Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40,00 kr. eintakið. Minnkun fjármunamyndunar Ifrumdrögum þjóöhags- spár fyrir árið 1976, sem Þjóðhagsstofnun hef- ur unnið að, er gert ráð fyrir, að einkaneyzla og samneyzla standi í stað á næsta ári að magni til, að leitazt verði við að halda þeim kaupmætti, sem nú er til staðar, og að hið opin- bera auki ekki umsvif sín á næsta ári. 1 ræðu á fundi Verzlunarráós íslands fyr- ir nokkrum dögum gerði Geir Hallgrímsson, forsæt- isráðherra, þessi frumdrög að umræðuefni og sagði, að samkvæmt þeim mundi fjármunamyndun á næsta ári minnka um 5% en veru- leg minnkun fjármuna- myndunar væri forsenda þess, að viðskiptahallinn minnkaði á næsta ári. Til þess að ná fram 5% minnkun fjármunamynd- unar á árinu 1976, verður fjármunamyndun í at- vinnuvegunum að minnka um 2% en hjá hinu opin- bera um 7%. Þá er gert ráð fyrir, að fjármunamyndun i íbúðabyggingum muni minnka um 8% og í heild er áætlað, að þjóðarútgjöld muni minnka um 1,8%. Ef þessi markmið nást mundi viðskiptahallinn á næsta ári komast niður i 7—8% af þjóðarfram- leiðslu. Hins vegar sagði forsæt- isráðherra í ræðu sinni, að viðskiptahallinn þyrfti að minnka meira en þessu næmi á næsta ári og til þess þyrftu að minnka fjár- munamyndunina enn frá því, sem byggt er á í frum- drögum þjóðhagsspár. Samkvæmt þessari ræðu forsætisráðherra má því gera ráð fyrir, að um sam- ræmdar ráðstafanir verði að ræða af ríkisstjórnar- innar hálfu til þess að draga úr fjármunamyndun í landinu á næsta ári og á þann veg að minnka við- skiptahalla þjóðarinnar, sem er nú orðinn svo gífur- legur, að lengra verður ekki haldið á þeirri braut. Gamansemi Alþýðuflokksins að þótti fyndið, þeg- ar Gylfi Þ. Gíslason hafði orð á því í ræðu á Alþingi fyrir nokkru, að Alþýðuflokkurinn hefði ekki átt sæti í ríkisstjórn á íslandi síðustu fimm árin, en þau hefðu einmitt verið að hans dómi tímabil stjórnleysis. Nú greinir Morgunblaðið ekki á um það við Gylfa Þ. Gíslason, að á tfmum vinstri stjórnar ríkti hér algert stjórnleysi í efnahagsmálum þjóðar- innar og núverandi ríkis- stjórn er enn að fást við mörg vandamál, sem til urðu á því tímabili. En óneitanlega er það orðið sprenghlægilegt, þegar AI- þýðublaðið í forystugrein í gær fylgir þessari hugsun Gylfa eftir og heldur því nú fram, að illa hafi gengið við stjórn landsins síðustu fimm árin vegna þess, að Alþýðuflokkurinn hafi ekki átt sæti í þeim tveim- ur ríkisstjórnum sem setið hafa þetta tímabil!! Þannig segir Alþýðublað- ið í forystugrein í gær um Alþýðuflokkinh: „Með brottför hans úr ríkis- stjórn urðu kaflaskipti í ís- lenzkri stjórnmálasögu. Frá og með þeim degi end- aði tímabil stöðugleika í stjórnarfari í landinu, tímabil öryggis, jafnra og markvissra framfara og við tók sá upplausnar- og rót- leysistími, sem varað hefur allt til þessa dags. Svo al- ger urðu umskiptin þegar áhrifa Alþýðuflokksins hætti að gæta á stjórn landsins.