Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975
17
Jón Olgeirsson ræðismaður í Grimsby:
„Enginn minnist á
að samningurinn
sé að renna út,?
„HÉR nefnir enginn maður, að
samningurinn við Islendinga sé
að renna út. Hins vegar hafa
togaraeigendur — og sjómenn
lýst því yfir fyrir löngu, að haldið
verði áfram að veiða eftir gamla
samningnum eftirleiðis, þannig
að engin breyting verður á af
þeirra hálfu,“ sagði Jón
Olgeirsson, ræðismaður I
Grimsby, f samtali við Morgun-
blaðið f gær, er hann var spurður
um hvaða áhrif það hefði á
Iffið f útgerðarbæjunum við
Humberside að fiskveiðisamn-
ingurinn um veiði innan 50 mflna
markanna frá 1973 ryrtni út f
kvöld.
„Það hefur enginn minnst á
hvað gert verði, ef íslenzka land-
helgisgæzlan lætur til sin taka.
Menn gera þó ráð fyrir að hún
beiti ekki hörku fyrst í stað. Allt
frá því, að íslendingar ákváðu að
færa fiskveiðilögsöguna út í 200
mílur, hefur verið ótrúlega lítið
um það rætt hér, sérstaklega ef
maður á að miða við hvað rætt var
um og skrifað er lögsagan var
færð út í 50 mílur árið 1972,“
sagði Jón.
Þá sagði hann:
„Blöð hér um slóðir hafa tekið á
allt annan hátt á málinu en áður,
og a.m.k. sum eru miklu hlið-
hollari íslendingum en maður
hefur átt að venjast, og reyna að
skýra sjónarmið beggja, en ekki
bara annars aðilans. Flest blöðin
segja frá þvf I dag, að samningur-
inn renni út á morgun og Niels P.
Sigurðsson, sendiherra Islands í
Lundúnum, kemur fram í viðtali
við Luther Kennedy í sjónvarp-
inu í kvöld.
Islenzkir þjóðhættir
Jónasar á Hrafnagili
nú endurprentaðir
ENDURPRENTUÐ hefur verið
þriðja útgáfa íslenzkra þjóðhátta
eftir Jónas Jónsson frá Hrafna-
gili, en hún kom út á vegum Isa-
foldarprentsmiðju árið 1961. Pró-
fessor Einar Ólafur Sveinsson sá
um útgáfuna og ritaði formála.
Auk þess fylgir ítarlegur formáli
fyrir fyrstu útgáfu verksins, en
hún kom út árið 1934.
Séra Jónas Jónsson var braut-
ryðjandi um þjóðháttasöfnun á Is-
landi og annaðist umfangsmikið
starf á því sviði síðustu ár ævi
sinnar, en lézt frá verki sínu árið
1918. Ennfremur hafði hann
stundað skáldsagnagerð auk
prentskapar.
I formála þriðju útgáfu segir
prófessor Einar Ólafur, að fræði-
gildi bókarinnar sé vitaskuld
mest um háttu og menningu
18.—19. aldar. Hafi verkið orðið
til þess að glæða mjög áhuga á
þjóðlegum fræðum næstu áratug-
ina á eftir og unnin hafi verið
merk verk á því sviði og lögð drög
að öðrum. Nefnir hann þar á með-
al fróðleik um sjómennsku, sem
Lúðvík Kristjánsson ritstjóri hef-
ur safnað, en er enn óútkomið.
Séra Jónasi auðnaðist ekki að
Ijúka við kaflann um sjómennsku,
en að öðru leyti var með verki
hans fengið heildaryfirlit yfir ís-
Jónas Jónsson frð Hrafnagili.
lenzka þjóðhætti á síðustu öldum.
Bókin greinist 1 kafla eftir efn-
isþáttum. Fjallar sá fyrsti um dag-
legt líf, næsti um aðalstörf manna
til sveita. Þá er kafli um verður-
far, skepnur, hátíðir og merkis-
daga, skemmtanir, Iffsatriði,
heilsufar og lækningar, hugsun-
ar- og trúarlif og loks er kafli um
húsaskipan og byggingar.
