Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975 11 AUGLÝSING UM INN LAUSNARVERD VERÐTRYGGÐRA SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Myndin sýnir uppistöðulónið, sem myndast við inntak virkjunarinnar. (Ljósm. Helgi Sveinbjörnsson). Blævadalsvirkjun tekin í notkun Um miðjan september hófst raf orkuframleiðsla í Blævadalsvirkj- un i Nauteyrarhreppi við ísa- fjarðardjúp. Með þessum áfanga hafa allir bæir norðanvert við Djúp fengið rafmagn frá sam- veitu, þá hefur skólinn í Reykja- nesi einnig fengið rafmagn frá samveitu, en sæstrengur hefur verið lagður yfir Djúpið til Reykjaness. Blævadalsvirkjun er eign Naut- eyrarhrepps og Snæfjallahrepps og nam stofnkostnaður við virkj- unina um 18 milljónum króna. Framkvæmdir hófust haustið 1972 og er að heita má lokið. Framleiðslugeta virkjunarinnar er 230 kflówött og er álit manna að sú orka nægi.til húsahitunar og almennrar heimilisnotkunar á svæðinu. Tilkoma þessarar virkj- unar þykir treysta mjög búsetu viðinnanvert Isafjarðardjúp. FLOKKUR INNLAUSNAR1ÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ’ 10.000 KR. SKÍRTEINI 1965 - 2. FL. 1966 - 2. FL. 1968 - 1. FL. 1968 - 2. FL. 1969 - 1. FL. 1970 - 2. FL. 20.01.76 - 20.01.77 15.01.76 - 15.01.77 25.01.76 - 25.01.77 25.02.76 - 25.02.77 20.02.76 - 20.02.77 05.02.76 - 05.02.77 KR. 130.094,00 KR. 110.891,00 KR. 91.267,00 KR. 86.319,00 KR. 64.569,00 KR. 43.927,00 Borað í Bjarnarflagi Björk, Mývatnssveit, 10. nóvem- ber NÚ er búið að flytja stóra gufu- borinn frá Kröflu niður í Bjarnar- flag. Gert er ráð fyrir að bora þar eina holu og er það verk þegar hafið. Að undanförnu hafa staðið yfir endurbætur á hitaveitunni hér. Boruð hefur verið ein hola eftir vatni, skammt frá þar sem tekið er vatn vegna Kísiliðjunnar. Búið er að setja þar niður dælu og leggja leiðslu að vatnsgeymi þeim, sem heita vatnið vegna hita- veitunnar er tekið úr. Með þess- um framkvæmdum er hugmynd- in, að blanda fersku vatni saman við heita vatnið til að reyna að koma í veg fyrir eða a.m.k. að minnka útfellinguna úr vatninu, sem allmikið hefur borið á. Þessu blandaða vatni verður fljótlega hleypt inn á kerfið eftir því sem bezt er vitað og vonast er til að Óhapp, sem tefur framkvæmdir í nokkra daga Björk, Mývatnssveit, 10. nóvember — HÉR HEFUR verið hið dýrlegasta veður að undanförnu, snjór sést varla nema f hæstu fjöllum og Mývatn er enn íslaust. Eins og getið hefur verið um í fréttum, vildi það óhapp til norður við Kröflu fyrir nokkru, að steyptur biti, sem verið var að lyfta upp á stöðvarhúsið, brotnaði og féll nið- ur. Þótt þetta sé talið dýrt óhapp og tefji framkvæmdir við bygg- ingu stöðvarhússins i nokkra daga, verður að telja mest um vert að engin slys urðu á mönn- um, þótt hurð skylli að vísu nærri hælum. I gær skrapp ég norður i Kröflu. Þá var rétt búið að lyfta einum bita upp og koma honum fyrir á sínum stað og allt gekk vel. Alls eru þessir bitar 28 að tölu. Vonast er til að eftirleiðis gangi þetta að óskum. Ætti þá stöðvar- húsið að komast undir þak fljót- lega, ef tíðin verður góð eins og nú horfir. — Kristján. þessar framkvæmdir beri jákvæðan árangur. Flestum ber saman um, að frekar lítið hafi sezt af rjúpu hér um slóðir. Þó varð nokkuð vart við hana í byrjun veiðitímabilsins og komst þá veiði hjá sumum f 40 rjúpur á dag. Sfðan virðist hún að mestu hafa horfið og þeir, sem muna, þegar rjúpan var sem mest hér áður fyrr, telja að það sem nú verður vart við, sé ekki nema litið brot af þvf sem þá var. — Kristján. *> Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiöslu Seölabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skirteinin. Reykjavík, nóvember 1975. SEÐLABANKI ÍSLANDS ’ «xítV\L. v* Fagna tillögu FFSÍ Sandgerði, 10. nóvember — FUNDUR f Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Miðneshrepps, hald- inn 9. nóvember 1975, fagnar framkominni tillögu Farmanna- og fiskimannasambands Islands um að ísland slíti stjórnmálasam- bandi við Bretland, komi þeir með herskip í islenzka fiskveiði- lögsögu til verndar brezkum tog- urum og að hliðum varnarstöðvar NATO á.íslandi verði tafarlaust lokað, ef Bretar láta verða af þess- ari hótun sinni. — Jón. góð matarkaup: 1 lítri kostar kr. 185.- Það erugóð matarkaup 1 Emmess ís. I hverri 60g sneið eru eftirtalin næringarefni: Yítamín A i.e. 220 Vítamín D i.e. 6 Vítamín B1 ug. 27 Prótin g 2,7 Vítamin B2 ug. 120 Hitaeiningar 102

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.