Morgunblaðið - 07.11.1975, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1975
Valemon konungur
hvítabjörn
Þennan dag gekk allt eins og hina
fyrri. Nú breiddi konungsdóttir úr dúkn-
um og sagði: „Komdu nú með ágæta rétti
dúkurinn góði“. Og um leið var kominn á
(Uíma er sömul íþrótt ok hún hefur verið
iðkuð vfðsvegar um heim f þúsundir ára.
Þecs eru da-mi að glíma hafi (ekið langan
lírna og á óivmpísku leikunum í Stokkhðlmi
árið 1912 sfóð glíma yfir í hvorki meira né
minna en 11 kíukkustundir áður en úrslit
fengust. 1 Japan er glíma sem heitir Sumo-
glfman. Þar skiptir það höfuömáli að glímu-
mennirnir liafi sem mestan „fallþunga" og
til þess að ná honum stríðala þeir sig á
sérslökum mat sem heitir tsjankorigori.
✓—COSPER
Hann spurði hvort hótelstjörinn hefði fengið
skóna sína úr sölningu nélega.
\___________________________—_________________/
dúkinn nægur matur handa hundruðum
manna, en konungsdóttir mataðist ein.
Þegar galdranornin sá dúkinn, vildi hún
endilega kaupa hann, „því hvernig sem
þeir hamast við að baka og steikja hérna,
þá verður þó máturinn aldrei nógur“.
En konungsdóttir sagði, að hann væri
ekki til sölu fyrir peninga, dúkurinn sá
arna, en ef hún mætti sofa hjá kærastan-
um nornarinnar i nótt, þá mætti hún
gjarnan fá hann. Þetta sagði nornin að
væri velkomið og tók til að galdra, en nú
var Valemon konungur viðbúinn og hann
vissi líka sínu viti, svo henni mistókst að
láta hann sofna, og um leið og hann var
aftur vakandi með komungsdóttur, þá
voru töfrar galdrakerlingar allir magn-
lausir orðnir.
Síðan fékk hann trésmiðina til þess að
gera hlemm á brú eina, sem brúðarvagn-
inn átti að aka yfir, og þar var síður að
brúðurin fór fyrir í vagni. Hlemmur
þessi snerist í ákafa, og þegar nornin og
allt galdrahyskið var komið þar út á,
settu smiðirnir hlemminn af stað og þar
snýst lýður þessi enn í dag. En Valemon
konungur og annað fólk sneri aftur til
hallarinnar, tók þaðan allt fémætt og
hraðaði för til landsins þar sem'Valemon
konungur Hvítabjörn réði ríkjum. Og
þau tóku með sér litlu telpurnar þrjár,
sem hún hafði hitt á leiðinni, þegar hún
var að elta hann. Það voru dætur þeirra
og skildi hún nú, að hann hafði komið
þeim fyrir þarna, til þess að hjálpa henni
til hans.
Tóbaks-strákurinn
Einu sinni var fátæk kona, sem gekk
um og baðst ölmusu. Hún átti einn son,
sem hún hafði með sér á flakkinu. Fyrst
flakkaði hún um sveitir, en svo kom hún
til borgar einnar og gekk þar milli húsa
og bað um brauðbita eða mjólkursopa.
Þegar hún hafði reikað um borgina um
stund, kom hún til borgarstjórans. Hann
var bæði góður maður og gegn; einhver
sá besti í borginni, sem vonlegt var, og
einnig var hann giftur dóttur eins rík-
asta kaupmannsins þar og áttu þau litla
dóttur, sem auðvitað var augasteinn
þeirra og uppáhaldið á heimilinu. Litlu
stúlkunni kom strax vel saman við son
flökkukonunnar, þegar hann kom með
móður sinni, og þegar borgarstjórinn sá,
að þau urðu svona fljótt góðir vinir, þá
VlK>
MORÖdlv
Mtfinú
ijj) na rw
Jæja, loksins tókst honum bað!
