Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 32
aim;lVsin<;asíminn er: 22480 3F*-lw*'xivmí»I«öií> FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975 VIÐRÆÐUR milli Islendinga og Þjóðverja um deilu iandanna um fiskveiðiréttindi Þjóðverja í íslenzkri fiskveiðilögsögu hófust f Reykjavfk f gær og munu þær standa yfir einnig í dag. Um er að ræða sérfræðingaviðræður, sem fjalla eingöngu um tæknileg atriði samn- ingaviðræðnanna milli landanna. Ráðherraviðræður milli landanna fóru fram 28. og 29. október sfðastliðinn. Tveir vestur-þýzkir sér- fræðingar komu til landsins í fyrradag, þeir Gero Möcklinghoff, fiskimálastjóri sambandsstjórnar- innar í Bonn. og dr. Arno Meyer fiskifræðingur, sem er aðalráð- gjafi Bonnstjórnarinnar. Báðir þessir menn áttu sæti í viðræðu- nefnd Þjóðverja, sem fundi átti með viðræðunefnd Islendinga í októberlok. Eins og kunnugt er varð þá ekki samkomulag, en góður andi ríkti á fundunum og var búizt við framhaldsviðræðum i náinni framtíð. Þeir fslenzkir sérfræðingar, sem ræða við þá Möcklinghoff og Meyer, eru þeir sem sæti hafa átt í viðræðunefnd íslands, þ.á m. Jón Jónsson, forstjóri Hafrann- Meðalverðið yfir 100 kr. í Grimsby TVÖ íslenzk skip seldu f Grimsby f gær og fengu bæði sæmilegt verð fyrir aflann. Framtfðin frá Keflavík seldi 76 lestir fyrir 27 þús. pund og var meðalverð á kíló kr. 114. Þá seldi Sólborg frá Hafnarfirði 35 lestir fyrir 11.956 pund og var meðalverð kr. 117. Einn bátur selur í Grimsby á morgun, Valdimar Sveinsson frá Vestmannaeyjum. Ekki er þetta þó eini fiskurinn sem Eng- lendingar fá frá íslandi þessa dagana, því Hofsjökull var þar í gær með freöfisk, sem verið var að landa úr skipinu. Stöðva þarf aealeysi í umferðinni” 51 læknir viö Borgar- spftalann hefur ritað Ólafi Jóhannessyni dómsmála- -ráðherra bréf vegna hinna tíðu umferðarslysa að undanförnu. í bréfinu segjast læknarnir ekki lengur geta setið hjá athuga- semda- og aðgerðarlaust til varnar og upprætingar þess alvar- lega þjóðfélagsmeins, sem hin tfðu umferðarslys beri vitni. Leggja þeir til að hert verði á umferðarkennslu, umferðareftir- liti og viðurlögum við umferðar- lagabrotum og kæruleysi í um- ferð. Segja þeir að stöðva verði húverándi agaleysi í umferðinni en afleiðingar þess hafi þeir betri möguleika að sjá óg meta en aðrar starfsstéttir. Bréf læknanna er á bls. 15. Fiskibollur og búð- ingur hækka um 8,6% FRÁ og með deginum i dag hækkar smásöluverð á niðursoðn- um fiskbollum og fiskbúðingi um 8.6%. sóknastofnunarinnar, og Már Elísson fiskimálastjóri. Eins og áður sagði er aðeins fjallað á þessum fundum nú um tæknileg atriði samningagerðar milli íslands og Vestur- Þýzkalands, en þeir aðilar, sem Mbl. hafði samband við í gær til þess að spyrjast fyrir um þessa fundi, vörðust allra frétta. Bensín- litrinn hækkar um 3 kr. HVER lítri af bensfni hækk- ar frá og með deginum f dag um þrjár krónur úr 57 krónum f 60 krónur. Ástæð- an fyrir þessari hækkun er fyrst og frcmst sú, að hækk- anir hafa orðið erlendis á olíuvörum og skuld olfufé- laganna við innkaupajöfn- unarreikning nemur nú 500 milljónum króna og hefur skuldin farið vaxandi á sfð- ustu mánuðum. Morgunblaðið hafði f gær samband við Önund Ásgeirs- son forstjóra Olfuverzlunar tslands, og spurði hann hvort þessi hækkun á bens- fni nægði til þess að greiða niður skuldina við inn- kaupajöfnunarreikning. Önundur Ásgeirsson sagði, að þessi þriggja króna hækkun nægði ekki einu sinni fyrir kostnaðarverði vörunnar, hvað þá að hún dygði til þess að grynnka á skuldum félaganna við inn- kaupajöfnunarreikning. Ekki urðu neinar hækkan- ir á öðrum olíuvörum og t.d. hráolíu eða ingsolfum. ems smurn- Ljósmynd Sv. t>orm. RÉTT OG RANGT: — Blaðamaður og ljósmyndari Mbl. fylgdust dagstund með gangandi vegfarendum í gær og af því sem fyrir augu þeirra bar má ætla að ekki sé vanþörf á því að veita gangandi vegfarendum meira aðhald í umferðinni. Hér eru tvær svipmyndir frá sömu gangbraut. Á annarri ber fólkið sig rétt að en hin er gott dæmi um það hvernig ekki