Morgunblaðið - 07.11.1975, Qupperneq 40
SILFUR-
SKEIFAN
BORÐSMJÖRLÍKI
SMJÖRLÍKIÐ
SEMALLIR ÞEKKJA
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1975
Svæðamótið:
Góð stemiramig
- líflegar skákir
Friðrik vann Murray í 31 leik
ÚRSLIT í 13. umferð
svæðamótsins í Hótel Esju
urðu sem hér segir: Friðrik
vann Murray í 31 leik,
Ribli vann Björn í 2 leikj-
um, en Björn fór heim
vegna veikinda. Ostermey-
er vann Hamman í 28 leikj-
um, Parma vann Poutiain-
en í 40 leikjum, Jansa og
Hartston i 32 leikjum og
Liberzon og Zwaig í 39
leikjum.
Staða efstu manna eftir
13 umferðir er þessi: 1.—2.
Ribli og Liberzon með 9,5
vinninga, 3.—4. Friðrik og
Parma með 9 vinninga,
5. —7. Timman, Ostermeye-
er og Jansa með 7 vinn-
inga.
14. umferðin verður tefld í
kvöld. Þá tefla saman Ribli og
Laine, Poutiainen og Björn,
Hartston og Parma, Hamman og
Jansa, Friðrik og Ostermeyer,
Zwaig og Murray, Timman og Lib-
erzon, en í síðustu umferð á
sunnudag eiga að tefla saman
Ribli og van den Broeck,
Poutiainen og Laine, Hartston og
Björn Þorsteinsson, Hamman og
Parma, Friðrik og Jans, Zwaig og
Ostermeyer, Timman og Murray
og Liberzon situr yfir.
Um 300 áhorfendur voru á
svæðamótinu f gærkvöldi og rikti
góð stemning á mótinu enda flest-
arskákijnar mjög skemmtileg^
ar og líflegar.
Hér fer á eftir skák Friðriks í
gærkvöldi:
Hvítt: Murray
Svart: Friðrik Olafsson.
Griinfeldsvörn.
1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 —
d5, 4. Rf3 — Bg7, 5. Db3 — dxc4,
6. Dxc4 — 0-0, 7. e4 — Rc6, 8. Be3
— Rg4, 9. Be2 — Rxe3,10. fxe3 —
e5, 11. d5 — Re7, 12. 0-0-0 — a6,
13. Kbl — Dd6, 14. Db3 — b5, 15.
Framhald á bls. 24
Lóðum fyrir756
íbúðir úthlutað
á næstunni
Á FUNDI borgarstjórnar
Reykjavfkur f gær kom fram í
máli borgarstjóra, Birgis fsl.
Gunnarssonar, að lóðaút-
hlutanir f borginni eru fyrir-
hugaðar á næstunni, að Ifkind-
um um áramótin. Þá verður
úthlutað í fyrsta áfanga Eiðis-
grandahverfis lóðum fyrir allt
að 147 fbúðir, en af þeim
munu samtök aldraðra og
eftirlaunafólks fá allt að 63
fbúðir. Um sama leyti verður
úthlutað lóðum undir fjöl-
hýlishús með um 476 fbúðum
samtals f Breiðholti III.
Þá er gert ráð fyrir að fljót-
lega verði byggingarhæfar lóð-
ir undir 54 einbýlishús í Selja-
hverfi og fyrir 79 íbúðir í ein-
býlis- og tvíbýlishúsum í Breið-
holti III, norð-austurdeild, f
samtals 55 húsum.
Því mun verða úthlutað lóð-
um fyrir 756 ibúðir í Reykja-
vík á næstunni.
Þá kom fram, að fyrsti
áfangi iðnaðarhverfis, sem rísa
mun við Vesturlandsveg, er til-
búinn til útboðs. Þá er gert ráð
fyrir svæði fyrir svonefndan
hafnsækinn iðnað milli
Kleppsmýravegar og Holta-
vegar og á svæði ofan Sunda-
hafnar, milli Vatnagarða og
Elliðavogar. Borgarstóri sagði,
að eftirspurn eftir lóðum fyrir
atvinnurekstur væri mikil, en
fjárhagsgeta fyrirtækja virtist
þó vera slík um þessar mundir,
að jafnvel greiðsla gatna-
gerðargjalda virtist vera flest-
um þeirra ofviða.
