Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975 Sagan af Gisku kerling... skóginum um langan tima, og ég myndi rata í sauðahúsið hans í níða myrkri. Þetta fannst þjófunum ekki lélegt og þegar á staðinn köm, átti Giska að fara í fjárhúsið og ná kindinni út, en þeir áttu að taka á móti. Giska læddist inn í húsið, en þegar hún kom inn, æpti hún hástöf- um: „Hér eru bæði ær og sauðir, hvort viljið þið heldur?“ „Uss, uss,“ sögðu þjófarnir. „Hafðu ekki svona hátt. Taktu bara feita kind.“ „Já, en hvort viljið þið heldur sauð eða á. Nóg er hér af hvorutveggja," æpti Giska. „Þegiðu, þegiðu, hvaða læti eru þetta,“ sögðu þjófarnir. „Það er alveg sama, hvort það er sauður eða ær, bara ef kindin er feit.“ „Viljið þið sauð eða á? Viljið þið sauð eða á?, manngarmar. Ég er búin að segja að hér er nóg af hvorutveggja," skrækti Giska enn hærra en áður. „Æ, geturðu ekki haldið þér saman og tekið bara einhverja feita kind,“ sögðu þjófarnir og voru orðnir reiðir. En nú var bóndinn á bænum vaknaður við hávaðann og kom út á skyrtunni til þess að athuga hvað á gengi. Þjófarnir tóku til fótanna og Giska á eftir. Hún hljóp á bóndann og hann rauk um koll. „Bíðið þið karlar. Bíðið þið,“ kallaði Giska á eftir þjófunum. Maðurinn á bænum, sem ekki hafði séð annað en eitthvert kolsvart flykki, varð svo hræddur, að hann þorði varla að standa upp aftur, því hann hélt það hefði verið sá gamli sjálfur, sem var í fjárhús- inu. Hann fann ekki nema eitt ráð við þessu, það að hlaupa inn, vekja fólkið og setjast við að lesa húslestur, til þess að fæla skolla burtu. Svo var það kvöldið eftir, að þjófarinir ætluðu að stela feitri gæs, og Giska átti að vísa þeim leið. Þegar þau komu að gæsahúsinu, átti Giska að fara inn og taka gæsina, en karlarnir stóðu úti til þess að taka við henni. „Viljið þið gæs eða stegg?“ æpti Giska, þegar hún var komin inn. „Hér er nógu af að taka,“ bætti hún við og hafði ekki lægra en áður. „Uss, uss, taktu bara þungan og feitan fugl,“ sögðu þjófarnir, „það er alveg sama, hvort það er steggur eða gæs, og reyndu svo að halda þér saman.“ Meðan Giska og þjófarnir voru að þrátta um þetta, byrjuðu gæsirnar að gara, fyrst gargaði ein, svo önnur, og allt í einu skærktu þær allar saman. Bóndinn kom út til þess að sjá hvað á gengi, þjófarnir tóku sprettinn og Giska á eftir, svo hratt að bóndinn hélt að þar færi fjandinn sjálfur, því ekki var hún sein á fæti. Þegar leið að kvöldi þriðja daginn, voru bæði þjófarnir og Giska orðin svo svöng, að þau vissu ekkert hvað þau áttu til bragðs að taka. Loks fundu þau það til ráðs að fara til ríks bónda þarna nærri og stela mat úr skemmunni hans. Þangað fóru þau svo, en þjófarnir þorðu ekki að fara inn; það átti Giska að gera, en þeir að standa fyrir utan og taka á móti. Þegar Giska kom inn, þá var þar svo fullt af öllu mögulegu, bæði fleski, kjöti DRÁTTHAGI BLÝANTURINN rr------ MORtfdk KArr/NO (ð Manni einum í Bandarfkjun- um var haldið kveðjuhóf. Þegar gestirnir fóru að tfnast heim um nóttina, hafði ein- hver orð á því, að það hefði verið svolftið óviðkunnanlegt, að heiðursgesturinn sjálfur skyldi ekki vera í veizlunni. Kom þá á daginn, að það hafði gleymzt að bjóða honum. X Kona nokkur var að bisa við að koma útvarpstæki út um dyrnar á íbúð sinni. Allt f einu kom hún auga á karlmann á ganginum og bað hann um að aðstoða sig. Konan skýrði manninum svo frá, að hún væri að koma út- varpstækinu undan vegna þess að hún byggist við að þá og þegar kæmi lögtaksmaður til þess að gera lögtak f tækinu fyrir ógreiddri skuld. Maðurinn varð umvrðalaust við bón konunnar og bar tækið út f bfl, sem var fyrir utan. Kom þá I Ijós, að hann var enginn annar en lögtaksmað- urinn. V_____________________________ x Prestur var á ferðalagi í járnbraut og las f biblíunni. Guðleysingi, sem var f sama klefa og klerkur, sneri sér að honum og sagði: — Ég trúi ekki orði, sem stendur í þessari bók. Prestur lét sem hann heyrði ekki, hvað maðurinn sagði, en guðleysinginn virtist ákveðinn f að láta klerk ekki f friði. Hann ræskti sig og sagði enn hærra en fyrr: — Ég trúi ekki orði af þvf, sem stendur i þessari bók. Nú loks missti prestur þolin- mæðina. Hann leit upp og sagði við manninn byrstum rómi: — Maður minn, væri yður sama þótt þér færuð hávaða- laust til fjandans. X — Hvers vegna hafið þið allt- af svona lágvaxnar barnfóstr- ur? — Til þess að fallið verði lægra fyrir barnið, þegar hún missir það. Moröíkirkjugaröinum Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi 