Morgunblaðið - 24.10.1975, Síða 12

Morgunblaðið - 24.10.1975, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÖBER 1975 — Stefnuyfirlýsing Geirs Hallgrímssonar Framhald af bls. 11 þvf aðeins drepið á fjögur atriði, sem fram koma I frumvarpinu og greinargerð þess: 1) Ríkisstjórnin telur að endurskoða verði ýmsa þætti þeirrar löggjafar, sem bindur rikissjóði útgjöld, ef árangur á að nást í ríkisfjármálum. Enginn vafi er á, að ná má jafngóðum, éða jafnvel betri árangri, t.d. á vissum sviðum almannatrygginga og menntamála, með lægri fjárhæðum en nú- gildandi lög og reglur mæla fyrir, ef rétt er á haldið og tillit tekið til mismunandi aðstæðna þegnanna. 2) Ríkisstjórnin hyggst breyta niður- greiðslum og útflutningsuppbótum til landbúnaðarins á þann veg, að betri samsvörun verði milli söluverðs og kostnaðar, og tilhögun útflutningsbóta verði jafnan þannig, að útflytjendur hafi ætíð hag af þvi að ná sem hæstu verði. 3) Ríkisstjórnin kunngerir það áform sitt að færa verkefni frá rfkinu til sv'eitar- félaga og auka jafnframt hlutdeild sveitarfélaga í tekjum af söluskatti. 4) Rikisstjórnin leggur á það áherslu, að rikisútgjöldum á hverjum tíma sé hagað með fyllsta tilliti til þjóðarhags, og þau ráðist ekki af sjálfvirkum lagaákvæðum. Aðhald og samræmi í lánamálum Verulegt aðhald hefur náðst í peninga- málum á árinu 1975, og er mikilvægt að staðfesta þann árangur. Nýtt samkomulag hefur verið gert milli viðskiptabankanna og Seðlabankans um það, að stöðvun út- lánaaukningar verði fram haldið til næstu áramóta. Hins vegar hefur ekki tekist að framkvæma það aðhald í útlánum fjárfest- ingalánasjóða, sem að var stefnt, enda þótt útlánakjör þeirra hafi verið þyngd. Ýmsir lánþegar sjóðanna hafa andmælt hinum nýju kjörum. Þessi andmæli eru þó marklítil, á meðan þeim er haldið fram án rökstuðnings um skynsamlega fjáröflun til fjárfestingalánasjóða. Á næstunni verður lögð megináhersla á, að ná betri tökum á áætlanagerð um útlán fjárfestingalánasjóðanna, svo að þau verði innan þeirra marka, sem ráðstöfunarfé þjóðarbúsins leyfir. Draga þarf verulega úr erlendum lántökum til sjóðanna, en gefa þeim þess í stað meiri aðgang að innlendu fjármagni, fyrst og fremst með þvf að tryggja frekari þátttöku lífeyris- sjóðakerfisins f fjármögnun þeirra. Félagar í lífeyrissjóðunum geta tryggt atvinnuöryggi sitt með því að beina fjár- magni sjóðanna til uppbyggingar atvinnu- veganna. 1 þessu efni mun rfkisstjórnin leitast við að tryggja sem besta ávöxtun fjármagns lífeyrissjóðanna.svo þeir geti, þegar fram líða stundir verðtryggt líf- eýrisgreiðslur. Til þess að skipulegt yfirlit fáist yfir alla lánastarfsemina í landinu og lántökur erlendis til hvers konar framkvæmda á sama tíma og fjárlagaákvarðanir eru teknar, er nú unnið að heildaráætlun um lánsfjármarkaðinn á næsta ári, þar sem starfsemi allra lánastofnana verður sam- ræmd innbyrðis og jafnframt öðrum þátt- um þjóðarbúskaparins. En vandinn er ekki aðeins sá að halda útgjöldum þjóðarinnar innan þeirra marka, sem tekjurnar setja. Við núver- andi aðstæður ríður á að nýta sem best þann öfluga tækjakost, sem þjóðin hefur eignast á undanförnum árum. Ástand fiskstofna við landið, stærð fiskiskipastóls og árangur sóknar er nú þannig, að vafa- samt virðist að stuðla eigi t.d. að innflutn- ingi fiskiskipa um sinn. Þau útgjöld verða að hafa forgang, sem beinlinis stuðla að aukinni framleiðslu og skjótum afturbata i þjóðarbúskapnum. Ákvarðanir um