Morgunblaðið - 24.10.1975, Page 30

Morgunblaðið - 24.10.1975, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTOBER 1975 Minning: Valgerður Eva Vilhjálmsdóttir Fædd 23. júní 1912 Dáin 15. október 1975 Stutt er ævin, stundarbið stendur oss til boða. Því skal syngja sumarfrið sól og morgunroða. Þetta er ein af þeim fjölda vísna, er ég lærði sem barn af Völu frænku. Mér er bæði ljúft og skylt að kveðja hana með nokkr- um orðum, svo margt sem hún hefur gott gert mér og mfnum í gegnum árin. Vala fæddist í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Þórdís Þor- steinsdóttir, ættuð frá Reykjum á Skeiðum, og Vilhjálmur Vigfús- son, ættaður frá Grund í Skorra- dal. Börn þessara hjóna urðu níu, en sex lifðu og urðu mætar manneskjur. Vala er sú fyrsta sem fellur úr þeim systkinahópi. Ung var hún, þegar hana langaði að læra hjúkrun og fór til Vffils- staða til að vinna og læra. En þar kyntist hún Eyþóri Gunnarssyni, sem þá var læknakandídat og gift- ust þau skömmu sfðar. Það sama ár fór Eyþór til Þýskalands að læra sérgrein sfna, háfs-, nef- og eyrnalækningar, og fylgdi Vala honum þangað. Þegar þau komu heim aftur stofnuðu þau myndar- heimili, sem stóð ævinlega opið vinum og vandamönnum. Þau eignuðust fjögur börn. Elst er Jóhanna, þá Gunnar, Vilhjálmur og yngstur er Sigurður. Eyþór átti bfl á þeim árum sem fæstir áttu bfla og mikil var ánægja okkar barnanna í fjölskyldunni að fá að fara með í berjamó og sitthvað fleira og þá stóð ekki á Völu að láta okkur syngja, og marga vís- una lærðum við af henni í þessum ferðum. Hún var svo ljóðelsk og kunni ógrynni af ljóðum. Eyþór og Vala voru mjög samhent hjón og á meðan heilsa og kraftar ent- ust þá voru þau alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum ef vandi bar að höndum. Nærtækasta dæmið er ég og fjölskylda mín, sem áttum í erfiðleikum í nokkur ár og allan þann tfma studdu þau okkur með ráðum og dáð. Hafi þau ævinlega beztu þakkir fyrir það og svo allar ánægjustund- irnar sem við höfum notið á heimili þeirra. Langvarandi heilsuleysi varð ævikvöld þessara ágætu hjóna. Eyþór Iézt fyrir 6 árum og nú þegar Vala er látin vitum við að börnin þeirra og barnabörn voru sólin í lífi þeirra seinustu árin. Bið ég þeim Guðs blessunar í framtíðinni um leið og ég samhryggist þeim nú. Halla Sigtryggsdóttir. Valgerður Vilhjálmsdóttir lézt hinn 15. október s.l. Þar er góð- vinur genginn. Foreldrar Valgerðar voru Vil- hjálmur Vigfússon, sjómaður, og Þórdís Þorsteinsdóttir frá Reykj- um á Skeíðum. Vilhjálmur var einn f forystusveit sjómanna í byrjun aldarinnar. Þá var ei heiglum hent að heimta hvíldar- stund og rétta hlut þeirra er sóttu sjávarafla á djúpmið. Þórdfs var hugljúf f viðmóti og geymin á fróðleik sagna og Ijóða. Um hana kvað afi hennar, Eiríkur bóndi og dannebrogsmaður Eirfksson, Reykjum á Skeiðum: Þórdis gæða blómann ber, Blíðu manna aflar sér, stillt og góð við alla er. Valgerði kippti í móðurkyn um skapgerð og ljúfmennsku. öldruð heiðurskona, húsfreyja í Skeið- háholti, tjáði mér, að þangað hefði Valgerður komið sem sólar- geisli, þá ung að árum. Börn hús- freyjunnar voru í góðum höndum þar sem Valgerður var. Hugur hennar hneigðist snemma til hjúkrunarstarfa og aflaði hún sér menntunar í þeirri grein. Sú menntun kom í góðar þarfir er hún ung giftist Eyþóri Gunnarssyni lækni. Fór hún með manni sínum til námsdvalar í Þýzkalandi, er hann sótti þangað framhaldsmenntun og lauk skömmu sfðar prófi i sérgrein sinni. Minningar frá þeim árum voru henni jafnan kærar. Tónlist og menning meginlandsþjóðanna, glaðværð heimsborganna, linditré og laufgrænir skógar. Að liðinni tveggja ára dvöl ytra lá leiðin heim til tslands. Þá tók við annríki vjrkra daga. Dagleg störf við hlið mannsins, í lækn- ingastofu hans. Það er hverjum hjónum mikil hamingja að