Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1975 33 VELA/AKAIMOI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 „Rhesus-varnir“ Guðjón Guðnason læknir skrif- ar: „Kæri Velvakandi. Þriðjudaginn 11. þ.m. er höfð eftir fjögurra barna móður í pistli þínum gagnrýni á starfsemi „stofnunar þeirrar, sem annast eftirlit með vanfærum konum í Reykjavík". Konan mun senni- lega eiga við Mæðradeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur og sem forstöðumaður deildarinuar tel ég rétt að leiðrétta misskilning eða rangfærslu, sem kemur fram í þessum orðum konunnar. Fyrst vil ég reyna að útskýra lítillega, hvað átt er við með Rhesusvörn- um. Aðalblóðflokkar eru 4, -0, A, B, og AB, en auk þess eru allir ýmist það sem kallað er Rh- jákvæðir eða Rh-neikvæðir, 85% i fyrri flokknum,15% i þeim seinni. Sé konan Rh-neikvæð og barns- faðir Rh-jákvæður, þá getur myndast I bióði móðurinnar mót- efni, sem áhrif kunna að hafa á hið ófædda barn. Slikt gerist mjög sjaldan við fyrstu þungum, en hættan er fyrir hendi hjá fjöl- byrjum. Tekin eru 3 blóðsýni á meðgöngutimanum frá sem næst öllum Rh-neikvæðum mæðrum, hið fyrsta 2 mánuðum fyrir vænt- ánlega fæðingu barnsins, hin 6 og 3 vikum fyrir þann tíma. Í sér- stökum tilfellum eru þessi blóð- sýni tekin fyrr á meðgöngutiman- um, þ.e.a.s. ef viðkomandi hefur áður fætt barn með Rhesus- sjúkdómi. Ef mótefni finnast i blóði móð- urinnar eru gerðar enn aðrar rannsóknir og þá á legvatni, — gerð svokölluð legvatnsspeglun. Komi í ljós við þá rannsókn, að fóstrið hafi orðið fyrir áhrifum þessa Rh-misræmis, eru gerðar viðeigandi ráðstafanir í sambandi við fæðingu barnsins, (framköll- uð fæðing fyrir tímann, ef ástæða þykir, — blóðskipti ef með þarf). S.l. 3 ár hafa allar Rh- neikvæðar konur, sem fætt hafa af s^r Rh-jákvæð börn og ekki myndað í blóði sinu mótefni, fengið strax eftir fæðingu (innan tveggja sólarhringa) nokkurs konar „bólusetningu" gegn Rh- sjúkdómum þannig að smám sam- an á þetta vandamál að hverfa hér á landi, en við erum með þeim fyrstu í heiminum sem komum þessum vörnum á yfir allt landið, á þann hátt, sem ég hefi nú reynt að lýsa. Þetta á þannig ekki bara við reykviskar konur, heldur er þessi sami háttur hafður á um allt landið. Fjögurra barna móðirin mun því aldrei hafa fengið 3 mótefna- sprautur 3 mánuðum fyrir fæð- ingu, heldur hafa verið tekin En f einu atriði hafði lögreglan heppnina með sér. Brúna trefil- ínn þekkti vinnustúlkan hjá Teklu Motander og sagði fullum fetunt að Susann ætti hann. Og Susann roðnaði við og samsinnti þvf. — Eg á trefilinn. Hann var á hillunni frammi í forstofunni á annan í jólum, þvf að ég skildi hann þar cftir þegar ég kom ur kirkjunni. bað var... afsakið að ég verð að segja það — en það hefur verið ósköp auðvclt fyrir gestina okkar að taka refflinn. Kannski Lotta sjálf? Susann hafði farið upp á her- hergi sitt, jafnskjótt og við höfð- um kvatt, glugginn hennar sneri út að vegfnum, en gluggarnir á herbergi móður hennar f gagn- stæða átt og hvorug sagðist hafa heyrt eða séð hvað hin hafðizt að. Þeir einu sem gátu alls ekki hafa tekið þátt f þessum leik voru Barbara og Hjördfs, sem höfðu verið með mér inni f stofunni frá þvf við komum heim, ásamt Tord og Friedeborg sem höfðu verið f hflnum á leiðinni til Kila. — Ja, hamingjan góða. sagði Christer þreytulega — Maður þakkar alténd f.vrir það. blóðsýni (reyndar í sprautur!) þrisvar á 8. og 9. mánuði með- göngutímans samkvæmt venju. Til þin, Velvakandi góður, vil ég að lokum beina þeim tilmæl- um, svo og til annarra blaða- manna, að þið kynnið ykkur hvort nokkur hæfa sé fyrir vafasömum fullyrðingum læknisfræðilegs efnis, sem fólk biður um að fá birt i dálkum ykkar, og að þið gerið ykkur það ómak að hafa samband við rétta aðila. Þannig mætti koma í veg fyrir að valda fólki óþarfa áhyggjum ogykkur erfiði. Með vinsemd og virðingu. Guðjón Guðnason." 