Morgunblaðið - 24.10.1975, Síða 14

Morgunblaðið - 24.10.1975, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTOBER 1975 KVENNAFRÍ 24. OKTÓBER 1975 FUNDURA LÆKJARTORGI Dagskráin hefst kl. 2 á Lækjartorgi. Fundarstjóri. Guðrún Erlendsdóttir. ^ Lúðrasveit kvenna leikur. 0 Fundur settur. Q Ávarp: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkakona. ^ Fjöldasöngur undir stjórn Guðrúnar Á. Símonar óperusöngvara. 0 Alþingismannahvatning: Sigurlaug Bjarnadóttir og Svava Jakobsdóttir. % Þáttur Kvenréttindafélags íslands. 0 Ávarp: Björg Einarsdóttir verslunarmaður. 0 Fjöldasöngur:Hvers vegna kvennafrí? Ljóð Valborgar Bentsdóttur i tilefni dagsins. % Ávarp: Ásthildur Ólafsdóttir húsmóðir 9 Kvennakróníka í þríliðu. Tekið hafa saman Anna Sigurðardóttir, Sigriður Thorlacius og Valborg Bentsdóttir. Flytjendur: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Helga Bachmann, Sigríður Hagalín og Sigurður Karlsson. Stjórn- andi: Herdís Þorvaldsdóttir. £ Baráttudagskrá rauðsokka. ^ Fjöldasöngur 0 Fundi slitið. £ Lúðrasveitin leikur i fundarlok. Opin hús Æ Orðið er frjálst - Ahugafólk skemmtir - Kaffi og 0 Norræna húsið við Hringbraut. Opið kl. 1 5 til 1 9. 0 Sokkholt, heimíli rauðsokka, Skólavörðustíg 12. Opið kl. 10—19. 0 Félagsheimili prentara, Hverfisgötu 21. Opið kl. 10—19. Q Líndarbær, Lindargötu 9. Opið kl. 1 5—1 9. Q Hótel Saga, Súlnasalur. Opið kl. 15—19. 0 Hallveigarstaðir v/Túngötu. Opið kl. 10—19. Q Húsmæðrafélag Reykjavíkur, Baldursgötu 9. Opið kl 15—19. Framkvæmdanefnd um kvennafri KONUR STÖNDUM SAMAN Ljósm. Mbl.: Friðþjófur. Þau eru mörg börnin, sem fara f fyrsta sinn á skfði f Kerlingarf jöllum og eins og sjá má er gaman að renna sér fyrstu metrana, þó að það sé lfka erfitt. KerlingarfjaUa- hátíðin í kvöld HIN árlega Kerlingarfjallahátfð fer að þessu sinni fram f Súlnasal Hótel Sögu og hefst með Kerl- ingarf jallakvöldvöku kl. 21 f kvöld. Nemendur skólans munu sjá um kvöldvökuna og verður sungið og dansað til kl. 02 um nóttina, auk þess sem sérstök kvikmyndasýning verður fyrr um kvöldið. Nemendasamband skól- ans verður með skyndihappdrætti á kvöldvökunni og eru vinningar skfðaferðir og skfðavörur. Allir eru velkomnir á þessa skemmtun skólans, og er vonazt til að kvenfólkið noti nú tæki- færið á sjálfan kvennadaginn og bjóði körlunum með sér út. Á laugardaginn verður kvik- myndasýning fyrir þau börn er verið hafa í skíðaskólanum. Hefst sýningin kl. 16 í Lindarbæ. Bændur sjástvið slátt 1 Skagafirði Bæ, Skagafirói — 22. okt. SKAGFIRÐINGAR hafa ekki þurft að kvarta undan veðurfari að undanförnu, þfðviðri á hverj- um degi en töluverð rigning. Þeir bændur sem f september höfðu tekið kýr á gjöf vegna snjóa og frosta hafa nú látið allan naut- pening út aftur til beitar en vitan- lega er heyfóður og kjarnfóður gefið með. Unnið er að jarðvinnslu og hús- byggingum, sem hætt var við f september. Þetta tíðarfar nú er því ómetanlegt búandi fólki eins og öðrum og heyrt hef ég að jafn- vel sjáist bændur við slátt nú síðla októbermánaðar. kRóm ,, HÚSQÖSI Kvenfolk Látið ekki bjóða ykkur lélega stóla á vinnu staðnum. Jafnrétti umfram allt. í T.V. Landsins besta úrval og þjónusta. Eigum alltaf til: Skrifborð, ný hönnun. Hvildarstólar, nýjar gerðir. Eldhússtólar, margir litir og gerðir. Eldhúsborð, margir litir og gerðir. Stólar i veitingahús, margir litir og gerðir. Vinnustólar o.fl. Sendum í póstkröfu s TR einnig ðn arma Framleiðandi: STÁLIÐJAN H.F. usgögn Grensásvegi 7. S. 83360. Slátrun sauðfjár lýkur eftir um viku. Meðalþungi dilka er til jafnaðar eitthvað betri en 1974. Þetta er þó ótrúlega misjafnt á heimilum, að sögn frá 10 kg og allt yfir 20 kg. Nú telja menn næstum dag- legar fréttir að heyra um bílvelt- ur og árekstra og er náð að ekki hefur orðið stórslys á fólki. Unnið er nú af fullum krafti við brúarbyggingu við eystri Héraðs- vatnaós en þar á framtíðarvegur að koma á Siglufjarðarvegi út undir sjó og yfir Hegranes utan- vert en það styttir veginn til Hofs- óss og Siglufjarðar að miklum mun og gerir vonandi öruggari vetrarleið. Á Skagafirði eru nú 6—8 bátar daglega aö veiðum og líklega eru þeir flestir með þorskanet að veiðarfærum. — Björn. Ræða stöðu listakvenna á kvennafrídaginn NEMAR í Myndlista- og handíða- skólanum hafa ákveðið að hafa opið hús hjá sér í skólanum kl. 9—12 á kvennafrísdaginn. Þar verður fluttur fyrirlestur um listakonur. Og á eftir verða um- ræóur um stöðu listakvenna fyrr og nú og einnig um konuna, eins og hún kemur fram í listaverkum karlmanna. Hafa nemarnir boðið lista- konum að koma þennan morgun og taka þátt í umræðunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.