Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR
260. tbl. 62. árg.
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Refsiaðgerðir
gegn Aröbum?
Pittsburgh, 12. nóvember. Reuter. AP.
HENRY Kissinger utanrikisráð-
herra sagði f dag að Bandarfkja-
stjðrn athugaði möguleika árefsi-
aðgerðum gegn löndum sem
greiddu atkvæði með ályktunar-
tillögu þar sem zfonismi og kyn-
þáttastefna eru lögð að jöfnu í
Allsherjarþinginu.
Kissinger sagði að samþykktin
hlyti að hafa áhrif á samskipti
Bandarfkjanna við erlend rfki.
Hins vegar sagði hann: „Við verð-
um að halda viðbrögðum Banda-
rfkjamanna innan vissra marka.“
Utanrfkisráðuneytið hefur úti-
lokað þann möguleika að aðstoð
Bandaríkjanna við erlend ríki
verið skorin niður í hefndarskyni
svo að stjórnin mun halda áfram
tilraunum sfnum til að fá þingið
til að samþykkja rúmlega 1000
milljón dollara aðstoð við Egypta
og aðrar Arabaþjóðir sem stóðu
að ályktunartillögunni.
Framhald á bls. 18
MPLA fær hjálp
frá Mozambique
Luanda, 12. nóvember. Reuter. AP.
HERMENN verða sendir frá
Mozambique til Angola til stuðn-
ings hreyfingu marxista, MPLA, f
baráttu hennar gegn hreyfingun-
um FNLA og Unita samkvæmt
áreiðanlegum heimildum í Lu-
anda f dag.
Fyrst f stað verða 250 hermenn
sendir frá Mozambique, sem er
fyrrverandi portúgölsk nýlenda
eins og Angola. MPLA nýtur
þegar stuðnings kúbanskra ráðu-
nauta, sem berjast með hreyfing-
unni og eru áberandi á götum
Luanda.
Rússar munu bráðlega opna
sendiráð f Luanda samkvæmt
rússneskum heimildum. Rússar
hafa útvegað MPLA þúsundir
lesta af hergögnum og meðal
starfsmanna sendiráðsins, sem
eru væntanlegir innan skamms,
verða sovézkir hernaðarráðunaut-
ar.
Barizt var í dag skammt frá
vatnslindum Luanda í þorpinu
Quifangondo, 20 km norðaustur
af borginni, en vatnsveitukerfi
borgarinnar komst í lag í dag og
verzlanir og skrifstofur voru
opnar.
Bardagar geisuðu einnig norður
Framhald á bls. 18
VERNDARSKIP BRETA — Dráttarbátarnir Polaris (til vinstri) og Aquarius,
sem brezka landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið hefur tekið á leigu til að
vernda brezka togara innan 200 mflnanna við tsland, við bryggju í Aberdeen.
Verndarskipin ekki
send að svo stöddu
BREZKA utanríkisráðu-
neytið tilkynnti f gær að
Bretar og íslendingar
mundu taka að nýju upp
viðræður um landhelgis-
málið um helgina. Jafn-
framt tilkynnti brezka
landbúnaðar- og sjávarút-
vegsráðuneytið að þrjú
skip, sem ráðuneytið hefur
tekið á leigu til að vernda
brezka togara, yrðu ekki
send til Islands að svo
stöddu.
Utanríkisráðuneytið sagði að
Roy Hattersley aðstoðarutanrfkis-
ráðherra mundi hættá við fyrir-
lestrarferð í Bandáríkjunum,
koma til London í dag og fara til
Reykjavíkur á laugardag. Viðræð-
ur hans við Einar Ágústsson utan-
ríkisráðherra munu hefjast á
sunnudag eða mánudag og sendi-
nefnd verður í fylgd með Hatters-
ley samkvæmt brezkum fréttum.
Verndarskipin sigldu í gær frá
Rosyth í Skotlandi vil Lerwick á
Hjaltlandi og verða þar um kyrrt
unz ástandið skýrist að sögn land-
búnaðar- og sjávarútvegsráðu-
neytisins. Eftirlitsskipið Hausa er
þegar komið á íslandsmið og
Othello heldur þangað innan
skamms.
Haft var eftir brezkum embætt-
ismönnum í gær að þeir vonuðu
að allir aðilar gættu stillingar þar
til niðurstöður hinna nýju við-
ræðna lægju fyrir. Brezkir skip-
stjórar hafa fengið fyrirmæli frá
togaraeigendum um að gæta still-
ingar.
Viðurkennt er af brezkri hálfu
að viðræðurnar við Islendinga
verði erfiðar en látin í ljós von
um að samkomulag takist um
málamiðlunarlausn sem báðir að-
ilar geti sætt sig við. „Við erum
vongóðir um að nýr samningur
verði gerður og vonum að bæði
okkar menn og tslendingar sýni
stíllingu,“ sagði Tom Neilsen, rit-
ari félags yfirmanna á togurum, í
Hull í gær.
James Johnson, þingmaður
Verkamannaflokksins frá Huil
sagði, að hann teldi að brezkir
togaramenn væru reiðubúnir að
sætta sig við þá málamiðlunar-
lausn að um 100 togarar fengju að
Framhald á bls. 15
Eldur í Höfn
AÐ MINNSTA kosti níu fórust í eldsvoða í gömlu
fjölbýlishúsi f Kaupmannahöfn í fyrrinótt. Eldurinn
kom upp í kjallara hússins, sem var á sex hæðum, og
breiddist út á svipstundu. Ofsahræðsla greip um sig
meðal íbúa hússins og tveir biðu bana þegar þeir
fleygðu sér út um glugga í stað þess að. bíða eftir
slökkviliði. (Myndin sýnir brunann).
Sakharov fær ekki
að fara til Óslóar
Moskvu, 12. nóv. AP. Reuter. NTB.
SOVÉZK yfirvöld neituðu I dag
að leyfa kjarnorkueðli^fræð-
ingnum Andrei Sakharov að
fara til Oslóar og taka við frið-
arverðlaunum Nóbels þar sem
hann hefði vitneskju um rfkis-
leyndarmál. Sakharov mót-
mælti ákvörðuninni og kaliaði
hana „móðgun við sig og
Nóbelsnefndina.“ Hanir kvaðst
telja ákvörðunina jafngilda
freklegu broti á yfirlýsingu
Helsinki-ráðstefnunnar f
sumar, ástæðulausa og skaðlega
málstað friðsamlegrar sambúð-
ar.
f Osló harmaði Nóbelsnefnd
Stórþingsins ákvörðunina en
sagði að verðlaunaveitingin
færi fram 10. desember eins og
ráðgert hefði verið og verðlaun-
in yrðu afhent fulltrúa
Sakharovs.
Fréttaritari NTB í Moskvu
segir að hugsanlegt sé talið að
frú Jelena, kona Sakharovs,
taki við verðlaununum. Hún
dvélst enn á ftalíu og mun
ákveða í samráði við eiginmann
sinn hvort hún skuli fara til
Öslóar og taka við verðlaunum,
segir hann.
Sjálf sagði frú Sakharov í
Flórenz að hún gæti ekkert um
það sagt hvort hún færi til
Óslóar til að taka við verðlaun-
unum. Hún sagði að það væri
aðeins fyrirsláttur þegar
sovézka stjórnin héldi því fram
að Sakharov hefði aðgang að
ríKisleyndarmálum og átylla til
Framhald á bls. 15