Morgunblaðið - 24.10.1975, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.10.1975, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1975 37 VELX4CVKAIMDI Velvakandi svarar i síma 10-100 í kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu- .dags. 0 Undirokun kvenna Jakob 0. Pétursson á Akur- eyri skrifar: „Velvakandi góöur. Það stendur mikið til á kvenna- daginn. Fjölmiðlar eru uppteknir af þvi að koma á framfæri undir- okun kvenna allt fram að degin- um i dag. Svo eftirtektarvert er þetta umstang, að boðuð hefir verið koma erlendra fréttamanna i tilefni dagsins, sennilega til að fylgjast með því, hversu islenzkir karlmenn hafa vanmetið konur sínar og kúgað um aldir. Að vísu eigum við ekki friðflytj- endur á borð við Indiru Gandhi, Goldu Meir og Evu Peron. Hins- vegar eigum við ljúfar, sögulegar minningar um Hallgerði, Berg- þóru, Grundar-Helgu og Ólöfu á Skarði, sem voru bara húsmæður, og skömmumst okkar ekkert fyrir. Og frá síðari öldum minn- umst við Ólafíu Jóhannsdóttur og þá engu siður Halldóru Bjarna- dóttur, sem enn lifir, 102 ára, einnar beztu valkyrkju islenzkra kvenna, sem allt frá siðustu alda- mótum hefir kennt okkur að meta heimilisiðnir kvenna og þýðingu þeirra i þjóðarbúskapnuml — og var fyrst kvenna skólastjóri (við barnaskólann á Akureyri). Þá hafa skáldin okkar gert sitt til að gera okkur kvenþjóðina minnisstæða sem móður og konu. Minni þar aðeins á Matthias, Örn Arnarson (Þá var ég ungur) og' Guðmund Friðjónsson, sem mælti eftir ekkjuna á Knútsstöðum, „sem elskaði ekki landið en að- eins þennan blett", — og hverjir muna ekki húsfreyjuna Höllu I Heiðarhvammi, sem Jón Trausti hefir gert ódauðlega i Isl. bók- menntum. % Nutu jafnréttis Við munum og dáum rithöf- undana og skáldin Torfhildi Hólm, Theodóru Thoroddsen, Unni Bjarklind (Huldu) og Ólöfu frá Hlöðum. Þær nutu jafnréttis við karlmenn í því að fá engin höfundarlaun, en ég hef heldur ekki heyrt, að ungu skáldkon- urnar Svava Jakobs, Jakobína I Garði, Þórunn Elfa o.fl. séu snið- gengnar við úthlutun höfundar- launa, vegna þess eins, að þær eru konur. Og við skulum heldur ekki gleyma Þuríði formanni, sem sjálfsagt hefði fengið varðskip til umráða nú, til að stugga við sjó- ast með honum og þá er hann oft alveg ágætur. Nú bauðst hann til að gegna þessu starfi hátfðisdag- ana og Tord sem er svo elskuleg- ur og jákvæður hefur vfst ekki getað fengið af sér að neita þvf. En hvunndags afgreiðir Connie f búðinni okkar og hann hafði gert það löngu áöur en Arne keypti verzlunina. Og þegar hann er edrú er hann sem sagt ágætis maður, það má hann eiga. En hafi hann fengið sér neðan f þvf verður hann svo snarvitlaus að þvf verður ekki með orðum lýst. Og ég fékk ráðið af svipbrigð- um hennar að Lundgren væri við slfkar aðstæður ekki aðeins ruddafenginn og grófur heldur einnig nærgöngull og ósvffinn. — f gær byrjaði hann að halda upp á jólin með þvf að fá sér kaffipúns strax um morguninn. Hann var þá ekki drukknari en svo að hann gat afgreitt viðskipta- vini, en hann var hávær og símal- andi og hann var ósvffinn við mig. Arne kallaði á hann inn til sfn og hellti sér yfir hann og sfðan var Connie mjög argur og greinilega fokvondur út f Arne alveg þangað tit við lokuðum búðinni. Nú er ekki svo að skilja að ég ætli að halda þvf fram að hann hafi sfðan ræningjum innan okkar 200 mílna landhelgi. Mikið er talað um launamisrétti karla og kvenna. Ég tók fyrir hálfri öld við kennarastarfi af konu og hlaut sömu laun, enda hefir kennarastéttin frá fyrstu tíð búið við ein og sömu kjör, og munu nú konur hægt og hægt vera að útrýma karlpeningnum úr þeirri ágætu stétt. 0 Konur í mektarstörfum Ég minnist konu sem rikis- féhirðis, konu sem dóms- og kirkjumálaráðherra (Sjálfst.fl.), sem forseta Alþingisdeildar (Sjfl.), og tveggja fyrstu kvenna á Alþingi (Sjfl.) Ingibjargar H. Bjarnason og Guðrúnar Lárus- dóttur. Konur hafa verið forsetar borgar- og bæjarstjórna, ræðis- menn og skólastjórar, og þingfor- seti Noiðurlandaráðs siðast minn- ir mig að væri kona (Sjfl.). 1 blaðamennsku mun ekki vera gerður munur á kynjum, hvorki um dagleg störf eða launakjör, enda gæti ég ekki hugsað mér Elínu Pálmadóttur á lægri laun- um en einhvern nýkominn strák. Kona er ritstjóri heimilisblaðsins Vikunnar og hið sextuga ágætis- blað Islendingur á Akureyri er nú algjörlega í kvennahöndum. Þetta er bara lausleg upprifjun til að andmæla þvi, að konur þyki ekki hlutgengar að hverju því starfi, sem til fellst, og að þær séu hlunnfarnar í launum saman- borið við hitt kynið. Sjálfur hef ég unnið með konum, sem voru í hærra launaflokki en ég, og not- aði engan munn út af því. — Og svo ekki meira um það. Ég óska konum okkar til hamingju með daginn. Jakob Ö. Pétursson." 0 Söfnum fé til landhelgis- gæzlunnar á kvennadaginn Finney Kjartansdóttir hringdi og bað okkur að koma á framfæri þeirri uppástungu sinni, að konur söfnuðu fé til efl- ingar landhelgisgæzlunni á kvennadaginn. Hún sagði m.a.: „Allir vita, að þjóðin er nú févana og nú þarf að gera stórátak i þvi að vernda 200 mílurnar. Ekki verður hjá þvf komizt að stórefla landhelgisgæzl- una, ef hægt á að vera að reyna að vernda 200 mílurnar. Þess vegna finnst mér nú regluleg ástæða fyrir konur að gera myndarlegt átak og safna fjármunum á kvennadaginn til að styrkja land- helgisgæzluna. Tilvalið tækifæri gefst til þess á útifundinum, þar sem búast má við að mikill fjöldi kvenna verði samankominn." • Staka Hér kemur svo staka, ættuð að norðan, merkt „Peli“: Vist er glima Halldórs hörð, hendur úr ermum standa. Brúin yfir Borgarfjörð bjargar öllum vanda. HOGNI HREKKVISI PHILIPS 30% meiraljós á vinnuflötinn samí wkukostnaður PhilipsArgenta’ SuperLux keiluperan meó úvtöjafhanlega birtuglugganum OPID TIL KL. 7 BLÝLAGÐIR LOFTLAMPAR FRÁ DANMÖRKU ENNFREMUR NÝ SENDiNG AF DÖNSKUM VEGGLÖMPUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRML LJÖS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488 Nýi þátturinn, Ævintýra-Högni, hefst á morgun! B3P SlGeA V/öGA Í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.