Eiginmaðurinn: — 1 hvert
sinn, sem ég sé þennan hatt,
sem þú keyptir í fyrri viku, rek
ég upp skellihlátur.
Konan: — Jæja, elskan, það
cr alveg prvðilegt. Ég þarf þá
ekki annað en hafa hann ein-
hvers staðar nálægan, þegar þú
færð reikninginn.
X
Litii bróðir grenjaði mikið,
og það fór f taugarnar á
Tomma.
— Mamma, sagði Tommi dag
einn, litli bróðir kom frá
himnum, er það ekki?
— Jú, Tommi minn, sagði
móðirin.
— Heyrðu mamma, ég skil
vel að englarnir hafi hent
honum.
X
Á framboðsfundi bar ræðu-
maður það upp á andstæðing
sinn, að konan hans réði öllu
um hans stjórnmálaskoðanir.
Hinn svaraði á eftirfarandi
hátt:
— t fyrsta lagi reynir konan
mfn aldrei að hafa áhrif á skoð-
anir mínar. t öðru lagi tölum
við aldrei um stjórnmál. 1
þriðja lagi hefur hún ekkert vit
á þeim. Og f fjórða lagi er ég
alls ekki kvæntur.
X
— Heyrðu, þú skalt ekki
kyssa konuna þfna út við
glugga eftir að tekur að
skyggja og Ijós er inni, eins og
þú gerðir í gærkveldi.
— Hvað er þetta maður, ég
var alis ekki heima í gærkveldi.
X
Eiginkonan: — Þú talaðir
upp úr svefni í nótt.
Maðurinn: — Það er ekki
nema eðlilegt. Einhverntfma
verð ég þó að komast að.
X
Vond kona er eins og rign-
ingardagur — æskan eins og
rósasveigur — en ellin eins og
þyrnikóróna.
Moröíkirkjugaröinum
Mariu Lang
Jóhanna Kristjóns-
dóttir þýddi
27
,Jim“ og það mátti sjálfsagt túlka
á í msa vegu.
En faðir minn sagði lágröma:
— Satt bezt að segja get ég ekki
varizt þvf að hafa meðaumkun
með manninum.
Og andlit Hjördisar Holm var
bæði fölt og þreytulegt, þegar
hún sagði:
— Svei mér þá . . . þetta var
sannarlega óhugnanlegt. En ég
skil ekki hvernig er hægt að skera
úr um, hvenær fólk segir satt og
hvenær það lýgur.
Christer horfði fast á hana um
hríð.
— Scgið mér frökcn Holm,
spurði hann — án þess að það
komi nokkuð þessu máli við — en
hvað hafið bér búið lengi hér f
Vástlinge?
Var það missýn að hún hrykki
við eða var það bara fmyndun f
mér. Hún fitlaði órólega við
kniplingana á ermunum þegar
hún svaraði.
— Þann fimmtánda janúar er
ár síðan ég fluttist hingað. Ég
hafði verið ráðskona f mörg ár
hjá héraðslækninum f östersund,
en svo gifti hann sig og ég varð að
íá mér annað starf. Vinkona mfn
benti mér þá á auglýsinguna frá
sr. Ekstedt og ég sendi svar við
henni. . .
— Höfðuð þér aldrei komið
hingað I sveitina áður?
— Nei.
— Höfðuð ekki heldur hitt neitt
af þvf fólki, sem þér hafið nú
umgengist hvunndags sfðan?
— Ne!. . . ei.
Hún sagði það ákveðin en þó
eins og eilftið spyrjandi eins og
hún skildi ekki fullkomlega hvað
vekti fyrir Christer með þessum
spurningum. Hann veitti þvf
athygli og sagði til skýringar:
— Mig langaði nefnilega til að
vita hvaða skoðun óviðkomandi
manneskja eins og þér hafið á
Connie Lundgren. Þér hafið ekki
látið sveitaslúðrið hafa áhrif á
skoðun yðar á honum, en þér
hafið sjálfsagt haft samskípti við
hann. Hvernig er hann?
