Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1975 21 — Athugasemd Framhald af bls. 10 Heldur álít ég að þessa ákveðnu tegund skófatnaðar, sem ég hef lýst hér, vanti tilfinnanlega hér og geri enn. Ég vil biðja vel- virðingar ef þessi ummæli mín hafa valdið misskilningi og dreg ekki i efa góðan vilja íslenzkra skókaupmanna til að leita að þvi bezta og vinsælasta sem á boð- stólum er hverju sinni á öllum þeim sýningum sem þeir sækja erlendis. Én skoðun mín er eftir sem áður sú, að oft hafi þeir ekki árangur sem erfiði. Marta Bjarnadóttir — Stikur Framhald af bls. 19 hafði lag á því að ýta við fólki. Eitt stutt ljóð eða blaðagrein eftir hann gat sett allt á annan endann. Skáldsögur hans Ragazzi di vita (Börn lífsins 1955) og Una vita violenta (Ofsafengið lif 1959) vöktu mikla athygli. En eftirminni- legust er kannski lítil ljóðabók Le ceneri di Gramsci (Aska Gramscis 1957). 1 Ösku Gramscis yrkir Pasolini um stofnanda ítalska kommúnistaflokksins, sem dó í fangelsi fasista. Það er einkum sú stefna Gramscis að menning- in eigi að vera alþýðleg, bilið þurfi að brúa milli lífs og listar, sem Pasolini hrífst af. Sjálfur hefur hann stuðlað að þvi að alþýðlegri list sé gaumur gefinn, meðal annars með því að taka saman Ijóðasafn með alþýðukveðskap og ljóðum, sem ort eru á mállýskum. I Iífi sínu barðist hann fyrir réttindum fátæklinga, bættum kjörum þeirra. í skáldskap hans og kvikmyndum birtist þetta fólk; hann var málsvari þess og sótti til þess innblástur. Pasolini var einkennilega tví- skiptur maður. Hann var í senn marxisti og kaþólikki, en þó einkum merkilegur listamaður. í fjórða hluta Ösku Gramscis yrkir hann, en þýðingin er eftir Aðalstein Ingólfsson: Hneyksli er að vera svo tvfræður, vera með þér og móti, með þér í hjarta, f birtu, á móti þér í dimmu sálar. Til eru þeir, sem halda því fram að Passolini (f. 1922 í Bologna) hefi verið mesta skáld sinnar kynslóðar. I ljóðum Pasolinis er samræð- an milli skáldsins og lesandans mikilvæg. Skáldið ávarpar ekki lesandann af hæðum, heldur eins og félaga og bróður. Allt er gert til að vekja trúnaðartraust. Þetta er ekki nýtt I ítölskum skáldskap, samanber Ijóð þeirra Salvatores Quasimodos og Umbertos Saba. En mér virð- ist að í ljóðum sínum, ösku Gramscis og ekki síst La religione del mio tempo (Trú míns tíma 1961), hafi Pasolini tekist á áhrifamikinn hátt að koma orðum að hugsunum, sem halda vöku fyrir mörgu fólki. — Er valda- skeið . . . Framhald af bls. 18 Mjög strangar regiur gilda um kaup á erlendum gjaldeyri, og stöðugt ber meira á skorti ýmiss konar nauðsynja- varnings, svo sem landbúnaðar- véla og tækja. Gjaldeyrisbrask á sér stað i landinu f nokkrum mæli og telja yfirvöld, að um 50 milljónir sterlingspunda hafi verið fluttar úr landi með ólög- legum hætti, eftir að Ródesía lýsti einhliða yfir sjálfstæði i nóvember 1965. Eru það einkum kaupsýslumenn, sem tekizt hefur að koma fé úr landi með rangri verðskráningu á vöru. Tóbaksræktin sýnir öðru fremur bágborinn hag Ródesíu- manna. Árið 1965 stunduðu 3.600 bændur tóbaksrækt, en þeir eru um þessar mundir einungis 1.600, og Patric Bash- ford leiðtogi Miðflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, telur, að- 600 þeirra rambi á barmi gjald- þrots. Bændur höfðu búizt við að fá fyrir hvert tóbakskíló meðal- talsverð, sem