Morgunblaðið - 07.11.1975, Síða 23

Morgunblaðið - 07.11.1975, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1975 23 Nýjar bækur á nœstunni Bœkur frá Leiftri, Bókamiðstöðinni, Iðunni, Skálholti og Hlaðbúð SYSTURFORLÖGIN Iðunn, Hlaðbúð og Skálholt gefa út um fjörutíu bækur á árinu, þegar með eru taldar endurprentanir áður útkominna bóka. Meðal nýrra bóka eru þrjár frumsamdar skáldsögur: Eftirþankar Jóhönnu eftir Véstein Lúðvíksson nútíma Reykjavíkursaga og fjallar um fertuga, tvískilda fimm barna móður og ástarsamband hennar, skáldsaga eftir Stefán Júlfusson, Ágúst, og er hún hvort tveggja í senn ástarsaga og ádeila á bitlingakerfi embættismannavaldsins og þriðja skáldsagan er frumsmfð ungs höfundar Guðlaugs Ara- sonar, en hún hefur ekki hlotið endanlegt nafn. Þorgeir Þorgeirsson sendir að þessu sinni frá sér tvær bæk- ur, önnur nefnist Það er eitt- hvað sem enginn veit, byggð á frásögn Lfneyjar Jóhannesdótt- ur, skáldkonu frá Laxamýri, en hún var bróðurdóttir Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Bókin fjallar um Laxamýrarheimilið og fólkið þar á uppvaxtarárum Líneyjar og meðal þeirra sem við sögu koma er að sjálfsögðu Jóhann Sigurjónsson. Hin bók- in eftir Þorgeir er 9563—3005: II með þýddum og frumsömd- um ljóðum. önnur ljóðabók kemur á vegum Iðunnar, Nakt- ir stóðum við, þýðingar á Ijóð- um fimm þekktra grískra skálda eftir Sigurð A. Magnús- son þar sem lýst er pólitiskum örlögum Grikkja á þessari öld. Þriðja bindi kemur af Vfsna- safninu sem Sigurður Jónsson frá Haukagili hefur safnað og valið. Vfsur Æra Tobba voru prentaðar í Iok sl. árs, en urðu of síðbúnar til dreifingar og koma því á markaðinn nú. Eru þar saman komnar á einum stað allar vísur Tobba, sem tekist hefur að hafa upp á. Jón frá Pálmhoiti safnaði vísunum og ritar inngang um Tobba og vísnagerð hans og myndir teiknaði Hringur Jóhannesson listmálari. Upplag bókarinnar er lítið, en 100 eintök eru í tölusettri sérútgáfu. Persónuleiki skólabarnsins nefnist bók, sem var samin að frumkvæði Barnaverndar- félags Reykjavíkur. Höfundar eru ellefu auk dr. Matthíasar Jónassonar, er annaðist útgáfu hennar. Allir eru höfundar sér- fræðingar hver á sfnu sviði. Þá koma út þýddar sögur eftir brezku höfundana Alistair McLean og Hammond Innes, bók hins fyrrnefnda er Laun- ráð I Vonbrigðaskarði, en hins siðarnefnda Hefnd gömlu nám- unnar. Saga, leikrit, ljóð nefnist bók eftir Njörð Njarðvik og f jallar hún um undirstöðuatriði bók- menntagreiningar og er fyrst og fremst hugsuð sem kennslu- bók handa menntaskólum og hliðstæðum framhaldsskólum. Nefna má nýja útgáfu á Snorra Eddu ætlaðaskólumená erindi til þeirra sem vilja kynnast rit- inu. Lausmálstexti er prent- aður með nútfmastafsetningu, en vfsur bæði prentaðar með nutímastafsetningu og stafrétt eftir handriti frá því um 1600. Textaskýringar eru í bókarlok, útgáfu annaðist Árni Björnsson Guðlaugur Arason cand. mag. Hugsun og veruleiki nefnist bók eftir Pál Skúlason og fjallar um ýmsar ráðgátur sem á flesta leita og orðið hafa viðfangsefni heimspekinga. Er bókinni ætlað að henta jöfnum höndum sem lestrarefni handa almenningi og handbók við heimspekinám. Sálfræði II er eftir Sigurjón Björnsson og fjallar þetta bindi um þróunar og þroskaferil mannsins frá vöggu til grafar. Rækilega er fjallað um fósturskeið, bernsku unglings og fullorðinsár og kaflar um málþróun barna og þróun siðgæðiskenndar. Þá kemur út bókin Almenn vist- fræði eftir Ágúst Bjarnason. Kennslubók í skák handa byrj- endum kemur út fyrir jól og er hún eftir danska stórmeistar- ann Jens Enevoldsen. Meðal