stórframkvæmdir eða fjárfestingu verða að sjálfsögðu jafnan að vera vel undirbúnar, en hafi fyrr verið þörf er nú nauðsyn. Forgangsröð fram- kvæmda verður að ráðast af hagkvæmnis- sjónarmiðum fyrir þjóðarheildina. Á sviði vegaframkvæmda og brúargerðar hefur á síðustu árum verið skilað stórum áföng- um, og því getum við sætt okkur við að hægja á þessum framkvæmdum. Orku- framkvæmdir hafa forgang samkvæmt stefnuyfirlýsingu rikisstjórnarinnar, en verða einnig að skoðast í þvi ljósi, að arðsemi þeirra standi fyllilega undir af- borgunum og vöxtum lána. Rikisstjórnin mun beita sér fyrir þvi, að orkufram- kvæmdum verði hagað þannig á næsta ári, að þær skili sem bestum heildarárangri, og ekki sé ráðist i of margt í senn. Lokaorð Niðurstaðan af vandlegri skoðun á efna- hagsmálunum, eins og þau horfa nú við þjóðinni, verður sú, að til þess að ná settu marki þurfi að stefna að lækkun þjóðarút- gjalda á árinu 1976 til þess að treysta stöðuna út á við og draga úr verðbólgu. Til þess þarf samstillf átak á sviði launa- og verðlagsmála, fjármála og lánamála. I þeirri stefnu, sem hér hefur verið lýst, felst, að útgjöld heimilanna héldust sem næst óbreytt og einnig samneysluútgjöld hins opinbera. Sú lækkun þjóðarútgjalda, sem nauðsynleg er, hlýtur því að verða á sviði fjárfestingar. I þessu skyni þarf að halda aftur af framkvæmdum og útlánum af opinberri hálfu, þó jafnan með vakandi auga á atvinnuástandi i landinu. Rikis- stjórnin mun leggja á það áherslu, að þær framkvæmdir sitji fyrir, sem stuðla með skjótum og öruggum hætti að aukinni framleiðslu og útflutningi, eða innflutn- ingssparnaði, en aðrar víki. Við íslendingar eigum þess ekki kost öllu lengur að þola verðbólguvöxt og við- skiptahalla til þess að tryggja fulla at- vinnu. Við hvorki megum né getum treyst á erlendar lántökur til að jafna svo mikinn viðskiptahalla sem undafarin tvö ár. Úr því sem komið er leiðir áframhaldandi verðbólga til stöðvunar atvinnufyrirtækja og atvinnuleysis. Við eigum þvi ekki annars úrkostar en að ráðast að rótum verðbólgunnar, draga úr þjóðarútgjöldum og stefna að því á næstu 3—4 árum að eyða ekki meira en við öflum. Þótt verðbólgan víðast hvar annars staðar hafi verið mun minni en á íslandi, er baráttan gegn verðbólgu engu siður nú hvarvetna með öðrum þjóðum eitt megin- markmið I stjórn efnahagsmála. Eftir miklar sviptingar í ytri skilyrðum þjóðarbúsins undanfarin ár og hærri verð- bólguöldur en dæmi eru um fyrr, er nú kyrrara framundan hér á landi, ef við sjálf gefum ekki tilefni til annars. Ástæða er til þess að ætla, að verðlagsþróunin á næstunni sé fyrst og fremst á okkar eigin valdi. Þetta tækifæri verðum við að nota til að leggja traustan grunn að sókn til nýrra framfara. Islendingar, við eigum nú tækifæri til að kunna fótum okkar forráð i þessum efnum. Þvi tækifæri megum við ekki glata, þvi að efnahagslegt sjálfstæði okkar bæði sem einstaklinga og þjóðarheildar er I veði. í boði norsku Norðausturatlantshafsnefndarinnar: Norska norðausturatlantshafsnefndin bauð nýverið nokkrum íslendingum í kynningarferð um Norður- Noreg og til ráðstefnuhalds um öryggis- og varnarmál. Morgunblaðið sneri sér til eins þátttakandans, Ellerts B. Schram alþingismanns og bað hann um stutta frásögn af því, sem fyrir augu og eyru bar hjá þessari frænd- og vinaþjðð okkar íslendinga. Ellert fðrust þannig orð, efnislega: Dagana 1.