viljum við sérstaklega þakka eftirlifandi eiginkonu Halldórs, frú Arndísi Ásgeirsdóttur, og fjöl- skyldu þeirra fyrir þá fórnfýsi og tíma sem heimilið hefur orðið að sjá af Halldóri vegna þeirra starfa er hann vann fyrir okkur. Það framlag verður seint fullþakkað, og sá tfmi kemur ekki aftur, með þvf sendum við ykkur öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur, og megi guðs blessun hvíla á störfum ykkar og samstöðu f framtíðinni þvf þannig varðveitum við best endurminninguna um góðan heimilisföður, félaga og vin. Axel Aspelund Halldór Erlendsson var einn þeirra manna, sem vegna fjöl- breyttra hæfileika skapfestu og mannkosta hefði með sóma getað gegnt hvaða stöðu sem var í þjóð- félaginu. Hann valdi sér kennslu að ævistarfi og var það vel. Fáum stéttum mun meiri þörf en kennarastéttinni á úrvalsmönn- um. Halldór lauk kennararpófi 1938, þá hélt hann til Kaup- mannahafnar og stundaði íþrótta- nám í Statens Gymnastik-Institut. Árið 1939—40 kenndi hann leik- fimi og sund í Köfn. Árin 1940—45 var hann kennari við barnaskólann á Isafirði, en þar var hann fæddur og upp alinn. Ég minnist enn okkar fyrstu samfunda í Miðbæjarskólanum haustið 1945, þegar hann var að hefja þar störf. Mér virtist strax ljóst, að þessi myndarlegi kennari mundi reynast vel í starfi og reynslan' leiddi f ljós að mér hafði ekki missýnst. Mestan áhuga hafði Halldór ætíð haft á kennslu íþrótta og handavinnu. I öllu verklegu var hann mjög útsjónarsamur og allt slíkt lék í höndum hans. Skömmu eftir að hann kom að Miðbæjarskólanum voru unglinga deildir stofnaðar við skólann. Halldór kenndi drengjum í þeim deildum leikfimi og handavinnu þar til skólinn var lagður niður 1969. Þá fluttist hann að Álfta- mýrarskólanum. Eitt ár af þeim 24 árum, sem Halldór var kennari við Miðbæjarskólann var hann í orlofi, og kynnti sér leikfimi- og handavinnukennslu erlendis. Mikið happ var það fyrir skól- ann að fá slíkan kennara sem Halldór var til að kenna drengjunum bæði leikfimi og handavinnu, þess vegna mynduð- ust nánari kynni milli kennarans og nemenda. Slfk kynni eru mjög mikilvæg. Leikfimi og handavinna eru oft nefndar aukagreinar. Mjög er það algengt að nemendur telja sér bera minni skyldu að sækja þær en bóklegar greinar. Brátt varð nemendum Halldórs ljóst að þeim hélst ekki uppi að vanrækja þær greinar sem hann kenndi. Sjálfur rækti hann starf sitt af stakri reglusemi og þess sama krafðist hann af nemendum sínum. Hvorki var hátt til lofts né vítt til veggja í smfðastofu Halldórs, enda upphaflega geymsla. Með út- sjónarsemi og góðu skipulagi tókst hönum að gera vinnuskil- yrði þar furðu góð. Drengirnir smfðuðu margs kon- ar smáhluti úr málmi og fleiri efnum, einnig smíðuðu þeir ein- föld eðlisfræðiáhöld. Handavinna þessi var þroskandi og vinsæl af nemendum. Halldór var án efa f fremstu röð íslenskra leikfimikennara. Bene- dikt Jakobsson, íþróttakennari, sem árum saman var prófdómari í leikfimi drengja, sagði Halldór ná frábærum árangri f leikfimi- kennslu. Það sem einkenndi kennslu Halldórs var, hve hún var hnit- miðuð, allar leiðbeiningar skýrar og ákveðnar. Hann ætlaðist til að hver nemandi legði sig fram, hver eftir sinni getu, hvort sem um var að ræða leikfimiæfingu eða smíðisgrip. Hann umgekkst nemendur sfna frjálslega og sem félaga, enda naut hann almennrar virðingar þeirra og vinsælda. Oft hafði Halldór umsjón með skemmtunum og ferðalögum nemenda. Þegar Halldór var með f skfða- eða skólaferðum var hann ætíð sjálfkjörinn stjórnandi enda þaulkunnugur öllu sem að útilífi laut. Fyrir öllu var hugsað áður en Iagt var af stað. Litið var eftir búnaði unglinganna og þeim settar reglur sem þeir skyldu hlíta í ferðinni. — Stjórn Hall- dórs brást aldrei, hvort sem var á skemmtisamkomu eða ferðalagi. Við sem vorum samferðamenn Halldórs f Miðbæjarskólanum bæði kennarar og annað starfs- fólk minnumst hans með þakk- læti í huga. Hann var glaður og reifur í umgengni og ætíð reiðu- búinn að rétta hjálparhönd ef á lá. Halldór var f öllum samskipt- um hreinskilinn drengskapar- maður. Hér hafa aðeins verið rakin störf Halldórs sem kennara. Auk kennslunnar átti hann mörg áhugamál og utan skólans var hann sfstarfandl enda var honum iðjuleysi fjarri skapi. Ekki duldist manni hve Halldór lét sér annt um fjölskyldu sína. Var hann og hans ágæta kona, Arndís Asgeirsdóttir, samhent um að búa sér og börnum sínum fagurt og gott heimili. Ánægju- legt var að eiga samverustundir með þeim hjónum. Nú hefur fjölskyldan orðið fyrir þeim mikla missi að sjá á bak eiginmanni og föður fyrir aldur fram. Pálmi Jósefsson. Úllaraskreyllngar blómouol Groðurhusið v/Siglun simi 36779

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.