Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1975 (LjósinyisíJ ÓI.K M.). Svipmynd frá samcinuðu þingi: Talið frá vinstri: Gunnar Thoroddsen fólagsmálaráðherra, Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra, Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra, Stefán Nikulásson, starfsmaður þingsins, Asgeir Bjarnason, forseti sameinaðs þings (að baki), Lárus Jónsson (S), Jón Ilclgason (S). Eggert G. Þorsteinsson (A) I ræðustól. Við sjáum haksvip Odds Olafssonar (S), nær, og Jöhannesar Arnasonar (S), fja*r. Haeli fyrir drykkjusjúka: Ráðinn yfirlæknir stofnana ríkisins fyrir drykkjusjúka I FJARVERU heilhrigðis- málaráðherra svaraði Geir Ilallsrímsson forsætisráð- herra í fyrradag í samein- uðu þingi, fyrirspurn Helga F. Seljan (K), svo- hljóðandi: FYRIRSPURN IIELGA F. SELJAN „Hvenær má vænta þess að hæli fyrir drvkkjusjúka á Vffilsstöð- um, sem staðið hefur að heita má fullhúið frá þvf í maf síðastliðið vor, taki til starfa og hvað veldur þeim óhæfilega dra*tti sem orðið hefur á þvf, að koma þcssari nauðsynlegu stofnun f fullan rekstur?“ SVAR RAÐHERRA „Stofnun sú fyrir drykkju- sjúka, sem verið hefur i byggingu á Vifilsstöðum undanfarin ár, átti að vera tilbúin samkvæmt fyrstu áætlun haustið 1974. Ýmsir erfiðleikar ollu því hins vegar að byggingarframkvæmdir Alþingi ígær 0 Ólafur G. Einarsson (S) mælti fyrir frumvarpi til laga um kaupstaðarétt Garða- hrepps í neðri deild Alþingis í gær. Frumvarpinu var vísað til nefndar. Hinn nýi kaupstaður mun bera nafnið Garðakaup- staður, er frumvarpið hefur endanlega hlotið samþykki Alþingis. 000 — 000 • Ellert B. Schram (S) mælti fyrir frumvarpi sínu um verðtryggingu fjárskulbind- inga. Frumvarpið, ásamt greinargerð, hefur verið birt í heild á þingsíðu Mbl. 000 — 000 0 Vilborg Ilarðardóttir (K) flutti framsögu með frumvarpi sínu um breytingu á lögum um almannatryggingar, þess efnis að réttur móður og barns til meðlagsgreiðslna, komi fyrr og fyrirhafnarminna til en nú er, þó meðlagsúrskurður frá við- komandi dómi tefjist, en dæmi eru um allt að 4ra ára drátt á lyktum slíkra mála. 000 — 000 % Frumvarp til laga um Framkvæmdastofnun ríkisins (framhald fyrstu umræðu) og Tekjustofna sveitarfélaga (2. umræða) voru tekin út af dag- skrá. 000 _ 000 0 Enginn fundur var í efri deild Alþingis f gær. drógust á langinn og var húsið að heita má tilbúið 6. júni sl. en þá tök framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar ríkisins við húsinu, en verktakar voru að vinnu i og við húsið til 23. júlí sl. Stjórnarnefnd ríkisspitalanna, sem sjá á um rekstur hússins, hefur hins vegar ekki tekið við því enn. Stjórnarnefndin hefur hins vegar gert ráðstafanir til þess að þessi stofnun komi inn i rekstrar- kerfi sjúkrahúsanna og gerði þeg- ar á sl. vori áætlun um hvernig það mætti verða. Gerð hefur verið áætlun um breytingar á því fyrirkomulagi, sem nú er á um meðferð drykkju- sjúklinga þannig að allar með- ferðarstofnanir fyrir drykkju- sjúklinga koma undir eina heild- arstjórn og var i því skyni auglýst staða yfirlæknis stofnana rikisins fyrir drykkjusjúklinga og hefur Jöhanncs Bergsveinsson læknir verið ráðinn í þá stöðu. Það er fyrirhugað að gerðar verði breytingar á fyrirkomulagi þannig, að stofnuð verði sérstök inntökudeild fyrir drykkjusjúkl- inga á Kleppsspítala, en hingað til hafa þeir verið á inntökudeild með öðrum sjúklingum spítalans, göngudeild fyrir sjúklingana og meðferðardeild verði á núverandi Flókadeild og hælið á Vífilsstöð- um verði notað sem meðferðar- heimili til nokkurra vikna eða mánaða meðferðar Gæsluvistarhælið í Gunnars- holti kemur síðan inn i þennan meðferðarhlekk með svipuðu fyr- irkomulagi og þar er nú. Það hefur verið unnið að því að þessar breytingar gætu gengið fram en nokkrar fyrirkomulags- breytingar þarf að gera í Klepps- spítala svo að það geti orðið. Það er ekki farið að ráða starfs- fólk annað en fyrrgreindan yfir- lækni að deíldinni að Vífilsstöð- um og eru raunar ekki til starfs- mannaheimildir til þess að það fyrirkomulag, sem hér hefur ver- ið lýst geti gengið fram að fullu. Hins vegar hefur