barna og unglingabóka . má nefna nýja bók um Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur, Njörður P. Njarð- vfk sendir frá sér barnabókina Sigrún fer á sjúkrahús og báðar þessar bækur eru myndskreytt- ar af Sigrúnu Eldjárn. Ný bók um Hæðargerði kemur og heitir Hæðargerði á uppleið og þriðja og siðasta bókin um Húgó og Jósefínu eftir Marie Gripe. Handa yngstu börnunum koma út nokkrar litprentaðar bækur og má nefna Kalli og Kata í leik- skóla og Kalli og Kata á ferða- lagi þá kemur út ein eða tvær bækur eftir Ulf Löfgren um Albin sem aldrei var hræddur. Þá er að nefna myndskreytta bók sem heitir Benni og gæsirnar hans. ölöf Jónsdóttir Vésteinn Lúðvfksson Þorgeir Þorgeirsson Njörður P. Njarðvfk Jóhann Eirfksson Helgf Tryggvason, Guðrún Helgadóttir Einar Þorgrfmsson, Bókamiðstöðin sendir frá sér skáldsöguna Draumurinn um ástina eftir Hugrúnu, nútíma- sögu er gerist í Reykjavík. Önn- ur bók kemur út hjá forlaginu eftir Hugrúnu og eru það ævi- söguþættir Gunnhildar Ryel og Vigdfsar Kristjánsdóttur. Ný bók kemur eftir Ölöfu Jónsdótt- ur, sem er ljóð, ævintýri og balletttexti og er bókin mynd- skreytt af Sigfúsi Halldórssyni. Unglingabókin Gullveiðiskipið týnda, heitir unglingabók eftir Þröst Karlsson, með myndum eftir Herdísi Húbner og Herdís myndskreytir einnig f jórar nýj- ar ævintýrabækur fyrir börn á aldrinum 6—9 ára sem heita Slaufan hennar Sigríðar, I landi skýjanna, Þumalingur fer í ferðalag og Spiladósin. Jó- hann J. Kristjánsson þýddi bækurnar. Síðan er að geta end- urútgáfu átta ævintýrabóka og þriggja þýddra sagna, Orrustan um Varsjá, Hróp f myrkri og Fjallaflugmaðurinn. LEIFTUR H.F. „Launhelgar og lokuð félög“ heitir bók eftir Efraim Briem í þýðingu próf. Björns Magnús- sonar. Efraim . Briem var pró- fessor í trúarbragðafræðum við Lundarháskóla. I bókinni er gerð tilraun til að lýsa þróun launhelgafélaga og gerð grein fyrir þeim þætti f þróun trúar- bragða sem felst í viðleitninni að þroska menn til samfélags og einingar við guðdóminn. Þá kemur út „Islenzk-ensk“ orðabók sem Arngrímur Sigurðsson hefur samið og er þetta ný og aukin útgáfa. Vestfirðingasaga 1390—1540 eftir Arnór Sigurjónsson. Bók- in spannar tímabilið frá svarta- dauða til siðbótar en ýmsir merkir viðburðir gerðust á þeim tíma, m.a. fyrsta stríðið um landhelgi og veiðirétt hér við land. Þá er sögð persónu- saga þeirra höfðingsmanna er settu svip sinn á fjórðunginn á þessu timaskeiði. „Vfsið þeim veginn" eftir sr. Helga Tryggvason og segir á kápu að hugleiðingar bókarinnar um gagnkvæma virðingu, áminn- ingu og aga séu mjög sóttar í sjóð Ritningarinnar. Ættar- þættir sem safnað hefur og skráð Jóhann Eiríksson. Segir þar frá Birni Sæmundssyni á Haukur Ágústsson Hóli í Lundarreykjadai, frá Gísla Helgasyni á Norður- Reykjum og Kjartani Jónssyni á Króki. Þá sendir Leiftur frá sér all- margar barna- og unglinga- bækur: sjöundu bókina um Mola litla eftir Ragnar Lár, Nasreddin, tyrkneskar kímni- sögur í endurútgáfu í þýðingu Þorsteins heitins Gislasonar rit- stjóra, út koma tvær Bob Moran bækur, tvær bækur um Frank og Jóa og tvær Nancy bækur. Þá kemur út bókin Villtur vegar eftir Oddmund Ljone, ein Kim bók, og tvær bækur í nýjum unglingabókaflokki Wynn & Lonny og heita þær Rally á Mexicali 1000 og Kappar I kappakstri. Þýdd unglingabók sem heitir Leyndardómurinn I listasafninu eftir Mabel Ester Allen og tvær barna- og ungl- ingabækur eftir íslenzka höf- unda: Yfir kaldan Kjöl eftir sr. Hauk Agústsson og „Ógnir kaslalans" eftir Einar Þor- grfmsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.