Bókinni fylgir ítarleg skrá um
atriðisorð, svo og nafnaskrá. Er
hún rúmlega 500 blaðsíður að
stærð og prýdd fjölmörgum
myndum og teikningum.
Þorleifur Hauksson
var ekki „settur af”
segja kennarar í íslenzkum bókmenntum við HI
Það hefur komið í hlut kennara
f íslenzkum bókmenntum við
Háskóla íslands að tilnefna einn
mann til að taka sæti í nefnd
þeirri, er úthlutar viðbótarrit-
launum til rithöfunda og fræði-
manna, og hefur hann jafnframt
verið formaður nefndarinnar.
Hefur Þorleifur Hauksson átt
sæti í nefndinni sl. tvö ár eða frá
því að nefndin tók til starfa og
hefur hann að sjálfsögðu verið til
þess kjörinn af okkur kennurum.
En nú i haust færðist Þorleifur
Hauksson eindregið undan þvi að
sinna þessu nefndarstarfi lengur
þrátt fyrir að hann væri þrábeð-
inn um það, og leysti þá Sveinn
Skorri Höskuldsson hann af
hólmi.
Eins og flestum mun kunnugt,
er það vandasamt og vanþakklátt
starf að úthluta fé til rithöfunda,
og hefur Þorleifur Hauksson
fengið að sannreyna það, enda
hefur hann örðið fyrir ósmekkleg-
um aðdróttunum og dylgjum frá
einstökum rithöfundum. Dæmi
um það er viðtal nokkurt við rit-
höfundana Jóhannes Helga og
Kristin Reyr, sem birtist i
Morgunblaðinu og Tímanum hinn
29. okt. sl. Þar láta þeir orð liggja
að því, að Þorleifur hafi verið
„settur af“ og tala um „pólitískt
nálarauga kommisarsins afsetta,
Þorleifs Haukssonar."
Þessi ummæli eru á misskiln-
ingi byggð. Kennarar í íslenzkum
bókmenntum hafa ekkert að at-
huga við störf Þorleifs Hauks-
sonar í nefndinni.
Bjarni Guðnason
Njörður P. Njarðvik
Óskar Halldórsson
Sveinn Skorri Höskuldsson.
Fá allt að 7
lestir í róðri
Siglufirði, 12. nóvember
HÉÐAN róa nú þrir línubátar
og hafa aflað sæmilega, allt að
7 lestir í róðri.
Sumarveður er hér nú. —mj.
Heyrt og séð
ÚTVARPIÐ fyrri vikn
Eyja I hafinu, leikrit ofanritaðs, 2. þáttur: Ströndin. leikstjóri Þorsteinn Gunnarsson, var flutt fyrra
sunnudag. Leikstjóri og leikarar brugðust ekki vonum mlnum fremur en M . þætti.