“ Svona staðhæf- ingar eru náttúrlega stór- kostlega fyndnar, ekki sízt þegar þær koma frá stjórn- málaflokki, sem hefur haldið þannig á sínum málum, að hann er óum- deilanlega aumastur allra stjórnmálaflokka á íslandi. Sannleikurinn er sá, að Alþýðuflokkurinn hefur haft þýðingarmiklu hlut- verki að gegna í íslenzkum stjórnmálum en hann virðist svo heillum horfinn, að hið eina sem flokkurinn hefur fram að færa um þessar mundir er einnantómt gaspur og gort um eigið ágæti sem hins vegar er því miður ekki hægt að finna i verkum hans nú um stundir. Vel- unnurum Alþýðuflokksins tekur sárt að fylgjast með hnignun hans og eiga ekki þá ósk betri Alþýðuflokkn- um til handa, en að ein- hverjir röskir menn taki til hendi í þessum rústum jafnaðarstefnunnar á ís- landi og hefji það endur- reisnarstarf sem dugar. Magnús Magnússon rektor við Edinborgarháskólann Edinborg, 12. nóv. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. MAGNÚS Magnússon, hinn þekkti blaða- og útvarpsmaður, hefur verið kjörinn rektor Edin- horgarháskúla. Kjörsðkn var mjög mikil eða 55,54% og er það um helmingi meiri þátttaka en var í hliðstæðum kosningum fyrir þremur árum. f Edinborgar- háskóla eru við nám um tfu þúsund nemendur. Magnús fékk 2.414 atkvæði, 683 fleiri en Alan Drummond háskólanemi er hlaut 1761 atkv. Aðrir frambjóðendur til starfans voru David Steel, þingmaður Frjálslynda flokksins, er hlaut 883 atkvæði, Barry Fan- toni aðstoðarritstjóri er fékk 267 atkv. og Andrew Cruickshanks leikari hlaut 75 atkv. Síðustu sex ár hafa háskóla- stúdentar verið kjörnir í stöðu þessa: fyrstur var Jonathan Wills en hann var fyrsti háskólaneminn sem valinn var til slíkrar stöðu f Skotlandi og sfðan Gordon Brown, en kjörtímabilið er þrjú ár. Rektor skólans er í forsæti á fundum háskólaráðs þar sem stefna skólans er mótuð. Siðustu árin hefur það iðulega Ieitt til nokkurra átaka við „kerfið“ að háskólanemar hafa gegnt starf- inu. Magnús Magnússon s'agði að kjöri sínu loknu að stúdentar hefðu áorkað miklu og mörgu athyglisverðu komið til leiðar þau sex ár sem þeir hefðu verið í forsæti. Magnús kvaðst ekki telja Magnús Magnússon að niðurstaða kosninganna væri vantraust á stjórnun stúdent- anna, heldur hafi verið kominn grundvöllur fyrir breytingum. Sagðist Magnús myndu hlúa að þeim árangri sem náðst hefði í stjórnun skólans undir forsæti stúdenta. Stúdentar munu nú væntanlega fá þrjá fulltrúa f há- skólaráði næsta kjörtímabilið. I AP-skeytinu segir síðan: „Magnús Magnússon er fæddur á Islandi, en nam í Edinborg þar sem faðir hans er ræðismaður ís- lands. Hann lauk prófum frá Ox- ford- og Edinborgarháskólum. Hann segist ætla að hafa reglu- lega fundi með námsmönnum við hinar ýmsu deildir innan háskól- ans. Dóttir Magnúsar nemur við Edinborgarhásköla. Enda þótt Magnús sé mjög störfum hlaðinn við BBC mun hann verja að minnsta kosti einum degi í viku til að sinna rektorsskyldum sín- um. Hann mun að sjálfsögðu vera í forsæti á fundum háskólaráðsins og telur að starf hans þar eigi að einkennast af óhlutdrægni. Hann getur tilnefnt annan fyrir sig til að sitja fundi, ef hann kemur þvf ekki við og mun hafa hug á að varamaður hans verði úr röðum háskólastúdenta. “ Viðræður um Sahara Madrid — 12. nóv. — Reuter — NTB. VIÐRÆÐUR standa nú í Madrid milli fulltrúa Spánar, Marokkó og Máretaníu um Spænsku Sahara. Fátt virðist benda til þess að deiluaðilar hafi tekið sinnaskiptum um deiluatriði, og áreiðanlegar heimildir úr stjórnarher- búðunum í Madrid herma, að hingað til hafi viðræðurnar engan árangur borið. Aðal- ágreiningsefnin eru sögð vera hvaða hlutverki Sameinuðu Framhald á bls. 18 Wallace gefur kost á sér sem forsetaefni Monlgomery, Alabama. 