Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975 23 Áslaug Jónsdótt- ir—Kveðja legrar reynslu I skrifstofustörf- um. Þá var Oddur Jónsson skrif- stofustjóri hjá þessu stóra fyrir- tæki, sem auk þess að hafa á hendi allan rekstur Mjólkur- stöðvarinnar við Hringbraut og sölu á mjólkurvörum, rak víðtæka fóðurvöruverslun ásamt nokkrum matvöruverslunum víðsvegar um bæinn, þar á meðal verslunina Liverpool i Hafnarstræti 5. Sem skrifstofustjóri hafði Oddur yfir- stjórn á bókhaldi og fleiru hjá öllum þessum fyrirtækjum, enda var hann frábær stjórnandi og bókhaldari. Um þetta leyti var fjárhags- kreppa ekkisíðurennú, Alþingis hátíðinni árið áður fylgdu mikil fjárútlát ekki síður en Þjóðhátið- inni 1974, íslandsbanki var þá nýbrunninn og unnið var að þvi að koma Utvegsbankanum til vegs og virðingar. Þar sem at- vinnuleysi fór í hönd hefði verið auðvelt fyrir M.R. að ráða sér stúlku vana skrifstofustörfum, en það var tekið á móti mér viðvaningnum með velvild og mér leiðbeint í starfi eftir þörfum. Aldrei heyrði ég hnjóðsyrði i garð starfsfólksins og ef við í bók- haldsdeildinni gerðum einhverjar villur, var aðeins spurt hvernig bæri að Ieiðrétta þær, en á því lærðum við meira en löngum að- finnslum, enda gættum við okkar þá betur framvegis. Ekki sá ég skrifstofustjórann skipta skapi nema ef afgreiðsla á vörum eða öðru sem hann hafði lofað að senda vissan dag gleymdist eða fórst fyrir á einhvern annan hátt, en slfkt gerðist ekki oft hjá sama aðila. Þá var venjuleg skrifstofuvinna frá kl. 9 árdegis til kl. 6!4 að kvöldi með klukkutíma matarhléi til hádegisverðar og !ó klukku- stund fyrir miðdagskaffi. Hjá flestum fyrirtækjum vann starfs- liðið eftirvinnu ef þörf krafði, en fyrir slíka vinnu var ekki greitt sérstaklega. Launin voru ekki há, en samt voru allir glaðir og ánægðir, kröfugerðir og óánægja heyrðist hvergi. Samstarfið innan skrifstofunnar hjá M.R. var með ágætum og skrifstofustjórinn virtur og dáður af öllum. Ég á margar dýrmætar endurminning- ar frá þessum dögum. Oddur var tvikvæntur, með fyrri konu sinni eignaðist hann þrjár dætur, sem allar eru búsett- ar hér í borg og gegna ábyrgðar- sföðum. Árið 1938 kvæntist hann siðari konu sinni Eyvöru Þor- steinsdóttur mestu fríðleiks- og myndarstúlku, eignuðust þau þrjú börn: Jón sem er lögfræðing- ur, Kristinu hjúkrunarkonu og Mörtu sem er við stærðfræðinám f Bandaríkjunum. Á heimili þeirra að Grenimel 25 rikti gestrisni og góðvild. Þangað var gott að koma. Maðurinn hverfur sjónum okkar en minningin varir, minn- ing um drengskaparmann sem helgaði Mjólkurfélagi Reykjavík- ur ævistarf sitt og mat hag þess og framtíðarheill meira en allt annað, minning um góðan hús- bónda og traustan vin. Um leið og við hjónin þökkum samfylgdina nú að leiðarlokum og biðjum honum allrar blessunar á ferð sinni til fyrirheitna landsins, sendum við Eyvöru, börnunum öllum og öðrum ástvinum innileg- ar samúðarkveðjur. Ilelga Magnúsdóttir. KVEÐJUR frá Mjólkurfélagi Revkjavfkur Þótt nú sé komið haust og vetur að tímatali, rikir enn sumarveður á okkar norðlæga landi. Þrátt fyrir það verður ekki lögmálum náttúrunnar breytt. Grös fölna og eikur fella lauf og búast vetr- arsvefni. Líkt er farið mannsæv- inni, enginn fær umflúið ævinnar haust, en allt líf heldur áfram. Góðir menn, eins og jurtir og blóm, láta eftir sig hin sterku lífsfræ, sem blómstra, samtíð og framtíð til hagsældar og ham- ingju. Einn af þessum góðu og traustu mönnum var Oddur Jónsson, for- stjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, árin 1946 til 1965 og fulltrúi hjá félaginu var hann 1925 til 1945. Starfstimi hans hjá félaginu var þvi full fjörutíu ár. Mjólkurfélag Reykjavíkur var ungt að árum þegar Oddur réðst til starfa hjá því, það er augljóst, að maður með eins fastmótaðan persónuleika og hann hefir verið skapandi kraftur í uppbyggingu og framþróun félagsins. Það er viðurkennt af öllum, er til þekkja, að Oddur hafi stjórnað félaginu af miklum dugnaði og farsælum hyggindum. Mér er því ljúft og skylt, nú er við kveðjum Odd Jónsson hinstu kveðju jarðvistar hans, að flytja alúðarþakkir í nafni Mjólkur- félags Reykjavikur, fyrir hans mikla og gifturika starf i þágu félagsins. Fjölskyldu hans flyt ég innilega samúð og óska henni far- sældar. Ólafur Andrésson. Mjólkurfélagið kveður nú Odd Jónsson, sem um fjörutíu ára skeið starfaði fyrir félagið, af miklum dugnaði og myndarskap. Oddur tók við forstjórn félags- ins í lok seinni heimsstyrjaldar. Félagið var þá, eins og mörg önn- ur fyrirtæki, illa statt fjárhags- lega. Oddi