Grð er öll kenning, sagði leyndarráðið I Weimar. Eftir að hafa horft á sýnikennslu úr Kennaraháskólanum
og hlustað á drjúgan hluta erindasyrpunnar um námskenningar ýmisligar, er ég mest hissa á að ég og mlnir
jafnaldrar skuli vera læsir. Kannski var það lán I óláni að við urðum ekki aðnjótandi þessarar yfirgripsmiklu
námstækni. Við hefðum kannski orðið svo gáfaðir að við hefðum sprungið á limminu og orðið ofvitar sem
jafngildir nánast hugtakinu hálfviti. Hve mörg skyldu þau vera gengin og hve mannmörg hér og I
nðgrannalöndunum sem eru á launum við það að kvista niður I ótal aðalflokka og undirflokka vitundarstarf
barna. Hvað kostar þetta? Og hver er árangurinn? Meðaleinkunnir fara hrlðlækkandi I landinu og ástandið er
orðið svo alvarlegt að háskólinn hefur Ihugað að taka upp inntökupróf til að bægja frá dyrum sinum óhæfum
stúdentum. Eru þessar kynslóðir sem eru að vaxa upp I landinu svona miklu vitlausari en við, að tlu sinnum
betri aðbúnaður. þar á meðal NÝSIGÖGN Indriða Glslasonar, orki ekki að gera þær að jafnokum okkar? Það
fær ekki staðist. Er það ekki agann sem vantar, járnagann gamla, sproksetninguna. Það skyldi þó aldrei vera
að þar lægi hundurinn grafinn. Ég var um daginn einu sinni sem oftar á sundstað þegar hersing tólf ára
drengja ruddist innl baðklefana með fyrirgangi hungraðra villidýra. Þeir virtu að vettugi þá kröfu sem
alstaðar blasir við á skiltum þess efnis að fara úr skýlunum og sápuþvo llkama sinn áður en gengið er til
laugar. Að andartaki liðnu voru þeir stokknir óþvegnir út I laug að undanskildum þrem slöttólfum sem
baðverði tókst að króa af. Þeir viðhöfðu þann dólgslega munnsöfnuð sem nú þykir mannsbragur að og
þverskölluðust við að afklæðast skýlunum, brutust svo út úr herkvlnni. Ég spurði baðvörðinn hverju það
sætti að hann leiddi ekki svona peyja rétta boðleið til baka I búningsklefana og vlsaði þeim frá
sundstaðnum. Hann sagði: Ég má ekki blaka við þeim. Ef ég geri svo mikið sem að taka utan um
handlegginn á þeim kröfu minni til áréttingar heitir það llkamsárás og foreldrarnir myndu kæra, slminn
myndi ekki þagna hér það sem eftir væri dags. Frammi fyrir þessu agaleysi munu kennarar landsins standa I
alltof rlkum mæli, og eru mér kunnug Iskyggileg dæmi þess hvernig nokkrum gikkjum hefur haldist uppi
þvert I gegnum barna- og unglingaskólastigið að skaprauna kennurum slnum og spiHa árum saman
starfsfriði skólasystkina sinna, enda eru það býsna algeng viðbrögð foreldra hér, ef börnum þeirra sækist
námið seint, að það sé skólans sök — og með það vegarnesti koma svo mörg börn I skólana. Og það er ekki
til þess fallið að draga úr agavandamálum. f hverfi hér skammt frá þar sem ég bý, einum dýrasta og
vandaðasta barnaskóla borgarinnar, taldi ég tuttugu rúður brotnar viku eftir skólaslit.
Þetta er aðeins eitt dæmi um agaleysið sem tröllrlður þjóðinni. Orsakirnar eru vafalaust margar, en það
þyrfti að kanna hvem þátt fjölmiðlar eiga I fyrirbærinu, með þvl t.d. að hlaða undir lágmenninguna. poppið
og tilheyrandi, sem gerir unglinga viti slnu fjær og er nákvæmlega það slðasta sem þrýsta ætti inn I hlustir
mannvera á viðkvæmasta aldurskeiði. Ég hef heyrt þvl haldið fram að unglingavandamálið svokallaða hafi
ekki komið til sögunnar að marki fyrr en á sjötta áratugnum þegar fjölmiðlarnir opnuðu gáttir slnar fyrir
gauraganginum. Dagblöðin leggja t.d. vikulega heilu opnurnar undir þennan innflutta fret, þannig að
unglingarnir hljóta að áiykta að hér sé sjálft fagnaðarerindið á ferðinni.
Ég hafði gaman af þættinum: það eru komnir gestir. Ása I bæ þekkti ég frá gamalli tlð, einu sinni söng
hann fyrir mig og fleira fólk án undirleiks og fór létt með það, svo hann kom mér ekki á óvart, en það gerði
Jónas Árnason. Ég vissi ekki að hann byggi yfir þvlllkum sviðshæf ileikum fyrr en ég sá hann I þessum þætti,
en farmaðurinn Jónas Guðmundsson varð þvl miður dálltið utanveltu. sennilega af þvl að hann syngur ekki,
en þeir sem ræða við Jónas koma ekki að tómum kofunum og ég hefði viljað heyra fleiri sögur úr
langsiglingum hans. Ámi Gunnarsson stýrði þættinum með prýði, hið sama gerði Gunnar Schram I þætti
sem bráðlega verður vikið að. Það er menningarbragur yfir stjórnendum þátta I Rfkisútvarpinu, þulum og
spyrlum, og slðastnefndum hefur farið mjög fram I þvl
að láta viðmælendur sína ekki komast upp með moð-
reyk, drepa efnisatriðum á dreif með útúrsnúningum.