13. nóvember. AP Reuter. George Wallace, ríkisstjóri Alabama, lýsti því opinberlega yfir f dag að hann ætlaði aö keppa að þvf að verða valinn forsctaframbjóðandi demókrata f kosningunum á næsta ári. Aðstoðarmenn hans segja að hann ætli að taka þátt í öllum forkosningum fyrir flokksþingið næsta sumar að einum undanskildum þótt hann sé í hjólastól vegna lömunar. Wallace kallaði sig „frambjóðanda flokksins" og og sjálfur kvað Wallace sig nógu heilsugóðan til að heyja virka kosningabaráttu, sagði að „venjulegir miðstéttarborgarar" hefðu fengið sig fullsadda á vinstriafstöðu frambjóðenda sem flokkurinn segði þeim að kjósa. Hann sagði að menn langt til vinstri hefðu náð undirtökunum í flokknum og kvaðst ætla að berjast fyrir breytingum á valdakerfi demókrataflokksins, með „pólitískri byltingu". „Við ætlum að bjóða millistéttinni frambjóðanda sem hún getur greitt atkvæði með en ekki á móti,“ sagði Wallace. Wallace Efasemda gætir I garð Wallace bæði vegna heilsu hans og stefnu sem þó hefur breytzt sfðan hann lýsti því yfir að hann mundi berj- ast fyrir „ævarandi aðskilnaði kynþáttanna“ 1963. Hann hefur skipað blökkumenn bæjarstjóra og í stöður í fylkisstjórninni. Wallace bauð sig fram sem óháður í forsetakosningunum 1968 og hafði áður reynt að verða útnefndur forsetaframbjóðandi demókrata. Hann vann mikla sigra í forkosningunum 1972 en varð að draga sig i hlé þegar reynt var að ráða hann af dögum er kosningabaráttan stóð sem hæst. Margir forystumenn demókrata eru eindregnir andstæðingar Walláce en hann - segist vilja treysta á vinsældir sínar með kjósenda en ekki forystu flokks- ins. I síðasta mánuði fór hann í hálfs mánaðar ferðalag til Evrópu, bæði til að kynna sér utanríkismál og til að sýna að lömunin væri honum ekki til trafala. Kosningahiti í Ástralíu Canberra — 12. nóv. — Reuter. Með kveðju frá Amin á harmoníku nairobi, 12. nóvember. AP. IDI AMIN segist ætla að spila á harmonfku f veizlu er hann mun halda til að kveðja sovézka sendiráðsmenn og tækniráðunauta, sem eru á för- Framhald á bls. 18 MALCOLM Fraser forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnarinnar, sem Sir John Kerr landstjóri skipaði f gær, er hann rak Gough Whitlam úr forsætisráðherraem- bætti, tilk.vnnti f dag, að kosning- ar færu fram f Astralfu 13. des- ember n.k. I kjölfar þeirra sviptinga, sem urðu með þessari ákvörðun for- sætisráðherrans, hafa komið harðar mótmælaaðgerðir og verk- föll og sums staðar hefur komið til uppþota. ÍSidney þustu um 200 verkamenn gegnum röð lögreglu- manna, er voru á verði við kaup- höllina þar, og inn í húsið. Nokk- ur hundruð manns stóðu f öeirð- um við þinghúsið í Nýja Suður- Wales og særðist lögreglumaður af grjótkasti í átökunum. Mikill fjöldi fólks hefur staðið að mót- mælaaðgerðum til stuðnings Whitlam víðs vegar um landið i dag. Flestir tóku þátt i slíkum aðgerðum í Canberra, þar sem um 8 þúsund stuðningsmenn Verka- mannaflokks Whitlams söfnuðust utan við þinghúsið. Whitlam og Bob Hawke, leiðtogi landssam- taka verkalýðsins, ávörpuðu mannfjöldann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.