á að gera. Konan gekk yfir götuna í átt að strætisvagnabiðskýlinu í beina stefnu frá myndavélinni, en datt ekki í hug að nota gangbrautina þótt hún væri þar rétt hjá og umferðarljós við hana. Gangandi vegfarend- ur teknir fynr næst Sjá viðtöl við gangandi vegfarendur á bls. 2. □ „ÖLL okkar athygli beinist að ökumönnunum þessa stundina en þegar búið er að draga niður ökuhraðann er ætlunin að snúa sér af fullum krafti að gangandi vegfarendum," sagði Oskar Olason, yfirlögreglu- þjónn umferðarmála, þegar Morgunblaðið ræddi við hann f gær. hugsum við í lögreglunni með hlý- hug og vonum auðvitað að þeir verði sem allra flestir," sagði Öskar. Óskar sagði að ekki væri búið að skipuleggja herferð fyrir bættum umferðarvenjum gang- andi vegfarenda. Hann sagði að áfram yrði haldið af fullum krafti með umferðarfræðslu i skólum og þá væri í deiglunni að heimsækja f næstu viku félagsstarf aldraðra sem Reykjavíkurborg sér um, og Enn eitt umferðarslysið: 4 á slysadeild- ina í gærkvöldi Fernt var flutt á slysadeild Borgarspftalans eftir harðan árekstur sem varð á mótum Kleppsvegar og Langholtsvegar í gærkvöldi. Slysið varð um kl. 23.10. Rákust þá saman tveir fólksbílar, Lada og Volkswagen og mun talsverð ferð hafa verið á bílunum. Þrír fár- þegar og ökumaður Volkswagen- bifreiðarinnar slösuðust. Þegar Mbl. hafði samband við lögregl- una um kl. 24 var nýbúið að flytja hina slösuðu í sjúkrahús, og að sögn lækna mun enginn hinna slösuðu vera brotinn, en nánari rannsókn á fólkinu var ekki lokið. Þrátt fyrir hertar varúðarráð- stafanir síðustu daga var nóg að gera hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöldi. Á tímabilinu frá kl. 20 til 23.30 höfðu orðið fjórir árekstrar, aðrir en sá sem varð á Kleppsvegi. Taldíst enginn þeirra alvarlegur. Á Vesturlandsvegi varð það óhapp um kl. 22.30, að fólksbíll valt við Laxalón. Ökumaður bfls- ins slapp ómeiddur, en bifreiðin erillafarin. fræða gamla fólkið um umferðar- reglurnar og þær hættur sem f umferðinni leynast. Sfðar yrði svo aukið eftirlit með því að gangandi vegfarendur virtu umferðarregl- ur og sagði Öskar að ekki væri vanþörf á því að veita gangandi vegfarendum nokkurt aðhald í umferðinni. 1 sektarbókum lög- reglunnar er heimild til að sekta gangandi vegfarendur sem gerast brotlegir, t.d. ganga yfir á rauðu ljósi, en heimildinni hefur ekki verið beitt. Mér finnst vel koma til álita að beita þessari heimild því gangandi vegfarendur bera líka ábyrgð eins og ökumenn," sagði Óskar. Eftirliti með umferðinni var haldið áfram af fullum krafti í gær og í gærkvöldi fóru lögreglu- menn á tveimur sendiferðabif- reiðum til að gæta að hjólreiða- mönnum í umferðinni. Ef börn voru á ljóslausum hjólum var þeim ekið heim og talað við for- eldra þeirra en ef fullorðnir voru staðnir að því að vera á hjólum án ökuljósa voru þeir sektaðir og hjólin tekin til geymslu um óákveðinn tíma. Óskar Ólason vildi að lokum ítreka það, að þótt þetta mikla eftirlit væri f gangi væri sá hópur ökumanna stærstur sem aldrei bryti af sér í umferðinni ár eftir ár. ,,Til þessara ökumanna Það munar um öku- sektirnar STÓRAUKIÐ eftirlit lögreglunnar með umferð- inni hefur haft f för með sér mikla aukningu á kærum. Skipta sektir það sem af er þessum mánuði verulegum upphæðum, upphæðum sem fólk munar um ef það fer ekki eftir settum reglum og er staðið að verki af lögreglu. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér má reikna með að um 150 öku- menn hafi verið teknir fyrir of hraðan akstur það sem af er þessum mánuði, eða á 12 dögum. Sektir eru misháar, en ef meðalsekt samkvæmt nýrri sektaskrá er áætluð 5000 krónur, eru sektir samtals um 750 þúsund krónur. Reikna má með að um 80 ökumenn hafi verið teknir fyrir að aka á rauðu Ijösi. Sektin er 4000 krónur og heiidarsektaupphæð þvf sem næst 320 þúsund krónur. Reikna má með að um 70 ökumenn hafi verið Framhald á bls. 18 Viðræður við Þjóðverja í Reykjavík: Sérfræðinga- viðræður í gær Framhaldsviðræður í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.