Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975 7 Að guða á skjáinn Gráminn og grunn- sævið, sem greypt eru á skjáinn, I heíldarsvip sjón- varpsefnis, er í ætt við haustið og skammdegið og hefur svipuð áhrif á geð guma. Stöku sinnum bregður þó fyrir birtu sólar, fræðandi og skemmtandi efni, sem ber vott vakandi viðleitni, þrátt fyrir allt. Meðal gagnsamara efnis, sem guðar á skjáinn, eru við- ræðuþættir um innlend málefni. Veltur þar mikið á viðmælendum sjálfum — en ekki minna á stjórn- anda þáttar. Viðræðu- þáttur þeirra Jónasar Haralz, bankastjóra, og Jóns Baldvins Hannibals- sonar var einn þeirra þátta, sem átti greiða götu að hugum lands- manna. Og þar blða vinir I varpa, sem von er á fleiri sllkum. Gunnar Thoroddsen, Gunnar og Lúðvík I fyrrakvöld var nokkurs konar framhaldsþáttur umrædds viðræðuþáttar. Nú vóru hinsvegar mættir stjórnmálamenn I stað sérfræðinga (embættis- manna), en hvorir tveggja hafa nokkuð til slns ágætis og hvorir tveggja eru „bara" menn. Þessi þáttur var lærdómsrlkur ekki slður en hinn fyrri, en reis þó aldrei jafn hátt. Gjörhugull hlustandi komst þó engan veginn fram hjá þeirri staðreynd að talsmaður ríkisstjórn arinnar. Gunnar Thorodd- sen, iðnaðarráðherra, hafði sams konar skilning á eðli og orsökum viðblas- andi efnahagsvanda þjóðarinnar og hag- fræðingarnir, sem fyrr getur, þótt skoðanir færu ekki I öllu saman við við- brögð stjórnmálamanna, og áréttaði nauðsyn sams konar aðhalds og mót aðgerða og þeir bentu á. Lúðvlk Jósepsson gat hins vegar ekki lagt til hliðar þann látbragðsleik, sem þjóðin gagnrýnir sér- staklega I fari stjórnmála- manna. Gengislækkanir vinstri stjórnar, sölu- skattshækkanir, rlkisálag á rafmagnsverð (verðjöfn- unargjald) og ákvörðun um að taka kaupgjalds- vlsitölu úr sambandi (að ekki sé minnzt á Magnús- ar þátt Kjartanssonar I járnblendimálum), sem hann átti sem ráðherra rlka hlutdeild að,varð allt I munni hans að árásarefn- um á núverandi rlkis- stjórn. f orðum hans fólust þessi eftirmæli um eigin ráðherradóm: „Það góða sem ég vit það geri ég ekki; það illa, sem ég vil ekki, það gjöri ég," þ.e.a.s. þegar ég er I rtkis- stjórn." Fleiri slíkir þættir Fleiri sllkir þættir mættu koma inn I dagskrá Sjónvarpsins. Þjóðin myndi áreiðanlega fagna þvl að fá að heyra I mönn- um eins og Jóni Sigurðs- syni, forstöðumanni Þjóð- hagsstofnunar, Birni Jónssyni, forseta ASf, Jóhanncsi Nordal, Seðla- bankastjóra, og Jóni Bergs. formanni Vinnu- veitendasambandsins. Fólk vill fá sannleikann um stöðu atvinnu- og efnahagsllfs okkar um- búðalausan, stöðu þjóðar- búskaparins og viðskipta okkar út á við, stöðu rlkis- fjármála og þeirra mála annarra, er varða framtlð- arhag okkar bæði sem þjóðar og einstaklinga. Það, sem fyrst og fremst hefur á skort. og þar eiga fjölmiðlar e.t.v. verulegan hlut að máli, er heiðarleg og upplýsandi miðlun á staðreyndum vandamála okkar I dag. Þjóðin á lýðræðislegan rétt og kröfu á sllkum upplýsingum. Sé rétt staðið að sllkri kynningu og fræðslustarfsemi eiga stjórnmálamenn hægari eftirleik um ákvarðana- töku, jafnvel um „óvin- sælar" ráðstafanir. Eða réttara sagt — þá mun þjóðin, almenningur I landinu. sjá svo um, að þeir komist ekki hjá þvl að taka þær ákvarðanir, sem nauðsynlegt er að taka til að rétta af þjóðarskútuna. Það er nefnilega of mikið I húfi fyrir hvern og einn þjóðfélagsþegn, ef verð- bólgudansinn verður áfram stiginn — fram af hengifluginu. Sr. Bernharður Guðmundsson skrifar frá Addls Abeba Mér er það hulin ráðgáta, hvernig yfirmenn Eþíópíu fengu þá hugmynd að reyna að efla ferðamannastraum til landsins, einmitt núna þegar þjóðmál eru öll í deiglu og fjöldi útlendinga yfirgefur landið vegna öryggisleysis. 