Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975 15 Bréf lækna til dómsmálaráðherra: Stöðva þari núverandi agaleysi í umferðinni HER FER á eftir bréf sem læknar við Borgarspftalann rituðu Olafi Jóhannessyni dómsmálaráðherra vegna hinna tfðu umferðarslysa að undanförnu: Við undirritaðir læknar Borgar- spítalans teljum okkur ekki leng- ur geta setið hjá athugasemda- og aðgerðarlaust til varnar og upp- rætingar þess alvarlega þjóðfé- lagsmeins, sem hin tfðu umferðar- slys bera vitni. Atvinnu okkar og aðstöðu vegna höfum við e.t.v. betri möguleika en flestir aðrir þjóðfélagshópar til að meta og sjá það óbærilega böl og líkamstjón auk mannlffsmissis sem af um- ferðarslysum leiðir. Við beinum hér með þeim til- mælum til yðar, hr. dómsmálaráð- herra, að þeir beitið áhrifum yð- ar, nú þegar, til að hert verði á umferðarkennslu, umferðareftir- liti og viðurlögum við umferðar- lagabrotum, ásamt almennu kæruleysi í umferð. Okkur er ljóst, að e.t v. þurfi lagabreytingu til þess að auka valdsvið og áhrif löggæzlunnar og dómsvalds, en teljum að nauðsyn krefjist tafar- lausrar stefnubreytingar í þá átt að tryggja næga og virka lög- gæzlu, með fyrirbyggjandi og refsandi aðgerðum, sem séu nægi- lega sterkar, til að stöðva núver- andi agaleysi f umferðinni. Virðingarfyllst Á^T- fci-i ///“ n A* 'CC/’/Cu'’/Cm C/ tc &</ ryi'i. uiJ/-c-c — Verndarskipin Framhald af bls. 1 Veiða um 100.000 lestir við Island á ári. Bæði Johnson, sem er formaður fiskimálanefndar Verkamanna- flokksins, og Patrick Wall, for- maður fiskimálanefndar íhalds- flokksins létu í ljós þá skoðun að lausn ætti að geta náðst og kváðust telja að báðir aðilar sýndu samkomulagsvilja. Johnson sagði að íslenzk þing- mannanefnd væri væntanleg fyr- ir mánaðamót í ferð til London, Mið-Englands og Edinborgar á vegum Alþjóðaþingmannasam- bandsins en að sögn Friðjóns Sig- urðssonar, skrifstofustjóra Al- þingi? hefur ferðinni verið frest- að fram á næsta ár. Johnson er formaður hinnar brezku deildar sambandsins. Haft var eftir Niels P. Sigurðs- syni sendiherra í brezkum frétt- um í dag að hann vonaði að brezk- ir togaramenn gættu stillingar þar til nýjar viðræður hæfust og að nokkurra daga veiði væri ekki þess virði að stofna möguleikum á Iausn í hættu. Seinna sagði Niels P. Sigurðs- son i viðtali í brezka sjónvarpinu að sögn Reuters að íslendingar mundu beita valdi til að tryggja að Bretar viðurkenndu útfærsl- una. Hann sagði að fyrst yrði reynt að hreinsa svæðin innan 50 milna en síðan mundi landhelgis- gæzlan beina athyglinni að svæð- inu út í 200 milur. Haft var eftir Niels P. Sigurðs- syni að Islendingar gerðu sér grein fyrir þvi að útfærslan gæti haft í för með sér stvinnuleysi í Bretlandi og þess vegna væru Is- lendingar fúsir til viðræðna um einhvers konar samning um heim- ildir til veiða, ,,en ekki í eins miklum mæli og hingað til. Ef þeir héldu áfram yrði enginn fisk- ur í framtíðinni. Við getum ekki horft upp á það að fiskimið okkar verði eyðilögð.