vinna saman jákvæð störf. Það var bjart í stofum þeirra hjóna í Stórholti. Glaður og reifur bar heimilisfaðirinn fangið fullt af vistum, að loknum löngum starfsdegi. Og börnin léku á hljóð- færi eða undu við myndgerð. Hús- freyja gekk um beina. Kurteis var glaðværð hennar. Frásögn hennar góð og hlú. Umtalsfróm og létt í máli. Gilsbakkaþula séra Kol- beins í Miðdal, „Kátt er um jólin“, kom nær okkur f tímanum við þau kynni. Valgerður var afkomandi hans og unni Ijóðum og söngvum eins og formóðir hennar, Guðrún, en til hennar var Gilsbakkaþula kveðin. Og við hlýddum á söngva Schuberts um vegfarandann göngumóða, f leit að landi ham- ingjunnar, sem er jafnan innan seilingar, — í sjónmáli en þó svo fjarlægt og vandfundið. „Oh, Land, Oh Land, So hoffnungs- grtin, wo bist du? Eyþór lézt um aldur fram, eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Skipti þá sköpum um hagi Val- gerðar. Heilsu hennar hnignaði. Þó áttu smælingjar og aðrir er stóðu höllum fæti jafnan athvarf hjá henni og skilningi að fagna. Meðan þrek hennar leyfði vakti hún oft við beð sjúkra og dauð- vona, strauk mildum höndum tár af hvarmi eða mælti hug- hreystingarorð. t Eigínmaður minn, ROGER L. BOUCHER, lézt að heimili okkar i Lewiston Maine, hinn 5. okt. sl. Jarðarförin hefur farið fram. Sólveig Þorfinnsdóttir Boucher, t Útför móður okkar og tengdamóður JÓHÖNNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Pétursborg, Blönduósi, fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 25. okt. kl. 14 Lovísa Snorradóttir, Jósef Flóvens, Hilmar Snorrason, Gerður Hallgrimsdóttir. Kristján Snorrason, Anna Tryggvadóttir. Kristján Bender fulltrúi Minning höfunda og skáld slst til þess fallln. Á skrifstofu ríkisféhirðis hefur þó verið að finna undan- tekningarnar sem sanna regluna. „Aðgát skal höfð I nærveru sálar“ orti Einar Benediktsson. En aðgát skal einnig hafa I meðferð talna. Hvort tveggja kunni Kristján mæta vel. Bókhaldsbækur þær, sem hann færði, bera vott um þá snyrtimennsku, sem hann jafnan sýndi í einu og öllu. Á hans langa starfsferli sem fulltrúi ríkisbókhaldsins hjá rikisféhirði hafa átt sér stað margháttaðar breytingar í störfum og starfsaðferðum, þótt viðfangsefnið hafi I aðalatriðum verið hið sama. Framundan voru breytingar með aukinni tölvu- vinnslu. Við Kristján höfðum hafið undirbúning þeirra á hans starfssviði. Hann sýndi málum áhuga, sem horfðu til hagræð- ingar og sparnaðar. Með þeim breytingum var gert ráð fyrir að draga mætti úr því vinnuálagi, sem hlaðist hafði á hann hin síðustu ár vegna aukins vinnslu- magns með tilkomu bókhalds- og greiðsluþjónustu rfkisbókhalds og ríkisféhirðis við ríkisstofnanir. Þrátt fyrir vinnuálag kvartaði Kristján ekki. Hann stóð I ístað- inu og afgreiddi sín verkefni sam- viskusamlega, oft á löngum vinnudegi, og síðustu mánuðina ekki heill heilsu. Andagiftin og skáldagyðjan studdu hann. Það gerðu fleiri og þá fyrst og fremst, kona hans, Þorbjörg Bender,- sem var hans tryggi og trausti lífsföru- nautur. Henni og dætrunum og öðrum ástvinum hans sendi ég innilegustu samúðarkveðjur og við starfsfélagar Kristjáns I ríkis- bókhaldinu þökkum honum sam- starfið og samfylgdina á liðnum árum. Sérhver varð maður af meiri, er kynntist Kristjáni Bender rithöfundi. Blessuð sé minning hans. Grétar Ass Sigurðsson Enn hefur dauðinn hrifsað til sfn vin minn, fyrr en ég bjóst við og vissi ég þó, að hann gekk við hlið Kristjáns Bender upp á sfð- kastið, fylgdi honum að og frá vinnu og reyndi að skjóta honum skelk í bringu, en lagði ekki til atlögu fyrr en nú er hann elti hann á fjöll upp til að heimta lffið, sem hann festi tök á en varð að fleppa fyrir fjórum árum. Þvf hefur nú dauðinn sigrað fyrr en ég bjóst við, að ekki mátti greina að Kristján teldi hann að- gangsharðan. Það blekkti okkur