Hún hrukkaði beinar auga-
brýrnar og reyndi bersýnilega að
vera hlutlaus og velja réttu orðin:
— Hann er . . . ja, það er
reyndar dálftið erfitt að átta sig á
þvf hvar maður hefur hann.
Þcgar hann hefur fengið sér
neðan f þvf er hann algerlega eins
og umskiptingur, röflar og rexar
og rffst við fólk og vill slást og ég
veit ekki hvort hann man alltaf
hvað hann hefur aðhafst þegar
hann er undir áhrifum víns. En
nú vill svo óheppilega til að hann
býr f húsi kirkjuþjónsins og hann
langaði svo mikið til að gera
bróður sfnum þann greiða að Ifta
eftir f kirkjunni meðan hann var
á sjúkrahúsinu, en auðvitað getur
hann það ekki og presturinn er
ósköp leiður yfir þessu og er þó
stöðugt að bera f bætifláka fyrir
hann. En þegar hann er edrú . . .
ja, þá held ég hann sé bæði alúð-
legur og raunar vænsti maður . . .
En kannski ekki alltaf . . .
stundum er hann bæði illgjarn og
lúmskur. Nei, ég get ekki
almennilega áttað mig á þvf,
hvaða skoðun ég hef myndað mér
á skapgerð Connie Lundgrens.
Christer virtist þó gera sig
ágæta vcl ánægðan með þetta og
hélt forvitnislega áfram:
— En hvað segið þér þá um
Arne Sandell? Hvernig mynduð
þér lýsa honum?
Hún hikaði einnig andartak
áður en hún sagði:
— Það var allt annað mál mcð
Arne. Það var ómögulegt annað
en láta sér Ifka vel við hann.
Hann var alltaf f góðu skapi,
skemmtiiegur og hláturmildur.
Og hann var ljómandi myndar-
legur maður, með hrokkið hár og
brún augu . . . en ef eitthvað var
.honum andstætt gat hann orðið
voðalega æstur. Og það getur
verið að hann hafi verið dálftið
kærulaus f pcningamálum. Að
minnsta kosti lét hann Barböru fá
allt sem hugur hennar girntist og
kannski meira en það, allt frá
pelsum og grammafónum . . .
Hún sagði sfðustu orðin með
örlitlum öfundarblæ . . . hún
hafði sennilcga aldrei notið þess
hlutskiptis að karlmaður gæfi
henni dýrindis gjafir. Og þá varð
mér ósjálfrátt á að hugsa um,
hvers vegna Hjördis sem nú var
fertug að aldri, væri enn ógift.
Hún var fjarska geðug og heldur
lagleg í útliti, dökkbrúnt hárið og
blá augun voru falleg og hún var
fyrirmyndar húsmóðir f alla staði
og framkoma hennar í senn
kurteisleg, prúð og aðlaðandi. En
afstaða karla til kvenna er vfst
ekki alltaf f samræmi við það sem
kynsystrunum finnst og það gafst
aftur tækifæri til að sannreyna
sfðar um kvöidið.
Þvf hvort sem við sátum í
kringum horðið eða f setustof-
unni til að tala saman og drekka
kaffi var senan alltaf hin sama
... Einar, faðir minn, Tord, já,
meira að segja Christer Wijk þeir
litu með áhugalausrí vinsemd á
Hjördisi Hólm, en þeir sáu og
heyrðu aðeins hina svartklæddu
Barböru og sýndu henni alla sfna
eftirtekt og áhuga. Og það var þó
Hjördfs Holm sem sá allan
tfmann um að okkur liði vel. Það
var hún sem hafði matreitt hina
gómsætu steik sem við fengum og
bakað kryddkökuna sem Einar