Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975 29 VELVAKANDI jVelvakandi svarar i síma 10-100 •kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Bjórinn Henrik Jóhannesson, Norður- götu 20, Sandgerði, skrifar á þessa leið: „Mikið hefur verið ritað um bjórinn, hvað hann sé hættulegur og mikill bölvaldur. Þeir, sem skrifa mest um bjórinn eru á móti honum í einu og öllu, en það er lítið minnzt á brennivínið. Hvers vegna? Vegna þess, að með til- komu bjórsins mundi brennivíns- salan minnka tii mikilla muna og þar með prósentutalan, sem af henni rennur til Góðtemplara- reglunnar. Það er þetta, sem fyrir þeim vakir, og ekkert annað. Ég er sjálfur fæddur og uppal- inn í landi, þar sem bjórinn flokkaðist undir venjulegar gos- drykkjavörur (Færeyjum). Þar þarf ekki að greiða opinber gjöld til að fá að drekka bjór, en það þarf hins vegar að gera ef um brennivín er að ræða. Árni Helgason skrifar i Vel- vakanda 30. október og segir þar orðrétt: „Þar kemur óreynd og líklega saklaus 19 ára stúlka fram á rit- völlinn til að dásama nytsemi bjórsins á norska æsku.“ Háðið og niðurlægingartónninn leyna sér ekki í orðum hans. Hvað veit Árni um norska æsku og hvenær fór hann að bera annarra manna erfiðleika fyrir brjósti? Siðar i sömu grein segir Árni, að stúlkan viti ekki hvað hún er að segja. Hvílík skriffinnska! Hefur Árni komið til Noregs og kynnt sér málavexti þar? Ég held að hann ætti að gera það heldur en að gera lítið úr öðrum. Ég tek í sama streng og prófessorinn, sem taldi að allt smygl og heimabrugg mundi hverfa með tilkomu bjórsins, og vona ég svo að fólk hætti að vefengja aðra, sem betur vita og hafa verið í þeim löndum þar sem bjórinn er leyfður. Það er enginn að mæla með áfengisbölinu — síður en svo — en bjórinn er hvorki skaðlegur né bölvaldur sé hann rétt meðfarinn. Fáir mundu gera það að gamni sinu að fara oftar en einu sinni á bjórfyllirí. Fyrst íslendingar brugga bjór fyrir aðra, hvers vegna geta þeir þá ekki bruggað bjór fyrir sjálfa sig? Með fyrirfram þökk, Henrik Jóhannesson." 0 Kína og Sovét Húsmóðir skrifar: „Það er bæði forvitnilegt og fróðlegt að fylgjast með deilunum milli Kína og Sovétríkjanna. Báð- mig til að segja þér hvernig þetta var . . . En ég vænti þess ekki að þetta varpi neinu Ijósi á hinn dularfulla dauða Arnes . . . Ég var þó ekki jafnviss um það og Hjördís. Eðlísávfsan mín sagði mér að hver einasta vítneskja sem við fengjum og beint eða óbeint kæmi Arne við, hlyti að verða til glöggvunar á málinu. Þess vegna var ég ekki sein á mér að skýra frá sögu Hjördfsar þegar ég hitti eiginmann minn og Christer Wijk. En áður en það var höfðum við einnig fengið athygl- isverðar upplýsingar um annan nágranna kaupmannsins Arne Sandclls. Þegar leið á daginn hafði Einar slitið sig lausan frá samverunni með Barböru og við höfðum farið f gönguferð saman. Nú var himinninn grár og drungalegur og þung ský hrönnuðust upp á himninum. Um svipað leyti orfftór að rökkva byrjaði að snjóa. Við komum heim hress og endurnærð eftir gönguferðina og þegar ég hafði hrist af mér snjóinn gengum við bæði inn f setustof- ar þessar þjóðir meðtóku evangeliúm Karls Marx, en það varð