32 hitta Arne Sandell aftur og njóta atlota hans. Þetta tfmabil varð fljótlega óraunverulegt f huga mér, eins og draumur. En ég vildi þrátt fyrir allt ekki gefa þennan draum alveg upp á bátinn. Mér var kært að rifja þessar minning- ar upp fyrir mér, sérstaklega ef ég var eitthvað mædd og leið, þá var mér svölun og fróun f því að taka þær fram úr hugskotinu og gæla við þær. Einu sinni hafði mér hlotnazt það — þótt ég sé Ijót og hallærisleg — að karlmaður hafði fellt til mfn hug. Ég hugsaði líka um hvernig fara myndi, ef við hittumst af tilvHjun aftur. Ætli hann hugsaði nokkurn tfma til mfn? Væri mér innanbrjósts eins og forðum? Ég vissi að hann hafði gift sig, ég hafði lesið um það í blöðum. Og samt sem áður — ég veit ekki hvort þú skilur mig — féll ég fvrir þeirri freistni að hjálpa tilviljununum dálftið, þegar ég sá auglýsinguna frá séra Ekstedt þar sem hann falaðist eftir ráðskonu. Ég get fullvissað þig um að það vakti ekki fyrir mér að koma hér og reyna að raska hjónabandsró Arne Sandell. Mig langaði aðeins að gera draum minn örlftið áþreifanlegri. Mig langaði aðeins að fá að sjá hann rétt stöku sinnum og kannski rabba víð hann öðru hverju. Ja, það var að minnsta kosti þetta, sem ég taldi mér trú um . . . — Og hvernig fór það svo? Upp- götvaðir þú að þú elskaðir hann enn og þú varst ekki tilbúin að gera þér drauminn einn að góðu? — Þvf get ég bæði játað og neitað. Ég get ekki neitað því að mér hnykkti við, þegar ég sá að hann var orðinn digur utan um sig og var að byrja að fá fstru. Og . . . ég gat ekki lokað augunum fyrir þeirri augljósu staðreynd að hann var ástfanginn upp fyrir bæði eyru af sinni fögru eigin- konu. Hann virtist varla ráma f þær stundir sem við höfðum átt saman. Og þar sem ég er nú byrjuð að skrifta á annað borð get ég auðvitað viðurkennt Ifka að það leið ekki á löngu, unz hugur minn var farinn að leita harla off til annars manns . . . — Meinarðu . . . Tord Ekstedt? Hún roðnaði. — Já, en auðvitað var ég ekki tilfinningalaus gagnvart Arne. Alls ekki. Ég hafði elskað hann svo takmarkalaust og ég hafði látið mig dreyma um hann árum saman. Ég beið þess að fá tæki- færi til að tala við hann um for- tfðina, en það varð einhvern veginn aldrei úr neinu . . . ég held hann hafi reynt að forðast að hitta mig eina. Én svo var það kvöld eitt fyrir mánuði eða svo að við rákumst óvart hvort á annað f kirkjugarðinum. Ég hafði farið í erindagerðum til Lundgrens og Arne hefur sennilega verið á leið til kirkjunnar. Ég stöðvaði hann og ég held að ég hafi farið að tala býsna snögglega um fortfðina. Það kom bersýnilcga illa við hann. Til dæmis bað hann mig að tala ekki svona hátt og ég hafði á tilfinningunni að hann væri hræddur um að Barbara frétti um okkar snubbótta ástarævintýri. Ég varð særð þegar ég fann við- brögð hans og samtfmis æsti það mig upp að vera svona nálægt honum og þetta cndaði með því að ég auðmýkti mig niður úr öllu valdi og grátbændi hann um að kyssa mig . . . — Og hvað . . .? — Ég veit ekki almennilega, hvers vegna ég vildi að hann kyssti mig. Ég held að það hafi verið f huga mér að með því myndi Iffi verða blásið í kulnaðar glæður og ég myndi um stutta stund upplifa aft- ur gamla sælu. En . . . þótt ein- kennilegt megi virðast þá vökn- uðu þessar tilfinningar ekki . . . Eg hafði iátið mig dreyma um ungan og ófyrirleitinn elsk- huga og ekki um miðaldra mann, sem stóð þarna vandræðalegur og iitraði af ótta við tilhugsunina um að kona hans yrði afbrýðisöm. Allt hafði verið á annan veg f draumum mfnum . . . — Þú átt við að kossinn hafi læknað þig? — Læknað mig? Ja . . .á. En þegar maður hlýtur bata verður maður glaður, hélt ég. En ég finn ekki til neinnar gleði, aðeins ólýsaniegs tómleika . . . Nú . . . nú . . . hef ég ekkert eftir sem ég get látið mig dreyma um. Hún sagði sfðustu orðin svo lágt, að ég átti erfitt með að greina þau. Ég vissi alls ekki hvað ég átti að segja. Og hvað getur maður raunar sagt við tiltölulega ókunna manneskju sem hefur opinberað leyndarmál sfn fyrir manni og sagt frá ástarórum sfnum. Það var Hjördfs sjálf, sem að lokum reis á fætur og sagði næstum þvf afsakandi: — Já, þetta var löng saga um lítið mál. En ég var alveg miður mfn, vegna þess ég sagði ósatt í gær og staðhæfði þá að ég hefði engan þekkt hér f Vástlinge áður en ég kom hingað. Og svo hugsaði ég með mér að þú hlytir að vera hissa yfir þvf sem Lotta var að segja þér og þess vegna langaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.