En I þætti Gunnars um mannréttindabaráttu Sakharov
var Jónas Árnason ekki réttur maður á réttum stað.
Ádrepan sem Halldór Laxness veitti honum var blátt
áfram hræðileg — og það svo að mér virtist Jónas um
tlma vera kominn á fremsta hlunn að yfirgefa salinn.
Hann lét sér samt ekki segjast, það virtist ógerningur
að koma því inn I kollinn á honum að hann væri ekki
staddur á framboðsfundi. En þá fyrst tók steininn úr
þegar hann dró uppúr pússi slnu vegarnesti sitt, nótuna
frá Árna Bergmann og þuldi af henni. Árni Bergmann
dvaldi sjö ár I Moskvu. Margir hafa á skemmri tlma
tileinkað sér einsýni, að maður ekki segi glórulaus
trúarbrögð, og er honum þvl kannski nokkur vorkunn.
Árni þyrfti að fara að manna sig upp og láta út ganga á
þrykk skáldsöguna sem hann er búinn að liggja á I
fimmtán ár. Hann myndi hreinkast við það — og
bókmenntasíður Þjóðviljans, ekki að vita nema stein-
barnið gengi niður af honum. Jónas Árnason og
Matthias Johannessen þurfa ekki á að halda neinum
vottorðum frá mér um manngildi sitt, báðir llða þeir
sem rithöfundar eflaust með þeim sem ekki njóta
almennra mannréttinda, en óllkt var sjónhringur Matthlasar vlðari I þessu máli.
Hinu má samt ekki gleyma að karp þeirra Matthlasar og Jónasar, sem slðarnefndur átti upptökin að, varð
þó altént til þess að við urðum þeirrar skemmtunar aðnjótandi að sjá Halldór Laxness næstum rifna af
heilagri bræði. Þar með er sú hlið Halldórs varðveitt á filmu handa framtlðinni. Gunnar Gunnarsson, kominn
hátt á niræðisaldur, var furðu ern. En Sakharov, barátta hans og fleiri góðra manna. Búkleg velferð nlutlu
prósenta einnar þjóðar er of dýru verði keypt, ef tlu prósentin. sjálfur vaxtarbroddurinn, er ýmist læstur inni
á geðveikrahælum ellegar pyntaður og drepinn. Fullyrt er að sextlu milljónir manna hafi verið myrtir I nafni
fagnaðarerindisins I Ráðstjórnarrlkjunum. Glæpurinn er svo stórvaxinn, svo yfirþyrmandi, svo stjarnfræði-
legur að magni, að frammi fyrir honum verður maður að gjalti; maður skammast sln fyrir að tilheyra
tegundinni sem kallar sig mann. Veit ég vel að Napóleons-styrjaldirnar kostuðu þrjátlu milljónir manna llfið,
heimsstyrjöldin slðari vel það. Strlðssaga Vesturlanda er ekki par falleg saga, en heldur vildi ég farast I trú á
málstað minn I ragnarökum á borð við slðustu heimsstyrjöld heldur en að vera sóttur I hús mitt um miðja
nott og lógað eins og skepnu og nafn mitt og minna að auki atað auri I vitund þeirra sem lifa. Það er meiri
munur en margur hyggur á þvl að farast I harmleik — og á hinu að láta saklaus bæði llfið og æruna.