0 Staðreyndir Jón S. Bragason, Framnesvegi 22, Reykjavík skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég vil leyfa mér að gera að umræðuefni útkomu blaðs nokk- urs hér í borg er nefnist Stað- reyndir. A forsíðu blaðsins er til- gangur þess og markmió skýrt á þann hátt, að það sé á móti lýð- ræði fyrir stjórnræði. Gaman væri að fá að vita hvort útgefandi blaðsins á við svipað eða sama stjórnræði og var á tim- um"HitIers í Þýzkalandi og fylgi- fiska hans. Það má ætla, því að þar er að finna mjög svipaðan áróður og Hitler hafði i frammi, t.d. er talað um peningajúða og að hinn hviti kynstofn standi hinum svarta framar. Ég var að vonast til að tími fasista og annara þvilikra væri að liða undir lok með væntanlegu andláti Francos einræðisherra á Spáni, en annað hefur nú komið i ljós. Fasistar hafa nú hafið útgáfu áðurnefnds blaðs hér á íslandi og einnig er óskað eftir meðlimum i samtök þeirra, samanber auglýs- ingu í Dagblaðinu hinn 17. þ.m. Einhverjir muna eflaust eftir flokki þjóðernissinna er starfandi var á árunum fyrir heimsstyrjöld- ina, en hann lognaðist sem betur fer út af skömmu eftir upphaf striðsins. Skora ég þvi á almenning að kæfa ósóma þennan í fæðingu, því nógir eru fjendur lýðræðisins fyrir. Jón S. Bragason." % Endurskinsmerki Guðrún Aðalsteinsdóttir hringdi vegna umræðna hér í dálkunum um endurskinsmerki. Hún sagðist hafa orðið vör við uppástungur um að framleið- endur yfirhafna saumuðu endur- skinsmerki á t.d. úlpur, þannig að kaupendur þyrftu ekki að hugsa um þetta. Guðrún sagðist hafa orðið vör við gagnrýni á framleið- endur vegna þess að þeir hefðu ekki sinnt þessu, en hins vegar væri staðreyndin sú, að a.m.k. ein fataverksmiója, Hekla, sendi frá sér úlpur með endurskinsmerkj- um. „Það er sjálfsagt að láta þá njóta sannmælis, sem það eiga skilið," sagði Guðrún, „en ég spurðist fyrir i stórri fataverzlun nýlega, hvort ekki væru fleiri framleiðendur, sem þetta hefðu gert. Sagðist afgreiðslustúlkan ekki vita til þess. Ég vil nota tækifærið og hvetja aðra fram- leiðendur til að hafa yfirhafnirn- ar með endurskinsmerkjum er þeir senda þessar nauðsynlegu flíkur á markað," sagði Guðrún að lokum. £ Strætis- vagnarnir „Farþegi" skrifar: Einhver bezta og nauðsynleg- asta þjónusta við borgarbúa eru strætisvagnarnir. Með þeim er hægt að ferðast um þvera og endi langa Reykavik fyrir fáar krónur. langi einhvern til að sjá sig um í borginni, er til auðveld og ódýr leið — að fara í hringferð með strætisvagni. Vagnarnir eru hreinlegir og notalegir. Að þessu athuguðu, er það hörmulegt, að skemmdir skuli vera unnar á þeim. Það Iýsir van þroska og lítilli siðmenningu, svo ekki sé meira sagt. Það er mjög eðlilegt, að rætt sé margl um hin tiðu og sorglegu slys í umferðinni nú á dögum. Vafalaust eru margar ástæður til þessara vandræða, eins og bent hefur verið á. En vikjum þá að strætisvögnunum. Það mun heyra til undantekninga, ef þeir valda slysum. Þó er ærin ástæða til þess að svogætiorðið.þviaðvíða hafa vagnarnir stranga áætlun, en þó er kannski mestur vandinn með gangandi fólkið, sem æðir út á göturnar í veg fyrir vagnana, i órétti. Ég fullyrði, að vagnstjór- arnir bjarga lífi fjölda manns dag hvern. Það sýnir, að þessir menn eru starfi sinu vaxnir á allan hátt, að mér finnst, eftir margra ára ferðir með vögnunum. 0 Þegar hálkan kemur Nú er veturinn kominn. Þótt enn sé veður eins gott og hugsazt getur, þá kemur einhvern tíma snjór og frost. Þá vandast nú mál- ið á götum borgarinnar, eins og auðvitað á öllum vegum, en hér mun kreppa mest að, vegna hins gífurlega bilafjölda. Þegar myrkr ið, isinn og snjórinn hrjá vegfar- endur, þá ættu þeir að hugsa um hvernig bezt sé að bregðast vió vandanum. En þvi miður — allir vilja aka, — árekstrar, slys, skemmdir og gifurleg eyðsla verða örlög margra. Mesta og bezta hjálpin væri að fækka bil- unum á götum borgarinnar, fækka slysum og spara mikið fé. Hugleiðið þetta virðulegu borg- arbúar, og látið ykkur sæma að ferðast með strætisvögnunum eða ganga nokkurn spöl Það lífgar og hressir, er heilsugjafi og ódýrt meðal. Jafnframt eflið þið stræt- isvagnana og sparið eigið fé og almennings með þvi að fækka slysum, þvi að þau eru dýr. Farþegi." HÖGNI HREKKVÍSI T. bone steik. 840 kr. kg. Bóg steik 555 kr. kg. Innan lærisvöðvi 1.100 kr. kg. V2 svínaskrokkar 595 kr. kg tilbúnir í frystikistuna. 1 0 kg.nautahakk 530 kr. kg. • > 9 . ’ Opið föstudaga kl.°8—7 Opið laugardaga kl0. 7 —12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.