Ljosm. Mbl. Friðþjófur.
KEPPINAUTARNIR — Þetta eru skákmennirnir
fjórir sem berjast um úrslitasætin tvö á svæðismótinu
og þar með réttinn til að komast á millisvæðamótið. 1
efri röð eru Liberzon og Friðrik en í neðri röð eru
Parma (t.v.) og Ribli. Myndirnar voru teknar við
upphaf 13. umferðarinnar í gær.
5 ára drengur
mildð slasaður
eftir bílslys
FIMM ára drengur liggur meðvit-
undarlaus á gjörgæzludeild Borg-
arspítalans eftir að hafa orðið fyr-
ir bifreið á merktri gangbraut á
Bústaðavegi sfðdegis f gær.
Bremsuför bifreiðarinnar voru
alllöng og benda til þess að öku-
maðurinn hafi ekið greitt. Sjálfur
kveðst hann hafa ekið á 60 kfló-
metra hraða en leyfilegur hraði
er þarna 45 kflómetrar.
Slysið varð um klukkan 15.30 í
gærdag. Litli drengurinn var að
koma út úr strætisvagni ásamt
móður sinni. Hijóp hann á undan
henni suður yfir Bústaðaveginn á
merktri gangbraut. Bar þá bílinn
að og lenti drengurinn á hægra
framhorni hans og kastaðist síðan
af honum nokkra metra. Bendir
þetta til þess að drengurinn hafi
verið kominn langleiðina yfir göt-
una.
Hann var strax fluttur á
slysadeild Borgarspltalans og síð-
an á gjörgæzludeild sömu stofn-
unar. Hlaut hann höfuðáverka og
innvortis meiðsli og var ekki kom-
inn til meðvitundar þegar Mbl.
hafði síðast fregnir í gærkvöldi.
Viðræður brezkra og íslenzkra fiskifræðinga:
Ánægður með niður-
stöðu viðræðnanna
— segir Jón Jónsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinnar
BREZKA sérfræðinganefndin
hélt f gær áfram tæknilegum við-
ræðum við fslenzka starfsbræður
sína, fiskifræðingana Jón Jóns-
son, forstöðumann Hafrannsókna-
stofnunarinnar, Jakob Jakobsson,
Sigfús Schopka og Jakob Magnús-
Ríkisstjórnin samþykkir
niðurgreiðslur á nautakjöti
Nautakjöt lækkar um 26—37% — Kindakjöt hækkar um 5,8%
RIKISSTJÚRNIN ákvað á fundi
sínum í gærmorgun að taka upp
niðurgreiðslur á nautakjöti og
verður fjár til þessara niður-
greiðslna aflað með þvf að lækka
niðurgreiðslur á kindakjöti. Þessi
ákvörðun hefur f för með sér að
nautakjöt lækkar um 26—37% og
fer lækkunin eftir þvf, hvernig
kjötið er selt. Niðurgreiðslur á
kindakjöti iækka um 11,3% og
hækkar t.d. smásöluverð súpu-
kjöts um 5,8%. Gert er ráð fyrir
að þessar breyttu niðurgreiðslur
komi til framkvæmda mjög fljót-
lega.
Haiidór E. Sigurðsson land-
búnaðarráðherra sagði, að ríkis-
stjórnin hefði samþykkt að fara
þá leíð að taka upp niðurgreiðslur
á nautakjöti og iækka niður-
greiðslur á kindakjöti sem.iíæmi
þeirri fjárþörf, er myndaðist við
þessa breytingu, og kemur því
ekki til aukinna niðurgreiðslna úr
ríkissjóði.
Það kom fram hjá Halldóri að
ríkisstjórnin hefði að tillögu hag-
stoiustjóra ákveðið að taka upp
þessar breyttu niðurgreiðslur, þó
kauplagsnefnd hefði ekki enn
fjallað um málið, en vegna áhrifa
þessara breytinga á vísitöluna
þarf nefndin að fjalla um þær.
Sagði ráðherrann að nauðsynlegt
væri að fá ákveðna reynslu á
þetta breytta fyrirkomulag og það
væri von sín að sú reynsla yrði
jákvæð. Um það hvenær þessar
breyttu niðurgreiðslur kæmu til
framkvæmda, sagðist Halldór
ekkert geta fullyrt, en það yrði
mjög fljótlega.