—7. október fóru 7 íslendingar til Noregs, í boði norsku N- Atlantshafsnefndar- innar, þeirra erinda, að sitja kynningarráðstefnu um varnir Noregs og ferðast um norðurhluta landsins. Þátttakendur, auk mín, voru: Hörður Eftirminnilegt var að sjá, hvernig þessar tvær þjóðir, stórveldið í austri og hin norska frændþjóð okkarv mætast þarna á mörkum ríkja sinna, vopnum búnar við vörzlustörf, sem vara nótt sem nýtan dag. Við íslendingar erum þeirra í síðari heimsstyrj- öldinni, og nábýli við her- veldið í austri, verður ákveðni þeirra og að- gerðir þó meir en skiljan- legar. Norðmenn þekkja það af biturri reynslu, að hlutleysi er einskis vert, ef styrjöld brýst út, og gera sér grein fyrir hern- aðarlegu mikilvægi Norð- ur-Noregs, ekki sízt nú á tímum, með hliðsjón af flotauppbyggingu Sovét- ríkjanna og þeim sam- gönguleiðum, sem Barentshafið býður upp á. Ráðstefna sú, sem ég til að hernaðarleg hjálp geti borizt frá aðildar- rikjum samstarfsins, einkum Bandarikjunum. Ráðstefnu þessa sátu allmargir norskir þing- menn, einkum frá Norð- ur-Noregi. Inn í umræð- ur blönduðust og önnur mál: átök og þróun mála á Spáni, sem Norðmenn óttuðust, að veikt gætu NATO-samstarfið; einnig að deilur íslendinga við Breta og V-Þjóðverja settu fleyg í samstöðuna. Mér er það betur ljóst, eftir þessa ferð en áður, að Norðmenn fylgjast mjög vel með þróun varnarmála hér á landi, Á landamœrum Noregs og Sovétríkjanna Rætt við Ellert B. Schram alþingismann Einarsson lögfræðingur, Magnús Gunnarsson rit- stjóri, Hrafnkell Ásgeirs- son lögfræðingur, Unnar Stefánsson ritstjóri, Al- freð Þorsteinsson borgar- fulltrúi og Halldór Ás- grímsson alþingismaður. Farið var víða um Norður-Noreg, m.a. að landamærum Noregs og Sovétríkjanna, þar sem við sáum með eigin augum, hvern veg þau gæzlustörf eiga sér stað, sem þar eru innt af hendi, beggja vegna landamæranna, þó ekki væri farið yfir þau. vopnlaus þjóð, sem þekkjum aðeins af af- spurn hernaðarstörf, a.m.k. yngri kynslóðin. Þess vegna er hvers konar vopnabúnaður og herkvaðning okkur fram- andi. Við eigum erfitt með að gera okkur nægi- lega glögga grein fyrir þeim forsendum, aðdrag- anda og sögulegri reynslu, sem knýja Norð- menn til þess viðbúnað- ar, sem þarna er við hafð- ur. Þeim hættum og ógn- unum, sem nábýlið getur skapað. Sjón er sögu rík- ari og við gerðum okkur betur, eftir en áður, grein fyrir þeirri alvöru, sem í þessu felst. Mörgum kemur mjög á óvart, hve miklu Norð- menn verja til varna sinna og hve þunga áherzlu þeir leggja á varnarsamstarf vest- rænna ríkja; þá sam- tryggingu samhjálpar, sem NATO-samstarfið er. í ljósi þess, sem þarna bar fyrir augu, sem og haldleysi hlutleysis drap á i upphafi, var haldin i Tromsö. Þar hlýddum við á athyglis- verða fyrirlestra Norð- manna, gestgjafa okkar, sem fjölluðu um varnar- viðbúnað og samstarf þeirra við þjóðir Atlants- hafsbandalagsins. Kom þar mjög í ljós sú áherzla, sem Norðmenn leggja á varnarsamstarf vest- rænna ríkja. Höfuð- tilgangur viðbúnaðar þeirra felst í því að halda hugsanlegum árásaraðila í skefjum nægilega lengi, því með sama hætti og varnarviðbúnaður í Noregi kann að hafa úr- slitaáhrif á öryggismál okkar, þá getur aðild Is- lands í varnarsamstarfi vestrænna ríkja haft sams konar áhrif fyrir öryggi Noregs. Hér er um gagnkvæma og sam- eiginlega hagsmuni bræðraþjóða að ræða. Varnir Noregs hafa mun víðtækara hlutverki að gegna en heimavörnum einum. Þær eru liður í varnarkeðju lýðræðis- ríkjanna, og einn sá þýð- ingarmesti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.