verið gert ráð fyrir því að reynt yrði að koma deildinni í not á þessu hausti, en vafalaust verður erfitt að fá sér- hæft starfslið að deildinni. Ráðuneytið og stjórnarnefnd spítalanna hafa lagt á það meiri áherslu að koma í not Hátúns- deild Landspítalans, er verður fyrir hjúkrunarsjúklinga og taldi erfitt að koma í gang tveim stofn- unum samtimis enda hefur reynslan sýnt að fullerfitt reynist að koma í not einni hæð Hátúns- deildar í senn, en þar er um að ræða 22—23 sjúklinga á hverri hæð. Þó er 1. hæðin komin í not og siðan væntanlega hver hæðin af annarri þar til deildin verður full- mönnuð og fullskipuð. Svar við spurningunni er þvi það, að enn getur dregist nokkrar vikur að meðferðardeildin á Víf- ilsstöðum komist i not og það er ekki hægt að segja fyrir um það endanlega enn hvenær hún kemst í full not. Önnur atriði má einnig nefna, sem hafa valdið því að deildin hefur ekki verið tekin í not svo sem það að símasamband er ekki frá deildinni enn. Það hefur dreg- ist miklu Iengur en gert var ráð fyrir að fá símatengingu í húsið og enn munu líða nokkrar vikur þar til svo verður. Ráðuneytinu og stjórnarnefnd rikisspítalanna er alveg ljóst, að það er mikil nauðsyn á þvi að Vífilsstaðadeildin komist í not hið fyrsta. Hins vegar taldi stjórnar- nefndin jafnbrýnt, að áður en deildin tæki til starfa, þá væri búið að skipuleggja hvernig hún kæmi í meðferðarkerfi fyrir drykkjusjúka og tilgangslítið væri að opna deildina fyrr en fullákveðið væri um þau mál. Fyrirspurnir á Alþingi Svohljóðandi fyrirspurnir voru lagðar fram á Alþingi f gær: Fvrirspurnir Um stofnun verðjöfnunarsjóðs vöruflutninga o.fl. Frá Jöhannesi Arnasyni. 1. Hvað líður störfum milli- þinganefndar, sem kosin var sam- kvæmt þingsályktun um stofnun verðjöfnunarsjóðs vöruflutninga og bætt skipulag þeirra flutninga frá 10. apríl 1973, og hvenær er þess að vænta, að nefndin skili áliti? 2. Hver er orðinn kostnaður við störf nefndarinnar? Um milliþinganefnd f bvggða- málum. Frá Jóhannesi Arnasyni. 1. Hvað líður störfum milli- þinganefndar, sem kosin var af sameinuðu Alþingi til að gera til- lögur um markmið, leiðir og mörkum almennrar stefnu í byggðamálum skv. þingsályktun um milliþinganefnd í byggða- málum frá 13. apríl 1973, og hvenær er þess að vænta að nefndin skili áliti? 2. Hver er orðinn kostnaður við störf nefndarinnar? Um endurskoðun lagá um skipan opinberra framkvæmda. Frá Helga F. Seljan. Hvað líður endurskoðun þeirri á lögum um skipan opinberra framkvæmda sem samþykkt var skv. þingsályktun frá 14. maí 1975. Tillaga á Alþingi: Aðgerðir til að draga úr tóbaksreykingum FIMM þingmenn: Sighvatur Björgvinsson (A), Ellert B. Schram (S), Helgi F. Seljan (K), Karvel Pálmason (SFV) og Halldór Asgrfmsson (F) flytja tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að draga úr tóbaks- reykingum tslendinga. Tillagan ásamt greinargerð (að hluta) fer hér á eftir: Alþingi ályktar að fela rfkis- stjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur um samhæfðar aðgerðir af hálfu opinberra aðila til þess að draga úr tóbaks- reykingum íslendinga. Nefndin skal sérstaklega taka til um- fjöllunar annars vegar tillögu- gerð um fyrirbyggjandi ráðstaf- anir, svo sem með hvaða hætti árangursríkast verði hagað upplýsingastarfsemi um skaðsemi tóbaksreykinga, og hins vegar gera tillögur um skipulagt nám- skeiðahald á vegum hins opinbera eða með þátttöku þess fyrir tóbaksneytendur er vilja hætta eða draga úr tóbaksneyslu sinni. 1 þessu sambandi verði sérstök áhersla lögð á baráttu gegn tóbaksneyslu skólafólks. I störfum sínum hafi nefndin samráð við þá aðila, er um slík mál sem hér um ræðir hafa fjallað til þessa. Niðurstöður nefndar- innar verði síðan grundvöllur að- gerða hins opinbera til aukinnar baráttu gegn tóbaksreykingum. Greinargerð. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu alvarleg heílsufars- leg hætta er samfara tóbaks- reykingum. Fyrir því liggja óhrekjandi sannanir sem ekki verða dregnar í efa. Þannig eru tóbaksreykingar mjög oft bein or- sök lífshættulegra sjúkdóma i öndunarfærum og hjarta og æða- kerfi, en einmitt þeir sjúkdómar hafa mjög farið í vöxt hér á landi að undanförnu í réttu hlutfalli við auknar tóbaksreykingar. Eru tóbaksreykingar þvi orðnar ein- hver mesti skaðvaldur fyrir heilsufar þjóðarinnar og má raunar líkja tóbaksreykingum við hættulegar farsóttir, slíkar sem afleiðingar þeirra hafa orðið fyrir heilsufar manna. Þjóðfélagið og ráðamenn þess verða að draga réttar niðurstöður af þessum staðreyndum. Það má ekki lengur líta á tóbaksneyslu sem óæskilegan ávana, heldur sem stórhættulega sjúkdómaor- sök sem ber að berjast gegn. Með nákvæmlega sama hætti og bar- átta var á sínum tíma háð fyrir þvi að útrýma aðstæðum sem ollu hárri tíðni ýmissa sjúkdóma, svo sem berkla, holdsveiki, sullaveiki o.s.frv., ber nú að heyja baráttu gegn þeim aðstæðum sem orsaka öðrum fremur háa tiðni hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma þ.e.a.s. tóbaksreykingunum. Samfélag- inu ber skylda til þess að hafa forustu um slíka baráttu og að aðstoða þá einstaklinga, sem orðið hafa háðir tóbaksnautn, en skilja nú hættuna henni samfara og vilja hætta reykingum. Þeim mun ríkari er skylda ríkisins í þessu sambandi þegar á það er litið, að einmitt ríkisvaldið hefur um margra ára og áratuga skeið verið stórtækasti dreifingaraðili tóbaks um landið og notfært reykingar- nautnina sér til fjárhagslegs ávinnings. Eins og nú standa sakir hefur nokkuð verið gert til þess að draga úr tóbaksreykingum lands- manna. Bindindishreyfingin í landinu hefur ávallt varað við skaðsemi tóbaksreykinga, Krabbameinsfélag Islands hefur haft með höndum árangursrika upplýsingastarfsemi og félagið Hjartavernd sömuleiðis. Þá hefur íslenska bindindisfélagið skipu- lagt námskeið fyrir reykinga- menn sem vilja hætta að reykja, og hafa þau námskeið borið ótrú- Iega góðan árangur. Ríkisvaldið og Alþingi hafa einnig lagt nokkuð af mörkum.Hinn 7. apríl 1971 voru þannig samþykkt á Alþingi lög, sem banna auglýsing- ar á tóbaki á opinberum vettvangi og jafnframt ákveðið að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skyldi verja 2 af þúsundi tekna af brúttósölu tóbaks til þess að aug- lýsa skaðsemi þess. Þaó verk hefur haft með höndum svonefnd „Samstarfsnefnd um reykinga- varnir" og hafa auglýsingaher- ferðir nefndarinnar gegn tóbaks- notkun vakið mikla athygli og borið árangur. Ljóst er þó, að hér er hvergi nærri nóg gert. Samstarfsnefnd- inni um reykingavarnir er t.d. skorinn mjög þröngur stakkur þar sem starfsemi hennar miðast einvörðungu við að hafa með höndum auglýsingar í sjónvarpi, hljóðvarpi og blöðum um skaðsemi tóbaksreykinga, en hún getur ekki, lögum samkvæmt, leitað annarra úrræða sem e.t.v. gætu borið betri árangur samfara auglýsingastarfinu. Fræðsla, upplýsingastarf og áróður — hinar fyrirbyggjandi aðgerðir — gætu því verið mun öflugri en nú á sér stað, og er í því sambandi sérstök áhersla lögð af hálfu flm. á að benda á þá uggvænlegu þróun sem rannsóknir hafa leitt í Ijós, að sífellt yngra fólk, jafnvel börn sem enn hafa ekki náð ungl ingsaldri hafa orðið háð tóbaks- nautninni. Ræða Sighvats Björgvinssonar Á ÞINGSlÐU blaðsins í gær var skýrt frá ræðu Sighvats Björgvinssonar (A) um meinta fréttafölsun Þjóð- viljans af umræðu um land- helgismál á þingi. 1 ræðu sinni vitnar Sig- hvatur til fréttagreinar f Þjóð- viljanum 15. nóvembersl. (bls. 3), sem hann sagði „rakalaus ósannindi, óhróður af grófasta tagi og að mínu mati brot á siðareglum Blaðamannafélags lslands.“ (sjá frétt á þingsíðu Mbl. í gær). 1 athugasemd með fréttinni er vakin á því athygli, að gera verði greinarmun á þingfrétt- um annars vegar og hins vegar hugleiðingum í stjórnmála- þönkum dagblaða, þar sem lagt er út af orðræðum á Al- þingi. Sighvatur hefur vakið athygli á því, að ræða hans hafi ekki einvörðungu verið gerð að umræðuefni í stjórn- máladálkum Þjóðviljans, heldur jafnframt í beinni fréttafrásögn, svo sem hann hafi vitnað til i ræðu sinni, og þar hafi umrædd fölsun komið berlega fram. Að gefnu tilefni þykir rétt að vekja athygli lesenda þingsíðunnar á þessu atriði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.