að gerast með blóðugum byltingum, sem lifa í sögunni, öll- um til viðvörunnar. Aðrar þjóðir sáu hættuna. Til að stjórna fólki, sem öll mannréttindi voru tekin af, þurfti vald, og hvernig átti það vald að vera. Mennirnir eru mis- jafnir og það, sem annar vill, kær- ir annar sig ekkert um. Sjálfs- ákvörðunarviljinn er manninum i blóð borinn, því að annars væri hann bara eins og dýr merkurinn- ar sem lifa bara til að éta og timgast. Menn sáu strax, að mann- réttindi og frelsi má ekki taka frá fólki, en til að bæta kjör al- mennings fékk verkamaðurinn verkfallsrétt og síðan komu félagsmálin, ellilífeyrir, örorku- bætur, lifeyrissjóðir o.s.frv. Þann- ig er þetta i hinum frjálsa heimi, og i dag flýr enginn til Rússlands, jafnvel ekki hinir heittrúuðustu kommúnistar. Þeir halda sig á Vesturlöndum, en skirrast ekki við að gera allt sem Rússar biðja þá um. Kína horfir með hryllingi á það hvernig Rússar eru búnir að gera mesta kornforðabúr Evrópu að mesta vopnaframleiðslulandi í heimi, og senda siðan vopn og KGB-menn til annarra landa, sið- ast til Portúgals. Bandarikjamenn bjóða aftur á móti efnahagsaðstoð og sýnist það bæði vera friðvæn- legra og betra þegar Portúgal verður líka að taka á móti sínu fólki úr nýlendunum. Þess vegna skamma Kinverjar Kissinger fyrir kornsöluna til Rússlands. Þegar nú marxistar bítast eins og gaddhestar, er þá ekki hálf hlálegt, að háskólastúdentar hér uppi á íslandi skuli láta mann- skapinn standa upp og syngja Internasíónalinn 1. desember. Er það vegna þess, að háskóla- stúdentar eru svo reiðir út i menntamálaráðherra, að 70 prósent greiða ekki atkvæði I hátíðarnefndarkosningum og lofa þannig þeim rauðu að gera 1. desember að hallelújadegi fyrir heimskommúnismann, fjórða árið i röð? Þetta er alltaf köld kveðja til þjóðarinnar og svívirðing við þennan merkilegasta dag íslenzku þjóðarinnar. 17. júní er bara af- kvæmi 1. desember 1918. Húsmóðir.“ í sambandi við efnahagsaðstoð Bandaríkjanna við hin ýmsu lönd annarsvegar, og vopnasendingar Sovétríkjanna hins vegar, þá tek- ur þó út yfir allan þjófabálk, þegar amrisku hjálparpeningarn- ir eru notaðir til að kaupa á vopn- um frá Rússíá, eins og átt hefur sér stað sums staðar, að því er fróðir menn telja. 0 Umferð gangandi fólks Aðalheiður Erlendsdóttir hefur beðið um að því sé komið á fram- færi við rétta aðila, að tekin verði upp gangbrautagæzla á horni Suðurlandsbrautar og Reykja- víkurvegar, þar sem slys séu þar tíð. Þá hringdi maður nokkur og vildi koma því áleiðis, að sett yrði gangbraut við viðkomustað strætisvagna tnni^ við Klepps- spitala. Hann sagði: „Það eru ósköp að sjá fólk fara á bak við strætisvagninn er það ætlar að spitalanum. Þarna eru engin varúðarmerki og Ijós eru aðeins öðrum megin götunnar. Þá er brýnt að grindverk verði sett við gangstiginn upp að Viðihlíð, en þarna er oft bæði hvasst og hált á vetrum." HOGNI HREKKVISI Ég var að lesa gömul ástarbréf ykkar, fyrir Högna! V2 nautaskrokkar 418 kr. kg. Tilbúið í frystikistuna. T. bone steik. Yöar að velja Innan lærisvöðvi 1 .1 00 kr. kg. Opið föstudaga kl. 8 — 7 Opið laugardaga kl. 7 — 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.