Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975 25 fclk í fréttum + Hann tekur þvl rólega hegrinn á myndinni og lætur sér ekki bregða þó nýtízkuleg þota með tilheyrandi hraða og hávaða þjóti I gegnum loftið fyrir ofan hann. Hann er orð- inn öllu vanur þar sem hann situr á háu mastri I nágrenni hins alþjóðlega flugvallar Schipol við Amsterdam, því þau eru fá augnablik dagsins, sem hann sér ekki til hrað- fleygs vélfugls I loftinu fyrir ofan hann. + Einn daginn stendur AIi I hringnum og slær frá sér I allar áttir. Annan daginn semur hann Ijóð og lög, ræðir við blaðamenn og stjórnar fyrir- tækjunum slnum. Það nýjasta á verkefnaskrá Alis er kvik- myndaleikur og að sjálfsögðu fjallar myndin um líf hans sjálfs og frægðarverk. Mu- hammed Ali leikur sjálfur aðalhlutverkið I myndinni sem heita á „sá mesti“ og er byggð á samnefndri bók vinar hans, Chicago-blaðamannsins Richard Durham. + Þorsteinn Jónsson heitir herramaðurinn á myndinni og er hann og fyrirtæki hans um- boðsaðili fyrir Brons-vélar hér á landi. Nýlega afhenti Þor- steinn Iþróttabandalagi Akra- ness 100 þúsund krónur að gjöf frá Brons-fyrirtækinu, en þá upphæð hefur fyrirtækið ákveðið að gefa Akurnesingum I hvert skipti, sem félagið vinnur íslandsmeistaratitilinn I knattspyrnu. Það var fvrir- tæki Haralds Böðvarssonar á Akranesi, sem fyrst keypti Brons-vél Islenzkra fyrirtækja og því hefur Brons-fyrirtækið tekið ástfóstri við þá Akurnes- inga. Annars er Vélsmiðjan Nonni á Ölafsfirði með umboð fyrir Brons-vélarnar og hefur fyrirtækið útibú I Reykjavík. + Delvene Delaney tekur sig vel út I nýja suitdbolnum slnum. Hann er hannaður með Ólympluleikana I Montreal á næsta ári I huga, eins og sjá má á þvl að merki leikanna skreyt- ir bolinn hátt og lágt. Það er ástralskt fyrirtæki, sem tryggt hefur sér einkarétt á þessari framleiðslu og hið frækna sundfólk landsins mun eflaust gera garðinn frægan á Ólympluleikunum næstu, hvort sem það verður I svona sund- fötum eða annarrar tegundar. me ER EKKÍ ORDlB FYRÍR- 'l. ' HAFNARLAUST AÐ KOMA ÉR FRAMÚR BÖÖ3/, + Gjörið þið svo vel stúlkur, þetta er bikinitfzkan annó 1976. Þær upplýsingar fylgdu myndinni að „pjötlurnar“ væru bláar og sömuleiðis fylgihlut- irnir, en að nafn fyrirsætunnar ku vera Jenny James. Grímseyingar Hittumst í tilefni Fiske-afmælisins í Samkomu- húsinu Garðaholti, laugardaginn 22. nóvember kl. 21. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í sima: 32397, 50486, 74833 eða 92-8012. Lífgeislun og lífgeislamyndir Almennur kynningar- og umræðufundur um lífgeislamyndir (kirlian-myndir) verður haldinn í Norræna húsinu í kvöld kl. 8.30. Ævar Jóhannesson sýnir hátíðnimyndir sínar og flytur erindi. Nýjar erlendar myndir. Félag Nýalssinna. r 7Vl ÍSLENZK M MATVÆLI lcefood Hvaleyrarbraut 4—6, HafnarfitfiL Eigum O fyrirliggjandi: Tökum lax i reykingu og útbúum gravlax. Kaupum einnig frosinn lax til reykingar. Sendum i póstkröfu Vacoum pökkum ef óskað er. íslenzk matvæli Sfmi 51455 F I A T 125P STATION »»»»»»»»»»»»»»i LÆKKUN á !»»»»» ■ 'v ■ 'v w ■ »■ « j& Áöur Nú ^971.000 890.00 * H9H) Vegna nýrra hagstæðra samninga við Pólsku Fiat verksmiðjurnar getum við nú boðið hinn glæsilega Fiat 125P á þessu hagstæða verði. Hafið samband við okkur sem fyrst og tryggið ykkur góðan bíl á hagstæðu verði. Sýningarbíll á staðnum FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson h.f.# SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.