150 blaðamönnum og ferðafröm- uðum var boðið hingað til viku- dvalar og gestirnir hafa hlotið konunglegar móttökur. Bfll er til reiðu fyrir hvern gest, ásamt leiðsögumanni, sem auðvitað velur ökuleiðirnar. Betlarar og Hailu: Er vestræn menning endilega góð? GRÓÐALIND götulýður hafa verið keyrðir burtu þaðan um stund. .. Gest- irnir hafa einnig farið í smá- hópum til helztu sögustaðanna. Áður fóru þó hermenn og hreinsuðu alla uppreisnar- og óaldarmenn af þeim slóðum. öðrum útlendingum hefur hins vegar verið ráðlagt að fara ekki norður á bóginn vegna skæru hernaðar og árásarflokka. Engum þessara gesta var leyft að koma hingað á útvarps- stöðina, þar sem þeir hefðu þó trúlega hitt landa og kollega, sem hefðu getað frætt þá um sitthvað í stjórnarfarinu. Trú- lega fóru þeir glaðir heim. Nú bíðum við í eftirvæntingu eftir greinum þeirra. Að vísu verða þau blöð sjálfsagt gerð upptæk hér, sem birta neikvæða mynd af landi og lýð. Einn gestanna, þýzk stúlka, framlengdi dvöl sína. Hún fór ein síns liðs i kynnisför i vest- urhéruðin. Hún tók sér síðan far með lítilli flugvél til Addis ásamt 5 öðrum farþegum. En flugvélin kom ekki fram. Þýzka sendiráðið skipulagði mikla leit, fjöldi fólks úr þýzku nýlendunni lagði á sig mikla vinnu og erfiði. Loks fannst vélin þar sem hún hafði nauðlent inni í frumskógi i grennd við lítið þorp. Þyrla sótti farþegana, sem allir voru heilir á húfi. Fjöldi manna var á vellinum til að fagna þeim hér í Addis. Sérílagi Þjóðverjar og feginleiki og þakklæti ein- kenndi viðmót fólks. Farþegarnir birtust og seinust gekk stúlkan. Spurningarnar dundu á ung- frúnni frá landsmönnum hennar, sem þóttust hafa heimt hana úr helju. Hún svaraði engu. Hún hafði nefnilega selt vikuritinu STERN einkarétt á sögu sinni fyrir rúma milljón íslenzkra króna. Leitarfólkið verður þvi að bíða þangað til STERN birtist með þessa frásögn eftir nokkrar vikur til þess að vita hvað gerðist og hvernig stúlkunni hafði liðið. Þetta fannst mörgum kyndugt framferði — og kannski ekki að ófyrirsynju. Og Hailu spurði: Er þetta sú þróun og menning, sem þið viljið kenna okkur?— GREIN sú sem hér birtist og þær, sem birtast munu á næstunni frá sr. Bernharð Guðmundssyni í Addis Abeba, bárust frá Eþfópfu með þýzkum ferðamanni, sem póst- lagði þær í Þýzkalandi. í bréfi til ritstjóra Morgunblaðsins, sem greinunum fylgdi, segir höfundur: „Hér eru nokkrar klausur, ef þær berast á endanum til þín. Landið er einangrað sem stendur, allsherjarverkfall að skella á trúlega, mikil ritskoðun á öllum pósti. Ég ætla að senda þetta með þýzkara, sem fer með fyrstu ferð — hvenær, sem hún verður. Hefurðu gert þér grein fyrir, hvað felst í því að búa við frelsi eins og við njótum á tslandi, óttaleysi og möguleika til alls konar framkvæmda. Ef ekki komdu í heimsókn hingað.“ AKUREYRI Þekkt þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að taka á leigu lítið verzlunarhúsnæði á góðum stað á Akureyri, undir afgreiðslu. Tilboð merkt „Akureyri góð staðsetning" 5492" sendist afgreiðslu Morgunblaðsins. Trillubátaeigendur Höfum til afgreiðslu strax úr tollvörugeymslu 1 stk. Marna Dieselvél 28 hö. með öllu tilheyr- andi, svo sem rafmagnsstarti, aflúttaki, lensidælu, skiptiskrúfu, o.sv. frv. Getum einnig útvegað strax af lager 1 stk 42 hestafla Marna dieselvél með 24 v startara, 1000 w dynamo, aflúttaki, skiptiskrúfu og nauðsynlegum aukaútbunaði. Upplýsingar gefa, EINAR FARESTVEIT & Co h.f., Bergstaðastræti 10 A, sími 21565. PHIUPS rakvélar ein af 6 geröum Fullkomin varahlutaþjónusta HP 1304 Rakvél með hleðslutæki og rakhaus með 3 stillanlegum rakhnífum. Þetta er rakvélin fyrir þá, sem vilja aðeins það besta. Þessi rakvél sameinar alla kosti i einni vél fullkomna tæknilega hönnun, stillamega rakhnifa og heimilistœki sf Haf narstræti 3—Sætúni 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.