samstarfsmenn hans. Aldrei vildi hann viðurkenna vald hans, vissi vel af nálægð hans en neitaði að Þegar Bláskógarheiði ham- ingjuáranna er að baki leggur hrímþoku haustsins frá Kaldadal. Einstigin yfir Leggjabrjót torsótt leið grönnum fótum, þeim er fer staflaus um Stórasand. Að leiðarlokum er Valgerður kvödd kærri kveðju. Við áttum saman góðar stundir á heimilum okkar beggja. Geymum þaðan margar minningar. Þeim hjónum Eyþóri og Val- gerði varð fjögurra barna auðið. Þau eru öll góðum gáfum gædd. Ekki mun Valgerður hafa átt aðra ósk heitari en að gæfan yrði samferða gjörvuleikanum í hópi afkomenda. Pétur Pétursson. Fæddur 26.3. 1915 Dáinn 15.10. 1975 Við fráfall Kristjáns Bender, fulltrúa f ríkisbókhaldi, hefur stjórnarráðið misst mætan mann úr röðum sfnum eftir nær þrjátfu ára samfellt starf. Skarð er fyrir skildi og það er vandfyllt. Kristján sinnti erilsömu starfi af kostgæfni, alúð og þeirri festu, sem öll skaphöfn hans var mótuð af. Eigindir rithöfundarins birt- ust f daglegum verkum. Hin heim- spekilega ró og íhugun einkenndi fas hans og framkomu og gerði honum vafalaust unnt að sinna verkefnum sínum með glaðri lund og hógværum, ljúfum spaugsyrðum á vör við þá, sem áttu við hann skipti. Sá hópur er stór, sem Kristján afgreiddi í húsnæði rfkisféhiröis á löngum starfsaldri. Eigi veit ég annað en allir hafi farið sátt- ir við hann að viðskiptum loknum. Hann vann fyrir opnum tjöldum í bókstaflegri merkingu sem fulltrúi rfkisbók- haldsins við skráningu fjár- strauma ríkisins um rfkisfjár- hirsluna. Hann hefur vafalítið átt sinn þátt í því góða orðspori, sem með réttu fer af þjónustulipurð og skjótri afgreiðslu á skrifstofu ríkisféhirðis. Það er ekki öllum lagið að fást við tölur daginn út og daginn inn og margur hyggur rit In memoriam: Ruth Jónsdóttir frá Patreksfirði Fædd 5. júlf 1902. Dáin 14. október 1975. Ruth föðursystir mín, eða Frænka eins og við systurnar köll- uðum hana, er dáin. Háði hún langa og harða baráttu við mann- inn með ljáinn uns hann varð henni sterkari. Enda var hún lítil og veikbyggð kona, og enn minni varð hún er hún missti mann sinn, Jónas Magnússon, 1967. Minnist ég margra ánægjustunda er ég átti f húsi þeirra hjóna á Patreksfirði, allt frá því ég var lítið barn, þar til ég varð full- vaxta. Heimili Ruthar og Jónasar var bæði vistlegt og gestrisið, komu þar margir mætir menn og konur, og minnist ég t.d. frænda okkar Hákonar í Haga, en hann kom oft þar á bæ, og margra annarra. Oft sat ég fram á nótt f stofunni er gestir voru og hlustaði á alls konar sögur og ævintýri af fólki sem þeim þótti mikið til koma. Varð ég margs vísari á þeim stundum og alltaf hændari og hændari að Frænku. I þau skipti er Jónas og Ruth dvöldu á heimili foreldra minna í Reykjavík kynntist ég þeim enn nánar og lærðist að skilja hve mætar manneskjur voru þar á ferð. Mér er tjáð að Ruth hafi líkst móður sinni og ömmu minni og nöfnu í mörgu. Báðar voru þær glaðlyndar og félagslyndar, hlúðu að þar sem þörf var og báru með sér góðan þokka hvert sem þær fóru. Hef ég marga heyrt tala um ömmu mfna á lfkan hátt og ég vil minnast Frænku, eða sem vænnar og góðrar konu. Vil ég fyrir mfna hönd og systra minna votta börnum Ruthar samúð og vona að Guð styrki þau í sorginni. Sigrfður Ásta Hallgrfmsdóttir. + Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar SIGURPÁLUJÓHANNSDÓTTUR Jón Sigurðsson. Ellsabet Jónsdóttir, Hörður Jónsson, Birgir Jónsson, Lilja Jónsdóttir, TómasJónsson og aðrir vandamenn. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför AOALHEIDAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá fsafirði Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför, fóst- urmóður okkar, JÓNU JÓHANNESDÓTTUR Austurbrún 6. Steinunn Guðnadóttir Guðjón Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.