Gunnar Gunnarsson taldi — og réttilega — að mannkynið færist. ef ekki kæmi til hugarfarsbreyting. Og
þá er hverjum og einum hollt að byrja á að láta sæmilegt af sér leiða hið næsta ár — I stað þess að rembast
eins og rjúpan við staurinn að frelsa heiminn á einu bretti með kennisetningar að vopni, enda eru sllkir menn
oft — alltof oft — manna blindastir á þjáðan meðbróður I næsta húsi.
Svar Halldórs við þeirri spurningu stjórnandans, hvort hann væri bjartsýnn á þróun mála, var ágætt. Hann
kvaðst ekki leggja sig niður við að velta vöngum yfir þvl. Hann aðhefst — og það þyrftu fleiri að gera — hið
næsta sér. Svartsýni eða bjartsýni, þau andstæðu horf til fyrirbæra ráðast af efnaskiptum I skrokknum á
viðkomandi, ráðast jafnvel af þvl hvað hann étur eða étur ekki. Hungraður maður lltur ekki björtum augum á
tilveruna. Öðru máli gegnir þegar vömbin er kýld veislumat og góðum vinum og sólin skín. Mannkynssagan
gefur svo sannarlega ekki tilefni til bjartsýni, ný villa leysir jafnharðan þá gömlu af hólmi og heimskra
manna ráð eru þvl verri sem þau koma fleiri saman. Það er gegn þeim ráðum sem Sakharov og sálufélagar
hans berjast fyrir austan tjald. Og sllkrar baráttu er raunar svo sannarlega llka þörf fyrir vestan, nema þar
fylgir henni ekki llfshætta og frelsisskerðing, nema I undantekningartilfellum. Halldór hefur alltaf vitað hvar
punkturinn á að vera. Hann neytti ekki réttar slns til lokaorða. Þegar hann hneigði sig og læsti munninum
held ég að hann hafði verið að tista innra með sér — eins og fugl. Ég býst við að blekbóndann hafi lengi
langað til þess. Það hefði verið endir við hæfi — I þetta sinn.
Menn gleyma tæpast I bráð fréttamyndinni frá slysadeild Borgarspitalans. Það er talað um menningar-
helgi, lofthelgi, landhelgi og mannhelgi. Mætti ég auka við upptalninguna einu orði: LÍFHELGI. Það er
ógnun við llfhelgi manna að aka bifreið á hundrað kllómetra hraða I Ibúðahverfum, ekkert slður en að skjóta
blindandi af byssu — og fantar sem slikt iðka eiga að fara beint I tukthúsið. Bifreiðarnar á að taka af svona
mannhundum og afhenda þær ekki aftur fyrr en eftir viku eða mánuð. Bllstjórar þeirra kæmu þá heim til sln
eins og halaklipptir hundar, það væri hneisa sem þeir gleymdu ekki auðveldlega. Byssa er tekin af manni, ef
hann með gáleysi fyrirgerir rétti slnum til að hafa hana undir höndum. Bifreið er mannskætt vopn. Maður
sem gerir sig beran að þvl að kunna ekki með hana að fara verður að vera án hennar um hrlð. Þessum
manndrápum og limlestingum verður að linna — og ekkert nema harðsvlraðir mótleikir munu fá stöðvað
þessi ósköp. Frestur á róttækum aðgerðum jafngildir dauðadómi yfir fjölda manns.
Full ferð Oscars Clausen er ekki hraðferð um lönd minninganna. en bókin er einkar manneskjuleg og
fróðleg. Rödd Þorsteins Mattþlassonar fer efninu einkar vel.
Leikrit Priestleys, Ovænt heimsókn, sklrskotaði ekki til mln. Þetta er gömul lumma, fagnaður I upphafí,
notaleg veisla — og slðan drepur alvara llfsins óvænt á dyr. Það var á móti llkindalögmálinu, að allir aðilar
einnar og sömu fjölskyldu hefðu getað gert óvandabundinni stúlku svo margháttaðan miska. Til þess hefði
leikritið þurft að gerast I örlitlu þorpi. En tæknin var I lagi. Sumum finnst það nóg.
Gunnar M. Magnúss les barnasögu á sunnudögum; börn hlusta á hana með athygli.
■mm i
V