tókst með sínum al- kunna dugnaði og stjórnsemi að koma félaginu aftur vel á legg og leggja grunn að vexti og fram- gangi, sem félagið hefur síðan byggt sarfsemi sína á. Stjórnunar- hæfileikar Odds voru alveg frá- bærir, allt starf óg skipulag vel vandað og til fyrirmyndar. Áreiðanleiki og orðheldni voru hans einkenni, svo og nákvæmni í öllum störfum. Á stríðsárunum var oft erfitt að tryggja félagsmönnum þær vörur, sem nauðsynlegar voru og veit ég að þar lagði Oddur mikið á sig 'og skipti því sem hægt var að miðla, réttlátlega til Mjólkurfélags- manna, en oft var þá vöruskortur og vandamál að skipta réttlátlega þvi sem til skiptanna var. Ég átti þvi láni að fagna að byggja á starfi Odds, er ég tók við starfi hans og met ég mikils þau ráð og leiðbeiningar er hann miðl- aði mér af sinni ágætu og löngu starfsreynslu. Ég veit af kynnum minum við Mjólkurfélagsmenn, að þeir þakka Oddi hans ágætu störf, sem hann innti af hendi fyrir félagið á erfiðum tímum, með því að koma félaginu á fastan og traustan grundvöll, sem gerði Mjólkur- félaginu kleift að stefna framávið og byggja upp þá starfsemi, sem nútiminn krefst. Ég þakka Oddi Jónssyni okkar ágætu samvinnu, þann tima sem við unnum saman að málefnum Mjólkurfélagsins og sendi fjöl- skyldu hans minar innilegustu samúðarkveðjur. Leifur Guðmundsson. Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með göðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðslætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. Fréttum um að hún Áslaug væri dáin kom eins og reiðarslag yfir okkur öll. Hún, sem alltaf var svo kát og innileg er allt í einu horfin og kemur ekki aftur. Áslaug hafði um langt árabil átt við fátiðan sjúkdóm að striða. Við gerðum okkur ekki grein fyrir hversu alvarlegur hann var. Ástæðan var ef til vill sú, að Ás- laug talaði lítið um veikindi sin og reyndi að láta sem minnst á þeim bera, en hvar og hvenær sem aðr- ir áttu i erfiðleikum var hún boð- in og búin til hjálpar. Áslaug átti við fleiri vandamál að stríða en heilsuleysið. Hin bjargfasta trú hennar á að hið góða í hverjum einstaklingi sigri að lokum var hennar leiðarljós i þeirri baráttu. Heimili hennar og eftirlifandi manns hennar var lítið en fallegt. Þar mætti manni ætíð einstök hlýja og góðviid, ekki síst þegar börn áttu í hlut, enda var þar oft gestkvæmt. Áslaug var ein af þeim, sem lifði fyrir að gleðja aðra. Skilningur Hennar á vandamálum annarra var einstakur, enda átti hún marga vini sem leituðu til hennar i raunum .sinum. Öllum var það sameiginlegt sem á fund hennar gengu, að koma frá henni kátari og sælli með sjálfan sig og sitt hlutskipti. Söknuður okkar er mikill. Það skarð sem höggvið hefur verið í vinahóp okkar verður aldrei fyllt, en þakklætið má ekki gleymast. Þakklætið fyrir að kynnast manneskju, sem tilbúin var að fórna öllu sinu fyrir aðra. Við viljum að lokum votta Hilmari okkar dýpstu samúð svo og börnum hennar, tengdabörn- úm, barnabörnum og aðstandend- um öllum. Að endingu viljum við þakka fyrir allt sem Áslaug gerði fyrir okkur og börnin okkar og við reynum að hugga okkur við, að nú hafi verið orðin þörf fyrir gæði hennar annars staðar. Kristrún og Danfel. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir MAGNÚS REYNIR JÓNSSON rafmagnsverkfræðingur Sundtaugavegi 18, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavik fösfudaginn 17. nóvember kl 10.30. Þeim sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Hjartavernd. Gitte Jónsson Marianne Magnúsdóttir, Reynir Magnússon Kristjón Már Magnússon Nanna Cortes. MEKKA Stórglæsileg ný skápasamstæða með höfðingjasvip Nýja skápasamstæðan frá Húsgagnaverksmiðju Kristjáns Siggeirssonar hefur vakið sérstaka athygli fyrir smekklega hönnun, fallega smíði og glæsilegt útlit. Sérstök hillulýsing í kappa. Þér getið valið um einingar, sem hæfa yður sérstaklega, hvort sem þér óskið eftir plötuhillum, vín-og glasaskáp, bókaskáp, hillum fyrir sjónvarp og hljómburðartæki, o.s.frv. Mekka samstæðan er framleidd úr fallegri eik í wengelit, sem gefur stofunni höfðinglegan blæ. Mekka er dýr smíði, sem fæst fyrir sérstaklega hagkvæmt verð. Skoðið Mekka samstæðuna hjá: UTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf, Jón Loftsson hf. Híbýlaprýði Borgarnes: 1 Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Akureyri: Húsavík: Selfoss: Keflavík: Augsýn hf. Hlynur sf. Kjörhúsgögn Garðarshólmi hf. FRAMLEIÐANDI: KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HÚSGAGNAVERKSMIÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.