“ Ef fiskistofnar stækkuðu gæti orðið mögulegt eftir nokkur ár að rýmka veiðitak- markanir. Viðmælandi hans, Ludovic Kennedy, spurði um stöðuna I við- ræðum Breta og íslendinga og hann sagði að uppi væri „tölu- verður skoðanaágreiningur. Hann hvatti Breta til þess að lýsa einnig yfir 200 mílna auðlindalögsögu að sögn Reuters. Níels P. Sigurðsson sagði í við- tali við blaðið að hann væri ánægður með samtalið við Ludo- vic Kennedy sem væri vinsam- legri Islendingum en spurningar hans gæfu til kynna og hann teldi að málstaður Islands hefði komið vel fram. Hann sagði að Iangt viðtal hefði einnig verið haft við sig í útvarpsfráttatima „World at One“, og dagurinn hefði farið í að svara fréttamönnum, sem væru forvitnir að vita hvað gerast muni i deilunni. Spáir stríði — Seinna sagði Patrick Wall í ræðu í Cambridge að í dag gæti hafizt þriðja þorska- stríðið og sagði að það yrði Islend- ingum að kenna. Hann kvaðst vona að islenzk varðskip skiptu sér ekki af brezkum togurum og kvað það heimskulegt þar sem landhelgi beggja landa yrði væntanlega löglega færð út f 200 mílur eftir hafréttarráðstefnuna næsta sumar. Hann taldi að árs- veiði Breta yrði minnkuð í 90.000 tonn í viðræðunum, sagði að Is- Iendingar vildu 70.000 tonn, kvað ,,stríð“ heimskulegt út af 20.000 tonnum og taldi málamiðlun mögulega ef ekki drægi til tið- inda. — Sakharov Framhald af bls. 1 að meina honum að fara úr landi. Hún sagði að Sakharov hefði ekki haft aðgang að rikis- leyndarmálum síðan 1968 og að nokkrir aðrir sovézkir visinda- menn sem enn störfuðu að leynilegum rannsóknum en væru meinlausir að mati stjórnarinnar fengju oft að fara úr landi. Jafnframt var rithöfundur- inn Vladimir Maximov, annar kunnur sovézkur andófsmaður sem nú býr í París, sviptur sovézkum ríkisborgararétti samkvæmt tilskipun frá sovézku stjórninni i dag fyrir „aðgerðir skaðlegar áliti Sovét- rikjanna." I Stokkhólmi sagði sonur sovézka prófessorsins Benja- mín Levitch í dag að háttsettir menn i sovézku vísindaaka- demíunni væru að kanna mögu- leika á því að reka Sakharov úr akademíunni. Sakharov var greinilega sleg- inn þegar hann sagði blaða- mönnum frá ákvörðun yfirvald- anna í dag. Hann var kallaður til vegabréfsskrifstofunnar í Moskvu með klukkutíma fyrir- vara og þegar hann fór þangað gerði hann ráö fyrir að hann fengi leyfi til að fara. Sakharov kvaðst hafa sagt skrifstofustjóranum, Sergei Fadayev: „Mér hefur alltaf verið treyst og tel ekki ástæðu til að ætla að ég geti framið glæp fjandsamlegan ríkinu." Hann sagði að ferðin til Öslóar hefði ekki orðið einkaferð held- ur ferð sem allur heimurinn fylgdist með. Sakharov sagði að hann teldi Hideko Udagawa fiðluleikari Gayle Smith cellóleikari Sinfóníuhljómsveitin: Verk Debussy, Brahms og Arna Björnssonar á efnisskránni FJÓRÐU reglulegu tónleikar Sinfóniuhljómsveitar Islands verða I Háskólabfói f kvöld, fimmtudaginn 13. nóvember, og hefjast kl. 20.30. Stjórnandi á þessum tónleikum er Karsten Andersen aðalhljómsveitar- stjóri, en einleikarar eru Hideko Udagawa fiðluleikari og Gayle Smith cellóleikari. Ennfremur koma fram á þess- um tónleikum nokkrar stúlkur úr Kór menntaskólans við Hamrahlfð undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur. Á efnísskrá þessara tónleika eru þrjár noktúrnur eftir Claude Debussy og nefnast þær Nuages, Fetes og Sirénes. Þá leikur hljómsveitin hljóm- sveitarsvítu Árna Björnssonar Upp til fjalla, en lokaatriði dag- skrárinnar er konsert fyrir fiðlu og celló í a-moll op. 102 eftir Johánnes Brahms. Orðrómur í London um samning Þjóð- verja og HAFT VAR eftir fsienzka sendi- ráðinu f London f brezkum frétt- um í gær að samkomulag kynni að takast milli Islendinga og Vestur-Þjóðverja. Samkvæmt þessum fréttum yrði samkomulagið i aðalatriðum á þá leið að Þjóðverjar færu með frystitogara sina og verksmiðju- skip út fyrir 200 mílna mörkin, að þeir hættu öllum þorskveiðum, veiddu aðeins karfa og ufsa, not- uðu aðeins venjulega togara og keyptu allan annan fisk sem þeir þyrftu til innanlandsneyzlu af ís- lendingum. Blaðið fékk þessa frétt frá Radio Humberside, sem kvaðst hafa hana frá fréttastofu BBC í London, og fréttastofan kvaðst lslendinga hafa fengið fréttina staðfesta samkvæmt annarri heimild. 