I dag er gert ráð fyrir meiri
neyslu á kindakjöti en nautakjöti
í grundvelli framfærsluvísitölunn
ar, en talið er að þessar breyttu
niðurgreiðslur hafi í för með sér
aukna neyslu á nautakjöti og að
eitthvað dragi úr neyslu á kinda-
kjötí. túett hefur verið um að
breyta þessum hlutföllum á
neyslunni, en verði það ekki gert
hafa þessar breyttu niðurgreiðsl-
ur í för með sér hækkun á vísitöl-
unni, sem talið er að nemi um
einum fjórða úr vísitölustigi. Að-
spurður um afstöðu ASl til breyt-
inga á hlutfalli milli kindakjöts
og nautakjöts I vísitölugrundvell-
ingum sagði Björn Jónsson, for-
seti ASÍ, það skoðun sina að ekki
væri hægt að gera neinar breyt-
ingar á þessu hlutfalli fyrr en
fengin væri einhver reynsla á,
hvaða breytingar á neýslu þessar
tilfærslur á niðurgreiðslum hefðu
í för með sér og því yrði að koma
til hækkun á vísitölunni, sem
svaraði til hækkunar á verði
kindakjöts.
Eins og áður sagði lækka niður-
greiðslur á kindakjöti um 11,3%
og má sení dæmi nefna að
smásöluverð á súpukjöti hækkar
um 5,8%. Kílóið af súpukjötinu
kostar nú 424 krónur, en kostar
eftir breytinguna 449,00 krónur.
son, og að þeim fundi loknum
áttu brezku vfsindamennirnir
ásamt brezka sendiherranum sfð-
an viðræður við Hans G. Ander-
sen, sendiherra, Einar Ingvason
aðstoðarmaðurráðherra, Jón
Arnalds, ráðuneytisstjóri f
sjávarútvegsráöuneytinu, Þórð
Asgeirsson, skrifstofustjóra ráðu-
neytisins, og Má Elísson fiski-
málastjóra.
Aðilar þessara viðræðna voru
Sigurður Hjörtur Stefánsson
að þeim Ioknum afar fáorðir um
gang og árangur þeirra, en við-
ræðurnar snerust sem kunnugt er
fyrst og fremst um skýrslu Haf-
rannsóknastofnunarinnar um hið
alvarlega ástand þorskstofnsins
hér við land. Brezku vísinda-
mennirnir vörðust til að mynda
allra frétta, og brezki sendiherr-
ann, Kenneth East, sagði að ekk-
ert yrði gert opinskátt um gang
viðræðnanna fyrr en vísinda-
mennirnir hefðu skilað brezkum
stjórnvöldum áliti um viðræðurn-
ar.
Jón Jónsson, forstöðumaður
Hafrannsóknastofnunarinnar,
kvaðst af sömu ástæðu lítið geta
greint frá gangi viðræðnanna á
þessu stigi þar eð þá hafði ekki
verið gengið frá hinu sameigin-
lega áliti sérfræðinganna er sent
skyldi stjórnvöldum. Jón sagði þó
að niðurstaða hefði fengizt I við-
ræðunum — „og ég er ánægður
með hana,“ sagði hann.
Samkvæmt heimildum sem
Morgunblaðið aflaði sér I gær
munu brezku vísindamennirnir í
öllum helztu atriðum hafa fallizt á
, þær aðferðir sem íslenzku fiski-
Framhald á bls. 24
Beið bana 1 bílveltu
Patreksfirði, 6. nóvember.
BANASLYS varð I Tálknafirði
um eittleytið aðfaranótt fimmtu-
dags, skammt frá vegamótunum
til Bíldudals. Rússajeppi Z-1218
fór þar út af veginum og valt
niður rúmlega 1 metra háan veg-
arkant. Ökumaðurinn Sigurður
Hjörtur Stefánsson, Holtagerði
54 í Kópavogi mun hafa orðið
undir bifreiðinni og látist sam-
stundis. Hann var 31 árs gamall,
kvæntur Sigríði Kristinsdóttur,
og lætur eftir sig tvö börn, á 1. ári
og 12 ára. Sigurður var í vinnu
fyrir RARIK á Vestfjörðum þegar
þetta hörmulega slys varð. Menn
komu á vettvang fljótlega eftir að
slysið varð.
— Páll.