svaraði einum Ródesiudollar, en það samsvar- ar um 270 íslenzkum krónum. Hins vegar reyndist það all- miklu lægra eða innan við 200 krónur. Bændur gefa þá skýringu á þessu óvænta verðfalli, að um- boðsmaður aðalkaupandans á þessu ári hafi haldið að sér höndum en kaupin fara fram á sérstöku uppboði fyrir luktum dyrum. Þeir telja að þessi kaup- andi sé dr. Anton Rupert, auð- jöfur frá Suður-Afríku, sem er í hópi mestu efnamanna heims. Sé þetta rétt, er hér um stór- pólitískt mál að ræða, sem get- ur dregið dilk á eftir sér. Rupert þessi er í hópi „ver- ligte“ i Suður-Afríku, en svo eru menntaðir Búar kallaðir. Vitað er, að hann hefur mjög náið samneyti við Vorster og er friðarsinni. Ef sú skoðun bænda reynist á rökum reist, að Rupert hafi verið aðalkaupand- inn og að hann hafi að boði Vorsters Iækkað tilboð sín, gef- ur það til kynna, að Vorster sé reiðubúinn til að ganga miklu lengra en menn hafa almennt álitið til að knýja Smith til samninga við þjóðernissinna í Ródesíu. Jafnvel á meðal harðlinu- manna í flokki Ians Smith gæt- ir takmarkaðs stuðnings við baráttu hans. Þar sem vindáttin hefur breytzt og iskaldur næð- ingur blæs yfir Zambesifljót og leikur um þá, flýja hvítir Ródesíumenn unnvörðum á náðir bjórsins, því að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. En þeir eiga litið af staðfestu brautryðjendanna, sem þeir minnast árlega. Ef herskáir þjóðernissinnar byndust sam- tökum, ef þriðja stjórnmála- aflið byði hvitum mönnum upp á eftirlaun og forréttindi og ef Vorster gæfi skýra og skorin- orða yfirlýsingu um, að hann hygðist ekki senda vopnaðar sveitir þeim til stuðnings, myndi baráttuþrekið fljótt þverra og Smith yrði ákaft hvattur til að ná samningum, er leitt gætu þjóðina út af þeirri blindgötu, sem hann stýrði henni inn á fyrir 10 árum. SmíðaO úr ÁLI Sindra-Stál M hefur um áraraðir séð íslenzkum byggingariðnaði fyrir járni og stáli, jafnframt því sem birgðastöð fyrirtækisins hefur kappkostað að hafa ætíð á boðstólum nýjungar, sem stuðla að betri byggingarháttum. í dag býður Sindra-Stál h.f. ál til byggingaframkvæmda á vegum sjávarútvegs, stofnanana og einstaklinga. í birgðastöð- inni er jafnan úrval af bygginga-áli: — álplötum, flatáli, vinkiláli, ferköntuðu áli o.fl. Álklæðningar frá Sindra-Stáli h.f. hafa nú þegar sýnt sig að vera til hagkvæmni jafnt sem fegurðarauka. Skoðið álklæðningu á nýtízku byggingum og þér munuð vera okkur sammála um að „Sindra-ál“ er sérstaklega athyglisvert. SINDRA STÁL SINDRA-STÁLHF Borgartúni 31 símar 19422-21684 Sandvik slípistálið! Nú getið þér hætt að nota raspinn og sandpappírinn. Sandvik Slípistálið hefur gert það úrelt! Nú er ekki lengur nauðsynlegt að vöðla sandpappír utanum einhverskonar slípiklossa, eða notast við of grófa raspa. Sandvik Siípistálið fer vel í hendi. Það er auðvelt að vinna með því, og það er ótrúlega afkasta- mikið. Reynið sjálf og sjáið árangurinn á viði eða plasti, — með því að fínslípa sprungufylli, slípa boröplötu eöa slípa ofan og neðan af hurðum, sem hafa þrútnað. Myndirnar t.v. sýna hinar þrjár mismunandi gerðir af Sandvik Slípistálinu. Slípiflöturinn er úr hertu, ryðfríu krómstáli. Slípistálin fást í helstu byggingavöruverzlunum lands- ins. Umboð: Vélar & Verkfæri hf. Nýtt verkfæri SANDVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.