1 tilefni af þessu sneri blaðið sér til Níelsar P. Sigurðssonar sendiherra og hann kvaðst ekki kannast við þessa frétt. Hann sagði að þetta væri ekki haft eftir sér eða starfsmönnum sendiráðs- ins, sem hefðu samráð við sig um fréttir, sem færu til fjölmiðla. Hins vegar sagði sendiherrann, að þótt fréttin væri ekki komin frá sendiráðinu hefði hann heyrt að hún gengi á milli fréttamanna BBC. Hann kvaðst ekki vita hvað færi fram i viðræðum Þjóðverja og íslendinga, enda tæki hann ekki þátt í þeim, og ekki geta staðfest fréttina. En heyrzt hefði i London um samkomulag i likingu við það sem væri lýst. að yfirvöld héfðu enn tóm til að endurskoða afstöðu sina ef hann fengi víðtækan stuðning frá almenningsálitinu í heimin- um en hins vegar mundi hann ekki leggja fram nýja umsókn. — Eðlilegast Framhald af bls. 2 spurður hvort ég hefði boðið i húsið. Ég játti þvi, sem satt var. En þá tók meirihlutinn sig til, setti mig upp við vegg og sagði að annað hvort yrði ég að framselja húsið strax eða að ég segði upp störfum hjá bænum. Ef ég hefði samþykkt þetta, þá hefði það litið út eins og ég væri að bjarga mínu starfi. Vegna þessa áskildi ég mér frest og honum hef ég enn ekki skilað. Mér var svo skyndilega vikið úr starfi sem bæjarlög- manni, eftir því sem fjölmiðlar segja, en sjálfur hef ég ekki fengið uppsagnarbréfið. Með til- liti til þessa fólks, sem átti húsið, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að framselja því rétt minn og eðli- legast að ég framseldi eiginkonu uppboðsþola réttinn, með tilliti til uppsagnar bæjarstjórnar. Þá sagði Ingvar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur nú farið fram á þriðja uppboðið. Ef bærinn ætlar sér að innheimta greiðslur með þeim hætti sem komið hefur fram, þannig að inn- heimtuaðgerðir verði slælegar, þá getur það fólk, sem skuldar, komist upp með það að borga ekki. Eðlilegast hefði verið að bæjarstjóri hefði kallað á mig strax eftir uppboðið og beðið mig um að framselja réttinn. — Ef ég hefði ætlað mér að ná í húsið sjálfur, þá hefði ég allt eins getað fengið NN úti í bæ til að bjóða í húsið og sjálfur verið sakleysið uppmálað, þetta er leikur sem auðvelt er að leika. Meirihluti bæjarstjórnar virðist vera feginn að losna við mig sem bæjarlögmann. Þegar ég hef fengið uppsagnarbréfið, mun ég kanna hvort ég fari ekki i bótamál gegn Hafnarfjarðarbæ,“ sagði Ingvar að lokum. — Vilja gera Framhald af bls. 2 sóknarmanna i Norðurlandskjör- dæmi eystra lýsir yfir þeirri ein- dregnu ósk sinni, að vikublaðið Dagur verði eflt sem almennt fréttablað kjördæmisins og Norð- urlands alls, norðlenzkt málgagn f sókn og vörn og sem blað fram- sóknar- og samvinnumanna. Stefna beri að þvi, að Dagur verði fyrsta dagblað landsins utan höf- uðborgarinnar." Fréttamaður Mbl. bar sam- þykkt þessa undir Erling Daviðs- ons, ritstjóra Dags, og bað hann að tjá sig um málið. Erlingur hafði þetta að segja: „Þetta er gamall draumur, sem hefur ekki getað rætzt fram að þessu en hann er vakandi i hugum okkar. Ekkert hefur verið ákveðið enn, hvenær hafist verður handa urn útgáfuna og einhver bið kann að verða á „frumsýningu" en kannski verður málið tekið til um- ræðu fljótlega í blaðstjórninni, samkvæmt ósk kjördæmisþings- ins og athugað betur.“ Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.